Stóraukin framlög til loftlagsvísinda á Íslandi

Umhverfis- og auðlindaráðherra segir að bein framlög til loftslagsmála hafi verið aukin um meira en 700 prósent á kjörtímabilinu.

Auglýsing

Stöðu­skýrsla milli­ríkja­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) sem kom út í byrjun ágúst er afdrátt­ar­laus og skila­boðin eru enn skýr­ari en áður um mik­il­vægi frek­ari aðgerða.  

Lofts­lags­málin hafa verið eitt af aðal­á­herslu­málum mínum og munu vera það áfram. Á kjör­tíma­bil­inu höfum við aukið bein fram­lög til lofts­lags­mála um meira en 700 pró­sent, styrkt stjórn­sýslu mála­flokks­ins, ráð­ist í fjölda aðgerða á grunni fyrstu fjár­mögn­uðu aðgerða­á­ætl­un­ar­innar í lofts­lags­mál­um, stór­aukið land­græðslu, skóg­rækt og end­ur­heimt vot­lendis og sett fram ný og efld mark­mið um sam­drátt í los­un.  

Eitt af því sem ég hef líka lagt áherslu á sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, er að efla grunn­rann­sókn­ir, vöktun og nýsköpun og auka við mannauð í lofts­lags­mál­u­m. 

Vöktun hefur verið efld

Haustið 2019 skrif­aði ég undir samn­ing við Haf­rann­sókna­stofnun og Veð­ur­stofu Íslands um að koma á auk­inni vöktun á súrnun sjávar og hopi jökla. Á fimm árum renna meira en 250 millj­ónir króna auka­lega til þess­ara mik­il­vægu verk­efna. Áður hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjáv­ar­stöðu­breyt­ingum og skriðu­hættu, meðal ann­ars með vísan í afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga. Góð vöktun bætir vís­inda­lega þekk­ingu og er lyk­ill að aðlögun íslensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ingum í fram­tíð­inni.

Betri vit­neskja um losun og bind­ingu lands

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá landi er stór hluti af losun Íslands. Á þessu kjör­tíma­bili hef ég lagt áherslu á að auka bind­ingu kolefnis með auk­inni land­græðslu og skóg­rækt og að draga úr losun með því að end­ur­heimta vot­lendi. Umfang allra aðgerð­anna þriggja hefur marg­fald­ast á und­an­förum árum. 

Auglýsing
Á sama tíma er brýnt að bæta þekk­ingu á losun og bind­ingu í mis­mun­andi gerðum lands. Með auk­inni þekk­ingu getum við sett okkur skýr­ari mark­mið, for­gangs­raðað betur aðgerðum okkar í þágu sjálf­bærrar land­nýt­ingar og lofts­lags­mála og gert lofts­lags­bók­hald Íslands nákvæmara. Á árunum 2021-2023 mun stór­aukið fjár­magn renna til Land­græðsl­unn­ar, Skóg­rækt­ar­innar og Umhverf­is­stofn­un­ar, þ.m.t. rúm­lega 140 millj­ónir króna bara á árinu 2021, til þess að efla þessa þekk­ing­u.  

Nýr dokt­or­snema­sjóður og rann­sóknir á met­an­losun naut­gripa

Í vor voru í fyrsta sinn aug­lýstir styrkir fyrir dokt­or­snema sem stunda rann­sóknir á sam­spili land­nýt­ingar og lofts­lags en styrkirnir eru hugs­aðir til að efla sér­stak­lega þekk­ingu á þessu sviði svo ná megi meiri árangri í end­ur­heimt land­gæða og land­græðslu. Styrkjum til dokt­or­snema verður úthlutað á næstu vik­um, fyrsta úthlutun er til þriggja ára og nemur um 100 millj­ónum króna. 

Nú nýlega styrkti síðan umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands til rann­sókna á losun met­ans frá melt­ingu naut­gripa en sú losun er stór hluti heild­ar­los­unar frá land­bún­að­i. 

Stutt við fram­farir á tímum breyt­inga

Í fyrra var tæp­lega 170 millj­ónum króna úthlutað í styrki til verk­efna á sviði lofts­lags­breyt­inga og sjálf­bærni í gegnum mark­á­ætlun stjórn­valda um sam­fé­lags­legar áskor­an­ir. Frekara fjár­magn hefur verið tryggt á næstu árum. Mark­á­ætlun er opinn sam­keppn­is­sjóður sem vistaður er hjá Rannís og hefur það mark­mið að stuðla að fjöl­breyttu og nýsköp­un­ar­mið­uðu sam­fé­lagi á tímum örra breyt­inga. Til­gang­ur­inn er að hraða fram­förum og leiða saman þekk­ingu mis­mun­andi greina. Sem dæmi um verk­efni sem styrkt hafa verið af mark­á­ætlun má nefna verk­efni um end­ur­heimt birki­vist­kerfa, sjálf­bæran áburð og sjálf­bært matar­æði.

Lofts­lags­sjóður fyrir nýsköpun og fræðslu

Lofts­lags­sjóður var settur á fót árið 2019 til þess að efla fræðslu- og nýsköp­un­ar­verk­efni á sviði lofts­lags­mála. Nú þegar hafa 56 verk­efni hlotið styrki að heild­ar­upp­hæð 335 m.kr. Sem dæmi um verk­efni sem Lofts­lags­sjóður hefur styrkt má nefna þróun smá­tækja til að mæla losun koltví­sýr­ings úr jarð­vegi, rann­sóknir á umhverf­is­vænum arf­taka sem­ents, þróun smá­forrits gegn mat­ar­sóun og gerð útvarps­þátta, sjón­varps­þátta og vef­síð­a. 

Stefnum hærra á næsta kjör­tíma­bili

Vís­indin sýna okkur að við þurfum að ganga enn lengra og hlaupa enn hraðar í glímu okkur við lofts­lags­vána. Í þeirri viður­eign felst líka fjöldi tæki­færa, ekki síst með grænum fjár­fest­ingum fyr­ir­tækja og hins opin­bera. Und­ir­staðan er hins vegar vís­ind­in, þekk­ingin og nýsköp­un­in, sem við þurfum að halda áfram að efla á næsta kjör­tíma­bil­i. 

Höf­undur er umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar