Endurheimtum íbúðarhúsnæði á langtímaleigumarkaði

Líf Magneudóttir segir að það þurfi að ná tökum á leyfislausri leigustarfsemi sem fengið hefur verið að vera óáreitt í Reykjavík of lengi. Þörf sé á meira eftirliti.

Auglýsing

Þúsundir íbúða í Reykjavík eru farnar varanlega af langtímaleigumarkaði undir túrisma eða svokallaða Airbnb skammtímaleigu. Þessi þróun hefur breytt samsetningu hverfa, minnkað framboð af leiguhúsnæði og átt þátt í hækkun leiguverðs. Félagsauður og hverfissamfélagið verður rýrara og þjónusta innan hverfa breytist í takt við túrismann. Þetta er þróun sem við þurfum að vinda ofan af og stöðva.  

Hugmyndin um deilihagkerfið er góð og með tilkomu Airbnb og annarra álíka miðla hefur fólk fengið tækifæri til að ferðast með öðrum hætti en tíðkast hefur. Upplifunin af ferðalaginu verður oft innilegri og á forsendum þess lands sem heimsótt er. Það getur líka verið ódýrara að gista í heimahúsi en á hóteli eða á gistiheimili og því veitir þetta fólki sem hefur minna milli handanna tækifæri að ferðast í meira mæli.

Stöðvum ólöglega starfsemi

Airbnb er mikilvægt í flóru gistimöguleika og þá sér í lagi þegar uppgangur ferðaþjónustunnar var á undan uppbyggingu gististaða og hótela. Hins vegar stöndum við sem borg frammi fyrir þróun sem við verðum að stöðva sem er m.a. ólögleg starfsemi í útleigu til ferðamanna. Hugmyndin um deilihagkerfið fellur um sjálfa sig ef hún er rekin áfram af hagnaðardrifnum og kapítalístískum hvötum og skattaundanskotum.

Auglýsing

Nú hefur fólk tækifæri til að drýgja tekjurnar með því að leigja út húsnæði sitt í allt að 90 daga á ári. Það er gott. Hins vegar virðast vera brögð að því að húsnæði sé leigt út leyfislaust og jafnvel án þess að tekjurnar séu taldar fram eins og lög gera ráð fyrir. Það er með öllu ólíðandi.

Verndum félagsauð hverfa

Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir er því afar brýnt. Við þurfum að vernda íbúa byggð og uppræta ólöglega gististarfsemi. Til þess þarf borgin að auka eftirlit sitt og nýta þær heimildir sem hún hefur m.a. í gegnum byggingafulltrúa og heilbrigðiseftirlitið. Eins þarf að ná tvíhliða samningum við Airbnb og fara í viðræður við ríkisvaldið um auknar heimildir sveitarfélaga og jafnvel sektarheimildir.

Það er hagsmunamál alls samfélagsins að uppræta skattaundanskot og ólöglega starfsemi sem hefur beinlínis skaðleg áhrif á þróun hverfa í borginni. Við þurfum að ná tökum á leyfislausri starfsemi sem hefur fengið að vera óáreitt of lengi og það gerum við með því að vera með skýra stefnu og láta verkin tala. Við þurfum meira eftirlit og stjórnvöld verða að leggja til aukið  fjármagn svo eftirlitsþátturinn virkar sem skyldi. Ég mun beita mér fyrir að það verði gert tafarlaust.

Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar