Ástarbrölt miðaldra í Reykjavík

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um nýtt líf miðaldra fólks eftir hjónaskilnað og þær kómísku en krefjandi aðstæður sem skapast í kjölfarið.

Auglýsing

Fyrir sléttu ári síðan var ég borg­ara­legur heima­vinn­andi rit­höf­undur í gömlu Vest­ur­-Berlín, ýmist að vaska upp eða skrifa á milli þess sem ég fór með og sótti son minn í leik­skól­ann. Mesta fúttið í deg­inum var að lesa blöðin á kaffi­húsi eða hjóla og labba um borg­ina og fara síðan snemma í hátt­inn. Helstu hugð­ar­efnin flókin leik­skóla- og skóla­mál í Berlín og ekki mikið umfram það. Ég þreifst ágæt­lega í mið-­evr­ópskri stillu og ef ein­hver hefði spurt: Held­urðu að lífið sé svona – kona? hefði ég hik­laust sagt já.

Síðan brast á með hjóna­skiln­aði í sum­ar­fríi á Íslandi eftir átján ára hjóna­band og allt í einu var þessi heima­vinn­andi róleg­heita­kona orðin frá­skilin í Reykja­vík­–City, komin í hið klass­íska eft­ir-skiln­að­ar­-djamm og á trúnó við hina og þessa. Og síð­ustu mán­uð­ina hef ég kom­ist að því að hjóna­band­ið, sem stofn­un, er vernd­aður vinnu­staður í þeim skiln­ingi að maður er svo græsku­laus um líf­legar ást­ar­farir og til­vistar­rót sam­borg­ara sinna að það að stíga út úr hjóna­bandi inn í nýjan veru­leika er álíka mikið menn­ing­ar­sjokk og að flytja frá Akur­eyri til Bang­kok.

Mann­lega stöffið

Kannski af því að þegar maður rankar við sér í þessum fram­andi veru­leika opnar fólk sig á nýjan hátt fyrir manni og segir frá því sem það veigraði sér við að segja full­trúa stofn­un­ar­innar hjóna­bands. Þessi nýi veru­leiki er vissu­lega menn­ing­ar­sjokk fyrir konu en að sama skapi kær­komin nær­ing fyrir rit­höf­und­inn í þess­ari sömu konu. Lífið sjálft! Ástir og ang­ist, ráð­villa, flóknar til­vistar­pæl­ingar ...

Auglýsing

Allt í einu fer ólík­leg­asta fólk á djúpið með manni og ræðir sín innstu hjart­ans mál. Og ég fæ inn­sýn í ævin­týra­legan – en flók­inn – hvunndag fólks­ins í kringum mig. Allt þetta mann­lega djúsí stöff!

Nenni ekki maka

Um dag­inn fór ég að borða á mat­ar­mark­aðnum á Hlemmi með tveimur vin­kon­um. Önnur þeirra var í öngum sínum því hún var nýkomin frá spá­konu og spá­konan hafði boðað að hún myndi brátt hitta dásam­legan maka. Vin­konan fuss­aði pirruð yfir beikon­vaf­inni bleikju: Og hvað á ég að gera við þennan dásam­lega maka?! Mig langar ekk­ert í hann.

Af hverju ekki? spurði hin vin­konan og glotti sínu fal­lega ísmeygi­lega glotti.

Af hverju? hváði hin með munn­fylli af bleikju. Þá þarf ég að fara að gera alla þessa maka­legu hluti með hon­um. Keyra hring­inn og lesa upp úr korta­bók meðan hann keyrir og mæta með honum í enda­laus fjöl­skyldu­boð með þess­ari dásam­legu fjöl­skyldu – sem hann á víst líka. Og hvað! Allar helgar verða dæmi­gerðir maka-laug­ar­dagar og maka-sunnu­dagar með þess­ari fjöl­skyldu hans eða að rölta um mið­bæ­inn og fara á fjöl­skyldu­sam­kom­ur. Ég bara nenni því ekki!

Tinder betra en kvíða­still­andi

Mér finnst að þið ættuð báðar að fara á Tinder og bara tjilla! sagði þá hin vin­konan og potaði áhuga­laus í bleikju­skammt­inn sinn.

Af hverju? spurði ég þá.

Af því að Tinder er betra en kvíða­still­andi, svar­aði hún kúl að vanda.

Nokkru áður höfðum við tvær rölt með börnin í rign­ingu í Hljóm­skála­garð­inn og meðan þau ról­uðu sér og ég reyndi að ná úr mér streitu með því að fara í trjást­urtu að hætti Jap­ana, setj­ast inn í trjá­gróð­ur­inn og anda, hafði hún tekið upp sím­ann sinn og glott þessu fal­lega glotti sínu. Sjáðu! sagði hún þegar ég steig end­ur­nýjuð út úr kjarr­inu og beindi skjánum að mér. Á skjánum var svartur punktur sem mjak­að­ist hægar en snig­ill áfram.

Hvað er þetta? spurði ég.

Írska Tind­er­deit­ið, sagði hún kæru­laus. Nú vill hann ólmur að ég fylgist með sér í fjall­göng­um. Þetta er hann.

Þessi punkt­ur! spurði ég, gáttuð á skyndi­legri útvíkkun veru­leik­ans.

Já, sagði hún um leið og hún hljóp að ról­unni til að bjarga börn­unum sínum úr ógöng­um. Ég er að hugsa um að eyða hon­um!

Er það ekki svo­lítið harka­legt? spurði ég.

Jú, en hann heldur að hann elski mig og það er ekki gott fyrir hann, sagði hin ábyrga móðir meðan hún skorð­aði barn aftur í ról­una.

Upp­reisn gegn ást­inni

Nokkrum vikum síðar fór ég í sund í Vest­ur­bæj­ar­laug­ina. Þá sá ég hina maka­fælnu vin­konu mína spíg­spora á bakk­an­um. Í dopp­óttum sund­bol bundnum upp um háls­inn og með hárauðan vara­lit.

Af hverju ertu svona fín í sundi? spurði ég.

Af því að ég er í ást­ar­melankól­íu, dæsti hún örg. Ég bara nenni ekki ást­ar­vafstri! Ég er bara hér, að fíla mig, í upp­reisn gegn ást­inni. Viltu koma í guf­una?

Hitt­irðu dásam­lega makann? spurði ég ringl­uð.

Nei – og það kemur ekki til mála, sagði hún. Ég lenti í ást­ar­flækjum nýverið og þetta er ekki fyrir nokkra mann­eskju að standa í.

Nei, nei, muldr­aði ég og hengsl­að­ist á eftir henni í guf­una þar sem við hreins­uðum okkar innra af íþyngj­andi flækjum ásamt öldruðum karl­manni sem leit út fyrir að hafa fengið hjarta­stopp þarna – æsispenn­andi alveg.

Kláði undan gift­ing­ar­hringnum

Síðan fórum við á Kaffi Vest og ég virti latte-­lepjandi góð­borg­ar­ana for­vitin fyrir mér. Góð­borg­ara sem ég hefði ári fyrr séð sem hvers­dags­leik­ann upp­mál­aðan en eftir allt sem ég hef orðið vitni að á síð­ustu mán­uð­um, ást­ar­þrá og kynusla hinna dag­far­sprúðu borg­ara, er ég hætt að vera eins naív og ég var fyrstu fjöru­tíu og fjögur ár lífs míns.

Hversu marga þarna klæjar undan gift­ing­ar­hringnum á leið­inni í Krón­una að kaupa vegan-­borg­ara og möndlu­mjólk ofan í fam­il­í­una?

Stuttu áður hafði ég setið þarna með annarri vin­konu, konu á sex­tugs­aldri, sem hafði í bríaríi prófað að kíkja inn á Tinder og svæpað von­laus yfir því sem hún sá. Það er ekk­ert að ger­ast hérna, dæsti hún og beindi sím­anum að mér. Svona verður þetta þegar þú krossar fimm­tugt!

Nei, nei, sagði ég bjart­sýn yfir avóka­dósal­ati. Flettum áfram!

Hún gegndi en hefði betur sleppt því. Ég get ekki meira, and­varp­aði hún. Er þetta ekki eig­in­maður frænku þinn­ar?

Og jú, þetta var hann.

Raf­ræn ást­ar­fíkn

Nýlega sat ég á heilsu­fæð­is­mat­sölu­stað ásamt fjórðu vin­kon­unni, lítið eitt yngri en ég og því með ferskari nálgun á allt sam­an. Þetta er fíkn! sagði hún tætt eftir Tind­er­mann nokkurn sem hún hefur þróað athygl­is­brest út af, stöðugt að kíkja eftir skila­boðum í sím­an­um. Þján­ingin í augum hennar virt­ist tær eins og óblandað vodka. En síðan brosti hún mein­fýsi­lega og sagði: Ég veit samt ekki hvort þetta er ást­ar­fíkn eða raf­ræn fíkn.

Hvað áttu við? spurði ég áhuga­söm um þessa óvæntu vend­ingu.

Kannski er ég bara fíkin í að fá skila­boð frá hon­um. Þegar mér leiðst eða hef um allt of mikið að hugsa, skil­urðu.

Já – og nei, sagði ég.

Ég held ég sé bara hrifin af honum þegar hann svarar mér ekki strax. Ég er ekki viss um hitt, útskýrði vin­konan eins og hún hefði orðið fyrir upp­ljóm­un. Hann er í raun­inni ekk­ert mjög spenn­andi, þannig lag­að, bætti hún við og trúði sjálfri sér eitt augna­blik þó að öðru máli gilti um mig. En hún fékk alla­vega mat­ar­lyst aft­ur, eitt augna­blik, nógu mikla til að klára hálfan skammt af kús-kúsi með soja­bitum í nokkuð exó­tískri sósu.

Fólk breyt­ist með breyttum tímum

Það góða við að vera mið­aldra í ást­ar­brölti er að fólk er með­vit­aðra um hvat­irnar en á ung­lings­árum þegar engum datt í hug að greina eða finna heiti yfir ólg­andi líðan sína. Nú er hægt að flokka þrá eftir alls­konar kategor­íum: Áráttu, króníska melankól­íu, höfn­un­ar­fíkn, kyn­lífs­fíkn, raf­ræna fíkn, eft­ir-skiln­að­ar­-óráð ... bara nefnið það!

Og svo margt fólk, mar­ínerað af sárri lífs­reynslu, virð­ist vera smeykara en ung­ling­arn­ir. Smeykara við ást en toll­stjóra, ofur­bakt­er­íur og risa­geit­unga. Það er nið­ur­staða mín eftir nokk­urra mán­aða rann­sóknir á til­finn­inga­lífi sam­borg­ara minna.

Eins virð­ast æ fleiri kjósa að fara ekki aftur í sam­búð. Með­vit­aðir um óþægi­lega miklar töl­fræði­legar líkur á að slíkt endi enn og aftur í að þurfa að leysa upp heim­ili – við lifum jú lengur en áður og nútíma­lífi fylgir ný teg­und af eirð­ar­leysi, eðli­lega því fólk breyt­ist svo hratt með breyttum tím­um.

Svo eru margir með­vit­aðir um ágæti sjálf­stæð­is­ins, eins og jóga­kenn­ar­inn sem ég hitti á barnum og sagði mér að lyk­ill­inn væri að njóta þess að anda einn með sjálfum sér, fá sér vín­sopa og gera jóga – og sörfa í Goa. Nokkuð sem mig langar að prófa. Og um að gera að prófa Tinder eftir þessa æsi­legu inn­sýn. Því hvað er lífið án þján­ing­ar? Fúttum og gerum jóga. Elskum og þjá­umst. Bara enga fana­tík!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit