Verkakonur Íslands

Sólveig Anna Jónsdóttir hvetur verkakonur til að hafna „þeim barnaskap“ að sigrar einstakra valdakvenna komi í staðinn fyrir efnahagslegt réttlæti. „Það er komið svo miklu meira en nóg af þeirri þvælu.“

Auglýsing

Verka­konur Íslands eru ómissandi mann­eskj­ur. Vinnu­afl þeirra heldur leik­skól­unum okkar gang­andi sem og allri þjón­ustu við gam­alt fólk. Vinnu­afl þeirra er einnig und­ir­staðan í verð­mæta­fram­leiðslu þjóð­fé­lags­ins, á hót­el­un­um, í fisk­vinnsl­unni o.s.frv. Vinnu­afl kvenna sem fæddar eru hér og kvenna sem hingað hafa flutt, kvenna með eins fjöl­breyttan upp­runa og bak­grunn og hægt er að hugsa sér er bók­staf­lega grund­vall­ar­for­senda þess nútíma­sam­fé­lags sem við byggj­um. Þær eru hinir raun­veru­legu lyk­il­starfs­menn sam­fé­lags­ins okk­ar, án vinnu­fram­lags þeirra stoppar allt sam­stund­is.

En til­vera verka­kvenna Íslands er þrátt fyrir þessar óum­deil­an­legu stað­reynd­ir, ekki til­vera full af glæstum sigrum kvenna­bar­átt­unn­ar, full af sig­ur­til­finn­ing­unni um að búa í jafn­réttisparadís­inni Íslandi. Sann­ar­lega ekki. Verka­konur Íslands til­heyra hinum risa­stóra alþjóð­lega hópi kven-vinnu­aflsins sem kap­ít­al­ism­inn hefur sent út á vinnu­markað arð­ráns­ins til að halda mask­ínum sam­fé­laga okkar gang­andi dag og nótt, fyrir skíta­laun útreiknuð af reikni­meist­urum stétt­skipt­ingar og kven­fyr­ir­litn­ing­ar. Þar eru verka­konur dæmdar til að dvelja á botn­in­um, vegna sam­ræmdrar grimmdar efna­hags­legrar og póli­tískrar valda­stéttar og alda­langrar kvenna­kúg­unn­ar, jafnt hér sem og ann­ars­staðar í ver­öld­inni.

Auglýsing

Á kven­rétt­inda­eyj­unni Íslandi eiga verka­konur að láta sér duga per­sónu­lega sigra ókunn­ugra kvenna útí bæ. Þegar ekk­ert er eftir í heima­bank­anum og langt í mán­aða­mót, þegar að skóla­ferða­lag barns er í vændum og kostn­að­ur­inn við það étur upp mat­ar­pen­ing heim­il­is­ins, þegar að valið stendur á milli þess að borga reikn­inga eða fara til sál­fræð­ings, þegar leigusal­inn hækkar leig­una ein­fald­lega vegna þess að hann getur það og allir draumar um „fjár­hags­legan stöð­ug­leika“ hverfa útum glugg­ann, þegar hin nístandi sára til­finn­ing sem fæð­ist eftir að þurfa ávallt að setja eigin þarfir og lang­anir aft­ast á for­gangs­röð­un­ar-list­ann hefur tekið sér end­an­lega ból­festu í brjóst­inu sem ást­laus lífs­föru­naut­ur, þegar að pen­inga­leysið fer að fæða af sér heilsu­leysið; þá á verka­konan að muna að ýmsar ókunn­ungar konur hafa kom­ist í ýmsar merki­legar valda­stöð­ur. Hún á að hugsa um Vig­dísi Finn­boga­dóttur eða Katrínu Jak­obs­dótt­ur, hún á að hugsa um Áslaugu Örnu eða Þor­gerði Katrínu, Birnu Ein­ars­dóttur eða Guð­rúnu Haf­steins­dótt­ur, allar „flottu kon­ur“ frétta­tím­anna.

Verka­konan á að horfa í speg­il­inn og við­ur­kenna að hún er svo lít­ils virði, þrátt fyrir að vera mest ómissandi af öll­um, að und­ir­sett staða hennar skiptir engu máli í hinu stóra þjóð­fé­lags­lega sam­hengi, að það eina sem skiptir máli er gleyma því aldrei að á Íslandi geta konur líka orðið stærstu stjór­arn­ir. Verka­konan á að muna að skýrsla er á döf­inni, starfs­hópur er að funda, gögn eru í grein­ingu, að Þor­steinn Víglunds­son fann upp jafn­launa­vott­un­ina, að vinna á heild­stætt mat á því af hverju hún er svona and­skoti blönk alla daga og halda svo heild­stæða kynn­ingu á því heild­stæða mati í Hörpu 8. mars næst­kom­andi þangað sem henni verður ekki boðið en þá er nú mik­il­vægt að muna að þar verða sam­an­komnar margar af flott­ustu konum lands­ins og hvað meira getur verka­kona Íslands eig­in­lega beðið um?

Verka­kona Íslands á að skilja að nýfrjáls­hyggjan hefur vissu­lega ákveðið að skyn­sam­legt sé að bregð­ast við sjálf­sögðum mann­rétt­inda­kröfum kvenna um laga­legt jafn­rétti og við­ur­kenn­ingu. En það skal nægja; þau sem láta sér detta til hugar að krafan um efna­hags­legt rétt­læti sé einnig mann­rétt­inda­krafa og að hana skuli einnig upp­fylla sam­stundis eru nið­ur­rifs­seggir og hyski, hættu­legt glæpa­fólk. Hvers­vegna mætir heiftin þeim sem krefj­ast efna­hags­legs rétt­læt­ir? Jú, vegna þess að ekki má hrófla við efna­hags­legu ein­ræð­is­valdi þeirra sem telja sig eig­endur alls, ekki síst og einna helst verka­kvenn­anna.

Eftir að verka­konan hefur gefið íslensku sam­fé­lagi því sem næst allt sem hún hefur að gefa, lík­am­lega og and­lega heilsu, þrek og þrótt á þeim vinnu­mark­aði sam­ræmdrar lág­launa­stefnu sem hún hefur verið dæmd til að dvelja á, alla sína miklu „fram­leiðn­i“, hefur hún samt ekki gefið nóg; af fórn­fýsi sinni, þeirri fórn­fýsi sem hátt settar konur hafa verið „frels­að­ar“ undan vegna þess að engum dettur lengur til hugar að láta sem að fórn­fýsi sé dyggð hjá konum sem kom­ist hafa langt (hvaða frama­kona fetar frama­braut­ina hönd í hönd með kven­legri fórn­fýsi?) á hún, inn­blásin og inn­rætt af gildum feðra­veld­is­ins, að gefa sína eigin sjálfs­virð­ingu og sætta sig við þá und­ir­settu stöðu sem hún er föst í vegna þess að konur sem hafa aldrei sýnt henni nokkurn minnsta áhuga og vita ekk­ert um hennar til­veru, eru komnar svo afskap­lega langt inn í því grimmi­lega stig­veldi sem skapar og end­ur­fram­leiðir stöðugt hina und­irsettu stöðu verka­kon­unnar sjálfr­ar!

Hvergi birt­ast hinar grát­legu og skammar­legu þver­sagnir borg­ara­legs femín­isma með skýr­ari hætti en í hinni sví­virði­legu kröfu um að verka­konan taki þátt í að við­halda eigin kúgun með því að gleðj­ast yfir stjóra-­sigrum kvenna innan þess stétt­skipta kúg­un­ar­kerfis sem nærir sjálft sig með ofur-arðráni á verka­konum við­stöðu­laust, ár eftir ár eftir ár.

Verka­konur Íslands, ég hvet ykkur til að hafna þeim borg­ara­lega femín­isma sem upp á okkur hefur verið þröngvað. Ég hvet ykkur til að setja ykkur sjálfar efst á for­gangs­röð­un­ar­lista hinnar sam­fé­lags­legu bar­áttu. Ég hvet ykkur til að gera ykkar djúpu og miklu sjálfs­virð­ingu að ykkar beittasta vopni. Ég hvet ykkur til að hafna þeim barna­skap að sigrar ein­stakra valda­kvenna komi í stað­inn fyrir efna­hags­legt rétt­læti ykkur til handa. Það er komið svo miklu meira en nóg af þeirri þvælu.

Verka­konur Íslands, þið hafið engu að tapa og allt að vinna. Í krafti sam­stöð­unnar getum við sjálfar sótt það rétt­læti og þá virð­ingu sem okkur hefur neitað um. Nú er tæki­færið: „Lýður bíð ei lausn­ar­ans“, leys þig sjálf!

Höf­undur er sós­íal­ískur femínisti og skipar 4. sæti á lista Sós­í­alista í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar