Arkitektúr og pólitík

Bjarki Gunnar Halldórsson segir mikilvægt að huga að því hvernig hið pólitíska landslag birtist í umhverfi okkar.

Auglýsing

Ég gekk fram hjá byggingu um daginn sem hreif mig í alla staði. Þetta fallega verk bjó yfir kynngimagnaðri orku sem stuðlaði að vellíðan og kallaði fram jákvæðar hugsanir og bjartsýni til framtíðar. Hvað skóp þessa merkilegu tilfinningu?

Hvort sem horft er á verk af þessu tagi heildstætt eða hina smáu þræði þess þá virðist allt virka. Verkið lagar sig að nærliggjandi byggð, þó það sé stærra og öðruvísi í sniðum. Þeir sem standa að verkinu falla ekki í þá freistni að byggja það aðeins of stórt til að nýta byggingarreitinn betur, heldur er verkið í sinni skipulagslegu heild undirstaða að jafnvægi en líka framþróun umhverfisins.

Þegar byggingin er skoðuð nánar má sjá fólk á tali hvort við annað inni í sameiginlegu stigahúsi. Það er stemning yfir þessari samveru, þó hún eigi sér stað í hversdagslegum athöfnum daglegs amsturs, enda eru rýmin björt með útsýni út í gróðursælan garð.

Í garðinum má sjá leiksvæði. Ekki bara rólu og rennibraut heldur merkingarbæran stað fyrir börn til að vera á. Gróðurinn, yfirborðsfletir og landmótunin búa yfir jafnmiklum leik og hefðbundin leiktæki og þegar betur er að gáð má sjá eplatré sem ber ávöxt. Líklega af því að byggingarnar mynda skjól og eru hæfilega háar.

Þegar byggingin er skoðuð nánar að innan þá virka íbúðirnar einfaldar og hagkvæmar, þó án þess að hinn hagkvæmi hugsunarháttur beri verkið ofurliði. Hið hagkvæma og notadrjúga virkar sem meðvitaður hluti af fagurfræðilegri heild. Útlitið endurspeglar reglufestu og aga á sama tíma og það býr yfir listrænum blæ.

Hrifning mín jókst þegar í ljós kom að verkið var ætlað þjóðfélagshóp sem hefur lítinn aur á milli handanna. Góður arkitektúr er hér sannarlega fyrir alla. Bætt lífskjör felast hér í góðu umhverfi sem hefur jákvæð áhrif á líf fólks og andlega heilsu þess.

En hvað var það sem skóp þessi gæði? 

Auglýsing
Vafalaust hafa góðir arkitektar, byggingarfræðingar og verkfræðingar ásamt vandvirkum iðnaðarmönnum spilað mikilvægt hlutverk við að skapa þennan fallega ramma utan um líf fólks. Aðilar á ólíkum stigum stjórnsýslunnar mega líka fá hrós sem og verkkaupinn sem virðist hafa búið yfir metnaði til að gera vel. Góð samvinna allra þessara aðila hefur að sama skapi skipt miklu máli.

Þó að góð samvinna og vandvirk vinnubrögð séu mjög mikilvæg þá var það síðast en ekki síst sterk pólitísk sýn sem sló lokahöggið við að skapa gott verk. Þetta var ekki sýn full af slagorðum eins og “hagkvæmt húsnæði” eða “litlar, ódýrar íbúðir” og markmiðið virkaði stærra en svo að ákveðnir sérhagsmunir væru í húfi. Það var miklu frekar einföld sýn um að skapa fallegan ramma utan um líf fólks sem var alltumlykjandi. 

Fyrir og eftir alþingiskosningarnar þann 25. september verður vafalaust mikið rætt um pólitískt landslag, í gegnum línuleg gröf og súlurit. Hvernig þetta pólitíska landslag birtist í umhverfi okkar, til lengri tíma eftir kosningar, er þó eflaust miklu stærri og mikilvægari spurning. 

Höfundur er arkitekt og situr í orða- og ritnefnd Arkitektafélags Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar