Arkitektúr og pólitík

Bjarki Gunnar Halldórsson segir mikilvægt að huga að því hvernig hið pólitíska landslag birtist í umhverfi okkar.

Auglýsing

Ég gekk fram hjá bygg­ingu um dag­inn sem hreif mig í alla staði. Þetta fal­lega verk bjó yfir kynn­gi­magn­aðri orku sem stuðl­aði að vellíðan og kall­aði fram jákvæðar hugs­anir og bjart­sýni til fram­tíð­ar. Hvað skóp þessa merki­legu til­finn­ingu?

Hvort sem horft er á verk af þessu tagi heild­stætt eða hina smáu þræði þess þá virð­ist allt virka. Verkið lagar sig að nær­liggj­andi byggð, þó það sé stærra og öðru­vísi í snið­um. Þeir sem standa að verk­inu falla ekki í þá freistni að byggja það aðeins of stórt til að nýta bygg­ing­ar­reit­inn bet­ur, heldur er verkið í sinni skipu­lags­legu heild und­ir­staða að jafn­vægi en líka fram­þróun umhverf­is­ins.

Þegar bygg­ingin er skoðuð nánar má sjá fólk á tali hvort við annað inni í sam­eig­in­legu stiga­húsi. Það er stemn­ing yfir þess­ari sam­veru, þó hún eigi sér stað í hvers­dags­legum athöfnum dag­legs amst­urs, enda eru rýmin björt með útsýni út í gróð­ur­sælan garð.

Í garð­inum má sjá leik­svæði. Ekki bara rólu og renni­braut heldur merk­ing­ar­bæran stað fyrir börn til að vera á. Gróð­ur­inn, yfir­borðs­fletir og land­mót­unin búa yfir jafn­miklum leik og hefð­bundin leik­tæki og þegar betur er að gáð má sjá epla­tré sem ber ávöxt. Lík­lega af því að bygg­ing­arnar mynda skjól og eru hæfi­lega háar.

Þegar bygg­ingin er skoðuð nánar að innan þá virka íbúð­irnar ein­faldar og hag­kvæmar, þó án þess að hinn hag­kvæmi hugs­un­ar­háttur beri verkið ofur­liði. Hið hag­kvæma og nota­drjúga virkar sem með­vit­aður hluti af fag­ur­fræði­legri heild. Útlitið end­ur­speglar reglu­festu og aga á sama tíma og það býr yfir list­rænum blæ.

Hrifn­ing mín jókst þegar í ljós kom að verkið var ætlað þjóð­fé­lags­hóp sem hefur lít­inn aur á milli hand­anna. Góður arki­tektúr er hér sann­ar­lega fyrir alla. Bætt lífs­kjör fel­ast hér í góðu umhverfi sem hefur jákvæð áhrif á líf fólks og and­lega heilsu þess.

En hvað var það sem skóp þessi gæð­i? 

Auglýsing
Vafalaust hafa góðir arki­tekt­ar, bygg­ing­ar­fræð­ingar og verk­fræð­ingar ásamt vand­virkum iðn­að­ar­mönnum spilað mik­il­vægt hlut­verk við að skapa þennan fal­lega ramma utan um líf fólks. Aðilar á ólíkum stigum stjórn­sýsl­unnar mega líka fá hrós sem og verk­kaup­inn sem virð­ist hafa búið yfir metn­aði til að gera vel. Góð sam­vinna allra þess­ara aðila hefur að sama skapi skipt miklu máli.

Þó að góð sam­vinna og vand­virk vinnu­brögð séu mjög mik­il­væg þá var það síð­ast en ekki síst sterk póli­tísk sýn sem sló loka­höggið við að skapa gott verk. Þetta var ekki sýn full af slag­orðum eins og “hag­kvæmt hús­næði” eða “litl­ar, ódýrar íbúð­ir” og mark­miðið virk­aði stærra en svo að ákveðnir sér­hags­munir væru í húfi. Það var miklu frekar ein­föld sýn um að skapa fal­legan ramma utan um líf fólks sem var alltum­lykj­and­i. 

Fyrir og eftir alþing­is­kosn­ing­arnar þann 25. sept­em­ber verður vafa­laust mikið rætt um póli­tískt lands­lag, í gegnum línu­leg gröf og súlu­rit. Hvernig þetta póli­tíska lands­lag birt­ist í umhverfi okk­ar, til lengri tíma eftir kosn­ing­ar, er þó eflaust miklu stærri og mik­il­væg­ari spurn­ing. 

Höf­undur er arki­tekt og situr í orða- og rit­nefnd Arki­tekta­fé­lags Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar