Hleypum í okkur kjarki

Theodóra S. Þorsteinsdóttir segir að við þurfum að endurheimta heiðarlega sterka stjórn á Íslandi, sem hefur heiðarlegar rætur og leggst ekki flöt í vind eins og strá til að verja hagsmuni sína.

Auglýsing

Und­an­farin ár hefur ítrekað komið upp sú staða að kjörnir full­trúar almenn­ings hafa orðið upp­vísir að því að gera ekki grein fyrir eigin hags­munum á sama tíma og þeir hafa verið að taka ákvarð­anir um þessa sömu hags­muni, sem kjörnir full­trú­ar. Hæf­is­reglur stjórn­sýslu­lag­anna taka vissu­lega á slíkum til­vikum og menn eiga ekki að geta verið í þess­ari stöðu. Gall­inn er bara sá að þegar menn hafa grafið upp­lýs­ingar um sína hags­muni djúpt ofan í skúffum ráðu­neyta eða á aflandseyjum er eng­inn til frá­sagnar um þá. Og þeir sjálfir stein­þegja.

Um þetta fjall­aði heill kafli í Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is. Þar er sér­stak­lega talað um góða „sam­stöðu“ milli stjórn­mála­manna og aðila í fjár­mála­líf­inu, um að stefnu­mótun stjórn­valda um fjár­mála­kerfið hafi verið lít­il­fjör­leg og einkum ein­kennst af því að heim­ila útrás­ar­vík­ing­unum að haga sér eins og þeim sýnd­ist og draga úr eft­ir­liti og heim­ildum til inn­gripa. Þar er líka fjallað um mynd­ar­lega styrki sem stjórn­mála­menn og stjórn­mála­sam­tök þáðu frá hags­muna­að­ilum í atvinnu­líf­inu. Sem eitt og sér ætti að gera stjórn­mála­flokka og -menn van­hæfa til að fjalla um þá hags­muni. Stjórn­mála­menn flokk­uðu gagn­rýni sem öfund og óvild og sögðu sér­fræð­inga þurfa að sækja end­ur­mennt­un. Talað var um „póli­tíska löm­un­ar­veiki“ þegar á reyndi. Sem er ekki sjúk­dómur heldur val. Þeir sem höfðu vald til að koma í veg fyrir hrun­ið, hlust­uðu ekki á sér­fræð­inga, los­uðu um allar höml­ur, veiktu eft­ir­litið meira en þeir þurftu og bein­línis lugu um ástandið þegar hér var allt komið í kalda­kol. Lær­dóm­ur­inn sem skrif­aður var í Rann­sókn­ar­skýrslu Alþingis var að efla þyrfti fag­mennsku og stór­bæta vinnu­brögð innan stjórn­sýsl­unnar og að stjórn­mála­menn þurfi að setja sér siða­reglur sem draga fram og skerpa þá ábyrgð sem í störfum þeirra felst. 

Það er heldur ekki boð­legt á árinu 2017 að kjörnir full­trúar feli per­sónu­lega hags­muni sína til að geta sýslað með þá í skjóli hylm­ing­ar. Það er heldur ekki boð­legt að fela sig á bak við eigin túlkun á ákvæðum laga. Störf kjör­inna full­trúa þurfa að vera vand­aðri en svo að þau ein­göngu stand­ist lög. Þau þurfa að ein­kenn­ast af heið­ar­leika, þau þurfa að vera gagnsæ og þola dags­ljósið og þau eiga alltaf að ein­kenn­ast af því að hags­munir almenn­ings séu teknir fram yfir eigin per­sónu­lega hags­muni. Og hags­munir almenn­ings eiga alltaf að njóta vafans. Frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins á ekki að þurfa að kæra skort á upp­lýs­ing­um, sem eiga, lögum sam­kvæmt að vera aðgengi­leg­ar. Við eigum ekki að þurfa að slást við kerfið til að kom­ast að því að for­sæt­is­ráð­herra sé að vanda­samri stöðu vegna gjörða föður síns eftir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn allur lagð­ist þver í felu­leiknum við að fela þá stöðu. Við eigum ekki að þurfa erlenda rann­sókn­ar­fjöl­miðla til að kom­ast að því að annar for­sæt­is­ráð­herra eigi auð­æfi falin á aflandseyjum og hafi ekki greitt af þeim skatta hér­lend­is. Eins og við hin.

Auglýsing

Það eru stórar og mik­il­vægar ákvarð­an­ir framundan fyrir okkur Íslend­inga. Íslenska ríkið á gríð­ar­leg verð­mæti sem hafa byggst upp í fjár­mála­kerf­inu í end­ur­reisn­inni eftir hrun. Og nú ætla báðir þeir kjörnu full­trúar sem gegnt hafa sem for­sæt­is­ráð­herr­ar, og ég nefndi hér að fram­an, að seil­ast í þá fjár­muni með því að selja bank­ana. Ég á hins vegar í veru­legum vand­ræðum með tvennt, haf­andi tekið slag­inn við einn þess­ara ­banka, ekki einu sinni heldur tvisvar. 

Í fyrsta lagi treysti ég ekki þessum mönn­um. Þeir hafa sýnt það ítrekað að þeir láta eigin hags­muni ganga fyrir hags­munum almenn­ings. Það er ekki boð­legt. Við eigum betra skil­ið. Í annan stað get ég ekki séð að við höfum enn þann dag í dag dregið þann lær­dóm sem við hefðum átt að draga af Rann­sókn­ar­skýrsl­unni. Það er ekki búið að móta heild­ar­stefnu um fjár­mála­kerf­ið. Við höfum ekki eflt eft­ir­lit með bönk­un­um. Og stjórn­mála­menn afgreiða gagn­rýni ennþá sem öfund og óvild. Fag­mennskan er af jafn skornum skammti og hún var þegar bank­arnir voru seldir upp­haf­lega. Og nú vilja sömu flokkar (eða afsprengi þeirra) kom­ast að þessum kjöt­kötlum sem sann­an­lega eru sam­eign okkar allra. 

Við höfum búið við póli­tískan óstöð­ug­leika of lengi, farið í gegnum hrun og í gegnum ósann­gjarnt upp­gjör eftir það. Þar hefur meðal­jón­inn borgað brús­ann, ekki sér­hags­muna­el­ítan sem hefur setið í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu und­an­farin miss­eri. Okkur hefur samt tek­ist að svipta hul­unni af leynd­ar­hyggju og óheið­ar­leika sem sprengir rík­is­stjórnir og kostar þjóð­ina bæði fjár­muni og óró­leika í sam­fé­lag­inu. En nú þarf kjark til að spyrna við fót­um.

Við þurfum að end­ur­heimta heið­ar­lega sterka stjórn á Íslandi, sem hefur heið­ar­legar rætur og leggst ekki flöt í vind eins og strá til að verja hags­muni sína. Rík­is­stjórn úr heið­ar­legum flokkum þarf að geta gefið þjóð­inni þá til­finn­ingu að hún viti hvað hún er að gera. Veljum þá sem eru lausir við óheið­ar­lega sög­u, strúktúr sem tryggir völd þeirra gráð­ugu og eru lausir við að þurfa að end­ur­gjalda fjár­hags­lega greiða á kostnað almenn­ings. Veljum þá sem hafa kjark til að breyta því sem við getum breytt. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Bjartrar fram­tíð­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
RÚV leiðréttir fullyrðingu í frétt um Samherja
Fréttastofa RÚV hefur leiðrétt fullyrðingu Samherja, en útgerðarfélagið kvartaði formlega yfir fréttaflutningnum með því að senda bréf á stjórnarmenn RÚV.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Dómnefnd telur Ásu Ólafsdóttur hæfasta í starf dómara
Dómnefndina skipuðu Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Samtök iðnaðarins eru með skrifstofur í húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Athugasemd frá Samtökum iðnaðarins
Kjarninn 17. febrúar 2020
Magnús Jónsson
Loðnan og loðin svör
Kjarninn 17. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji hótar RÚV málshöfðun og segist ekki hafa verið sakfelldur fyrir mútugreiðslur
Samherji vill afsökunarbeiðni og leiðréttingu frá RÚV og segist ekki hafa verið dæmt né ákært fyrir mútugreiðslur né hafi starfsmenn þess stöðu sakbornings. Fjöldi manns hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur frá Samherja í Namibíu.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Trúarbrögð að vera á móti sæstreng
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir að sæstrengur sé ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Engin ný ákvörðun hafi verið tekin en hún bendir þó á að forsendur geti breyst og fráleitt að útiloka um alla framtíð að þetta gæti orðið skynsamlegt.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Takmörk fyrir því hvað hægt er að verja“
Formaður VR veltir fyrir sér stöðu álversins í Straumsvík en hann hefur miklar áhyggjur af stöðu stóriðjunnar og vel launuðum störfum sem hún skapar.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Tengdar útgerðir fá tæp sex ár til að koma sér undir kvótaþak
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um breyttar skilgreiningar á því hvað teljist tengdir aðilar í sjávarútvegi. Þeir sem lagabreytingin hefur áhrif á munu hafa fram á fiskveiðiárið 2025/2026 til að koma sér undir kvótaþak.
Kjarninn 17. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar