Lögmál Wagners og Vinstri grænir

Otto von Bismarck, Wilhjálmur keisari og Adolf Wagner. Indriði H. Þorláksson skrifar um efnahagsstefnu og skattamál.

Auglýsing

Það er eilítið kald­hæðn­is­legt að upp­haf almanna­trygg­inga má rekja til Otto von Bis­marck kald­rifj­aðs kansl­ara Wil­hjálms I keis­ara sem fékk hann til að senda þing­inu þessi skila­boð 1881: Vinna þarf bug á félags­legu órétt­læti …. með því að bæta vel­ferð verka­lýðs­ins. Þrátt fyrir árásir hægri manna sem sök­uðu hann um vinstri­villu hélt hann sínu striki. Þið getið kallað þetta sós­í­al­isma eða hvað sem þið vilj­ið. Það skiptir mig engu máli. Við lok ára­tug­ar­ins hafði fyrstu almanna­trygg­inga­kerfi heims litið dags­ins ljós í Þýska­landi.

Hag­fræð­ing­ur­inn Adolf Wagner velti um þetta leyti fyrir sér sam­hengi efna­hags­þró­unar og rík­is­bú­skap­ar. Hann taldi sig sjá að þegar hagur almenn­ings batnar auk­ist eft­ir­spurn fólks eftir því sem ríkið eitt getur boð­ið. Her­vernd, lög­gæsla, góðir skólar og margs konar vel­ferð­ar­þjón­usta. Hann spáði því að með iðn­þróun og efna­hags­legum fram­förum myndu rík­is­út­gjöld vaxa sem hlut­fall þjóð­ar­fram­leiðslu. Þetta ein­falda kenn­ing hefur gengið undir nafn­in­u Lög­mál Wagner­s og skýrir margt af því sem komið hefur í ljós á síð­ustu öld. Efna­hags­lega þró­aðar þjóðir eru með hærri skatta en van­þró­aðar fátækar þjóð­ir. Þær eyða meiru í heil­brigð­is­mál, fram­færslu aldr­aðra, lög­gæslu og flest þau verk­efni sem hið opin­bera hefur með hönd­um. Það er ekki fyrir til­viljun eða vegna útgjalda­gleði heldur svar við eft­ir­spurn sam­fé­lags­ins og efna­hags­leg nauð­syn.

Lög­máli Wagners hefur einnig verið grund­völlur að upp­bygg­ingu sterkra efna­hags- og vel­ferð­ar­ríkja í Evr­ópu og N-Am­er­íku og víðar þótt ekki hafi farið mikið fyrir fræði­legri grein­ingu hans innan hag­fræð­inn­ar. Tvær heim­styrj­aldir á fyrri helm­ingi 20 aldar leiddu til þess að skatt­heimta óx af þeirra völdum og leiddi til auk­inna rík­is­um­svifa á öðrum sviðum einkum að lok­inni síð­ari styrj­öld­inni. Ald­ar­fjórð­ung­ur­inn á eftir var blóma­skeið í efna­hags­málum Vest­ur­landa og hagur almenn­ings í flestum ríkjum tók miklum fram­för­um. Var svo einnig í Amer­íku allt þar til að fjár­mála­hag­fræði og kreddur frjáls­hyggj­unnar undir merkjum lít­illa rík­is­af­skipta og brauð­mola­kenn­inga leiddu til stöðn­unar í  hag­þróun almenn­ings en gósentíðar stór­fyr­ir­tækja og fjár­mála­brask­ara. Lauk þeim ferli í bili með koll­steyp­unni á fyrsta ára­tug þess­arar ald­ar.

Auglýsing

Þau ein­földu sann­indi, sem fel­ast í lög­máli Wagners, hafa stað­ist próf sög­unnar eru mik­il­væg nú þegar tek­ist er á um stefnu í rík­is­fjár­málum og skött­um. Það eru líka ein­föld sann­indi að rík­is­út­gjöld og skattar eru eitt og hið sama þegar til lengri tíma er lit­ið. Aukin rík­is­út­gjöld eru hækkun á skött­um. Þeir stjórn­mála­menn sem boða aukin útgjöld í einu orð­inu og lofa lækkun skatta í hinu eru í rök­legri mót­sögn við sjálfa sig og afneita þeirri efna­hags­legu sam­fé­lags­þróun sem verið hefur í gangi og er enn.

Ástæður skatta­hækk­ana

Almenn­ingur í land­inu krefst auk­innar opin­berrar þjón­ustu á ýmsum sviðum eins og fram hefur komið í umræðu um heil­brigð­is­mál og und­ir­skrifta­söfnun Kára Stef­áns­son­ar. Kraf­ist er öryggis í hús­næð­is­málum fyrir ungt fólk og að vel sé búið að börnum og barna­fjöl­skyld­um, eldri borg­urum og þeim sem hallar á í líf­inu. Almenn­ingur vill líka að stjórn­völd horfi til fram­tíðar og byggi upp efna­hags­lega inn­viði sam­fé­lags­ins svo sem sam­göngu­mann­virki og félags­lega inn­viði í skól­um, vel­ferð­ar­kerfum og stofn­unum rík­is­ins. Þess­ari eft­ir­spurn almenn­ings eftir þjón­ustu verður ekki mætt á frjálsum mark­aði, hún er ekki í boði þar. Þessi verk­efni verða ekki leyst af öðrum en ríki og sveit­ar­fé­lögum og þau hafa í för með sér að opin­ber útgjöld munu vaxa á næstu árum og ára­tug­um. Nokkur atriði sem aug­ljós­lega benda til auk­inna útgjalda eða útgjalda­þarfar á næstu árum.

 • Lýð­fræði­leg þróun felur í sér hlut­falls­lega fjölgun aldr­aðra. Á síð­ustu ára­tugum ævinnar þurfa menn í meira mæli þjón­ustu heil­brigð­is­kerf­is­ins og meira reynir á fram­færslu­kerf­in.

 • Menntun og heil­brigð­is­þjón­usta, er vinnu­afls­frek starf­semi sem krefst sér­hæf­ingar og gerir þessi störf og þjón­ust­una kostn­að­ar­sama.

 • Menntað og sér­hæft starfs­fólki hjá hinu opin­bera og á almennum mark­aði er lyk­ill að fram­förum í fram­leiðslu og þjón­ustu. Þörf fyrir öfl­ugar mennta- og rann­sókna­stofn­anir vex.

 • Mis­skipt­ing tekna- og eigna hefur farið vax­andi en hagur og afkoma milli­stétt­ar­innar hefur staðnað og sífellt verður erf­ið­ara fyrir ungt fólk að koma undir sig fót­um. Beita þarf sköttum til að jafna tekjur og eignir og kosta meiri gjald­frjálsa þjón­ustu fyrir þessa hópa eða styrkja þá svo sem í hús­næð­is­mál­um.

Aukin opin­ber útgjöld hafa í för með sér hærri skatta. Stjórn­mála­menn þurfa að horfast í augu við þá sam­fé­lags­þróun sem er í gangi. Að boða skatta­lækk­anir er for­kast­an­leg til­raun til að blekkja almenn­ing. Stjórn­mála­menn verða að gera sér grein fyrir því að í sam­fé­lagi í fram­þróun munu skattar hækka. Þeir eru for­senda jákvæðrar sam­fé­lags­þró­unar og verk­efni stjórn­mála­manna í skatta­málum eru fyrst og fremst að sjá til þess að þeir séu lagðir á af skyn­semi, sann­girni og jafn­ræði.

Rík­is­fjár­mála­stefnan í aðdrag­anda kosn­inga

Sá fer­ill rík­is­fjár­mála, sem gerður var að umtals­efni, hefur varað nokkuð á aðra öld síðan Wagner benti á hann. Þróun hér á landi síð­ustu fjögur ár og ástand á ýmsum sviðum er órækt merki um að breyta þurfi um stefnu í rík­is­fjár­málum en hver er stefnan í rík­is­fjár­málum nú í aðdrag­anda kosn­ing­anna? Segja má að þar skipti í þrjú horn.

Hægri flokk­arn­ir, Sjálf­stæð­is­flokkur og Við­reisn, eru enn fastir í hug­mynda­fræði frjáls­hyggj­unn­ar.  Þeir neit­uðu lengi vel að við­ur­kenna að upp­bygg­ing opin­berrar þjón­ustu hafi verið van­rækt en þegar þeim var ekki lengur stætt á því þykj­ast þeir ætla að ráða bót á því án þess að við­ur­kenna að aukin útgjöld þýða ein­fald­lega hærri skatta. Í stað þess veifa þeir löngu dauðri brauð­mola­hag­fræði. Stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins er óljós meðan hann glímir við póli­tískan átt­un­ar­vanda eftir þá hunda­hreinsun sem hann hefur gengið í gegn­um.

Lýð­skrums­flokk­arn­ir, Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins, eru marklausir í þessum mál­um. Tal þeirra um eigin góð­vilja er marklít­ið. Á bak við þau standa lof­orð um töfra­brögð og sýnd­ar­lausnir eins og að gefa þjóð­inni banka­hluta­bréf sem hún er fyrst látin kaupa. Reynslan er að þau lenda eftir stuttan tíma á útsölu­mark­aði þar sem fjár­sterkir aðilar kom­ast í feitt og kaupa þau fyrir slikk.

Sam­fylk­ingin og Vinstri grænir eru einu flokk­arnir sem gera sér grein fyrir þeim vanda sem rík­is­fjár­málin eru í og þora að segja hið aug­ljósa hreint út, þ.e. að hann verður ekki leystur nema með auk­inni tekju­öflun rík­is­ins. Þessi afstaða þeirra hefur legið fyrir frá því að þessir flokkar hreins­uðu flór­inn eftir síð­asta frjáls­hyggju­tíma­bil. Við óhjá­kvæmi­legan nið­ur­skurð útgjalda var vel­ferð­ar­málum hlíft sem unnt var með öflun nýrra tekna gegn heift­úð­ugri and­stöðu hægri flokk­anna sem kröfð­ust meiri nið­ur­skurð­ar. Með mark­vissri stjórn á rík­is­fjár­mál­unum var jafn­vægi náð á ný og stefnan sett á end­ur­upp­bygg­ingu vel­ferð­ar­kerf­anna. Hægri stjórn­in, sem tók við, vék af þeirri braut.

Vinstri grænir hafa sett fram ábyrga rík­is­fjár­mála­stefnu til næstu ára. Skil­greind er mark­mið á flestum sviðum og áætlað hvað kosta muni að ná þeim. Jafn­framt er gerð grein fyrir því hvernig standa má undir þeim aukna kostn­aði. Þessi áætlun er hægri flokk­unum að sjálf­sögðu þyrnir í augum og ekk­ert sparað í fals­fréttum og ósann­indum til að ófrægja hana. Um leið leið skreyta þeir sig stolnum fjöðrum og þakka sér þann við­snún­ing sem orðið hefur í efna­hags­líf­inu frá hruni þótt stað­reyndin sé sú að þeir hafi lítið lagt að mörkum í því efni og geta ekki bent á neinar þær aðgerðir sem veru­leg áhrif hafa haft.

Í áróðri sínum halda hægri flokk­arnir hvoru tveggja fram að áformuð aukn­ing rík­is­út­gjalda sé óskap­leg og að stór­felldar skatta­hækk­anir á allan almenn­ing séu í kort­un­um. Hvort tveggja er rangt.

Útgjalda­aukn­ingin og auknar tekjur

Áform­aðar aðgerðir til að styrkja vel­ferð­ar­kerfin og upp­bygg­ingu inn­viða munu kosta 40 til 50 millj­arða króna á ári. Það er vissu­lega mikið fé en ekki óvið­ráð­an­legt. Það svarar til um 1,6 til 2% af vergri lands­fram­leiðslu. Til að fjár­magna þau útgjöld þyrfti til lengri tíma að auka tekjur rík­i­s­jóðs sam­bæri­lega.

Í grein minni „Að hækka til að lækka” sem ég birti í Kjarn­anum og á heima­síðu minni fyrir nokkru kemur fram sú þróun skatt­tekna rík­is­ins frá 2005 til 2016 sem sést á þess­ari mynd af sköttum sem hlut­falli af VLF. Skattar 2016 og 2017 eru um 27% af VLF. Með aukn­ingu skatt­tekna til að fjár­magna til­lögur VG þyrfti hlut­fall þetta að hækka í 28,6 til 29%. Það væri samt 2 - 3 pró­sentu­stigum lægra en skatt­tekj­urnar voru á árum fyrir hrun. Við það er því að bæta að til­lögur VG ganga ekki út á að sækja allan tekju­auk­ann í þessar skatt­tekjur eins og fram kemur hér á eft­ir.

Hug­myndir VG um auknar tekjur rík­is­sjóðs eru af ýmsum toga en allar þess efnis að þær lenda ekki á almenn­ingi. Auknar skatt­tekjur myndu koma frá þeim fáu pró­sentum þjóð­ar­innar sem hafa marg­faldar með­al­tekjur og/eða eignir langt yfir þeim mörkum sem öðrum er mögu­legt. Auknar tekjur kæmu einnig frá þeim sem með ýmsum hætti hafa komið sér hjá því að greiða eðli­lega skatta til sam­fé­lags­ins og auknar tekjur kæmi líka frá þeim sem hafa einka­rétt til að nýta sam­eig­in­legar auð­lindir þjóð­ar­innar án þess að greiða eig­anda þeirra, þjóð­inni, eðli­legt gjald fyr­ir. Dæmi um þær leiðir til tekju­öfl­unar sem nefndar hafa ver­ið:

 • Við­bót­ar­skattur á mjög háar fjár­magnstekj­ur. Um 60% fjár­magnstekna falla til um 5% tekju­hæstu fram­telj­enda og uxu um 53% frá 2012 til 2015 á meðan launa­tekjur hækk­uðu um innan við 20%.

 • Auð­legð­ar­skattur á eignir langt yfir verð­mæti stórra ein­býl­is­húsa. T.d. 200 m.kr. hjá hjón­um. Greið­endur yrðu aðeins fá þau fáu pró­sent lands­manna sem eiga nú stóran meiri­hluta eigna í land­inu.

 • Við­bót­ar­tekju­skatt á laun yfir 25 m.kr. á árim sem næði ein­ungis ná til fárra pró­senta fram­telj­enda sem hafa ofur­laun.

 • Auk þess að afla veru­legra tekna eru þessar breyt­ingar til þess að gæta jafn­ræðis og gera skatt­lagn­ingu sann­gjarn­ari en verið hef­ur.

 • Tekjur með hertri lög­gjöf og auknu eft­ir­liti með skattsvikum og skatta­snið­göngu. Aðgerðir gegn afland­svæð­ingu hafa verið mátt­litl­ar. Herða þarf laga­reglur með það fyrir augum að aflétt verði leynd af starf­rækslu aflands­fé­laga og skatta­hag­ræði með þeim afnumið. Milli­verð­lagn­ingu í inn­flutn­ingi og útflutn­ingi er stórt vanda­mál. Nýleg skýrsla stað­festir gamlan grun um að haft sé fé af neyt­endum og rík­is­sjóði með “hækk­un” í hafi og eins fer stór hluti útflutn­ing fram í við­skiptum tengdra aðila. Laga­breyt­ingar þarf til að koma í veg fyrir að eignir og tekjur séu faldar í eign­ar­halds­fé­lögum og þannig kom­ist hjá eðli­legri skatt­lagn­ingu.

 • Hækkun veiði­gjalda og eftir atvikum upp­boð afla­heim­ilda. Auð­lindaarður í sjáv­ar­út­vegi, þ.e. hagn­aður umfram eðli­lega ávöxtun fjár­magns, er mjög mik­ill og rennur nú ekki til þjóð­ar­inn­ar.

 • Skattur á raf­orku sem seld er undir mark­aðs­verði. Eng­inn arður rennur nú til þjóð­ar­innar af þeim orku­auð­lindum sem nýttar eru til stór­iðju.

Rík­is­fjár­mála- og skatta­stefna VG er góð. Hún er ­skyn­sam­leg ­leið til að koma til móts við eðli­legar kröfur um úrbæt­ur. Hún felur í sér­ hóf­leg skref til upp­bygg­ingar á þeim vel­ferð­ar­kerfum sem verið hafa að molna. 

Hún er raun­sæ ­með til­lit til getu þjóð­ar­bús­ins til breyt­inga. Hún er á­byrg og stefnir fjár­hag rík­is­ins ekki í hættu. Hún er sann­gjörn og dreifir kostn­aði af sið­uðu sam­fé­lagi með hlið­sjón af greiðslu­getu borg­ar­anna.

Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Ólafur Helgi Jóhansson
Lestur, læsi og lesskilningur – grundvallaratriði náms
24. febrúar 2018
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Varðandi stöðu Hugarafls og Geðheilsu Eftirfylgdar
24. febrúar 2018
„Þetta eru allt íslensk börn“
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það markmið sitt að börn af erlendum uppruna sem búa á Íslandi hafi sömu tækifæri í íslensku skólakerfi og önnur börn.
24. febrúar 2018
Þórður Snær Júlíusson
Höfum við ekki tíma til að sinna námi barnanna okkar?
24. febrúar 2018
Stóru málin
Stóru málin
Stóru málin – Reykvísk stjórnsýsla er eins og pítsa sem maður fær aldrei
24. febrúar 2018
Þórdís býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, býður sig fram til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram 16. - 18. mars þar sem kosið verður um forystu flokksins.
24. febrúar 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar