Mynd: Birgir Þór

Glundroði, stjórnin kolfallin en stjórnarandstaðan getur myndað ríkisstjórn

Niðurstaða kosninga liggur fyrir. Átta flokkar ná inn á þing. Konum fækkar mikið og miðaldra körlum fjölgar. Framsóknarflokkurinn fær sína verstu kosningu í sögunni en stendur samt uppi með pálmann í höndunum og getur myndað stjórn í báðar áttir.

Glund­roði er rétta orðið til að lýsa stöð­unni í íslenskum stjórn­málum eins og hún blasir við núna. Átta flokkar munu eiga full­trúa á næsta Alþingi, og hafa þeir aldrei verið fleiri. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir fjór­ir, Vinstri græn, Sam­fylk­ing, Fram­sókn­ar­flokkur og Píratar ná minnsta mögu­lega meiri­hluta þing­manna og geta myndað rík­is­stjórn kjósi þeir svo. Flokk­arnir eru samt sem áður ekki með meiri­hluta atkvæða á bak við sig, tæp­lega 49 pró­sent lands­manna kusu þá.

Sitj­andi rík­is­stjórn beið afhroð og tap­aði tólf þing­mönn­um. Flokk­arnir sem hana mynda höfðu 32 þing­menn en eru nú með 20. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tapar flestum þeirra, eða fimm, og fær sína næst verstu kosn­inga­nið­ur­stöðu í sög­unni og jafnar sögu­legt lág­mark sitt í þing­manna­fjölda á 63 sæta Alþingi.

Í kosn­inga­mið­stöð Kjarn­ans má skoða nið­ur­stöður kosn­ing­anna og raða saman mögu­legum þing­meiri­hluta. 

Sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna eru Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og Flokkur fólks­ins. Þeir flokkar koma nýir inn á þing og ná sam­tals ell­efu þing­mönn­um. Frjáls­lynd­is­bylgjan sem reið yfir í kosn­ing­unum í fyrra, og tryggði Við­reisn, Bjartri fram­tíð og Pírötum sam­tals 21 þing­mann, er gengin til baka. Þeir flokkar hafa nú sam­tals tíu þing­menn og Björt fram­tíð þurrkast út af þingi. Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins taka þessa ell­efu þing­menn sem frjáls­lyndu flokk­arnir tapa. Báðir eru það sem mætti kalla flokkar með rót­tækar og að ein­hverju leyti þjóð­ern­is­legar áherslur í stórum mál­um. Þeir tefla fram risa­stórum kosn­inga­málum sem erfitt verður að ná saman við aðra flokka um. Og bæði Mið­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins eru að uppi­stöðu karla­flokk­ar. Þannig verða níu af ell­efu þing­mönnum flokk­anna tveggja karl­ar.

Í raun má segja að sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna í gær séu karl­ar, og sér­stak­lega mið­aldra karl­ar. Í fyrra náðu 30 konur kjöri til Alþingis og hlut­fall kvenna á meðal þing­manna var 47,6 pró­sent. Sam­kvæmt loka­töl­um, sem birtar voru rétt fyrir klukkan tíu í morgun á vef RÚV, verða 24 konur á nýju alþingi en 39 karl­ar. Það þýðir að 38 pró­sent þing­manna verða kon­ur. Hlut­fall þeirra hefur ekki verið lægra eftir hrun. Hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, stærsta flokki lands­ins, er kynja­hlut­fall þing­manna til að mynda þannig að þar eru 12 þing­menn karlar en fjórir kon­ur.

Úrslit Alþingiskosninganna 28. október 2017
Svona skiptust atkvæðin milli flokkanna á landsvísu.

Sögu­legt afhroð en samt sigur

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og sitj­andi for­sæt­is­ráð­herra, lýsti því yfir eftir fyrstu tölur að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri að vinna þessar kosn­ingar. Það er rétt í þeim skiln­ingi að flokk­ur­inn fær flest atkvæði allra en að öðru leyti er nið­ur­staðan sögu­lega slök fyrir flokk­inn. Hann fékk 25,2 pró­sent atkvæða, tapar fimm þing­mönnum frá því í fyrra og tæp­lega fjórum pró­sentu­stigum af fylgi. Nið­ur­staðan er sú næst versta í sögu flokks­ins á eftir eft­ir-hruns kosn­ing­unum árið 2009 þegar hann fékk 23,9 pró­sent atkvæða. Og þing­manna­fjöldi Sjálf­stæð­is­manna er sá sami og þá, flokk­ur­inn er með 16 þing­menn. Þetta eru líka fjórðu kosn­ing­arnar í röð sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er með undir 30 pró­sent fylgi. Fyrir árið 2009 hafði það ein­ungis gerst einu sinni í sögu flokks­ins að hann fengi undir 30 pró­sent fylgi. Það var árið 1987 þegar Borg­ara­flokk­ur­inn klauf Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Veru­leiki Sjálf­stæð­is­flokks­ins virð­ist því vera orð­inn allt annar en áður var, og nið­ur­stöðu gær­dags­ins verður að skoða í því ljósi.

Flokkur Katrínar Jakobsdóttur fékk sína næst bestu kosningu í sögunni. Sú niðurstaða er samt sem áður súr fyrir hana og flokkinn í ljósi þess að þau mældust með mun meira fylgi síðustu vikurnar fyrir kosningar.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Hefð­bundnir sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna verða að telj­ast Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar og Flokkur fólks­ins. Mið­flokk­ur­inn náði besta árangri sem nýr flokkur hefur nokkru sinni náð í fyrstu kosn­ingum sín­um, og náði rétt svo að skáka Borg­ara­flokknum frá árinu 1987 þar þótt litlu muni. Hann nær sjö þing­mönnum og fékk fleiri atkvæði en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem Sig­mundur Davíð og fylg­is­menn hans klufu sig frá fyrir rúmum mán­uði síð­an. Samt sem áður tryggir kjör­dæma­skipan Fram­sókn­ar­flokknum einn þing­mann umfram það sem Mið­flokk­ur­inn fær. Fylgi Mið­flokks­ins er mjög sam­bæri­legt því sem kann­anir sýndu á loka­sprett­in­um.

Flokkur fólks­ins næstum tvö­faldar fylgi sitt frá kosn­ing­unum í fyrra og fær tæp­lega sjö pró­sent. Það tryggir honum fjóra þing­menn og leiðir til þess að staðan á Alþingi verður enn flókn­ari en áður, enda flokk­arnir sem þar sitja nú orðnir átta. Nær allar skoð­ana­kann­anir van­mátu fylgi flokks­ins og þar af leið­andi sýndi síð­asta kosn­inga­spáin hann með 4,3 pró­sent og engan þing­mann.

Súru sigr­arnir

Sam­fylk­ingin telur sig líka hafa unnið kosn­inga­sig­ur. Hún rúm­lega tvö­fald­aði fylgi sitt milli ára og fjölg­aði þing­mönnum sínum úr þremur í sjö. Þrír þeirra sem koma inn fyrir flokk­inn koma af höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem Sam­fylk­ingin átti engan þing­mann eftir síð­ustu kosn­ing­ar.

En í sögu­legu sam­hengi þá er nið­ur­staðan ekk­ert sér­stak­lega góð fyrir jafn­að­ar­manna­flokk Íslands. Þvert á móti er þetta næst versta nið­ur­staða Sam­fylk­ing­ar­innar í kosn­ingum frá því að hún bauð fyrst fram árið 1999.

Vinstri græn gætu túlkað nið­ur­stöðu kosn­ing­anna sem sigur og rétt­lætt það með vísun í að þetta sé næst besta kosn­ing sem flokk­ur­inn hefur nokkru sinni feng­ið. Ein­ungis kosn­ing­arnar 2009, nokkrum mán­uðum eftir hrun­ið, skil­uðu þeim fleiri atkvæðum og þing­mönn­um. Nið­ur­staðan hlýtur samt sem áður að vera súr að mörgu leyti í ljósi þess að Vinstri græn mæld­ust mun stærri í aðdrag­anda kosn­ing­anna og virt­ust í dauða­færi á að verða stærsti flokkur lands­ins. Svo verður ekki.

Ef ein­hver flokkur getur sagst hafa unnið varn­ar­sigur þá er það Við­reisn. Hann tapar vissu­lega þremur þing­mönnum en nær um 6,7 pró­sent fylgi og fjórum kjörnum þing­mönn­um. Fyrir um tveimur vikum mæld­ist fylgi flokks­ins 3,3 pró­sent og allt virt­ist stefna í að hann myndi ekki ná inn á þing. En staða Við­reisn­ar, sem ætl­aði sér að verða fyr­ir­ferða­mikið afl í íslenskum stjórn­málum og boð­beri frjáls­lyndra kerf­is­breyt­inga­stjórn­mála, er mun veik­ari en hún var áður. Um það er eng­inn vafi.

Píratar eru að skila sér í hús með nán­ast nákvæm­lega það fylgi sem síð­asta kosn­inga­spáin spáði þeim, eða um 9,2 pró­sent. Þeir tapa fjórum þing­mönnum og mestu fylgi allra flokka áttu full­trúa á Alþingi, ef Björt fram­tíð er ekki talin með. Sá flokkur þurrkast algjör­lega út og nær ein­ungis 1,2 pró­sent atkvæða.

Flokk­ur­inn sem sprengdi síð­ustu rík­is­stjórn fær því ekk­ert að launum fyrir vikið annað en að verða algjör­lega hafnað af kjós­endum lands­ins.

Versta nið­ur­staða Fram­sóknar frá upp­hafi en með pálmann í hönd­unum

Sá flokkur sem stendur með pálmann í hönd­unum eftir þessar kosn­ingar er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Hann fær sína verstu kosn­ingu í sög­unni með 10,6 pró­sent atkvæða og átta þing­menn og tapar tæpu pró­sentu­stigi fram afhroðs­kosn­ing­unum í fyrra, sem voru áður þær verstu í sögu flokks­ins. Fram­sókn heldur hins vegar sama þing­manna­fjölda og flokk­ur­inn var með fyr­ir, var að glíma við klofn­ings­fram­boð fyrr­ver­andi for­manns flokks­ins og er í algjörri odda­stöðu um myndun nán­ast allra mögu­legra meiri­hluta­stjórna sem raun­hæft væri að mynda.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn gæti valið að mynda rík­is­stjórn með hinum flokk­unum sem hann deilir stjórn­ar­and­stöðu með í dag: Vinstri græn­um, Sam­fylk­ingu og Píröt­um. Heim­ildir Kjarn­ans herma að sam­tal um slíkar við­ræður hafi þegar byrjað á síð­ustu dögum og ljóst á áherslum Fram­sókn­ar­flokks­ins í kosn­inga­bar­átt­unni, sem snér­ust meðal ann­ars um að boða hátekju­skatta og aukn­ingu útgjalda í heil­brigð­is-, mennta- og sam­göngu­mál að flokk­ur­inn var að máta sig við sam­starf til vinstri frekar en til hægri.

Sigurður Ingi Jóhannsson og hans fólk virðast vera í lykilstöðu til að mynda næstu ríkisstjórn landsins.
mynd:Birgir Þór Harðarson

Velji Fram­sókn hins vegar að feta ekki þá leið getur flokk­ur­inn snúið sér til hægri og myndað rík­is­stjórn með Sjálf­stæð­is­flokki, Mið­flokki og annað hvort Við­reisn eða Flokki fólks­ins. Slík rík­is­stjórn yrði alltaf mjög flókin af fjöl­mörgum ástæð­um. Í fyrsta lagi vegna þess að fólkið sem myndar Kjarna Mið­flokks­ins er hópur sem yfir­gaf Fram­sókn­ar­flokk­inn eftir blóðug inn­an­flokksá­tök þar sem Sig­mundur Davíð ásak­aði meðal ann­ars for­ystu­fólk að hafa það sem meg­in­mark­mið að drepa sig póli­tískt. Þá verður ekki fram hjá því litið að andað hefur köldu milli Bjarna Bene­dikts­sonar og Sig­mundar Dav­íðs frá því að sá síð­ar­nefndi hrökkl­að­ist úr stóli for­sæt­is­ráð­herra eftir Wintris-­málið vorið 2016.

Til við­bótar verður að horfa á það að Við­reisn er flokkur sem er mikið í mun að skapa sér aðra ímynd en þá að vera ein­ungis hækja fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn til að ná inn í rík­is­stjórn. Og for­ystu­fólk Við­reisnar er þeirrar skoð­unar að eng­inn flokkur sé jafn fjarri þeim mál­efna­lega og Mið­flokk­ur­inn. Þá er ótalið að Sig­mundur Davíð hefur sagt að mark­mið Mið­flokks­ins, sem fel­ast meðal ann­ars í því að láta ríkis­sjóð kaupa Arion banka til að gefa þjóð­inni hann aftur og að nýr spít­ali verði byggður á nýjum stað, séu ófrá­víkj­an­leg. Erfitt verður að sjá t.d. Við­reisn og Sjálf­stæð­is­flokk fall­ast á þessi skil­yrði.

Flokkur fólks­ins er síðan óskrifað blað sem leggur m.a. áherslu á að per­sónu­af­sláttur verði hækk­aður upp í 300 þús­und krónur sem myndi að mati Sam­taka atvinnu­lífsins kosta yfir 100 millj­arða króna á ári, að verð­trygg­ing verði afnumin og að stað­greiðsla skatta af líf­eyr­is­greiðslum fari fram við inn­greiðslu en ekki útgreiðslu til að auka tekjur rík­is­sjóðs nú á kostnað tekna hans í fram­tíð­inni. Það verður líka erfitt að sjá Sjálf­stæð­is­flokk­inn fall­ast á kröfur sem þess­ar.

Þriðji mögu­legi vett­vang­ur­inn til að mynda rík­is­stjórn er innan fjór­flokks­ins svo­kall­aða. Þ.e. að þeir flokkar sem hafa sögu­lega verið kjöl­festan í íslenskum stjórn­málum myndi ein­hvers­konar rík­is­stjórn. Þar eru nokkrir mögu­leikar í stöð­unni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Vinstri græn og Fram­sókn­ar­flokkur gætu myndað rík­is­stjórn með 35 þing­menn. Það væri líka hægt að skipta Fram­sókn­ar­flokknum út fyrir Sam­fylk­ingu en for­maður hennar hefur reyndar gefið það út að hann sjái ekki sam­starfs­grund­völl með Sjálf­stæð­is­flokki. Svo gætu auð­vitað allir fjórir myndað stjórn.

Staðan í íslenskum stjórn­málum er því gíf­ur­lega flókin og hún skán­aði ekk­ert við kosn­ing­arnar sem haldnar voru í gær. Raunar má vel draga þá ályktun að þær hafi flækt stöð­una enn meira.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar