Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi

Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Auglýsing

Jacinda Ardern for­sæt­is­ráð­herra Nýja-­Sjá­lands hyggst fresta lokun álvers Rio Tinto á Tiwai Point um þrjú til fimm ár og er til­búin að veita rík­is­stuðn­ing til álfyr­ir­tæk­is­ins til að ná fram lægra raf­orku­verði ef hún nær end­ur­kjöri í næstu þing­kosn­ingum í land­in­u. 

Sam­kvæmt frétt Reuters um málið hefur lokun álvers­ins orðið að bit­beini fyrir kom­andi kosn­ingar í Nýja-­Sjá­landi, sem munu fara fram þann 17. októ­ber. Rio Tinto hefur áður lýst því yfir að fyr­ir­hugað væri að loka álver­inu í Tiwai Point í ágúst á næsta ári vegna hás raf­orku­kostn­aðar og erf­iðra aðstæðna á álmark­aðn­um. 

Á blaða­manna­fundi Verka­manna­flokks­ins, sem Ardern er í for­svari fyr­ir, til­kynnti hún svo fyrr í dag að hún hygð­ist sjá til þess að lok­un­inni yrði frestað. 

Auglýsing

„Við erum að stefna að því að lengja líf álvers­ins um þrjú til fimm ár,“ sagði Ardern á fund­in­um, sem fór fram í nágrenni álvers­ins í bænum Inverncar­g­ill. „Með því að veita lengri tímara­mma fyrir lokun álvers­ins verndum við störf núna og gefum sam­fé­lag­inu tíma til að meta og skipu­leggja áætlun til fram­tíð­ar­“. 

Sam­kvæmt Ardern myndi rík­is­stjórn hennar vinna með Rio Tinto og opin­bera raf­orku­sal­anum Tran­spower til þess að ná „sann­gjörnu verði“ á næstu árum, svo að áhrif lok­un­ar­innar á almennt raf­orku­verð verði sem minnst. Í frétta­til­kynn­ingu frá Verka­manna­flokknum í kjöl­far blaða­manna­fund­ar­ins kemur einnig fram að rík­is­stjórnin gæti veitt Tran­spower stuðn­ing til þess að lækka raf­orku­verð Rio Tinto. 

Stór­kaup­andi á orku­mark­aði

Rio Tinto er stór­kaup­andi á orku­mark­aði Nýja-­Sjá­lands og nemur árleg notkun álvers­ins um fimm þús­und gíga­vatt­stund­um, sem eru tólf pró­sent af allri orku­notkun lands­ins. Um þús­und manns vinna í álver­inu, en sam­kvæmt umfjöllun Reuters um málið skapar starf­semi þess um 1600 afleidd störf til við­bótar í kjör­dæm­in­u. 

Að sögn Kellie Park­er, starf­andi for­stjóra Rio Tinto á Kyrra­hafs­svæð­inu, er álfyr­ir­tækið opið fyrir sam­ræður við nýsjá­lensk stjórn­völd ef þær gætu leitt til „sann­gjarn­ari verðs“ fyrir álver­ið.

Kunn­ug­legt stef

Rio Tinto er móð­ur­fé­lag ÍSAL sem rekur álverið í Straums­vík. Í febr­úar síð­ast­liðnum til­kynnti álfyr­ir­tækið að það íhug­aði lokun álvers­ins vegna hás raf­orku­verðs og krefj­andi mark­aðs­að­stæðna. Í júlí hót­aði Rio Tinto einnig því að loka álver­inu í Straums­vík vegna „­sam­keppn­is­hamlandi hátt­semi“ Lands­virkj­un­ar, sem selur þeim ork­una hér á landi. Mán­uði seinna sótti álfyr­ir­tækið svo um nýtt starfs­leyfi fyrir álver­ið. 

Um 400 manns starfa hjá álver­inu í Straums­vík, en sam­kvæmt Sam­tökum iðn­að­ar­ins eru um 800 störf til við­bótar háð starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á óbeinan hátt. Orku­notkun ÍSAL nam tæp­lega þrjú þús­und gíga­vatt­stundum í fyrra, en það jafn­gildir um 15 pró­sentum af heild­ar­raforku­notkun Íslands árið 2019.

Frá álverinu í Straumsvík. Mynd: ÍSAL

Hörður Árna­son for­stjóri Lands­virkj­unar hefur sagt að fleiri þættir en raf­orku­verð hafi áhrif á stöðu álver­anna og vill meina að núvernadi raf­orku­samn­ingur þeirra við Rio Tinto sé sann­gjarn. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir iðn­að­ar­ráð­herra hafa bæði sagst ekki ætla að skipta sér að verð­lagn­ingu Lands­virkj­un­ar, þar sem það væri fyr­ir­tæki á sam­keppn­is­mark­aði með sjálf­stæða stjórn.

Líkt og Kjarn­inn hefur áður fjallað um eru hót­anir Rio Tinto um að loka álver­inu í Straums­vík ekki nýjar af nál­inni, en verk­falli var aflýst þar árið 2015 eftir að tals­menn álvers­ins sögðu það vera óvíst hvort álverið hæfi aftur starf­semi sína ef starfs­menn þess legðu tíma­bundið niður störf. 

Sam­kvæmt Reuters hefur Rio Tinto einnig hótað lokun álvers­ins á Nýja-­Sjá­landi oft á síð­ustu árum, sam­hliða því að fyr­ir­tækið krefj­ist auk­ins stuðn­ings frá hinu opin­bera. Jacinda Ardern bætti þó við á blaða­manna­fund­inum í morgun að engra frek­ari opin­berra nið­ur­greiðslna sé að vænta til álfyr­ir­tæk­is­ins, er frá er tal­inn fyr­ir­hug­aður samn­ingur um lægra raf­orku­verð. 

Keppi­naut­ur­inn sama sinnis

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum skoð­ana­kann­ana hefur flokkur Ardern verið í öruggri for­ystu síð­ustu mán­uð­ina. Helsti keppi­nautur þess er Þjóð­ar­flokkur Nýsjá­lend­inga með Judith Coll­ins í far­ar­broddi. Coll­ins virð­ist þó vera nokkuð sam­stíga Ardern í málum sem varða álverið og lofar einnig að efna til samn­inga­við­ræðna við Rio Tinto nái hún kjöri. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Fatnaður, geimferðir og sjálfbærni: Þjóðfræðirannsóknir fyrir framtíðina
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent