Hóta lokun álversins „láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni“

Rio Tinto lagði í dag fram formlega kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna þess sem félagið telur misnotkun Landsvirkjunar „á yfirburðastöðu fyrirtækisins gagnvart ISAL“.

Rio Tinto rekur álverið í Straumsvík.
Rio Tinto rekur álverið í Straumsvík.
Auglýsing

Rio Tin­to, sem rekur álverið í Straums­vík, hefur farið fram á það að Sam­keppn­is­eft­ir­litið taki „á sam­keppn­is­hamlandi hátt­semi Lands­virkj­unar með mis­mun­andi verð­lagn­ingu og lang­tíma­orku­samn­ing­um, svo að álver ISAL og önnur íslensk fram­leiðsla og fyr­ir­tæki geti keppt á alþjóða­vett­vang­i“. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem félagið sendi frá sér í dag.

Í til­kynn­ing­unni er haft eftir Alf Barri­os, for­stjóra Rio Tinto Alu­mini­um, að ef ekki verði tekið á „mis­notkun Lands­virkj­unar á mark­aðs­ráð­andi stöðu sinni“ á íslenskum orku­mark­aði eigi Ísland á hættu að „glata stórum útflutn­ings­fyr­ir­tækjum á borð við ISAL í Straums­vík­“. 

Barrios segir að ISAL greiði „um­tals­vert meira fyrir orku sína en aðrir álf­ram­leið­endur á Íslandi“ sem grafi undan sam­keppn­is­stöðu fyr­ir­tæk­is­ins. „Við getum ekki haldið áfram að fram­leiða ál á Íslandi sé verð­lagn­ing orkunnar ekki gagn­sæ, sann­gjörn og alþjóð­lega sam­keppn­is­hæf. Í milli­tíð­inni munu teymi okkar hjá ISAL halda áfram að ein­beita sér að því að draga úr kostn­aði á öruggan hátt, bæta fram­leiðni og standa við skuld­bind­ingar okkar gagn­vart við­skipta­vin­um.“

Auglýsing

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, greindi frá því í lok febr­úar að Lands­virkjun hefði óskað form­lega eftir því við Rio Tinto að trún­að­ar­á­kvæðum verði aflétt af raf­magns­samn­ingi fyr­ir­tækj­anna þannig að hægt yrði að ræða opin­ber­lega um meg­in­efni hans. Taldi hann þetta æski­legt, í anda gagn­sæis og einnig mik­il­vægt fyrir sam­fé­lag­ið. 

Í til­kynn­ingu Rio Tinto sem send var í dag kemur fram að félagið hafi að und­an­förnu átt í við­ræðum við Lands­virkjun til að „tryggja sjálf­bæra fram­tíð álvers­ins“ og þeirra 500 starfa sem þar séu í húfi. „Þrátt fyrir ítrek­aða við­leitni af hálfu Rio Tinto til að koma á upp­byggi­legu sam­tali hefur fyr­ir­tækið nú kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Lands­virkjun sé ekki til­búin til að bæta núver­andi raf­orku­samn­ing ISAL sem gerir fyr­ir­tækið sjálf­bært og sam­keppn­is­hæft og taka á skað­legri hegðun og mis­munun Lands­virkj­unar gagn­vart ISAL.“

Þann 12. febr­úar til­kynnti Rio Tinto um sér­staka end­ur­skoðun á starf­semi álvers ISAL í Straums­vík. Rio Tinto hefur lokið fyrsta áfanga stefnu­mót­andi end­ur­skoð­unar með kvörtun til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. „Láti Lands­virkjun ekki af skað­legri hátt­semi sinni, hefur ISAL ekki annan kost en að íhuga að segja upp orku­samn­ingi sínum við Lands­virkjun og virkja áætlun um lokun álvers­ins.“

Núgild­andi raf­orku­samn­ingur milli Lands­virkj­unar og Rio Tinto hefur verið í gildi frá árinu 2010 og var end­ur­skoð­aður árið 2014. ­Starfs­leyfi Rio Tinto á Íslandi hf. var gefið út af Um­hverf­is­stofn­un  7. nóv­em­ber 2005 og gildir það til 1. nóv­em­ber í ár.

Rio Tinto á Íslandi hf. er að fullu í eigu Rio Tinto sem er al­þjóð­legt náma­fé­lag með höf­uð­stöðvar í London. Félagið var stofnað árið 1873 utan um kop­ar­vinnslu á Spáni. Álsvið félags­ins, Rio Tinto Alu­minium (RTA), er einn stærsti álf­ram­leið­andi heims og hefur höf­uð­stöðvar í Montr­eal í Kanada.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent