Landsvirkjun vill aflétta trúnaði af samningi við Rio Tinto

„Æskilegt og í anda gagnsæis að almenningur verði upplýstur um hvað stendur í samningnum,“ segir Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Lands­virkjun hefur óskað form­lega eftir því við Rio Tin­to, ­eig­anda álvers­ins í Straums­vík, að trún­að­ar­á­kvæðum verði aflétt af raf­magns­samn­ingi fyr­ir­tækj­anna þannig að hægt verði að ræða opin­ber­lega um ­meg­in­efni samn­ings­ins.

Þetta kom meðal ann­ars fram í þætt­inum Sprengisandi á Bylgj­unni í morgun þar sem Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­unar var gest­ur Krist­jáns Krist­jáns­son­ar.

„Við teljum æski­legt og í anda gagn­sæis að það væri upp­lýst ­meira um samn­ing­inn og þess vegna skrif­uðum við bréf til Rio Tinto í síðust­u viku þar sem við höfum óskað form­lega eftir því við fyr­ir­tækið að trún­aði sé aflétt af samn­ingn­um,“ sagði Hörður Arn­ar­son for­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Auglýsing

Hörður sagði mik­il­vægt fyrir sam­fé­lagið að trún­aði sé aflétt. Í honum væru meðal ann­ars ákvæði um end­ur­skoðun sem eiga að tryggja ­sam­keppn­is­hæfni verk­smiðj­unnar og væri til mik­ils gagns fyrir alla að trún­að­i yrði aflétt af þessum samn­ingi þannig að aðilar gætu rætt um hann opin­ber­lega.

Rio Tin­to, eig­andi álvers­ins í Straums­vík, hefur til­kynnt að leitað sé leiða til þess að bæta rekstur álvers­ins í þeim aðstæðum sem nú eru uppi á álmörk­uðum og hefur sjónum með­al­ ann­ars verið beint að raf­orku­samn­ingnum við Lands­virkj­un.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Lands­virkjun segir að Lands­virkjun og álverið í Straums­vík hafa átt í far­sælu og löngu við­skipta­sam­bandi frá stofn­un. Núgild­andi raf­orku­samn­ingur milli­ Lands­virkj­unar og Rio Tinto hefur verið í gildi síðan 2010 og var end­ur­skoð­að­ur­ 2014.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni: Sveiflujöfnunin öflugri hér en í ríkjum þar sem björgunarpakkarnir eru stærri
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar verið sé að bera saman stærðargráðu efnahagsviðbragða hér á landi við útlönd þurfi að horfa til þess að Ísland hafi öflugri sveiflujafnara í félagslegu kerfunum en mörg önnur ríki.
Kjarninn 8. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
Kjarninn 8. apríl 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Fellir ellikerling Pútín?
Kjarninn 8. apríl 2020
„Faraldurinn er eins og staðan er núna á niðurleið“
Toppnum í nýsmitum COVID-19 hér á landi virðist náð, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Faraldurinn er því á niðurleið, en Alma Möller landlæknir minnir á að enn sé nokkuð í að toppi verði náð hvað álag á heilbrigðiskerfið varðar.
Kjarninn 8. apríl 2020
Vel innan við þúsund virk smit – 633 hefur batnað af COVID-19
Tæplega tvö þúsund sýni voru rannsökuð í gær og af þeim reyndust þrjátíu jákvæð. Hjá Íslenskri erfðagreiningu fannst aðeins eitt nýt smit, annan daginn í röð.
Kjarninn 8. apríl 2020
Persónuleg barátta Boris Johnson við kórónuveiruna
Samstarfsmenn Boris Johnson sögðu hann „kátan“, aðeins hafa „væg einkenni“ og áfram „stýra landinu“ jafnvel eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í byrjun vikunnar. Johnson er nú á gjörgæslu og fær súrefni til að hjálpa honum að ná andanum.
Kjarninn 8. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
Kjarninn 8. apríl 2020
Þorsteinn Víglundsson
Þorsteinn tekur aftur við BM Vallá
Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins, sem á og rekur félögin BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn var áður forstjóri BM Vallá frá 2002 til 2010.
Kjarninn 8. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent