Villandi umræða um laun á milli markaða

Þórarinn Eyfjörð bendir á að laun á almenna markaðnum séu enn hærri en á opinbera markaðnum þrátt fyrir að samkomulag hafi verið gert árið 2016 um að jafna þau. Þá hafi opinberum starfsmönnum hlutfallslega fækkað.

Auglýsing

Ýmis­legt hefur verið rætt og ritað um opin­berra starfs­menn á und­an­förnum vik­um. Hefur því meðal ann­ars verið haldið fram, að opin­ber rekstur sé að þenj­ast út með til­heyr­andi fjölgun opin­berra starfs­manna, og að launa­þróun þeirra leiði launa­myndun á atvinnu­mark­aði. Báðar þessar full­yrð­ingar eiga sér enga stoð.

Laun á almenna mark­aðnum hærri

Því hefur einnig verið haldið fram und­an­farið að opin­berir starfs­menn hafi hækkað í launum mun meira en starfs­menn á almenna mark­aðn­um. Þeir sem halda þessu fram hafa ef til vill ekki nægj­an­lega hald­góðar upp­lýs­ing­ar. Stað­reyndin er sú að kjara­samn­ings­bundnar launa­hækk­anir á öllum vinnu­mark­aðnum eru byggðar á Lífs­kjara­samn­ingnum sem almenni vinnu­mark­að­ur­inn samdi um í byrjun árs 2019. Þar var samið um krónu­tölur en ekki pró­sent­ur. Vegna þess þá hækka lægri launin um tölu­vert hærri pró­sentu en hærri laun­in. Allir fá þó sömu hækkun í krónum talið og það var áherslan í kjara­samn­ing­un­um. Þetta er ekki flókið reikn­ings­dæmi.

Auglýsing
Annað sem hefur áhrif á mæl­ingar á launa­setn­ingu opin­berra starfs­manna er sú stað­reynd að við stytt­ingu vinnu­vik­unnar reikn­ast tíma­kaup opin­berra starfs­manna hærra því vinnan er innt af hendi á færri klukku­stundum en áður og hver klukku­stund því mæld af Hag­stofu Íslands sem hækkun á launa­vísi­tölu. Launin hafa þó ekk­ert hækk­að. 

Rétt­indi gefin til að jafna laun milli mark­aða

Annað sem stingur í augu er að hlut­fall launa af rekstri rík­is­ins stendur í stað. Í því sam­hengi er nauð­syn­legt að rifja upp að sam­kvæmt sam­komu­lagi BSRB, BHM og KÍ við ríkið frá árinu 2016, á að jafna laun rík­is­starfs­manna við það sem ger­ist á almenna mark­aðn­um. Á móti gáfu opin­berir starfs­menn eftir rétt­indi sín í líf­eyr­is­kerf­inu. Stétt­ar­fé­lögin hafa þannig staðið við sinn hluta sam­komu­lags­ins en ekki er enn komin nið­ur­staða í hvernig leið­rétt­ingar á launum opin­berra starfs­manna verður hátt­að. Ljóst er að leið­rétt­ingin mun að minnsta kosti kalla á um 16 pró­sent leið­rétt­ingu að með­al­tali. 

Opin­berum starfs­mönnum fækkar

Á vef Fjár­mála-  og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins opin­berum­svif.is koma fram upp­lýs­ingar um þróun á starfs­manna­haldi rík­is­ins á und­an­förnum árum. Þar má meðal ann­ars sjá að launa­kostn­aður sem hlut­fall af heild­ar­út­gjöldum hefur verið í kring um 30 pró­sent á und­an­förnum árum og stendur nú í 32,4 pró­sent miðað við árið 2020. Sér­staka athygli vekur að hlut­falls­lega hefur opin­berum starfs­mönnum fækk­að. Árið 2014 voru starf­andi 113,5 opin­berir starfs­menn á móti hverjum 1.000 íbúum í land­inu. Þeir eru núna 109,5. Miðað við sama tíma­bil hefur hlut­fall opin­berra starfs­manna á vinnu­mark­aði lækkað úr 28 pró­sent í 27 pró­sent.

Tekið er fram að flest launa­fólk hjá rík­inu vinni í vel­ferð­ar-, mennta- og heil­brigð­is­kerf­inu. Það er að segja í þeim kerfum sem tryggja að sam­fé­lagið veiti þjóð­inni öryggi, vel­ferð og þekk­ingu og þar með for­sendur fyrir heil­brigðu atvinnu­lífi. Það hefur margoft komið fram að okkar fámenna þjóð vill traustan sam­fé­lags­legan rekstur og í þeirri fram­þróun sem sam­fé­lagið hefur verið í á und­an­förnum árum vekur það sér­staka athygli að opin­berum starfs­mönnum hafi ekki fjölg­að. Sagan þar að baki er eflaust sú að álag í opin­berum störfum hefur stór­auk­ist og á sama tíma hefur starfs­mönnum tek­ist að end­ur­skipu­leggja vinnu­brögð og verk­ferla.

Í umræðu um starfs­menn og rekstur í okkar mik­il­væg­ustu sam­fé­lags­legu stoð­um, er æski­legt að halda til haga stað­reynd­um. Við höfum núna aðgang að vel fram­settum upp­lýs­ingum og það er ekki til of mik­ils mælst að gera þá kröfu að umræðan taki mið af bestu þekk­ingu á hverjum tíma.

Höf­undur er for­maður Sam­eykis stétt­ar­fé­lags í almanna­þjón­ustu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar