Æ sér gjöf til gjalda

Þröstur Ólafsson hagfræðingur gagnrýnir tillögur Miðflokksins um að gefa hlut í Arion banka harðlega og segir það blekkingu að um gjöf sé að ræða. Gjöfin muni kosta ríkið svipað og sé tekið út og það þurfi að spara í öðrum útgjöldum sínum í kjölfarið.

Auglýsing

Til­lögur Mið­flokks Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar (SDG) í banka­málum eru miklar tál­sýn­ir, já blekk­ing­ar. Þær byggja á svip­aðri ein­feldn­ings­hugsun og margt það annað sem frá þeim manni hefur kom­ið; þeirri hugsun að hægt sé að fá mikið fyrir ekk­ert. Búa til auð úr engu.  Svona leika lodd­arar sér að glap­sýnum til að veiða fólk í net sín, fólk sem finnst það eðli­lega heill­andi að hægt sé að töfra fram úr erminni auð­æfi til að deila til almenn­ings án þess að nokkuð komi á mót­i. 

Síð­ustu afrek Sig­mundar eru til­lögur í banka­mál­um. Hann vill m.a. taka hluta­bréf í bönkum sem ríkið á og deila þeim meðal almenn­ings. Blekk­ingin liggur í því að þetta virð­ist ekki þurfa að kosta neitt; pen­ingar sem falla af himnum ofan. Það er blekk­ing að um gjöf sé að ræða, því auð­vitað kostar þetta ríkið svipað og tekið er út. Ríkið þarf að sama skapi að spara í útgjöldum sínum s.s. til heil­brigð­is- eða ann­arra vel­ferð­ar­mála og það eru ekki góð skipti fyrir almenn­ing, að fórna lífs­nauð­syn­legri vel­ferð­ar­þjón­ustu fyrir áhættu­söm hluta­bréf.

Auglýsing
Hlutabréf í bönkum er afar óviss eign. Einnig gæti ríkið slegið lán fyrir þessu, sem seinni kyn­slóðir verða að borga. Senni­lega væri það skárra fyrir almenn­ing að fá greidda pen­inga út í hönd. Þessa pen­inga mætti nota strax til smá inn­kaupa.  Þá hefur það einnig verið hrakið að svona aðgerð myndi  tryggja dreift eign­ar­hald á bönk­unum til lengd­ar. Reynsla okkar sjálfra frá síð­ustu einka­væð­ingu segir okkur að fáir hafa áhuga á að eiga örsmáa áhættu hluti í banka, nema rétt í upp­hafi. Lang flestir vilja selja smá­hluti sína stærri eign­ar­að­ilum sem þétta með því eign­ar­hald­ið. Að liðnum ein­hverjum miss­erum er eign­ar­haldið komið í hefð­bundið horf,á fárra hend­ur. Það er með miklum endemum hvað SDG kemst langt á tál­sýnum og blekk­ing­um. Mál er að linni.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar