Landsvirkjun vill aflétta trúnaði af samningi við Rio Tinto

„Æskilegt og í anda gagnsæis að almenningur verði upplýstur um hvað stendur í samningnum,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Lands­virkjun hefur óskað form­lega eftir því við Rio Tin­to, ­eig­anda álvers­ins í Straums­vík, að trún­að­ar­á­kvæðum verði aflétt af raf­magns­samn­ingi fyr­ir­tækj­anna þannig að hægt verði að ræða opin­ber­lega um ­meg­in­efni samn­ings­ins.

Þetta kom meðal ann­ars fram í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morgun þar sem Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­unar var gest­ur Krist­jáns Krist­jáns­son­ar.

„Við teljum æski­legt og í anda gagn­sæis að það væri upp­lýst ­meira um samn­ing­inn og þess vegna skrif­uðum við bréf til Rio Tinto í síðust­u viku þar sem við höfum óskað form­lega eftir því við fyr­ir­tækið að trún­aði sé aflétt af samn­ingn­um,“ sagði Hörður Arn­ar­son for­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Auglýsing

Hörður sagði mik­il­vægt fyrir sam­fé­lagið að trún­aði sé aflétt. Í honum væru meðal ann­ars ákvæði um end­ur­skoðun sem eiga að tryggja ­sam­keppn­is­hæfni verk­smiðj­unnar og væri til mik­ils gagns fyrir alla að trún­að­i yrði aflétt af þessum samn­ingi þannig að aðilar gætu rætt um hann opin­ber­lega.

Rio Tin­to, eig­andi álvers­ins í Straums­vík, hefur til­kynnt að leitað sé leiða til þess að bæta rekstur álvers­ins í þeim aðstæðum sem nú eru uppi á álmörk­uðum og hefur sjónum með­al­ ann­ars verið beint að raf­orku­samn­ingnum við Lands­virkj­un.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­virkjun segir að Lands­virkjun og álverið í Straums­vík hafa átt í far­sælu og löngu við­skipta­sam­bandi frá stofn­un. Núgild­andi raf­orku­samn­ingur milli­ Lands­virkj­unar og Rio Tinto hefur verið í gildi síðan 2010 og var end­ur­skoð­að­ur­ 2014.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent