„Þetta er alls ekki búið“

„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Í gær greindust 39 ein­stak­lingar með COVID-19 hér á landi. Það er nokkur aukn­ing frá því í fyrra­dag sem skýrist þó mögu­lega af því að færri sýni voru tekin í gær en dag­ana á und­an. Frá 15. sept­em­ber hafa 446 greinst með COVID-19 hér á landi. Tals­verð sveifla er á milli daga sem að sögn Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis skýrist að ein­hverju leyti í sveiflu í fjölda sýna sem tekin eru frá degi til dags. Lang­flestir þeir sem greindust í gær, þar á meðal fjórtán manna áhöfn línu­báts, var í sótt­kví við grein­ingu. Þar sem línu­bát­ur­inn var úti á sjó er hópsmit kom upp um borð er að sögn Þór­ólfs litið svo á að áhöfnin hafi verið í sótt­kví. 

Auglýsing


Sótt­varna­læknir sagði þar sem meiri­hluti fólks sem væri að grein­ast væri í sótt­kví við grein­ingu væri sam­fé­lags­legt smit ekki útbreitt. Það væri ánægju­legt og „senni­lega erum við á réttri leið en ekki má mikið út af bregða svo að hóp­sýk­ingar komi upp,“ sagði Þórólfur á upp­lýs­inga­fundi dags­ins. Fimm liggja á sjúkra­húsi vegna COVID-19, þar af einn á gjör­gæslu­deild. Fimm pró­sent þeirra sem fara í sótt­kví hafa greinst með sýk­ingu síðar og á næst­unni munum við því fara að greina tölu­verðan fjölda sem nú er í sótt­kví með sýk­ing­una, sagði Þórólf­ur. Undir það þurfum við að vera búin. „Sam­fé­lags­smitin eru að ganga hægt niður og það er ánægju­leg­t.“Hins vegar væri fjölgun í inn­lögnum á sjúkra­hús áhyggju­efni þó að það væri óvið­bú­ið. Toppnum í veik­indum verður mögu­lega náð á næstu dög­um, sagði hann um þann hóp sem nú hefur sýkst þar sem ein­kenni koma oft­ast fram í annarri viku frá grein­ing­u. Þórólfur sagði að ennþá væri mjög brýnt að allir við­hafi ítar­legar sýk­inga­varnir og sagði enn fremur lík­legt að við­hafa þurfi var­úð­ar­ráð­staf­anir næstu mán­uð­ina. Hann sagð­ist hins vegar ekki telja ástæðu til að grípa til hertra aðgerða inn­an­lands núna en ítrek­aði að það væri þó í sífelldri end­ur­skoð­un. „Við megum ekki slaka á,“ sagði hann, „þetta er alls ekki búið.“Brýnt væri að nýta á þekk­ingu sem við hefðum fengið í far­aldr­inum í vet­ur. Það hefði hann m.a. gert hvað varðar aðgerðir sem gripið er til. Nú eru álíka margir í ein­angrun vegna COVID og voru um 20. mars en þá voru aðgerðir mun harð­ari en nú.  

Tíu dagar frá síð­ustu aðgerðumStaðan er núna sú að sam­fé­lags­smitum sé að fækka en að búast megi við fleiri smitum meðal þeirra sem eru í sótt­kví á næst­unni. Sagði hann skyn­sam­legt að beita aðgerðum hóf­lega svo að sam­fé­lags­skað­inn verði sem minnst­ur. En ef á þurfi að halda verði aðgerðir hertar á ný. „Núna erum við komin tíu daga frá síð­ustu aðgerðum hér og við sjáum góðan árangur núna. Þá er til­efni til að bíða með harð­ari aðgerð­ir.“Hvað aðgerðir við landa­mærin varðar sagði Þórólfur það sitt mat, út frá sótt­varna­sjón­ar­mið­um, að halda ætti áfram þeim aðgerðum sem eru í gildi núna; tvö­faldri skimun með sótt­kví á milli. Far­ald­ur­inn væri að breið­ast hratt út í mörgum löndum í kringum okkur og nú væri farið að grípa til harð­ari aðgerða við landa­mæri ýmissa landa en gert er hér. Hann benti hins vegar á að það væri stjórn­valda að ákveða hvernig fyr­ir­komu­lagið verð­ur. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent