Lögmál Wagners og Vinstri grænir

Otto von Bismarck, Wilhjálmur keisari og Adolf Wagner. Indriði H. Þorláksson skrifar um efnahagsstefnu og skattamál.

Auglýsing

Það er eilítið kald­hæðn­is­legt að upp­haf almanna­trygg­inga má rekja til Otto von Bis­marck kald­rifj­aðs kansl­ara Wil­hjálms I keis­ara sem fékk hann til að senda þing­inu þessi skila­boð 1881: Vinna þarf bug á félags­legu órétt­læti …. með því að bæta vel­ferð verka­lýðs­ins. Þrátt fyrir árásir hægri manna sem sök­uðu hann um vinstri­villu hélt hann sínu striki. Þið getið kallað þetta sós­í­al­isma eða hvað sem þið vilj­ið. Það skiptir mig engu máli. Við lok ára­tug­ar­ins hafði fyrstu almanna­trygg­inga­kerfi heims litið dags­ins ljós í Þýska­landi.

Hag­fræð­ing­ur­inn Adolf Wagner velti um þetta leyti fyrir sér sam­hengi efna­hags­þró­unar og rík­is­bú­skap­ar. Hann taldi sig sjá að þegar hagur almenn­ings batnar auk­ist eft­ir­spurn fólks eftir því sem ríkið eitt getur boð­ið. Her­vernd, lög­gæsla, góðir skólar og margs konar vel­ferð­ar­þjón­usta. Hann spáði því að með iðn­þróun og efna­hags­legum fram­förum myndu rík­is­út­gjöld vaxa sem hlut­fall þjóð­ar­fram­leiðslu. Þetta ein­falda kenn­ing hefur gengið undir nafn­in­u Lög­mál Wagner­s og skýrir margt af því sem komið hefur í ljós á síð­ustu öld. Efna­hags­lega þró­aðar þjóðir eru með hærri skatta en van­þró­aðar fátækar þjóð­ir. Þær eyða meiru í heil­brigð­is­mál, fram­færslu aldr­aðra, lög­gæslu og flest þau verk­efni sem hið opin­bera hefur með hönd­um. Það er ekki fyrir til­viljun eða vegna útgjalda­gleði heldur svar við eft­ir­spurn sam­fé­lags­ins og efna­hags­leg nauð­syn.

Lög­máli Wagners hefur einnig verið grund­völlur að upp­bygg­ingu sterkra efna­hags- og vel­ferð­ar­ríkja í Evr­ópu og N-Am­er­íku og víðar þótt ekki hafi farið mikið fyrir fræði­legri grein­ingu hans innan hag­fræð­inn­ar. Tvær heim­styrj­aldir á fyrri helm­ingi 20 aldar leiddu til þess að skatt­heimta óx af þeirra völdum og leiddi til auk­inna rík­is­um­svifa á öðrum sviðum einkum að lok­inni síð­ari styrj­öld­inni. Ald­ar­fjórð­ung­ur­inn á eftir var blóma­skeið í efna­hags­málum Vest­ur­landa og hagur almenn­ings í flestum ríkjum tók miklum fram­för­um. Var svo einnig í Amer­íku allt þar til að fjár­mála­hag­fræði og kreddur frjáls­hyggj­unnar undir merkjum lít­illa rík­is­af­skipta og brauð­mola­kenn­inga leiddu til stöðn­unar í  hag­þróun almenn­ings en gósentíðar stór­fyr­ir­tækja og fjár­mála­brask­ara. Lauk þeim ferli í bili með koll­steyp­unni á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar.

Auglýsing

Þau ein­földu sann­indi, sem fel­ast í lög­máli Wagners, hafa stað­ist próf sög­unnar eru mik­il­væg nú þegar tek­ist er á um stefnu í rík­is­fjár­málum og skött­um. Það eru líka ein­föld sann­indi að rík­is­út­gjöld og skattar eru eitt og hið sama þegar til lengri tíma er lit­ið. Aukin rík­is­út­gjöld eru hækkun á skött­um. Þeir stjórn­mála­menn sem boða aukin útgjöld í einu orð­inu og lofa lækkun skatta í hinu eru í rök­legri mót­sögn við sjálfa sig og afneita þeirri efna­hags­legu sam­fé­lags­þróun sem verið hefur í gangi og er enn.

Ástæður skatta­hækk­ana

Almenn­ingur í land­inu krefst auk­innar opin­berrar þjón­ustu á ýmsum sviðum eins og fram hefur komið í umræðu um heil­brigð­is­mál og und­ir­skrifta­söfnun Kára Stef­áns­son­ar. Kraf­ist er öryggis í hús­næð­is­málum fyrir ungt fólk og að vel sé búið að börnum og barna­fjöl­skyld­um, eldri borg­urum og þeim sem hallar á í líf­inu. Almenn­ingur vill líka að stjórn­völd horfi til fram­tíðar og byggi upp efna­hags­lega inn­viði sam­fé­lags­ins svo sem sam­göngu­mann­virki og félags­lega inn­viði í skól­um, vel­ferð­ar­kerfum og stofn­unum rík­is­ins. Þess­ari eft­ir­spurn almenn­ings eftir þjón­ustu verður ekki mætt á frjálsum mark­aði, hún er ekki í boði þar. Þessi verk­efni verða ekki leyst af öðrum en ríki og sveit­ar­fé­lögum og þau hafa í för með sér að opin­ber útgjöld munu vaxa á næstu árum og ára­tug­um. Nokkur atriði sem aug­ljós­lega benda til auk­inna útgjalda eða útgjalda­þarfar á næstu árum.

 • Lýð­fræði­leg þróun felur í sér hlut­falls­lega fjölgun aldr­aðra. Á síð­ustu ára­tugum ævinnar þurfa menn í meira mæli þjón­ustu heil­brigð­is­kerf­is­ins og meira reynir á fram­færslu­kerf­in.

 • Menntun og heil­brigð­is­þjón­usta, er vinnu­afls­frek starf­semi sem krefst sér­hæf­ingar og gerir þessi störf og þjón­ust­una kostn­að­ar­sama.

 • Menntað og sér­hæft starfs­fólki hjá hinu opin­bera og á almennum mark­aði er lyk­ill að fram­förum í fram­leiðslu og þjón­ustu. Þörf fyrir öfl­ugar mennta- og rann­sókna­stofn­anir vex.

 • Mis­skipt­ing tekna- og eigna hefur farið vax­andi en hagur og afkoma milli­stétt­ar­innar hefur staðnað og sífellt verður erf­ið­ara fyrir ungt fólk að koma undir sig fót­um. Beita þarf sköttum til að jafna tekjur og eignir og kosta meiri gjald­frjálsa þjón­ustu fyrir þessa hópa eða styrkja þá svo sem í hús­næð­is­mál­um.

Aukin opin­ber útgjöld hafa í för með sér hærri skatta. Stjórn­mála­menn þurfa að horfast í augu við þá sam­fé­lags­þróun sem er í gangi. Að boða skatta­lækk­anir er for­kast­an­leg til­raun til að blekkja almenn­ing. Stjórn­mála­menn verða að gera sér grein fyrir því að í sam­fé­lagi í fram­þróun munu skattar hækka. Þeir eru for­senda jákvæðrar sam­fé­lags­þró­unar og verk­efni stjórn­mála­manna í skatta­málum eru fyrst og fremst að sjá til þess að þeir séu lagðir á af skyn­semi, sann­girni og jafn­ræði.

Rík­is­fjár­mála­stefnan í aðdrag­anda kosn­inga

Sá fer­ill rík­is­fjár­mála, sem gerður var að umtals­efni, hefur varað nokkuð á aðra öld síðan Wagner benti á hann. Þróun hér á landi síð­ustu fjögur ár og ástand á ýmsum sviðum er órækt merki um að breyta þurfi um stefnu í rík­is­fjár­málum en hver er stefnan í rík­is­fjár­málum nú í aðdrag­anda kosn­ing­anna? Segja má að þar skipti í þrjú horn.

Hægri flokk­arn­ir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Við­reisn, eru enn fastir í hug­mynda­fræði frjáls­hyggj­unn­ar.  Þeir neit­uðu lengi vel að við­ur­kenna að upp­bygg­ing opin­berrar þjón­ustu hafi verið van­rækt en þegar þeim var ekki lengur stætt á því þykj­ast þeir ætla að ráða bót á því án þess að við­ur­kenna að aukin útgjöld þýða ein­fald­lega hærri skatta. Í stað þess veifa þeir löngu dauðri brauð­mola­hag­fræði. Stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins er óljós meðan hann glímir við póli­tískan átt­un­ar­vanda eftir þá hunda­hreinsun sem hann hefur gengið í gegn­um.

Lýð­skrums­flokk­arn­ir, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, eru marklausir í þessum mál­um. Tal þeirra um eigin góð­vilja er marklít­ið. Á bak við þau standa lof­orð um töfra­brögð og sýnd­ar­lausnir eins og að gefa þjóð­inni banka­hluta­bréf sem hún er fyrst látin kaupa. Reynslan er að þau lenda eftir stuttan tíma á útsölu­mark­aði þar sem fjár­sterkir aðilar kom­ast í feitt og kaupa þau fyrir slikk.

Sam­fylk­ingin og Vinstri grænir eru einu flokk­arnir sem gera sér grein fyrir þeim vanda sem rík­is­fjár­málin eru í og þora að segja hið aug­ljósa hreint út, þ.e. að hann verður ekki leystur nema með auk­inni tekju­öflun rík­is­ins. Þessi afstaða þeirra hefur legið fyrir frá því að þessir flokkar hreins­uðu flór­inn eftir síð­asta frjáls­hyggju­tíma­bil. Við óhjá­kvæmi­legan nið­ur­skurð útgjalda var vel­ferð­ar­málum hlíft sem unnt var með öflun nýrra tekna gegn heift­úð­ugri and­stöðu hægri flokk­anna sem kröfð­ust meiri nið­ur­skurð­ar. Með mark­vissri stjórn á rík­is­fjár­mál­unum var jafn­vægi náð á ný og stefnan sett á end­ur­upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerf­anna. Hægri stjórn­in, sem tók við, vék af þeirri braut.

Vinstri grænir hafa sett fram ábyrga rík­is­fjár­mála­stefnu til næstu ára. Skil­greind er mark­mið á flestum sviðum og áætlað hvað kosta muni að ná þeim. Jafn­framt er gerð grein fyrir því hvernig standa má undir þeim aukna kostn­aði. Þessi áætlun er hægri flokk­unum að sjálf­sögðu þyrnir í augum og ekk­ert sparað í fals­fréttum og ósann­indum til að ófrægja hana. Um leið leið skreyta þeir sig stolnum fjöðrum og þakka sér þann við­snún­ing sem orðið hefur í efna­hags­líf­inu frá hruni þótt stað­reyndin sé sú að þeir hafi lítið lagt að mörkum í því efni og geta ekki bent á neinar þær aðgerðir sem veru­leg áhrif hafa haft.

Í áróðri sínum halda hægri flokk­arnir hvoru tveggja fram að áformuð aukn­ing rík­is­út­gjalda sé óskap­leg og að stór­felldar skatta­hækk­anir á allan almenn­ing séu í kort­un­um. Hvort tveggja er rangt.

Útgjalda­aukn­ingin og auknar tekjur

Áform­aðar aðgerðir til að styrkja vel­ferð­ar­kerfin og upp­bygg­ingu inn­viða munu kosta 40 til 50 millj­arða króna á ári. Það er vissu­lega mikið fé en ekki óvið­ráð­an­legt. Það svarar til um 1,6 til 2% af vergri lands­fram­leiðslu. Til að fjár­magna þau útgjöld þyrfti til lengri tíma að auka tekjur rík­i­s­jóðs sam­bæri­lega.

Í grein minni „Að hækka til að lækka” sem ég birti í Kjarn­anum og á heima­síðu minni fyrir nokkru kemur fram sú þróun skatt­tekna rík­is­ins frá 2005 til 2016 sem sést á þess­ari mynd af sköttum sem hlut­falli af VLF. Skattar 2016 og 2017 eru um 27% af VLF. Með aukn­ingu skatt­tekna til að fjár­magna til­lögur VG þyrfti hlut­fall þetta að hækka í 28,6 til 29%. Það væri samt 2 - 3 pró­sentu­stigum lægra en skatt­tekj­urnar voru á árum fyrir hrun. Við það er því að bæta að til­lögur VG ganga ekki út á að sækja allan tekju­auk­ann í þessar skatt­tekjur eins og fram kemur hér á eft­ir.

Hug­myndir VG um auknar tekjur rík­is­sjóðs eru af ýmsum toga en allar þess efnis að þær lenda ekki á almenn­ingi. Auknar skatt­tekjur myndu koma frá þeim fáu pró­sentum þjóð­ar­innar sem hafa marg­faldar með­al­tekjur og/eða eignir langt yfir þeim mörkum sem öðrum er mögu­legt. Auknar tekjur kæmu einnig frá þeim sem með ýmsum hætti hafa komið sér hjá því að greiða eðli­lega skatta til sam­fé­lags­ins og auknar tekjur kæmi líka frá þeim sem hafa einka­rétt til að nýta sam­eig­in­legar auð­lindir þjóð­ar­innar án þess að greiða eig­anda þeirra, þjóð­inni, eðli­legt gjald fyr­ir. Dæmi um þær leiðir til tekju­öfl­unar sem nefndar hafa ver­ið:

 • Við­bót­ar­skattur á mjög háar fjár­magnstekj­ur. Um 60% fjár­magnstekna falla til um 5% tekju­hæstu fram­telj­enda og uxu um 53% frá 2012 til 2015 á meðan launa­tekjur hækk­uðu um innan við 20%.

 • Auð­legð­ar­skattur á eignir langt yfir verð­mæti stórra ein­býl­is­húsa. T.d. 200 m.kr. hjá hjón­um. Greið­endur yrðu aðeins fá þau fáu pró­sent lands­manna sem eiga nú stóran meiri­hluta eigna í land­inu.

 • Við­bót­ar­tekju­skatt á laun yfir 25 m.kr. á árim sem næði ein­ungis ná til fárra pró­senta fram­telj­enda sem hafa ofur­laun.

 • Auk þess að afla veru­legra tekna eru þessar breyt­ingar til þess að gæta jafn­ræðis og gera skatt­lagn­ingu sann­gjarn­ari en verið hef­ur.

 • Tekjur með hertri lög­gjöf og auknu eft­ir­liti með skattsvikum og skatta­snið­göngu. Aðgerðir gegn afland­svæð­ingu hafa verið mátt­litl­ar. Herða þarf laga­reglur með það fyrir augum að aflétt verði leynd af starf­rækslu aflands­fé­laga og skatta­hag­ræði með þeim afnumið. Milli­verð­lagn­ingu í inn­flutn­ingi og útflutn­ingi er stórt vanda­mál. Nýleg skýrsla stað­festir gamlan grun um að haft sé fé af neyt­endum og rík­is­sjóði með “hækk­un” í hafi og eins fer stór hluti útflutn­ing fram í við­skiptum tengdra aðila. Laga­breyt­ingar þarf til að koma í veg fyrir að eignir og tekjur séu faldar í eign­ar­halds­fé­lögum og þannig kom­ist hjá eðli­legri skatt­lagn­ingu.

 • Hækkun veiði­gjalda og eftir atvikum upp­boð afla­heim­ilda. Auð­lindaarður í sjáv­ar­út­vegi, þ.e. hagn­aður umfram eðli­lega ávöxtun fjár­magns, er mjög mik­ill og rennur nú ekki til þjóð­ar­inn­ar.

 • Skattur á raf­orku sem seld er undir mark­aðs­verði. Eng­inn arður rennur nú til þjóð­ar­innar af þeim orku­auð­lindum sem nýttar eru til stór­iðju.

Rík­is­fjár­mála- og skatta­stefna VG er góð. Hún er ­skyn­sam­leg ­leið til að koma til móts við eðli­legar kröfur um úrbæt­ur. Hún felur í sér­ hóf­leg skref til upp­bygg­ingar á þeim vel­ferð­ar­kerfum sem verið hafa að molna. 

Hún er raun­sæ ­með til­lit til getu þjóð­ar­bús­ins til breyt­inga. Hún er á­byrg og stefnir fjár­hag rík­is­ins ekki í hættu. Hún er sann­gjörn og dreifir kostn­aði af sið­uðu sam­fé­lagi með hlið­sjón af greiðslu­getu borg­ar­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar