Fjölgum hjúkrunar- og dvalarrýmum — Að lifa með reisn

Frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar skrifar um þær breytingar sem hún vill að séu gerðar á þjónustu fyrir aldraða.

Auglýsing

Nauð­syn er að minnka þær kröfur sem gerðar eru til þess að við­kom­andi ein­stak­lingur geti sótt um að flytja heim­ili sitt inn á hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ili. Það þarf að bæta veru­lega alla heima­hjúkrun – og félags­þjón­ustu fyrir aldr­aða til þess að þau geti verið lengur heima ef þau kjósa það frek­ar. Stytta bið­tím­ann eftir aðstoð og minnka þær kröfur sem gerðar eru til þess að fá þessa þjón­ustu heim. Allir eiga rétt á heim­sendum mat óháð heilsu­fari frá 67 ára aldri.

Land­spít­al­inn Foss­vogi yrði nýttur fyrir öldr­un­ar­sjúkra­hús. Nægj­an­legt rými fylgir lóð­inni í kringum spít­al­ann, þannig að þar mætti byggja bæði öldr­un­ar­heim­ili sem og íbúðir ætl­aðar fyrir aldr­aða. Þar er útsýni og kyrrð mik­il, sem nauð­syn­leg er öldr­uðu fólki svo því líði sem allra best. Öll aðstaða er fyrir hendi til þess að hafa þarna mjög fjöl­breytta og virka iðju- og sjúkra­þjálf­un. Góð aðstaða er fyrir sýni­lega verslun í eigu heim­il­is­manna með sölu á hand­verkum heim­il­is­fólks.

Á öllum hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ilum er nauð­syn­legt að hafa aðstöðu fyrir ýmiss konar hand­verksvinnu eins og list­málun á blindramma, tré, leir, útskurð og kerta­gerð, þar sem jafn­vel aðstand­endur geta tekið þátt í hand­verkum þeirra, og aðstaða fyrir ræktun plantna/græn­metis o.fl.

Auglýsing

Vel sýni­leg sér­verslun með sölu á öllum hand­verkum heim­il­is­fólks­ins þarf að vera í hús­inu og opið eld­hús sem heim­il­is­fólk og aðstand­endur geta haft afnot af. Að öll hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ili stefni á að bjóða heitan kvöld­mat tvisvar sinnum í viku.

Hækka verður laun starfs­manna í umönnun til þess að hægt sé að fá fólk í þessi störf. Gerð verði krafa um að erlendir starfs­menn heim­il­anna fari á íslensku­nám­skeið og fræðslu­nám­skeið um bak­grunn og menn­ingu Íslend­inga.

Umsækj­endur sem hafa aldrei unnið við umönnun og aðstoð á hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ilum sæki grunn­nám­skeið í umönnun og aðstoð aldr­aða.  Að við umönnun aldr­aðra séu aldrei færri en 2 starfs­menn sem sjá um umönnun og aðstoða 6 - 8 heim­il­is­menn. Í umönnun og aðstoð er mann­legi og félags­legi þátt­ur­inn bráð­nauð­syn­legur fyrir heim­il­is­fólk og starfs­menn. Nauð­syn­legt er að hafa á hverju hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ili 12 manna nefnd þar sem meiri­hlut­ann skipar heim­il­is­fólkið sjálft ásamt 2-3 nánum aðstand­endum og 2 starfs­mönnum sem valdir eru af heim­il­is­fólki. Þannig er hægt að fá fram óskir og þarfir heim­il­is­fólks­ins og hverju þarf að breyta eða gera bet­ur. Kostn­aður ein­stak­lings á að vera sá sami, er varðar þá grunn­þjón­ustu er við­kom­andi hjúkr­un­ar­heim­ili bjóða upp á og á að í það háum gæð­um, að sjúk­lingi finn­ist honum ekki mis­boð­ið.  Hjúkr­un­ar­heim­ili og dval­ar­heim­ili eiga ekki að vera rekin með gróðastarfsemi í huga.

Höf­undur skipar 2. á lista Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar