Hagfræðingar óska eftir konum

Eiríkur Ragnarsson segir að fjölgun kvenna í stétt hagfræðinga myndi leysa mörg vandamál. Og fækka lélegum hagfræðingum.

Auglýsing

Þegar Jón Steinsson var að koma sér fyrir í umræðuhópi á ráðstefnu ASSA (Allied Social Science Associations) um daginn tók Claudia Sahn, gestur í sal, eftir því að allir sex einstaklingarnir sem voru upp á sviði með Jóni voru af sama kyni. Hún greip upp símann sinn og tísti í gremju sinni og kvartaði yfir því að enn og aftur væri ekki ein kona við umræðuborðið. 

Það er nefnilega þannig að stétt hagfræðinga á við kynjavanda að stríða: af þeim 79 einstaklingum sem hafa unnið Nóbelsverðlaunin í hagræði er aðeins ein kona: aðeins 28% hagfræðinema við háskóla í Bretlandi og Bandaríkjunum eru konur og rétt rúmlega 20% rithöfunda af NBER greinum sem skrifaðar voru ár árunum 2013 – 2016 voru konur. 

Við Íslendingar stöndum aðeins betur þegar kemur að því að fá konur til þess að læra hagfræði og í dag eru um það bil 40% of hagfræðinemum Íslands konur.  En þegar hærra er leitað erum við ekkert í frábærum málum heldur. Til dæmis, samkvæmt heimasíðu Háskóla Íslands eru 12 fræðimenn þar að störfum og þar af bara þrjár konur. Á vefsíðu Háskólans í Reykjavík er að finna sjö fræðimenn sem sérhæfa sig í hagfræði og aðeins tveir af þeim eru konur. Seðlabanki Íslands stendur sig lítið betur, en þar sitja, bæði í peningastefnunefnd og kerfisáhættunefnd, fjórir karlar og ein kona. Bankaráð lítur ögn betur út en þar sitja fimm karlar og tvær konur (en glæta er þó þar sem varmannabekkur  bankaráðs er myndaður af sex  konum og einum karli). 

Hvers vegna viljum við fleiri konur í stéttina?

Fyrsta ástaðan er sú að með auknum fjölbreytileika – sem kæmi með aukinni þátttöku kvenna – verða viðfangsefni hagfræðinnar fjölbreyttari.  Nýjar leiðir verða mögulega uppgötvaðar til að svara gömlum spurningum og nýjar spurningar vakna sem okkur hefði annars ekki dottið í hug án nýrra einstaklinga.   

Auglýsing
Önnur ástæðan er sú að stéttin er að fara á mis við hæfileikaríka einstaklinga og hæfileikaríkir einstaklingar eru að fara á mis við tækifæri. Ef fleiri konur tækju upp á því að læra hagfræði, þá er líklegt að tvennt myndi gerast: 1) stéttin kæmi til með að stækka, og 2) lélegum hagfræðingum myndi fækka (á jaðrinum kæmu góðar konur mögulega til með að ýta út verri mönnum).  Þetta myndi svo sannarlega hafa frábær áhrif á stéttina og þá sem njóta góðs af henni.

En afhverju eru ekki fleiri konur hagfræðingar?

Í grunnin hafa konur að sjálfsögðu alla sömu hvatana og karlar til þess verða hagræðingar: starfsmöguleikar eru góðir, launin eru einnig góð og verkefni sem hagfræðingar vinna geta líka verið fjölbreytt og hressandi.  En staðreyndin er  líklega sú að stétt sem er svona dómíneruð af karlmönnum dregur úr hvata kvenna til að ganga í hana.

Ég þekki einstaklega hæfan og reynsluríkan kvenkyns hagræðing sem var hafnað um verkefni á þeim grundvelli að „hún sé ekki gráhærður karl“. Einnig hef ég orðið vitni af því að maður úr annari stétt, að öllu ótengd hagfræði, útskýrði fyrir kvenkyns hagfræðingi um hvað fræðin – sem hún er virtur sérfræðingur í – snúast um. Hlutdrægni, meðvituð sem og ómeðvituð, dregur úr möguleikum kvenna til að vaxa í stéttinni sem og dregur úr tækifærum þeirra. Hlutdrægni sem þessi er mögulega það sem gerir það að verkum að það sé ekki þess virði fyrir margar konur að ganga í stéttina. Og það verðum við að laga. 

Auglýsing
En það sjá ekki allir hlutina eins. Til að mynda var Danski Íslandsvinurinn og hagfræðingurinn Lars Christensen  ekki lengi að koma Jóni og félögum til varnar. Hann endur-tísti því tísti sem Claudia hafði tíst og sagði að þetta væri heimskulegt kvenrembuhjal („stupid sexist remark.“) hjá henni. Í kjölfarið bar hann rök fyrir máli sínu en hélt því staðfast fram að eina sem skipti máli þegar valið er fólk til að taka þátt í umræðunni sé hæfni hagfræðingananna sem mynda umræðuhópinn. 

Að sjálfsögðu er það rétt hjá Lars að mikilvægt sé að ræðumenn séu hæfir og veit ég það fyrir víst að þessu sinni voru þeir það svo sannarlega. En það breytir því ekki að það er til nóg af hæfum konum sem hefðu getað komið inn á fyrir í það minnsta einn af þessum fimm mönnum og að öllum líkindum hefði það ekki dregið úr gæðum umræðunnar. En það er ekki spurning, að ef ein kona hefði skipt út einum mann, þá hefði það hjálpað til við að laga staðalímyndarvanda stéttarinnar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics