Kjarninn í íslenskunni

Nichole Leigh Mosty segist vera eilíflega þakklát fyrir að geta sagst vera íslenskur ríkisborgari sem talar íslensku. Ísland sé land alvöru tækifæra þar sem fyrsta kynslóð innflytjenda getur menntað sig, unnið sig upp í fagstétt og ratað inn á Alþingi.

Auglýsing

Tungu­málið er okkar mik­il­væg­asta tæki til boð­skipta. Það tengir okkur saman og eflir sam­kennd milli manna. Tungu­málið er án efa einn mik­il­væg­asti þátt­ur­inn í að varð­veita menn­ingu þjóða og þjóð­ar­brota. Íslenskan “okk­ar” tengir saman for­tíð, nútíð og jafn­vel mótar fram­tíð­ina. Þess vegna er mik­il­vægt að hlúa að íslenskri tungu og tryggja að allir sem hér dvelja hafa jafnan aðgang að íslenskunni, óháð upp­runa.

Haustið 2016 í miðri ­kosn­inga­bar­átt­u til Alþingis var ég beðin um að hlaupa í skarðið á pall­borðs­fundi með Sam­tökum ferða­þjón­ust­unn­ar. Ég fékk um það bil klukku­tíma til að und­ir­búa mig. Þegar ég kom í hús voru Katrín Jak­obs­dótt­ir, Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, Birgitta Jóns­dótt­ir, Öss­ur Skarp­héð­ins­son og Þor­steinn Víglunds­son þegar kom­in. Fólk sem ég hafði fram að þessu bara séð í sjón­varp­inu. Ég við­ur­kenni að þessi staða var stressandi fyrir mig en ég var vel nestuð og brjóst­kass­inn fullur af hug­rekki. Ég óð því í verk­ið, lifði fund­inn af og var reynsl­unni rík­ari. Tveimur dögum seinna var ég að kíkja á Face­book og fann þar mynd­band frá fund­in­um, sem vinur minn, sem einnig er af erlendum upp­runa hafði sett inn, undir yfir­skrift­inni „Go Nichole“. 

Það var í sjálfu sér mjög skemmti­legt en það sem sló mig var að íslensk eig­in­kona hans stóð fyrir aftan hann og hló að mér og sagði á ensku að allt sem ég segði væri rangt og það væri pín­legt. Þar átti hún ekki við inni­hald­ið, heldur íslensk­una sjálfa. Hags­muna­að­ilar  sem sátu í salnum og náði inni­hald­inu í því sem ég sagði á fund­in­um, baul­uðu reyndar á mig fyrir mínar skoð­anir um að ekki væri lengur ástæða til að halda úti skattaí­viln­unum til grein­ar­innar því rík­is­sjóður þyrfti tekjur til að ráð­ast í öfl­uga inn­viða­upp­bygg­ingu og mæta kröfum um vel menntað starfs­fólk í ferða­þjón­ust­una. Reyndar benti Fjár­mála­ráð á það sama í umsögn sinni við fjár­laga­frum­varpið sem nýlega var sam­þykkt á Alþingi og ég stend við þá skoðun mína, óháð því hvað hags­muna­að­ilum finnst og þrátt fyrir að ég komi ekki öllu frá mér á lýta­lausri íslensku. Enn þá. 

Auglýsing

Ástæðan fyrir því að ég rifja upp þessa litlu sögu er að ég vil hvetja fólk til þess að skoða sög­una í sam­hengi. Sam­hengi sem er ólitað af póli­tík, heldur frekar sam­fé­lags­þró­un, stöðu inn­flytj­enda og fram­tíð íslenskrar tungu. Við ættum ekki að hlæja að vel mennt­uðum inn­flytj­endum sem þora að koma fram opin­ber­lega með þjóð­þekktum Íslend­ingum og tala á þeirra tungu­máli um mik­il­væg og flókin mál­efni. Alla vega ekki þegar þeir setja skoð­anir sínar fram óbrenglaðar og rök­studd­ar, jafn­vel þó íslenskan sé ekki full­kom­in. Og inn­flytj­endur sem glíma við íslensku­nám munu lík­lega ekki flýta sér að ræða málin upp­hátt og opin­ber­lega þegar þeirra nán­ustu gera lítið úr íslensku­kunn­áttu þeirra og hæð­ast að vinum þeirra fyrir bjag­aða fram­setn­ingu á þessu fal­lega máli.

Við sem flytjum hingað erum gjarnan spurð hvaðan við komum og hversu lengi við höfum dvalið hér. Við­brögðin eru ýmist mats­kennt sam­þykki eða við skömm­uð. Ýmist er okkur sagt að við tölum fína íslensku og það væri gott ef fleiri væru jafn dug­legir að læra málið eða að fólk skilji ekki hvernig fólk geti búið hér á landi án þess að læra íslensku. Ég hef orðið vitni að því að inn­flytj­end­um, sem búið hafa á Íslandi í átta ár eða lengur var neitað um túlka­þjón­ustu. 

Það sem slær mig út af lag­inu aftur og aftur eru spurn­ing­arnar um það hversu vel inn­flytj­endur eiga að geta talað íslensku, hve mörg tæki­færi þeir hafa til þess lær­dóms og hvert aðgengið að þjálfun í notkun tungu­máls­ins er. Sam­kennd með inn­flytj­endum ætti ekki að fel­ast í því að tala við okkur á ensku. Sum okkar tala ekki einu sinni ensku. Gefið okkur frekar svig­rúm, leyfið okkur að tala hægar og gera mis­tök. Við munum læra á end­an­um. Leið­réttið okkur þegar þess þarf því þannig varð­veitum við íslenska tungu og það er líka liður í því að vald­efla okkur sem mann­eskj­ur. Ég hef margoft þurft að biðja fólk að tala við mig á íslensku, jafn­vel eftir að ég var komin á Alþingi.  Það er engin þörf á að kynna og tala við 4. vara­for­seta þings­ins á ensku.

En aftur að tæki­færum sem inn­flytj­endum bjóðast, eða bjóð­ast ekki, í sam­fé­lag­inu til að efla íslensku­kunn­áttu sína. Hversu margir vinnu­staðir ætli bjóði inn­flytj­endum upp á ís­lensku­kennslu ­sem nýt­ist þeim í vinn­unni og sam­fé­lag­inu öllu? Hversu margir vinnu­staðir ætli gefi starfs­mönnum sínum tæki­færi til að mæta á íslensku­nám­skeið án þess að skerða laun þeirra. Eða greiði nám­skeiðs­gjaldið sem nemur 43.900 kr. á önn. 

Þegar ég var leik­skóla­stjóri lagði ég  mikla áherslu á að brúa bilið milli íslensk­unnar og móð­ur­máls nem­end­anna, heim­il­anna og skól­ans og á milli inn­flytj­end­anna og sam­fé­lags­ins sem ég þjón­aði. Í lýð­ræð­is­sam­fé­lagi þurfa allir að njóta tæki­færa til virkar þátt­töku. Tungu­málið er brú sem við veljum oft­ast að nota til að auka virkni fólks. Fólk skortir almennt ekki vilja til að læra íslensku. Hindr­an­irnar eru dýr nám­skeið á óraun­hæfum tíma þar sem fólk fær almennt ekki leyfi frá störfum til að sinna nám­inu. Á kvöldin þarf að sinna börn­unum og heim­il­inu. Nú ætla ég ekki að ætla inn­fæddum það að vilja ekki að inn­flytj­endur læri tungu­málið af ótta við að „betri“ störf séu frá þeim tekin en stað­reyndin er að hér á landi er mýgrútur af vel mennt­uðu fólki sem hefur ekki tæki­færi til að nýta menntun sína á vinnu­mark­aði þar sem íslensku­kunn­átta stendur því fyrir þrif­um. Og þar stendur alla jafna ekki upp á inn­flytj­end­urna. Þeim eru hins vegar ekki gefin mörg tæki­færi.

Hver inn­flytj­andi sem nær tökum á tungu­mál­inu og nær að fóta sig í íslensku sam­fé­lagi er sigur fyrir landið og íslenska tungu. Sam­kvæmt nýj­ustu tölum Hag­stof­unnar eru 13% mann­fjöld­ans af erlendum upp­runa. Það telur um 40.000 manns. Það er býsna stórt hlut­fall í litlu landi. Sigur Íslend­inga mun fel­ast í því að deila tungu sinni og menn­ingu með okkur sem hingað flytjum til að leggja okkar af mörkum til sam­fé­lags­ins. Sjálf verð ég eilíf­lega þakk­lát fyrir að geta sagst vera íslenskur rík­is­borg­ari sem talar íslensku því Ísland er land alvöru tæki­færa. Þar getur fyrsta kyn­slóð inn­flytj­enda menntað sig, unnið sig upp í fag­stétt og jafn­vel ratað alla leið inn á Alþingi Íslend­inga innan 16 ára. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit