Óska eftir mati Landsvirkjunar á rekstrarstöðu fyrirtækja í orkufrekum iðnaði

Fjármálaráðherra og ráðherra iðnaðarmála funduðu í síðustu viku með forstjóra og stjórnarformanni Landsvirkjunar og óskuðu þar eftir mati Landsvirkjunar á rekstrarstöðu fyrirtækja í orkufrekum iðnaði á Íslandi.

Mastur
Auglýsing

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra funduðu í síðustu viku með forstjóra og stjórnarformanni Landsvirkjunar og óskuðu eftir því að Landsvirkjun myndi skila stjórnvöldum mati sínu á rekstrarstöðu viðskiptavina sinna, fyrirtækja í orkufrekum iðnaði á Íslandi.

Þetta kom fram í máli Bjarna, er hann svaraði fyrirspurn frá Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, um stöðu mála í viðræðum Rio Tinto á Íslandi og Landsvirkjunar á Alþingi í dag.

Gunnar Bragi spurði Bjarna hvort hann hefði sem fjármálaráðherra „beitt sér“ eða tekið beinan þátt í þeim viðræðum.

Þingmaðurinn gaf í skyn að fjármálaráðherra ætti að beita sér fyrir því að Rio Tinto fengi lægra orkuverð frá Landsvirkjun eins og fyrirtækið hefur krafist, til þess að tryggja að störf og afleidd störf vegna álverksmiðjunnar í Straumsvík glatist ekki, ofan á öll önnur störf sem fyrirsjáanlega munu nú glatast á Íslandi vegna áhrif kórónuveirufaraldursins.

Bjarni sagði að hann hefði ekki „beitt sér“ gagnvart Landsvirkjun, enda væri um að ræða fyrirtæki á samkeppnismarkaði með sjálfstæða stjórn og stjórnendur sem eru sjálfstæðir í sínum störfum. Þar gætu stjórnmálamenn ekki beitt sér.

Auglýsing

Þó sagðist ráðherra hafa átt fundi með forsvarsmönnum Rio Tinto á Íslandi til þess að heyra afstöðu þeirra í viðræðunum við Landsvirkjun, en Rio Tinto óskaði eftir fundum með Bjarna til að ræða þau mál.

Vonar að Rio Tinto fái „lausn á sínum áhyggjuefnum“

Fjármálaráðherra sagðist hafa „töluvert miklar áhyggjur“ af stöðu alls orkufreks iðnaðar í landinu og bætti við að nýlega hefðu hann og Þórdís Kolbrún heimsótt helstu fyrirtæki landsins í orkufrekum iðnaði til þess að heyra hvernig rekstrarskilyrðin væru. Frá fyrirtækjunum fengu ráðherrarnir þau skilaboð að staðan á alþjóðamörkuðum væri mjög snúin.

„Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við að þessi mikilvægi viðskiptavinur Landsvirkjunar geti fengið, í samskiptum við Landsvirkjun, lausn á sínum áhyggjuefnum, sem ég er ekki inni í í neinum smáatriðum,“ sagði Bjarni, um stöðu Rio Tinto.

Hann sagði jafnframt að fylgst yrði náið með því hvernig samskipti fyrirtækja í orkufrekum iðnaði yrðu við Landsvirkjun og stjórnvöld almennt næstu mánuði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent