Óska eftir mati Landsvirkjunar á rekstrarstöðu fyrirtækja í orkufrekum iðnaði

Fjármálaráðherra og ráðherra iðnaðarmála funduðu í síðustu viku með forstjóra og stjórnarformanni Landsvirkjunar og óskuðu þar eftir mati Landsvirkjunar á rekstrarstöðu fyrirtækja í orkufrekum iðnaði á Íslandi.

Mastur
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir iðn­að­ar­ráð­herra fund­uðu í síð­ustu viku með for­stjóra og stjórn­ar­for­manni Lands­virkj­unar og ósk­uðu eftir því að Lands­virkjun myndi skila stjórn­völdum mati sínu á rekstr­ar­stöðu við­skipta­vina sinna, fyr­ir­tækja í orku­frekum iðn­aði á Íslandi.

Þetta kom fram í máli Bjarna, er hann svar­aði fyr­ir­spurn frá Gunn­ari Braga Sveins­syni, þing­manni Mið­flokks­ins, um stöðu mála í við­ræðum Rio Tinto á Íslandi og Lands­virkj­unar á Alþingi í dag.

G­unnar Bragi spurði Bjarna hvort hann hefði sem fjár­mála­ráð­herra „beitt sér“ eða tekið beinan þátt í þeim við­ræð­um.

Þing­mað­ur­inn gaf í skyn að fjár­mála­ráð­herra ætti að beita sér fyrir því að Rio Tinto fengi lægra orku­verð frá Lands­virkjun eins og fyr­ir­tækið hefur krafist, til þess að tryggja að störf og afleidd störf vegna álverk­smiðj­unnar í Straums­vík glat­ist ekki, ofan á öll önnur störf sem fyr­ir­sjá­an­lega munu nú glat­ast á Íslandi vegna áhrif kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Bjarni sagði að hann hefði ekki „beitt sér“ gagn­vart Lands­virkj­un, enda væri um að ræða fyr­ir­tæki á sam­keppn­is­mark­aði með sjálf­stæða stjórn og stjórn­endur sem eru sjálf­stæðir í sínum störf­um. Þar gætu stjórn­mála­menn ekki beitt sér.

Auglýsing

Þó sagð­ist ráð­herra hafa átt fundi með for­svars­mönnum Rio Tinto á Íslandi til þess að heyra afstöðu þeirra í við­ræð­unum við Lands­virkj­un, en Rio Tinto óskaði eftir fundum með Bjarna til að ræða þau mál.

Vonar að Rio Tinto fái „lausn á sínum áhyggju­efn­um“

Fjár­mála­ráð­herra sagð­ist hafa „tölu­vert miklar áhyggj­ur“ af stöðu alls orku­freks iðn­aðar í land­inu og bætti við að nýlega hefðu hann og Þór­dís Kol­brún heim­sótt helstu fyr­ir­tæki lands­ins í orku­frekum iðn­aði til þess að heyra hvernig rekstr­ar­skil­yrðin væru. Frá fyr­ir­tækj­unum fengu ráð­herr­arnir þau skila­boð að staðan á alþjóða­mörk­uðum væri mjög snú­in.

„Ég ætla að leyfa mér að binda vonir við að þessi mik­il­vægi við­skipta­vinur Lands­virkj­unar geti feng­ið, í sam­skiptum við Lands­virkj­un, lausn á sínum áhyggju­efn­um, sem ég er ekki inni í í neinum smá­at­rið­u­m,“ sagði Bjarni, um stöðu Rio Tinto.

Hann sagði jafn­framt að fylgst yrði náið með því hvernig sam­skipti fyr­ir­tækja í orku­frekum iðn­aði yrðu við Lands­virkjun og stjórn­völd almennt næstu mán­uði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent