Leiðréttum laun kvennastétta og eyðum kynbundnum launamun

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að þótt launamunur kynjanna hafi minnkað þá sé engu að síður fullkomlega óásættanlegt að kynbundinn launamunur sé enn til staðar.

Auglýsing

Hvers vegna eru laun í svoköll­uðum kvenna­stéttum lægri en laun í hefð­bundnum karla­stétt­um? Að þessu er spurt í nið­ur­lagi nýbirtrar launa­rann­sóknar Hag­stofu Íslands. Ástæð­urnar eru fjöl­breyttar og í gegnum tíð­ina hefur þetta við­fangs­efni verið sagt flókið og því gengið hægt að stíga þau skref sem þarf að stíga til að eyða kyn­bundnum launa­mun.

Nið­ur­stöður rann­sóknar Hag­stof­unnar sýna að launa­munur kvenna og karla hefur minnkað síð­ustu ár. Það er í sjálfu sér jákvætt en það er engu að síður full­kom­lega óásætt­an­legt að kyn­bund­inn launa­munur sé enn til stað­ar. 

Í skýrslu Hag­stof­unnar er bent á að vinnu­mark­að­ur­inn sé mjög kyn­skiptur þegar litið sé til atvinnu­greina og starfa og það sé meg­in­á­stæða kyn­bund­ins launa­mun­ar. Laun séu að með­al­tali lægri í stéttum þar sem konur eru í meiri­hluta og að þær stéttir heyri margar undir opin­bera geir­ann þar sem launa­myndun er ólík því sem er á almennum vinnu­mark­að­i. 

Bar­áttan fyrir launa­jafn­rétti hefur staðið í yfir í meira en hund­rað ár. Þannig töldu alþjóð­leg kven­rétt­inda­sam­tök að unn­ist hefði stór­sigur þegar Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unin (ILO) féllst á kröfu þeirra um jafn­launa­á­kvæði í stofn­skrá stofn­un­ar­innar árið 1919. Það var í fyrsta sinn sem gerð var krafa um að greiða skuli konum og körlum jöfn laun fyrir jafn­verð­mæt störf. Það þótti mun rót­tæk­ari krafa en krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu þar sem hún felur í sér að heim­ilt er að bera saman ólík en jafn­verð­mæt störf. Það er umhugs­un­ar­efni að okkur hafi ekki tek­ist að fram­fylgja betur kröf­unni um jöfn laun fyrir jafn­verð­mæt störf líkt og Ísland skuld­batt sig til að gera með full­gild­ingu jafn­launa­sam­þykktar ILO fyrir 63 árum.

Auglýsing
Lífseig aðgrein­ing kynj­anna er enn fyrir hendi í ann­ars vegar vel launuð karla­störf og hins vegar illa launuð kvenna­störf. Það á til dæmis við um umönn­un­ar­störf sem konur unnu áður launa­laust heima hjá sér en sinna nú í lág­launa­störf­um. Þá er einnig grunnt á úreltum hug­myndum um fyr­ir­vinnu­hlut­verk karla. 

Van­mat á störfum kvenna­stétta byggir almennt ekki á ásetn­ingi um að mis­muna skuli kynj­unum eða með­vit­aðri hlut­drægni heldur er það afleið­ing af sögu­leg­um, menn­ing­ar­legum og kerf­is­bundnum ástæð­um. Með þessa þekk­ingu í fartesk­inu erum við betur í stakk búin til að útrýma launa­mis­rétt­i.  

Við vitum að aðgerð­ar­leysi leiðir til þess að ekk­ert breyt­ist. Þess vegna þarf að grípa þegar í stað til aðgerða til að leið­rétta laun kvenna­stétta sem hafa í sögu­legu ljósi verið van­met­in. Þar eiga stjórn­völd að leika lyk­il­hlut­verk með því að inn­leiða skýra stefnu og þróa verk­færi í sam­starfi við aðila vinnu­mark­að­ar­ins. 

Starfs­hópur for­sæt­is­ráð­herra um end­ur­mat á störfum kvenna hefur birt til­lögur sínar um aðgerðir sem hafa það að mark­miði að leið­rétta kerf­is­bundið van­mat á störfum þar sem konur eru í meiri­hluta. Hóp­ur­inn var skip­aður í kjöl­far yfir­lýs­ingar rík­is­stjórn­ar­innar í tengslum við gerð kjara­samn­inga milli aðild­ar­fé­laga BSRB og ríkis og sveit­ar­fé­laga í mars 2020. Til­lög­urnar fela í sér að aðgerða­hópur stjórn­valda um launa­jafn­rétti með aðild aðila vinnu­mark­að­ar­ins fái eft­ir­far­andi hlut­verk: 

  • Að koma á fót þró­un­ar­verk­efni um mat á virði starfa með það að mark­miði að skapa verk­færi til að fram­fylgja jafn­launa­á­kvæði jafn­rétt­islaga. Verk­færin styðji við þau tæki sem þegar eru í notk­un.
  • Að þróa samn­inga­leið um jafn­launa­kröfur með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins. Þar verði meðal ann­ars horft til þess hvaða áhrif breyt­ingar á ráðn­inga­sam­böndum og útvistun starfa hafa á launa­mun kynj­anna.
  • Að stuðla að þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu.

Við getum ekki beðið eftir því að van­mat á störfum kvenna hverfi af sjálfu sér. Við verðum að grípa til aðgerða til að breyta hugs­un­ar­hætti okkar allra og ákveða að við sem sam­fé­lag ætlum að greiða konum rétt­lát laun fyrir þá vinnu sem þær inna af hendi. Næsta skref í þeirri bar­áttu er að fara að til­lögum starfs­hóps­ins og stíga þannig mark­visst skref í átt að því að útrýma kyn­bundnum launa­mun.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar