Óvinur fólksins

Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, segir að Óvinur fólksins sé frabær leiksýning sem leiði í ljós að óvinir fólksins í samtíma okkar séu margir.

Auglýsing

Þjóð­leik­húsið sýnir nú leik­rit Hen­riks Ibsens Óvinur fólks­ins í leik­gerð og þýð­ingu Grétu Krist­ínar Ómars­dóttur og Unu Þor­leifs­dótt­ur, sem er leik­stjóri.  Er leik­gerðin all­veru­lega stytt en kemur ekki að sök.  Leik­mynd og bún­inga gerði Eva Signý Berger og tón­list og hljóð­mynd Gísli Galdur Þor­geirs­son og Krist­inn Gauti Ein­ars­son.

Leik­ritið heitir á norsku En fol­kefi­ende og er skrifað árið 1882 og var í fyrri þýð­ingu á íslensku nefnt Þjóð­níð­ingur.  Banda­ríski rit­höf­und­ur­inn Arth­ur Miller gerði leik­gerð af verk­inu á sjötta ára­tug síð­ustu aldar og kall­aði það An Enemy of the People, sem hlaut mikla athygli, enda var þetta á tímum ofsókna í Banda­ríkj­unum á hendur rót­tæku fólki, svo köll­uð­um MacCarthy tím­an­um.

Leik­rit­ið Óvinur fólks­ins er eitt fræg­asta verk Hen­riks Ibsens.  Verkið fjallar um átök í smábæ í Nor­egi.  Þar hafa verið stofnuð heilsu­böð sem draga að sér fólk víðs vegar að og eru böðin orðin und­ir­staða atvinnu­lífs og vel­meg­unar í bæn­um.  Hins vegar kemur í ljós að vatnið í böð­unum er meng­að, eitr­að, frá verk­smiðju sem rekin hefur verið í bænum þrjá manns­aldra.  Bæj­ar­stjór­inn, Katrín Stokk­mann, sem leikin er af Sól­veigu Arn­ars­dótt­ur, vill leyna meng­un­inni og reyna að finna leiðir til þess að bjarga böð­unum og bæj­ar­sam­fé­lag­inu, en bróðir henn­ar, lækn­ir­inn Tómas Stokk­mann, sem Björn Hlynur Halls­son leik­ur, vill upp­lýsa almenn­ing um mál­ið.  Skipt­ist fólk í tvær and­stæðar fylk­ingar sem takast á, en margir skipta um skoð­anir og sumir oftar en einu sinni.  Einn er sá sem ekki skiptir um skoðun og það er lækn­ir­inn og vís­inda­mað­ur­inn sem vill berj­ast fyrir lýð­ræði og sann­leika.

Auglýsing

Verkið lýsir á áhrifa­mik­inn hátt hverjir hafa vald yfir sann­leik­anum og hvernig má skrum­skæla lýð­ræð­ið.  Loka­orð verks­ins eru orð Tómasar Stokk­manns: „Ég gerði nýja upp­götv­un. Þegar maður berst fyrir sann­leik­an­um, þarf maður að standa einn.  Og sterkasti maður heims er sá sem þorir að standa einn.  Ég er sá mað­ur.  Ég er sterkasti maður heims.”  Á norsku hljóða loka­orð Stokk­manns: „Den sterkeste mann i ver­dendet er han som står mest alene.”

Hljóð­myndin er afar áhrifa­mikil og leik­myndin frá­bær, sýnir hinn lok­aða heim iðn­að­ar­sam­fé­lags­ins með járn­möstrum og bygg­ingum úr stáli.  Verkið kall­ast á við sam­tíma okkar þar sem takast á gróða­hyggja og mengun ann­ars vegar og hins vegar krafa um vald­dreif­ingu, vel­sæld og mann­virð­ingu.

Þessi sýn­ing Þjóð­leik­húss­ins á leik­rit­inu Óvinur fólks­ins er ein áhrifa­mesta sýn­ing sem und­ir­rit­aður hefur séð um langan tíma og leiðir í ljós að óvinir fólks­ins í sam­tíma okkar eru marg­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Matthildur Björnsdóttir
Að vera útlendingur – Víðara hugtak en við höldum
Kjarninn 22. febrúar 2020
Sönnun þess að hægt er að skrifa um myndlist á lifandi og áhrifaríkan hátt
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Vetrargulrætur.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Gylfi Sigurðsson er stærsta íslenska stjarnan í enska boltanum, sem Síminn keypti sýningarréttinn að í fyrra. Hann leikur með Everton.
Tekjur Símans af sjónvarpsþjónustu jukust um 818 milljónir í fyrra
Áhrif kaupanna á sýningarrétti enska boltans, og þeirra breytinga sem Síminn réðst í samhliða innleiðingu hans í sjónvarpsþjónustu sína, eru afar áberandi í uppgjöri félagsins fyrir síðasta ár.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Algjörlega tilbúinn í hið pólitíska at sem fylgir því að stýra RÚV
Stefán Eiríksson segist að sjálfsögðu hafa sínar pólitísku skoðanir og lífsviðhorf, en sé ekki tengdur neinum stjórnmálaflokkum og með góða reynslu af því að takast á við stjórnmálamenn.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Svandís Svavarsdóttir
Sjúklingar borga minna
Kjarninn 22. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður segir Samtök iðnaðarins í áróðursherferð gegn orkufyrirtækjum
Forstjóri Landsvirkjunar spyr hvort meirihluta aðildarfélaga Samtaka iðnaðarins sé samþykkur því að íslenska þjóðin gefi 20-30 milljarða króna til nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja með því að hætta að selja upprunaábyrgðir.
Kjarninn 22. febrúar 2020
Kórónaveiran breiðist út – Viðbúnaður aukinn í Bandaríkjunum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur lýst því yfir, að nauðsynlegt sé að auka viðbúnað til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Ekki gleyma listinni í stjórnmálabröltinu
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar