Ef þú vilt slá í gegn skaltu reyna að fæðast í janúar

Eikonomics fjallar um umræðu um sanngirni og setur hana í hagfræðilegt samhengi.

Auglýsing

Davíð Snær, athafna­mað­ur, opn­aði umræðu á Twitter um dag­inn þegar hann sendi frá sér eft­ir­far­andi tíst: „Í sinni ein­föld­ustu mynd, þá trúa sós­í­alistar ekki á, að fátækt fólk geti lyft sér upp úr fátækt. Ég hef trú á ein­stak­lingnum og öllu því sem hann hefur fram að færa.“

Í til­efni færsl­unn­ar, og með það að mark­miði að upp­lýsa aðeins umræð­una um sann­girni og setja hana í hag­fræði­legt sam­hengi, hef ég ákveðið að birta pistil úr bók­inni minni, Eikonomics – hag­fræði á manna­máli, sem kom út í apríl fyrr á þessu ári.

Frá því að ég fædd­ist hefur mér verið sagt að ef ég væri dug­legur og ynni vel, mennt­aði mig og stæði á mínu myndi mér ganga vel í líf­inu. Það er vissu­lega rétt að öllu óbreyttu. En það þýðir þó ekki það að mér – for­rétt­indap­lebba sem fædd­ist inn í milli­stétt­ar­fjöl­skyldu – og ein­stak­lingi sem fædd­ist inn í fátæka fjöl­skyldu komi til með að ganga jafn vel í líf­inu, þó að við leggjum báðir jafn mikið á okk­ur.

Á lífs­leið minni voru fjöl­mörg tæki­færi fyrir mig til að klúðra mínum mál­um. Þegar ég var sextán ára vann hljóm­sveitin mín Mús­íktil­raunir og ég ákvað að hætta í mennta­skóla og ein­beita mér að því að vera ótrú­lega svalur plötu­snúð­ur. For­eldrar mínir sem voru tals­vert þroskaðri en ung­ling­ur­inn sonur þeirra sáu í hvað stefndi, gripu í stýrið og tóku U-beygju með mig aftur inn á mennta­braut­ina. Ef ég hefði ekki fæðst inn í þau for­rétt­indi að eiga mennt­aða for­eldra, sem átt­uðu sig á því hversu mik­il­væg menntun væri fyrir fram­tíð­ar­lífs­gæði mín hefði ég mögu­lega ekki farið aftur í mennta­skóla. Það hefði komið í veg fyrir að ég lyki háskóla­námi sem hefði þýtt að ég hefði aldrei endað í eins þægi­legri stöðu og ég er í dag. Sem er óneit­an­lega alveg fín og klár­lega betri en ég hefði átt kost á ef ég hefði ekki klárað mennta­skóla. Það að ég átti efn­aða for­eldra sem nenntu að hamast í mér og átt­uðu sig á mik­il­vægi mennt­unar var lyk­il­at­riði þess bæta lífs­gæði mín. Umhverfið sem hver og einn fæð­ist inn í skiptir nefni­lega máli.

Auglýsing
Fólk sem á mennt­aða for­eldra er lík­legra til að sækja sér mennt­un. Fólk sem á tekju­háa for­eldra er lík­legra til að verða sjálft tekju­hátt þegar það full­orðn­ast. Börn glæpa­manna eru lík­legri til þess að lenda í fang­els­um. Því er nokkuð ljóst að dugn­aður er ekki alltaf nóg. Stundum þarf fólk líka að fæð­ast inn í rétt umhverfi.

Inn í hvaða umhverfi þú fæð­ist er þó ekki allt. Hvenær á árinu þú fæð­ist inn í umhverfið skiptir líka máli. Sem sagt hvenær mamma þín og pabbi settu Villa Vill á fón­inn; kveiktu á kertum og sull­uðu í aðeins of miklu ódýru rauð­víni skiptir líka máli. Krakkar sem fæð­ast fyrr á árinu fá nefni­lega við­bótar for­skot.

Til að sýna fram á þetta safn­aði ég gögnum frá fót­bolta­deildum Evr­ópu. Nánar til­tekið fyrstu deildum Þýska­lands, Spánar og Ítal­íu. Ef deild­irnar eru bornar saman kemur í ljós maður er mikið lík­legri að finna heima­menn, sem spila í efstu deild heima­lands síns, ef þeir eru fæddir í jan­úar frekar en des­em­ber [1].

Hlut­fall atvinnu­manna í knatt­spyrnu sem fæddir eru í þeim við­kom­andi mán­uði

Hver súla sýnir hlutfall atvinnumanna í knattspyrnu, sem fæddir eru í þeim viðkomandi mánuði. Þegar deildirnar eru skoðaðar kemur í ljós að rúmlega 12% atvinnumanna eru fæddir í janúar, en aðeins um 5% í desember. Heimild: Transfermarkt.de og

Með grein­ingu minni er ég sann­ar­lega ekki að finna upp hjól­ið. Þetta fyr­ir­bæri hefur verið rann­sakað ítar­lega og hafa betri vís­inda­menn nú þegar sýnt fram á þetta úr heimi fót­bolt­ans. Á fræði­máli kall­ast það þegar þeir sem fæð­ast fyrr á árinu ná for­skoti hlut­falls­leg ald­urs­á­hrif. For­skotið er talið eiga rætur að rekja til þroska okkar þegar við byrjum að stunda íþrótt­ir. Það er að segja, krakkar sem fæð­ast í jan­úar eru næstum því ári eldri en krakkar sem fæddir eru í des­em­ber en keppa í sama flokki. Þetta leiðir til þess að þegar krakkar hefja þátt­töku í íþrótta­starfi eru þeir sem fæð­ast snemma á árinu lík­legri til að vera þroskaðri (bæði lík­am­lega og and­lega) en þeir sem fæð­ast seint á árinu.

Þroska­mun­ur­inn leiðir að sjálf­sögðu til mis­mun­andi frammi­stöðu (þeir þrosk­uðu standa sig bet­ur) og telja fræði­menn að það leiði til ein­hvers konar „úti­lok­un­ar“ hinna minna þrosk­uðu. Orsökin gæti verið sú að þjálf­arar séu lík­legri til að pæla meira í þeim sem eru eldri, setja þá í betri lið, gefa þeim fleiri tæki­færi og hvetja þá til dáða [2]. Athyglin sem þessum þroskaðri krökkum er veitt snemma á lífs­leið­inni og tæki­færin sem þeim bjóð­ast hjálpa þeim að verða betri, sem leiðir svo til enn meiri getu. Hinir minna þrosk­uðu drag­ast því smám saman aftur úr og eru á end­anum lík­legri til að gef­ast upp. Þegar þeir loks­ins ná jafn­öldrum sínum í þroska er það orðið of seint.

Að sjálf­sögðu eru til minna þroskaðir ein­stak­lingar sem tek­ist hefur að fara í gegnum ferlið og að lokum orðið atvinnu­menn. Einnig eru til krakkar sem fæð­ast í des­em­ber og eru mjög bráð­þroska og ná því fyrr elstu jafn­öldrum sín­um. Og er það nokkuð merki­legt að það virð­ist vera sem svo að eftir að þroska­ferli leik­manna lýkur – og leik­menn eru farnir að spila sem atvinnu­menn – hættir fæð­inga­mán­uð­ur­inn að skipta máli. Það er að segja ef marka má verð­mat á www.trans­fer­markt.de, þá hefur fæð­ing­ar­mán­uður engin aug­ljós áhrif á það hversu mik­ils metnir leik­menn­irnir eru, í bein­hörðum pen­ingum (sem hægt er að nota sem við­mið fyrir gæði) [3].

En sama hvað við reynum eru það póli­tískir draum­órar að ætla öllum jöfn tæki­færi. Það fæð­ast alltaf ein­hverjir með silf­ur­skeið í munni og þeir fá auka­líf þegar þeir þykj­ast ætla að lifa síð­ustu ár lífs síns á líf­eyri sem plötu­snúða­vinna hefur skapað þeim. Því er oft eina ráðið að end­ur­greiða þeim sem settur var fót­ur­inn fyrir fyrr á ævinni. Slíkt er í dag gert með stig­hækk­andi skatt­kerfi, bótum fyrir þá sem allra verst komu út úr happ­drætti lífs­ins (til að mynda þeir sem fæð­ast með fötl­un). Slíkt kerfi er nauð­syn­legt, því lífið er ekki sann­gjarnt.

Punktar höf­undar

[1] Ég safn­aði líka gögnum úr ensku deild­inni, en sleppti þeim þar sem inn­töku­árið í Englandi byrjar í sept­em­ber en ekki í jan­úar eins og í öðrum Evr­ópu­ríkj­um. Það breytir ekki nið­ur­stöðum grein­ing­ar­innar að skilja þá út undan en gerir útskýr­ing­una mun aðgengi­legri fyrir les­end­ur.

[2] Sjálfur spil­aði ég fót­bolta. Ég er fæddur á miðju árinu og þroskað­ist nokkurn veg­inn á sama hraða og jafn­aldrar mín­ir. Ég var aftur á móti afleitur í fót­bolta og var því sendur í markið þar sem ég stóð mig ágæt­lega (Shell-­móts­meist­ari í B!). Þegar ég varð þrettán ára hættum við að spila á lítil mörk og fórum í stór mörk. Ég var þá ekki nægi­lega hávax­inn til að ná upp í stöng­ina og ef and­stæð­ingar okkar vildu skora var nóg að vippa bolt­anum bara nógu hátt og þá var eng­inn séns fyrir mig að bjarga honum frá því að fara í net­ið. Þar með end­aði fer­ill minn sem mark­mað­ur.

[3] Þessi nið­ur­staða kom mér nokkuð á óvart þegar ég skoð­aði gögn­in. Eftir að ég hafði unnið mína rann­sókn á aldri knatt­spyrnu­manna rakst ég á rann­sókn eftir John Doyle og Paul Bott­omley (2018), sem bygg­ist á nán­ast sömu gögnum og svip­aðri, en bara betri, aðferð. Rann­sókn þeirra sýnir svo gott sem sömu nið­ur­stöður og mín. Aldrei finnur maður ekki neitt upp. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics