Hagfræðingar óska eftir konum

Eiríkur Ragnarsson segir að fjölgun kvenna í stétt hagfræðinga myndi leysa mörg vandamál. Og fækka lélegum hagfræðingum.

Auglýsing

Þegar Jón Steins­son var að koma sér fyrir í umræðu­hópi á ráð­stefnu ASSA (Allied Social Sci­ence Associ­ations) um dag­inn tók Claudia Sahn, gestur í sal, eftir því að allir sex ein­stak­ling­arnir sem voru upp á sviði með Jóni voru af sama kyni. Hún greip upp sím­ann sinn og tísti í gremju sinni og kvart­aði yfir því að enn og aftur væri ekki ein kona við umræðu­borð­ið. 

Það er nefni­lega þannig að stétt hag­fræð­inga á við kynja­vanda að stríða: af þeim 79 ein­stak­lingum sem hafa unnið Nóbels­verð­launin í hag­ræði er aðeins ein kona: aðeins 28% hag­fræði­nema við háskóla í Bret­landi og Banda­ríkj­unum eru konur og rétt rúm­lega 20% rit­höf­unda af NBER greinum sem skrif­aðar voru ár árunum 2013 – 2016 voru kon­ur. 

Við Íslend­ingar stöndum aðeins betur þegar kemur að því að fá konur til þess að læra hag­fræði og í dag eru um það bil 40% of hag­fræði­nemum Íslands kon­ur.  En þegar hærra er leitað erum við ekk­ert í frá­bærum málum held­ur. Til dæm­is, sam­kvæmt heima­síðu Háskóla Íslands eru 12 fræði­menn þar að störfum og þar af bara þrjár kon­ur. Á vef­síðu Háskól­ans í Reykja­vík er að finna sjö fræði­menn sem sér­hæfa sig í hag­fræði og aðeins tveir af þeim eru kon­ur. Seðla­banki Íslands stendur sig lítið bet­ur, en þar sitja, bæði í pen­inga­stefnu­nefnd og kerf­is­á­hættu­nefnd, fjórir karlar og ein kona. Banka­ráð lítur ögn betur út en þar sitja fimm karlar og tvær konur (en glæta er þó þar sem var­manna­bekkur  banka­ráðs er mynd­aður af sex  konum og einum karli). 

Hvers vegna viljum við fleiri konur í stétt­ina?

Fyrsta ástaðan er sú að með auknum fjöl­breyti­leika – sem kæmi með auk­inni þátt­töku kvenna – verða við­fangs­efni hag­fræð­innar fjöl­breytt­ari.  Nýjar leiðir verða mögu­lega upp­götv­aðar til að svara gömlum spurn­ingum og nýjar spurn­ingar vakna sem okkur hefði ann­ars ekki dottið í hug án nýrra ein­stak­linga.   

Auglýsing
Önnur ástæðan er sú að stéttin er að fara á mis við hæfi­leik­a­ríka ein­stak­linga og hæfi­leik­a­ríkir ein­stak­lingar eru að fara á mis við tæki­færi. Ef fleiri konur tækju upp á því að læra hag­fræði, þá er lík­legt að tvennt myndi ger­ast: 1) stéttin kæmi til með að stækka, og 2) lélegum hag­fræð­ingum myndi fækka (á jaðr­inum kæmu góðar konur mögu­lega til með að ýta út verri mönn­um).  Þetta myndi svo sann­ar­lega hafa frá­bær áhrif á stétt­ina og þá sem njóta góðs af henni.

En afhverju eru ekki fleiri konur hag­fræð­ing­ar?

Í grunnin hafa konur að sjálf­sögðu alla sömu hvatana og karlar til þess verða hag­ræð­ing­ar: starfs­mögu­leikar eru góð­ir, launin eru einnig góð og verk­efni sem hag­fræð­ingar vinna geta líka ver­ið fjöl­breytt og hressandi.  En stað­reyndin er  lík­lega sú að stétt sem er svona dómíneruð af karl­mönnum dregur úr hvata kvenna til að ganga í hana.

Ég þekki ein­stak­lega hæfan og reynslu­ríkan kven­kyns hag­ræð­ing sem var hafnað um verk­efni á þeim grund­velli að „hún sé ekki grá­hærður karl“. Einnig hef ég orðið vitni af því að maður úr ann­ari stétt, að öllu ótengd hag­fræði, útskýrði fyrir kven­kyns hag­fræð­ingi um hvað fræðin – sem hún er virtur sér­fræð­ingur í – snú­ast um. Hlut­drægni, með­vituð sem og ómeð­vit­uð, dregur úr mögu­leikum kvenna til að vaxa í stétt­inni sem og dregur úr tæki­færum þeirra. Hlut­drægni sem þessi er mögu­lega það sem gerir það að verkum að það sé ekki þess virði fyrir margar konur að ganga í stétt­ina. Og það verðum við að laga. 

Auglýsing
En það sjá ekki allir hlut­ina eins. Til að mynda var Danski Íslands­vin­ur­inn og hag­fræð­ing­ur­inn Lars Christen­sen  ekki lengi að koma Jóni og félögum til varn­ar. Hann end­ur­-­tísti því tísti sem Claudia hafði tíst og sagði að þetta væri heimsku­legt kven­rembu­hjal („stupid sex­ist remark.“) hjá henni. Í kjöl­farið bar hann rök fyrir máli sínu en hélt því stað­fast fram að eina sem skipti máli þegar valið er fólk til að taka þátt í umræð­unni sé hæfni hag­fræð­ing­an­anna sem mynda umræðu­hóp­inn. 

Að sjálf­sögðu er það rétt hjá Lars að mik­il­vægt sé að ræðu­menn séu hæfir og veit ég það fyrir víst að þessu sinni voru þeir það svo sann­ar­lega. En það breytir því ekki að það er til nóg af hæfum konum sem hefðu getað komið inn á fyrir í það minnsta einn af þessum fimm mönnum og að öllum lík­indum hefði það ekki dregið úr gæðum umræð­unn­ar. En það er ekki spurn­ing, að ef ein kona hefði skipt út einum mann, þá hefði það hjálpað til við að laga staðalí­mynd­ar­vanda stétt­ar­inn­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics