Leiðin úr skrúfstykki sérhagsmunanna

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson segir að Ísland þurfi ríkisstjórn alvöru jafnaðarmennsku, þar sem lykiláhersla sé á blandað hagkerfi, ríka velferð og jöfnuð, framúrskarandi menntun, sem og alþjóðahyggju.

Auglýsing

Það eru ákveðnir aðilar hér á landi sem eru sífellt að segja okkur að ESB sé ekki á dag­skrá. Flestir þess­ara aðila eru upp­gjafa­stjórn­mála­menn sem eru þekktir fyrir íhalds­semi, að vera tals­menn kyrr­stöðu og varð­stöðu um sér­hags­muni.

En skoðum málið aðeins nán­ar. Eru lægri vextir ekki á dag­skrá? Jú, að sjálf­sögðu, en vaxta­stig á Íslandi hefur lengi verið út úr öllu korti, bæði fyrir almenna neyt­end­ur, fyr­ir­tæki og hið opin­bera. Fyrir skömmu voru vextir hækk­aðir (eftir að hafa þó lækkað veru­lega) og Seðla­banki Íslands hefur boðað „vaxta­hækk­un­ar­ferli“. Hvers vegna þarf „vaxta­hækk­un­ar­ferli“ á Íslandi en ekki í öðrum nágranna­löndum okk­ar? Af hverju er það lög­mál að vextir á Íslandi séu hærri en í öðrum löndum í kringum okk­ur?

Galið mat­ar­verð

Er lægra mat­ar­verð ekki á dag­skrá? Jú, auð­vit­að. Við fáum reglu­lega fréttir af því að Ísland sé með dýr­ustu löndum i heimi og að hér sé verð­lag hrein­lega alveg galið. Eða hvar í Evr­ópu myndi fólk borga sem sam­svarar 8000 krónum fyrir eina venju­lega rauð­víns­flösku á veit­inga­stað, um 55 evr­ur? Frakki sem fengi þetta í hausinn, myndi hrein­lega fá áfall. Og af hverju er nið­ur­greitt íslenskt lamba­kjöt samt eitt dýrasta kjötið í búð­inn­i? 

Auglýsing
Verðlag hér er með því hæsta sem þekk­ist í Evr­ópu og sam­kvæmt könnun frá Eurostat, sem síðan var stað­fest af Neyt­enda­sam­tök­unum kom í ljós að með­al­verð mat­væla hér á landi var 66% hærra en í Evr­ópu. Af hverju?

Næst eru það fast­eigna­kaup almenn­ings hér landi, en Íslend­ingar borga þegar upp er staðið 1,5 til 2 fast­eign­ir, á meðan Norð­ur­landa­bú­ar/­Evr­ópu­búar borga fyrir eina. Hvers vegna á það að vera við­miðið og annað svona „fá­rán­leika­lög­mál“?

Er lægri verð­bólga ekki á dag­skrá? Jú, án nokk­urs vafa. Verð­bólga hér á landi er búin að vera í nokkra mán­uði vel yfir mark­miði Seðla­banka Íslands og er verð­bólga núna yfir 4%, sem er með því mesta sem mælst hefur lengi. Verð­bólga étur upp eignir fólks og veldur sífelldum verð­hækk­un­um. Hún skekkir líka sam­keppn­is­stöðu íslenskra fyr­ir­tækja gagn­vart erlend­um.

Krónan upp­spretta óstöð­ug­leika

Er not­hæfur gjald­mið­ill ekki á dag­skrá? Jú, en krónan okkar er hið mesta ólík­inda­tól og hefur í gegnum tíð­ina valdið ótrú­legum skaða með geng­is­falli og verið helsta upp­spretta óstöð­ug­leika í efna­hags­mál­um. Með upp­töku evru, eða teng­ingu krón­unnar við hana (líkt og Danir ger­a), væri þessi óstöð­ug­leiki (og kostn­að­ur) sem teng­ist krón­unni úr sög­unni.

Aðild að ESB ætti líka að vera á dag­skrá hjá fyr­ir­tækja­eig­endum og Sam­tökum atvinnu­lífs­ins, því það er ein­fald­lega stað­reynd að við inn­göngu í ESB hefur magn við­skipta hjá inn­göngu­þjóðum auk­ist um allt að 5, 10, jafn­vel 15%.  Hér á landi mætti sjá fyrir veru­lega veltu­aukn­ingu í atvinnu­líf­inu vegna auk­inna verk­efna sem tengj­ast mögu­legri aðild. Til dæmis í ýmsum fram­kvæmd­um, vega­gerð og almennri upp­bygg­ingu inn­viða, t.d. brú­ar­smíði, flug­völlum og mörgu öðru. Þörf er á upp­bygg­ingu inn­viða hér á landi fyrir fleiri hund­ruð millj­arða króna og það er stað­fest í nýrri skýrslu Sam­taka iðn­að­ar­ins fyrr á þessu ári.

60% vildu áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður

Árið 2014 stóð SA fyrir könnun meðal félaga sinna og var m.a. spurt hvort slíta ætti aðild­ar­við­ræðum við ESB. Um 60% svar­enda voru því and­víg, en 40% vildu slíta. Engu að síður var það gert í ráð­herra­tíð Gunn­ars Braga Sveins­son­ar, úr Fram­sókn­ar­flokki, í mars árið 2015. Sér­hags­mun­irnir hér á landi voru því settir í for­gang, sér­hags­munir land­bún­aðar og sjáv­ar­út­vegs. 

End­an­lega hefur þó ekki verið klippt alveg á mál­ið. Ekki er nokkur spurn­ing í huga und­ir­rit­aðs að SA og þar með atvinnu­líf Íslands myndi njóta góðs af fullri aðild að ESB. Vill SA virki­lega ekki athuga þennan mögu­leika?

Skrúf­stykki sér­hags­mun­anna

Spurn­ingin um aðild er svo síð­ast en ekki síst spurn­ing fyrir kom­andi kyn­slóðir Íslend­inga, hvort þær vilji búa við sam­bæri­leg kjör og við­mið­un­ar­þjóðir okkar í Evr­ópu. Eða eiga þær að halda áfram að greiða miklu meira en við­mið­un­ar­þjóðir okk­ar, fyrir t.d. hús­næð­i? 

Aðild­ar­spurn­ingin er líka spurn­ing um að losa Ísland úr því skrúf­stykki sér­hags­muna sem lands­mönnum hefur verið haldið í ára­tugum saman og kostað sam­fé­lag­ið, tugi, jafn­vel hund­ruð millj­arða króna.

Nú líður að kosn­ing­um. Ísland þarf rík­is­stjórn alvöru jafn­að­ar­mennsku, þar sem lyk­ilá­hersla er á blandað hag­kerfi, ríka vel­ferð og jöfn­uð, fram­úr­skar­andi mennt­un, sem og alþjóða­hyggju. 

Ísland þarf ekki rík­is­stjórn íhalds og sér­hags­muna­gæslu, sem lemur höfð­inu í stein­inn og úti­lokar að íhuga tæki­færi. Það heitir þröng­sýni.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar