Stóraukin framlög til loftlagsvísinda á Íslandi

Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að bein framlög til loftslagsmála hafi verið aukin um meira en 700 prósent á kjörtímabilinu.

Auglýsing

Stöðu­skýrsla milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) sem kom út í byrjun ágúst er afdrátt­ar­laus og skila­boðin eru enn skýr­ari en áður um mik­il­vægi frek­ari aðgerða.  

Lofts­lags­málin hafa verið eitt af aðal­á­herslu­málum mínum og munu vera það áfram. Á kjör­tíma­bil­inu höfum við aukið bein fram­lög til lofts­lags­mála um meira en 700 pró­sent, styrkt stjórn­sýslu mála­flokks­ins, ráð­ist í fjölda aðgerða á grunni fyrstu fjár­mögn­uðu aðgerða­á­ætl­un­ar­innar í lofts­lags­mál­um, stór­aukið land­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lendis og sett fram ný og efld mark­mið um sam­drátt í los­un.  

Eitt af því sem ég hef líka lagt áherslu á sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, er að efla grunn­rann­sókn­ir, vöktun og nýsköpun og auka við mannauð í lofts­lags­mál­u­m. 

Vöktun hefur verið efld

Haustið 2019 skrif­aði ég undir samn­ing við Haf­rann­sókna­stofnun og Veð­ur­stofu Íslands um að koma á auk­inni vöktun á súrnun sjávar og hopi jökla. Á fimm árum renna meira en 250 millj­ónir króna auka­lega til þess­ara mik­il­vægu verk­efna. Áður hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjáv­ar­stöðu­breyt­ingum og skriðu­hættu, meðal ann­ars með vísan í afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga. Góð vöktun bætir vís­inda­lega þekk­ingu og er lyk­ill að aðlögun íslensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ingum í fram­tíð­inni.

Betri vit­neskja um losun og bind­ingu lands

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá landi er stór hluti af losun Íslands. Á þessu kjör­tíma­bili hef ég lagt áherslu á að auka bind­ingu kolefnis með auk­inni land­græðslu og skóg­rækt og að draga úr losun með því að end­ur­heimta vot­lendi. Umfang allra aðgerð­anna þriggja hefur marg­fald­ast á und­an­förum árum. 

Auglýsing
Á sama tíma er brýnt að bæta þekk­ingu á losun og bind­ingu í mis­mun­andi gerðum lands. Með auk­inni þekk­ingu getum við sett okkur skýr­ari mark­mið, for­gangs­raðað betur aðgerðum okkar í þágu sjálf­bærrar land­nýt­ingar og lofts­lags­mála og gert lofts­lags­bók­hald Íslands nákvæmara. Á árunum 2021-2023 mun stór­aukið fjár­magn renna til Land­græðsl­unn­ar, Skóg­rækt­ar­innar og Umhverf­is­stofn­un­ar, þ.m.t. rúm­lega 140 millj­ónir króna bara á árinu 2021, til þess að efla þessa þekk­ing­u.  

Nýr dokt­or­snema­sjóður og rann­sóknir á met­an­losun naut­gripa

Í vor voru í fyrsta sinn aug­lýstir styrkir fyrir dokt­or­snema sem stunda rann­sóknir á sam­spili land­nýt­ingar og lofts­lags en styrkirnir eru hugs­aðir til að efla sér­stak­lega þekk­ingu á þessu sviði svo ná megi meiri árangri í end­ur­heimt land­gæða og land­græðslu. Styrkjum til dokt­or­snema verður úthlutað á næstu vik­um, fyrsta úthlutun er til þriggja ára og nemur um 100 millj­ónum króna. 

Nú nýlega styrkti síðan umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands til rann­sókna á losun met­ans frá melt­ingu naut­gripa en sú losun er stór hluti heild­ar­los­unar frá land­bún­að­i. 

Stutt við fram­farir á tímum breyt­inga

Í fyrra var tæp­lega 170 millj­ónum króna úthlutað í styrki til verk­efna á sviði lofts­lags­breyt­inga og sjálf­bærni í gegnum mark­á­ætlun stjórn­valda um sam­fé­lags­legar áskor­an­ir. Frekara fjár­magn hefur verið tryggt á næstu árum. Mark­á­ætlun er opinn sam­keppn­is­sjóður sem vistaður er hjá Rannís og hefur það mark­mið að stuðla að fjöl­breyttu og nýsköp­un­ar­mið­uðu sam­fé­lagi á tímum örra breyt­inga. Til­gang­ur­inn er að hraða fram­förum og leiða saman þekk­ingu mis­mun­andi greina. Sem dæmi um verk­efni sem styrkt hafa verið af mark­á­ætlun má nefna verk­efni um end­ur­heimt birki­vist­kerfa, sjálf­bæran áburð og sjálf­bært matar­æði.

Lofts­lags­sjóður fyrir nýsköpun og fræðslu

Lofts­lags­sjóður var settur á fót árið 2019 til þess að efla fræðslu- og nýsköp­un­ar­verk­efni á sviði lofts­lags­mála. Nú þegar hafa 56 verk­efni hlotið styrki að heild­ar­upp­hæð 335 m.kr. Sem dæmi um verk­efni sem Lofts­lags­sjóður hefur styrkt má nefna þróun smá­tækja til að mæla losun koltví­sýr­ings úr jarð­vegi, rann­sóknir á umhverf­is­vænum arf­taka sem­ents, þróun smá­forrits gegn mat­ar­sóun og gerð útvarps­þátta, sjón­varps­þátta og vef­síð­a. 

Stefnum hærra á næsta kjör­tíma­bili

Vís­indin sýna okkur að við þurfum að ganga enn lengra og hlaupa enn hraðar í glímu okkur við lofts­lags­vána. Í þeirri viður­eign felst líka fjöldi tæki­færa, ekki síst með grænum fjár­fest­ingum fyr­ir­tækja og hins opin­bera. Und­ir­staðan er hins vegar vís­ind­in, þekk­ingin og nýsköp­un­in, sem við þurfum að halda áfram að efla á næsta kjör­tíma­bil­i. 

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar