Enn ein ástæðan til þess að ganga í ESB og taka upp evruna

Eiríkur Ragnarsson segir að evran sé ekki fullkomin, en persónulega kunni hann vel að meta hana og Evrópu.

Auglýsing

Bjarna Ben og Katrínu Jakobs finnst evran glötuð. Þorgerður Katrín og Benedikt Jóhannesson kunna að meta hana. Pörin tvö eru eflaust sammála því að kostur krónunnar sé sá að með henni getum við sett okkar eigin peningastefnu. Einnig eru þau eflaust líka sammála um gallana, sem eru óstöðugleiki og verðbólgu vesen. Og hvort sé mikilvægara rífast þau svo um okkur öllum til ánægju og yndisauka.

Evran er ekki fullkomin, en persónulega kann ég vel að meta hana. Og ekki bara evruna, ég kann vel að meta Evrópu og er evrópusinni. Sú staðreynd að við Íslendingar erum í Schengen og EES hefur bætt líf mitt (og okkar allra) til muna og vona ég að einn daginn klárum við Íslendingar dæmið og byrjum að borga fyrir franska osta með evrum sem skarta  Brandenborgar hliðinu og Virtúvíksa manninum.

Eftir að ég flutti til Þýskalands byrjaði ég að borga oftar með reiðufé. Þegar ég kem heim til Íslands, eins og ég geri reglulega, þá ég held ég mig við það, nema í stað þessa að borga með múltuberjum og hörpum  borga ég með biskupum og fiskum. Eftir stutta dvöl á Íslandi er ég með vasa fulla af fiskum (og kröbbum).

Auglýsing

Þetta er ekki eins mikið vandamál fyrir mig í Köln. Þar er ég jú alltaf með slatta af klinki, en aldrei eins mikið og á Íslandi. Og það er góð ástæða fyrir því.

Seðlabanki Evrópu gefur út átta mismunandi stærðir mynta (1c, 2c, 5c, 10c, 20c, 50c, 1€ og 2€). Seðlabanki Íslands gefur aðeins út fimm (1 kr., 5 kr., 10 kr., 50 kr., og 100 kr.). Sem gerir það að verkum að þegar maður borgar með reiðufé í Þýskalandi getur sölufólk gefið manni stærri einingar til baka. Einfaldasta dæmið um þetta er það að ef ég borga með 5.000 kr. seðli fyrir eitthvað sem kostar 4.998 kr., þá fæ ég tvær 1. kr. til baka á Íslandi, en ef ég borga 50 € seðli fyrir hlut sem kostar 49,98€, þá fæ ég eina 2c mynt til baka. Og Þarf því að burðast með helmingi færri einingar í vasanum í Evrópu en á Íslandi.

En að sjálfsögðu er ekki eitt dæmi nóg. Til þess að meta hversu mikil byrgði þetta væri fyrir þá Íslendinga sem en borga með peningum þá ákvað ég að búa til módel. Það virkaði þannig að ég sagði við tölvuna að hún ætti að draga úr potti vöru, á verðbilinu 500 til 5.000 krónur og aðra vöru í evrum, á bilinu 5€ til 50€.

Því næst lét ég tölvuna finna minnsta mögulega seðil í báðum mynntum og borga fyrir vöruna með honum. Þannig að ef, til að mynda, tölvan valdi vöru að verðmæti 1.571 kr. Þá valdi módelið að borga með 2.000 kr. og gaf mér því til baka 429 kr. í 11 skildingum: fjórum hundrað köllum; tveimur tíköllum; einum fimmkalli; og fjórum krónum. Að sama skapi reiknaði tölvan það út að í Evrum borgaði ég með 20€ fengi ég 4,29€ til baka í 6 skildingum: tveimur 2€; einum 20c, einum 5c og tveimur 2c..

Þetta lét ég tölvuna gera miljón sinnum (bókstaflega) og út úr því kom að þegar ég borga krónum fæ ég að meðaltali 7 skildinga til baka, en ef ég borga með evrum fæ ég aðeins 4.6 skildinga til baka. Og þar sem maður hefur ekki alltaf tíma við afgreiðsluborðið að telja saman klink og borga með því þá á maður það oft til að borga bara með seðli og áður en maður veit af eru vasar manns fullir af allskonar fiskum..

Það vill reyndar svo til að flestir Íslendingar nota ekki krónur. Þeir nota bara kort. En það er samt slatti af okkur (aðallega ég; gamalmenni; ferðamenn; og glæponar) sem enn þá notum reiðufé. Við værum því ríkisstjórn Íslands þakklát ef þau gerðu okkur lífið einfaldara með því að ganga í Evrópusambandið, og taka upp evruna.

En Katrín og Bjarni! Ef þið eruð ekki til í að ganga í ESB, þá gætuð þið kannski hringt upp í Seðlabanka, spurt eftir Má, og beðið hann um að slá: Tveggja; tuttugu; og tvö hundruð krónu mynt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics