Fjölgum hjúkrunar- og dvalarrýmum — Að lifa með reisn

Frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar skrifar um þær breytingar sem hún vill að séu gerðar á þjónustu fyrir aldraða.

Auglýsing

Nauð­syn er að minnka þær kröfur sem gerðar eru til þess að við­kom­andi ein­stak­lingur geti sótt um að flytja heim­ili sitt inn á hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ili. Það þarf að bæta veru­lega alla heima­hjúkrun – og félags­þjón­ustu fyrir aldr­aða til þess að þau geti verið lengur heima ef þau kjósa það frek­ar. Stytta bið­tím­ann eftir aðstoð og minnka þær kröfur sem gerðar eru til þess að fá þessa þjón­ustu heim. Allir eiga rétt á heim­sendum mat óháð heilsu­fari frá 67 ára aldri.

Land­spít­al­inn Foss­vogi yrði nýttur fyrir öldr­un­ar­sjúkra­hús. Nægj­an­legt rými fylgir lóð­inni í kringum spít­al­ann, þannig að þar mætti byggja bæði öldr­un­ar­heim­ili sem og íbúðir ætl­aðar fyrir aldr­aða. Þar er útsýni og kyrrð mik­il, sem nauð­syn­leg er öldr­uðu fólki svo því líði sem allra best. Öll aðstaða er fyrir hendi til þess að hafa þarna mjög fjöl­breytta og virka iðju- og sjúkra­þjálf­un. Góð aðstaða er fyrir sýni­lega verslun í eigu heim­il­is­manna með sölu á hand­verkum heim­il­is­fólks.

Á öllum hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ilum er nauð­syn­legt að hafa aðstöðu fyrir ýmiss konar hand­verksvinnu eins og list­málun á blindramma, tré, leir, útskurð og kerta­gerð, þar sem jafn­vel aðstand­endur geta tekið þátt í hand­verkum þeirra, og aðstaða fyrir ræktun plantna/græn­metis o.fl.

Auglýsing

Vel sýni­leg sér­verslun með sölu á öllum hand­verkum heim­il­is­fólks­ins þarf að vera í hús­inu og opið eld­hús sem heim­il­is­fólk og aðstand­endur geta haft afnot af. Að öll hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ili stefni á að bjóða heitan kvöld­mat tvisvar sinnum í viku.

Hækka verður laun starfs­manna í umönnun til þess að hægt sé að fá fólk í þessi störf. Gerð verði krafa um að erlendir starfs­menn heim­il­anna fari á íslensku­nám­skeið og fræðslu­nám­skeið um bak­grunn og menn­ingu Íslend­inga.

Umsækj­endur sem hafa aldrei unnið við umönnun og aðstoð á hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ilum sæki grunn­nám­skeið í umönnun og aðstoð aldr­aða.  Að við umönnun aldr­aðra séu aldrei færri en 2 starfs­menn sem sjá um umönnun og aðstoða 6 - 8 heim­il­is­menn. Í umönnun og aðstoð er mann­legi og félags­legi þátt­ur­inn bráð­nauð­syn­legur fyrir heim­il­is­fólk og starfs­menn. Nauð­syn­legt er að hafa á hverju hjúkr­un­ar- og dval­ar­heim­ili 12 manna nefnd þar sem meiri­hlut­ann skipar heim­il­is­fólkið sjálft ásamt 2-3 nánum aðstand­endum og 2 starfs­mönnum sem valdir eru af heim­il­is­fólki. Þannig er hægt að fá fram óskir og þarfir heim­il­is­fólks­ins og hverju þarf að breyta eða gera bet­ur. Kostn­aður ein­stak­lings á að vera sá sami, er varðar þá grunn­þjón­ustu er við­kom­andi hjúkr­un­ar­heim­ili bjóða upp á og á að í það háum gæð­um, að sjúk­lingi finn­ist honum ekki mis­boð­ið.  Hjúkr­un­ar­heim­ili og dval­ar­heim­ili eiga ekki að vera rekin með gróðastarfsemi í huga.

Höf­undur skipar 2. á lista Íslensku þjóð­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar