Leiðréttum laun kvennastétta og eyðum kynbundnum launamun

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að þótt launamunur kynjanna hafi minnkað þá sé engu að síður fullkomlega óásættanlegt að kynbundinn launamunur sé enn til staðar.

Auglýsing

Hvers vegna eru laun í svoköll­uðum kvenna­stéttum lægri en laun í hefð­bundnum karla­stétt­um? Að þessu er spurt í nið­ur­lagi nýbirtrar launa­rann­sóknar Hag­stofu Íslands. Ástæð­urnar eru fjöl­breyttar og í gegnum tíð­ina hefur þetta við­fangs­efni verið sagt flókið og því gengið hægt að stíga þau skref sem þarf að stíga til að eyða kyn­bundnum launa­mun.

Nið­ur­stöður rann­sóknar Hag­stof­unnar sýna að launa­munur kvenna og karla hefur minnkað síð­ustu ár. Það er í sjálfu sér jákvætt en það er engu að síður full­kom­lega óásætt­an­legt að kyn­bund­inn launa­munur sé enn til stað­ar. 

Í skýrslu Hag­stof­unnar er bent á að vinnu­mark­að­ur­inn sé mjög kyn­skiptur þegar litið sé til atvinnu­greina og starfa og það sé meg­in­á­stæða kyn­bund­ins launa­mun­ar. Laun séu að með­al­tali lægri í stéttum þar sem konur eru í meiri­hluta og að þær stéttir heyri margar undir opin­bera geir­ann þar sem launa­myndun er ólík því sem er á almennum vinnu­mark­að­i. 

Bar­áttan fyrir launa­jafn­rétti hefur staðið í yfir í meira en hund­rað ár. Þannig töldu alþjóð­leg kven­rétt­inda­sam­tök að unn­ist hefði stór­sigur þegar Alþjóða­vinnu­mála­stofn­unin (ILO) féllst á kröfu þeirra um jafn­launa­á­kvæði í stofn­skrá stofn­un­ar­innar árið 1919. Það var í fyrsta sinn sem gerð var krafa um að greiða skuli konum og körlum jöfn laun fyrir jafn­verð­mæt störf. Það þótti mun rót­tæk­ari krafa en krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu þar sem hún felur í sér að heim­ilt er að bera saman ólík en jafn­verð­mæt störf. Það er umhugs­un­ar­efni að okkur hafi ekki tek­ist að fram­fylgja betur kröf­unni um jöfn laun fyrir jafn­verð­mæt störf líkt og Ísland skuld­batt sig til að gera með full­gild­ingu jafn­launa­sam­þykktar ILO fyrir 63 árum.

Auglýsing
Lífseig aðgrein­ing kynj­anna er enn fyrir hendi í ann­ars vegar vel launuð karla­störf og hins vegar illa launuð kvenna­störf. Það á til dæmis við um umönn­un­ar­störf sem konur unnu áður launa­laust heima hjá sér en sinna nú í lág­launa­störf­um. Þá er einnig grunnt á úreltum hug­myndum um fyr­ir­vinnu­hlut­verk karla. 

Van­mat á störfum kvenna­stétta byggir almennt ekki á ásetn­ingi um að mis­muna skuli kynj­unum eða með­vit­aðri hlut­drægni heldur er það afleið­ing af sögu­leg­um, menn­ing­ar­legum og kerf­is­bundnum ástæð­um. Með þessa þekk­ingu í fartesk­inu erum við betur í stakk búin til að útrýma launa­mis­rétt­i.  

Við vitum að aðgerð­ar­leysi leiðir til þess að ekk­ert breyt­ist. Þess vegna þarf að grípa þegar í stað til aðgerða til að leið­rétta laun kvenna­stétta sem hafa í sögu­legu ljósi verið van­met­in. Þar eiga stjórn­völd að leika lyk­il­hlut­verk með því að inn­leiða skýra stefnu og þróa verk­færi í sam­starfi við aðila vinnu­mark­að­ar­ins. 

Starfs­hópur for­sæt­is­ráð­herra um end­ur­mat á störfum kvenna hefur birt til­lögur sínar um aðgerðir sem hafa það að mark­miði að leið­rétta kerf­is­bundið van­mat á störfum þar sem konur eru í meiri­hluta. Hóp­ur­inn var skip­aður í kjöl­far yfir­lýs­ingar rík­is­stjórn­ar­innar í tengslum við gerð kjara­samn­inga milli aðild­ar­fé­laga BSRB og ríkis og sveit­ar­fé­laga í mars 2020. Til­lög­urnar fela í sér að aðgerða­hópur stjórn­valda um launa­jafn­rétti með aðild aðila vinnu­mark­að­ar­ins fái eft­ir­far­andi hlut­verk: 

  • Að koma á fót þró­un­ar­verk­efni um mat á virði starfa með það að mark­miði að skapa verk­færi til að fram­fylgja jafn­launa­á­kvæði jafn­rétt­islaga. Verk­færin styðji við þau tæki sem þegar eru í notk­un.
  • Að þróa samn­inga­leið um jafn­launa­kröfur með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins. Þar verði meðal ann­ars horft til þess hvaða áhrif breyt­ingar á ráðn­inga­sam­böndum og útvistun starfa hafa á launa­mun kynj­anna.
  • Að stuðla að þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu og vit­und­ar­vakn­ingu.

Við getum ekki beðið eftir því að van­mat á störfum kvenna hverfi af sjálfu sér. Við verðum að grípa til aðgerða til að breyta hugs­un­ar­hætti okkar allra og ákveða að við sem sam­fé­lag ætlum að greiða konum rétt­lát laun fyrir þá vinnu sem þær inna af hendi. Næsta skref í þeirri bar­áttu er að fara að til­lögum starfs­hóps­ins og stíga þannig mark­visst skref í átt að því að útrýma kyn­bundnum launa­mun.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar