Kosningamiðstöð Kjarnans
Kosningaspá, fróðleikur og fréttir um Alþingiskosningar 2017
Íslendingum gafst tækifæri til þess að kjósa nýtt Alþingi annað árið í röð 28. október 2017. Aðdragandi kosninganna var mjög skammur, enda var boðað til kosninganna eftir að ríkisstjórnin féll 15. september 2017 og útséð að það tækist að mynda nýjan meirihluta á Alþingi um nýja ríkisstjórn.
63 fulltrúar úr átta flokkum voru kjörnir á Alþingi í kosningunum 28. október 2017. Atkvæðadreifingin er nokkuð mikil milli flokkanna, miðað við niðurstöður fyrri Alþingiskosninga. Það getur þess vegna orðið snúið að mynda meirihluta á þingi.
Umfjöllun Kjarnans um niðurstöður kosninganna
Kosningaspáin er vegin niðurstaða skoðanakannana á stuðningi við stjórnmálaflokka og framboða í aðdraganda kosninga á Íslandi. Kosningaspáin er unnin af Baldri Héðinssyni í samstarfi við Kjarnann. Nánar má lesa um kosningaspána, aðferðafræði og skýringar hér á vefnum.