Að leggja „eftir efnum og ástæðum“

Indriði H. Þorláksson færir rök fyrir skattlagningu á fjármagnstekjur og stóreignir.

Auglýsing

Í riti sínu Vel­ferð þjóð­anna, 1776, segir Adam Smith, faðir mark­aðs­hag­fræð­inn­ar, í frjáls­legri þýð­ingu, að borg­arar hvers ríkis eigi að leggja því til fé í sam­ræmi við greiðslu­getu þeirra þ.e. þeirra gæða sem þeir njóti undir vernd­ar­væng þess. Þau sjón­ar­mið Adam Smith að leggja skatta á með hlið­sjón af greiðslu­getu hefur verið mót­andi fyrir skatt­lagn­ingu frá því að að ákvörðun um þá flutt­ist frá ein­völdum í hendur lýð­kjör­inna full­trúa þótt deila megi um hversu vel hefur tek­ist til á hverjum tíma. Mæl­ing greiðslu­getu er flókið úrlausn­ar­efni en menn hafa helst talið að tekjur og eignir séu not­hæfir mæli­kvarðar í því efni. Í sam­ræmi við það hafa flest vest­ræn lönd tekið í skatta­lög sín skil­grein­ingu kennda við Haig og Simon þess efnis að skatt­skyldar tekjur manns á til­teknu tíma­bili sé sam­tala af neyslu hans og breyt­ingu á eign hans.

Greiðslu­getan í íslenskum skatta­rétti

Í tekju­skattslögum hér á landi og erlendum fyr­ir­myndum þeirra kemur reglan um greiðslu­getu fram í skil­grein­ingu skatt­skyldra tekna á þann veg að allar tekjur séu skatt­skyldar þar með tal­inn hvers kyns eigna­auki nema annað sé sér­stak­lega tekið fram. Þannig telj­ast gjafir, fríð­indi o.fl. vera skatt­skyld en sam­kvæmt sér­stöku ákvæði er arfur und­an­skil­inn háð því skil­yrði að af honum hafi verið greiddur erfða­fjár­skatt­ur. Í lög­unum eru hins vegar einnig ákvæði um eigna­mat, tíma­setn­ingu skatt­lagn­ing­ar, und­an­þágur o.fl. sem gera það að verkum að eigna­auki eru oft und­an­þeg­inn tekju­skatt­lagn­ingu. Dæmi um það eru skatt­frelsi sölu­hagn­aðar af íbúð­ar­hús­næði og frestun á skatt­lagn­ingu sölu­hagn­aðar af hluta­bréfum og öðrum eign­ar­hlut­um.

Reglan um greiðslu­getu kemur fram í fyrstu lögum hér á landi um tekjur sveit­ar­fé­laga árið 1872, sem kváðu á um nið­ur­jöfnun gjalda sveit­ar­sjóða „eftir efnum og ástæð­u­m.“ Hana er einnig að finna í fyrstu tekju­skattslögum lands­ins 1877 og end­an­lega 1922 í þrepa­skiptum tekju- og eign­ar­skött­um. Við nið­ur­jöfnun gjalda og álagn­ingu skatta var ekki síður litið til eigna en tekna, sem á þeim tíma voru fyrst og fremst jarð­eignir til sveita og hús­næði á þétt­býl­is­stöðum lands­ins. Tekjur launa­fólks voru lægri en þágild­andi frí­tekju­mark svo skatt­lagn­ing náði í reynd nær ein­göngu til emb­ætt­is­manna, kaup­manna, atvinnu­rek­enda og land­eig­enda.

Auglýsing

Þróun skatt­lagn­ingar og dreif­ing skatt­byrði

Þróun skatt­lagn­ingar frá upp­hafs­árum almennrar skatt­skyldu er athygl­is­verð að tvennu leyti. Ann­ars vegar stöðug hækkun skatta og hins vegar breyti­leg dreif­ing skatt­byrði. Hækkun skatta hér á landi eins og erlendis kom til af auknum umsvifum rík­is­ins á flestum sviðum ekki síst í vel­ferð­ar­málum og end­ur­speglar efna­hags­lega og félags­lega þróun sbr. grein mína Lög­mál Wagners og Vinstri grænir í Kjarn­anum í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017. Grein­ing Wagners og sú þróun sem verið hefur í heila öld hér á landi afhjúpar hve veru­leikafirrt víg­orðið um lækkun skatta hefur alltaf verið og er enn.

Hinn þátt­ur­inn, dreif­ing skatt­byrði, er ekki síður athygli verð­ur. Á fyrstu árum lög­skip­aðrar skatt­lagn­ingar voru nær allir skattar greiddir af fámennum hópi manna sem höfðu veru­legar tekjur og áttu mestan hluta eigna hér á landi. Með efna­hags­legri og félags­lega þróun jókst skatt­byrði á allan almenn­ing en á sama tíma hefur hlut­deild hinna vel­meg­andi í sköttum farið lækk­andi. Ástæðan er m.a. að auð­manna­gæska stjórn­valda hefur vikið frá því að hafa greiðslu­getu til hlið­sjónar og holað skatta­lög­gjöf­ina með því að gera eignir og eigna­tekjur lág­skatt­aðar eða láta þær sleppa við skatt­lagn­ingu með snið­göngu.

Skattar og greiðslu­geta

Hluti af þessum aðgerðum stjórn­valda var nið­ur­fell­ing eign­ar­skatts sem verið hafði við lýði í einu eða öðru formi frá árinu 1096 að kirkju­tí­undin var tekin í lög á Alþingi. Með nið­ur­fell­ing­unni og götóttri skatt­lagn­ing fjár­magnstekna var stærsti hluti beinna skatta lagður á launa­tekjum þ.m.t. tekjur úr líf­eyr­is­sjóðum og frá almanna­trygg­ing­um. Rekstur vel­ferð­ar­kerf­anna og upp­bygg­ing sam­fé­lags­inn­viða var í vax­andi mæli lagður á launa­fólks og líf­eyr­is­þega. Sést það vel á því að tekju­skattar ein­stak­linga uxu úr því að vera 17% af heild­ar­tekjum þeirra á árinu 1993 í að vera 22% á árinu 2007 og síðan 27,7% á árinu 2019 jafn­framt því að þessi hækkun lenti að miklum hluta á fólki með miðl­ungs­tekjur eða lægri tekjur en skatt­byrði hinna best settu stóð í stað eða lækk­aði.

Afleið­ingu af þessum breyt­ing­um, sumar hverjar fárán­leg­ar, má sjá í upp­lýs­ingum um álagn­ingu skatta sbr. t.d. Hátekju­lista Stund­ar­innar frá ágúst 2021 og í yfir­liti sama blaðs frá 2017 um skatta rík­asta eina pró­sents þjóð­ar­inn­ar. Ein­stak­lingar með tugi eða hund­ruð millj­óna í fjár­magnstekjur og millj­arða eða millj­arða­tugi í eignum greiða svo lítið í tekju­skatt að það dugar ekki fyrir útsvari þeirra til sveit­ar­fé­lags­ins. Ríkið tekur þá hlut af skattfé sem aðrir greiða til að borga sem með­lag með þessum ein­stak­lingum til sveit­ar­fé­lags­ins. Af 3.126 tekju­hæstu ein­stak­lingum lands­ins greiddu 106 engan almenna tekju­skatt til rík­is­ins en vegna 78 þeirra runnu 31,5 m.kr. sem útsvar til sveit­ar­fé­laga. Þar af voru nálægt 17 m.kr. með­lag fyrir þá frá rík­inu að með­al­tali um 18 þús. kr. á mann á mán­uði. Athygli vekur að margir þess­ara með­lags­þega búa í svefn­bæj­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þar af hlut­falls­lega flestir í Garða­bæ.

Heild­ar­skatt­byrði

Þróun tekju­skatts ein­stak­linga var ekki það eina sem raskaði dreif­ingu skatt­byrði. Virð­is­auka­skattur og tekju­skattur eru meg­in­stoðir skatt­heimtu í land­inu. Stofn þeirra er hinn sami, sam­tala allra tekna. Álagn­ing VSK er hins vegar tak­mörkuð við sölu á vöru og þjón­ustu. Tekjur sem ekki eru not­aðar til kaupa á vörum og þjón­ustu en mynda eigna­auka eru ekki skatt­lagð­ar. Auk þess er fjár­mála­þjón­usta und­an­þegin VSK til hags­bóta fyrir þá sem sýsla með fé og eig­endur fjár­mála­fyr­ir­tækja. Þessi VSK frjálsi eigna­auki er eins og eign­irnar að lang­mestu leyti að finna hjá þeim 5 til 10 % lands­manna sem best eru sett­ir. Trygg­ing­ar­gjald­ið, þriðji stærsta skatt­stofn rík­is­ins, er í reynd skattur á launa­tekjur en líf­eyr­is­tekjur eru und­an­skild­ar.

Mynd úr greininni:Skattapólitík. Er skattkerfið sanngjarnt og hvernig nýtast ívilnanir þess?

Allt þetta, rang­látt tekju­skatts­kerfi, virð­is­auka­skattur og trygg­ing­ar­gjald íþyngir lágum tekjum og hefur leitt til þess að skatt­kerfið í heild er orðið umsnún­ingur á regl­unni um greiðslu­getu. Launa­fólk með með­al­tekjur greiðir langt í helm­ing af tekjum sínum í skatta á meðan þeir sem standa á efstu þrepum tekju­stig­ans greiða helm­ingi lægra hlut­fall tekna sinna í skatta sé miðað við fram­taldar tekjur þeirra en langtum minna en það ef allar tekjur þeirra væru rétti­lega til­greind­ar. Grein­ingu á þessu má finna í grein­inni Skattapóli­tík: Er skatt­kerfið sann­gjarnt og hvernig nýt­ast íviln­anir þess? sem birt­ist í vefrit­inu Stjórn­mál og stjórn­sýsla, vorið 2007 og er með­fylgj­andi mynd­rit er úr þeirri grein og sýnir skatt­byrð­ina af stóru skatt­stofn­unum hvers um sig og þeim öllum í heild. Töl­urnar eru frá árinu 2005 og eiga við hjón og sam­búð­ar­fólk. Með­al­fjöl­skyldu­tekjur þess á því ári voru tæpar 8 millj­ónir króna. Myndin sýnir að heild­ar­skatt­byrðin var mest hjá fólki með tekjur um og undir með­al­tekjum en lægst hjá þeim altekju­lægstu og þeim altekju­hæstu. Ekki er ástæða til að ætla að á þessu hafi orðið veru­leg breyt­ing síð­an.

Frá­hvarf frá greiðslu­getu

Hluti af umsnún­ingi skatt­kerf­is­ins frá því að end­ur­spegla greiðslu­getu að ein­hverju leyti yfir í and­hverfu þess er vax­andi vægi óbeinna skatta en nið­ur­fell­ing eign­ar­skatta og lítil skatt­lagn­ing eigna­tekna hefur einnig haft mikil áhrif. Beinir skatt­ar, þ.e. tekju­skattar og eign­ar­skattar eru nær einu skatta­legu tæki sem geta haft veru­leg áhrif á dreif­ingu skatt­byrði.

Áhrif á dreif­ingu skatt­byrði má hafa bæði með því að beita þrepa­skiptum tekju­skatti meira en nú er gert og með því að skatt­leggja eignir með hæfi­legu frí­tekju­marki auk þess að loka leiðum til skatta­snið­göngu. Áhrif af aðgerðum til breyt­inga á dreif­ingu skatt­byrði má glöggt sjá á árunum 2010 til 2013. Vegna áfalla á rík­is­sjóð í Hrun­inu var gripið til rót­tækra tekju­öfl­un­ar­að­gerða á árunum 2010 til 2013. Meðal þeirra var þrepa­skiptur tekju­skattur með auknum bót­um, hækkun fjár­magnstekju­skatts með frí­tekju­marki og upp­taka auð­legð­ar­skatts með frí­eigna­marki. Áhrif þess­ara aðgerða voru þau að með­al­skatt­hlut­fallið hækk­aði um 7,6% frá 2007 til 2013.

Heimild: Skatturinn. Staðtölur skatta

Sjá má mynd­rit­inu hér að ofan hvernig þessi hækkun snerti ein­staka tekju­hópa hjóna og sam­búð­ar­fólks með því athuga hvernig breyt­ing á sköttum víkur frá með­al­tal­inu 7,6%. Í öllum tíundum nema þeirri efstu er breyt­ing skatta minni en með­al­talið en í efstu tíund­inni, sem er tví­skipt í mynd­rit­inu, er hækk­unin meiri en með­al­talið og veru­lega hærri hjá efstu 5% en mik­illa áhrifa auð­leg­ar­skatts­ins gætir nær ein­göngu þar. Hækkun með­al­skatt­hlut­falls­ins var mikil en leiðin sem var farin leiddi til þess að hlut­deild allra tíunda nema þeirrar efstu í beinum sköttum lækk­aði en hlutur þeirra tekju­hæstu óx.

Heimild: Skatturinn, Staðtölur skatta

Myndin hér að ofan sýnir sömu þróun á næsta kjör­tíma­bili á eft­ir, þ.e. 2013 til 2016 þegar hluti þess­ara breyt­inga var dregin til baka. Með­al­hlut­fall beinna skatta breytt­ist nær ekk­ert en nið­ur­fell­ing auð­legð­ar­skatts og fækkun skatt­þrepa lækk­aði skatt­byrðin í efsta hluta skal­ans mikið en rík­is­sjóði var bætt tapið með því að hækka skatt­hlut­fall í sjö lægstu tíund­unum og mest í þeim allra lægstu.

Leggjum á eftir efnum og ástæðum

Af fram­an­greindu má vera ljóst að ekki er hægt að skatt­leggja eftir efnum og ástæðum og nálg­ast regl­una um greiðslu­getu nema með hvort tveggja því að skatt­leggja fjár­magnstekjur eins og launa­tekjur og því að leggja skatt á stór­eign­ir. Hið síð­ar­nefnda er óhjá­kvæmi­legt ein­fald­lega vegna þess að eignir eru ekki síður mæli­kvarði á greiðslu­getu en tekjur auk þess sem stór­eign­irnar safn­ast að lang­mestu leyti upp af óskatt­lögðum tekj­um. Án slíkra breyt­inga verður jafn­ræði og sann­girni í skatt­lagn­ingu ekki náð.

Reynslan frá 2010 til 2013 sýnir að breyt­ing til bóta er mögu­leg. Með þeim breyt­ingum á tekju- og fjár­magnstekju­skatti og auð­legð­ar­skatti sem að framan eru nefndar og auð­linda­gjöldum tókst að afla nýrra tekna í rík­is­sjóð sem svar­aði til 4-5% af VLF án þess að sækja það í vasa almenn­ings og auka sam­drátt í efna­hags­líf­inu eða hafa önnur nei­kvæð áhrif. Þvert á móti tók nýtt vaxt­ar­skeið við á seinni hluta þessa tíma­bils sem stóð óslitið þar til ofþenslu fór að gæta á miðju yfir­stand­andi kjör­tíma­bili. Sem betur fór tókst þeim stjórn­völdum sem tóku við eftir end­ur­reisn­ina ekki að afnema að fullu þær umbætur sem gerðar voru á skatt­kerf­inu því eftir standa hækkun fjár­magnstekju­skatts og þrepa­skiptur skatt­stigi sem m.a. má þakka verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Afnám auð­leg­ar­skatts, lækkun veiði­gjalda og nið­ur­fell­ing auð­linda­gjalds á raf­orku hafa hins vegar kostað rík­is­sjóð fleiri hund­ruð millj­arða króna á undan­förnum árum og lík­lega valdið honum meiri búsifjum en COVID-19.

Stöðu rík­is­fjár­mála og skatta í dag svipar á vissan hátt til þess sem var eftir Hrun­ið. Halli á rík­is­sjóði er mik­ill og rík­is­fjár­mála­á­ætl­unin er með und­ir­liggj­andi ójafn­vægi sem ekki verður lagað nema með rót­tækum aðgerð­um, nið­ur­skurði vel­ferð­ar­kerf­anna eða nýrri tekju­öfl­un. Vel­ferð­ar­kerfin eru und­ir­fjár­mögnuð fyrir og nið­ur­skurður á fé til þeirra gengi gegn ein­dregnum vilja þjóð­ar­innar til að styrkja þau og myndi auk þess dýpka og lengja COVID-19 efna­hagslægð­ina. Tekju­öfl­un­ar­kerfi rík­is­ins er mein­gallað á mörgum svið­um, óskil­virkt og órétt­látt eins og m.a. má sjá í nýrri skýrslu ASÍ: Skattar og ójöfn­uð­ur: Rétt­lát­ara og skil­virkara skatt­kerfi.

Í þeirri skýrslu er eins og hér bent á leiðir út úr vand­anum sem þegar hefur sýnt sig hér og erlendis að geta skila árangri. Breyt­ingar sem þar eru lagðar til eru auk þess í sam­ræmi við ábend­ingar alþjóð­legar stofn­ana á þessu sviði sem á und­an­förnum árum hafa hver af annarri horfið frá dog­mat­ískum hag­vaxt­ar­kenn­ingum í skatta­mál­um, sem hvergi hafa borið árang­ur, en leggja í stað þess áherslu á jafn­rétti og sann­girni í skatt­lagn­ingu og vara við afleið­ingum taum­lausrar auð­söfn­unar og auð­manna­gæsku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar