Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?

„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Auglýsing

Víðir Reyn­is­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá rík­is­lög­reglu­stjóra, segir að ábend­ingum sem ber­ast um hugs­an­leg brot á sótt­kví sé fylgt eftir og að hægt sé að beita sekt­ar­greiðslum líkt og gert var gagn­vart erlendum ferða­mönnum sem hand­teknir voru í miðbæ Reykja­víkur um helg­ina. Haft var eftir Ásgeiri Þór Ásgeirs­syni yfir­lög­reglu­þjóni á frétt RÚV í dag að fólkið hafi ekki ætlað sér að vera í sótt­kví eftir kom­una til lands­ins og því hafi athæfi þeirra verið metið sem ásetn­ings­brot.Á  upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í dag var Víðir spurður hvort að til­efni væri til að herða eft­ir­lit með þeim sem koma hingað til lands.

Auglýsing„Þetta er grund­vall­ar­spurn­ing um í hvernig sam­fé­lagi við viljum búa,“ svar­aði Víð­ir. „Viljum við búa í sam­fé­lagi með mjög miklu lög­reglu­eft­ir­liti eða í sam­fé­lagi þar sem við treystum borg­ur­un­um?“Hann sagði að reynt væri að feta milli­veg­inn. Ábend­ingum um hugs­an­leg brot á sótt­kví sé fylgt eftir og ef grunur sé uppi um slíkt sé til rammi sem grípi þau mál, eins og hann orð­aði það, líkt og gerð­ist í til­felli ferða­mann­anna um helg­ina. Þeim var gert að greiða sekt og eru farnir úr landi. Víðir sagði að getan til eft­ir­lits væri til stað­ar.  Sér­stakt eft­ir­fylgni­teymi tékkar t.d. á öllum þeim sem ekki skila sér í seinni skimun eftir kom­una til lands­ins.„Ég veit ekki hvað við eigum að gera meira í eft­ir­lit­i,“ sagði Víð­ir. „Ég er nú ekki sér­stak­lega spenntur fyrir því að hér sé lög­reglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sótt­kví eða ekki. Mér finnst það ekki spenn­andi veru­leik­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
„Það leið engum vel og allir biðu eftir að komast í land“
Fyrstu veikindin meðal skipverja á Júlíusi Geirmundssyni komu upp á öðrum degi veiðiferðar sem átti eftir að standa í þrjár vikur. Þeir veiktust einn af öðrum og var haldið „nauðugum og veikum við vinnu út á sjó í brælu“ á meðan Covid-sýking geisaði.
Kjarninn 23. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent