Mynd: Birgir Þór Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bjarni Benediktsson
Mynd: Birgir Þór

Sjálfstæðisflokkur græðir, Vinstri græn tapa í síðustu kosningaspá fyrir kosningar

Sjálfstæðisflokkurinn er sívinsælli í aðdraganda kosninganna og Vinstri græn tapa fylgi. Lokaspá kosningaspárinnar fyrir Alþingiskosningarnar 2017 er hér.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn með Bjarna Bene­dikts­son í for­ystu er nú orð­inn stærsti flokkur lands­ins og hefur fimm pró­sentu­stiga for­skot á Vinstri græna, flokk Katrínar Jak­obs­dótt­ur.

Loka­spá kosn­inga­spár Bald­urs Héð­ins­sonar og Kjarn­ans sýnir Sjálf­stæð­is­flokk­inn með 24,2 pró­sent fylgi á lands­vísu. Vinstri græn eru með 19 pró­sent. Þetta er mesta fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins síðan rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Við­reisnar og Bjartar fram­tíðar féll 15. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og boðað var til kosn­inga.

Fylgi Vinstri grænna hefur jafn­framt ekki verið jafn lágt í kosn­inga­spánni síðan hún var fyrst unnin í aðdrag­anda þess­ara kosn­inga 2. júlí í sum­ar.

Um það leyti sem Vinstri græn hófu að tapa fylgi í kosn­inga­bar­átt­unni tók fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar að rísa af ein­hverri alvöru. Fylgi Vinstri grænna náði hámarki 10. októ­ber, fyrir rúmum tveimur vikum síð­an, í 27,6 pró­sent­um. Þá var Sam­fylk­ingin aðeins með 10 pró­sent en flokkur Loga Más Ein­ars­sonar hefur 14,8 pró­sent nú.

Niðurstöður lokaspár kosningaspárinnar 27. október 2017
Hér eru niðurstöður síðustu kosningaspárinnar sem gerð er í aðdraganda Alþingiskosninganna 2017.

Snar­pri kosn­inga­bar­áttu lauk form­lega með kapp­ræðum for­manna þeirra flokka sem bjóða fram í öllum kjör­dæmum í Rík­is­sjón­varp­inu í gær­kvöldi.

Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar birt­ist nýr í lands­lagi íslenskra stjórn­mála um síð­ustu mán­aða­mót. Flokk­ur­inn mæld­ist strax með nokk­urt fylgi, jafn­vel þó fyrstu kann­anir hafi aðeins kannað „fylgi við fram­boð Sig­mundar Dav­íðs“. Sig­mundur hafði þá nýklofið sig úr Fram­sókn­ar­flokknum og veitt sínum gömlu félögum gott högg í kosn­inga­spánni.

Mið­flokk­ur­inn svo barist við að kom­ast yfir 10 pró­sentu­stigam­úr­inn og endar með 10 pró­sent í loka­spá kosn­inga­spár­innar í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­ing­anna sem fram fara í dag.

Þróun fylgis stjórnmálaflokka í kosningaspánni
Fylgi flokka miðað við kosningaspána frá og með 30. ágúst 2017.
B C D F M P S V Aðrir

Píratar hafa, öfugt við Mið­flokk­inn, barist við að falla ekki langt undir 10 pró­sent fylgi á und­an­förnum vik­um. Fylgi flokks­ins virð­ist hafa náð nokkru jafn­vægi í um 10 pró­sent, og Píratar eru með 9,2 pró­sent í loka­spánni.

Þar á eftir kemur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn með 8,2 pró­sent fylgi. Það er mesta fylgi sem flokkur Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar hefur haft í kosn­inga­spánni síðan í 23. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Við­reisn hefur risið að und­an­förnu. Kosn­inga­spáin sýnir flokk­inn með 7,6 pró­sent fylgi á lands­vísu. Útlitið var síður en svo bjart fyrir Bene­dikt Jóhann­es­son og Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dóttur í Við­reisn framan af, eða þar til ákveðið var að Bene­dikt myndi stíga til hliðar sem for­maður flokks­ins og Þor­gerður Katrín myndi taka við. Síðan hefur Við­reisn mælst með sífellt meiri stuðn­ing í kosn­inga­spánni.

Björt fram­tíð á sér ekki við­reisnar von

Það hefur ekk­ert gengið hjá sam­starfs­flokki Við­reisnar og Sjálf­stæð­is­flokks­ins í rík­is­stjórn­inni, Bjartri fram­tíð. Flokkur Ótt­arrs Proppé sleit stjórn­ar­sam­starf­inu nokkuð óvænt 15. sept­em­ber. Flokk­ur­inn hafði síður en svo mælst með mikið fylgi í kosn­inga­spánni í aðdrag­anda stjórn­ar­slita, og þó stuðn­ing­ur­inn hafi auk­ist lít­il­lega strax í kjöl­farið var það skamm­góður verm­ir.

Björt fram­tíð er fjarri því að fá mann kjör­inn á þing í þessum Alþing­is­kosn­ing­um. Flokk­ur­inn mælist með 1,6 pró­sent fylgi í loka­spá kosn­inga­spár­innar 2017. Í þing­sæta­spánni eru 89 pró­sent líkur á því að flokk­ur­inn fái engan mann kjör­inn.

Flokkur fólks­ins á einnig tak­mark­aða mögu­leika á því að fá mann kjör­inn á þing. Í þing­sæta­spánni eru 56 pró­sent líkur á því að Inga Sæland og félagar kom­ist ekki að.

Katrín Jakobsdóttir mun ef til vill þurfa að eiga samtal við fleiri en einn flokk ef hún vill mynda ríkisstjórn að loknum kosningum.
Mynd: Birgir Þór

Meiri­hluti tveggja flokka ólík­legur

Það er mjög ólík­legt að hægt verði að mynda meiri­hluta á Alþingi með aðkomu aðeins tveggja stjórn­mála­flokka eftir kosn­ing­arn­ar. Lík­leg­asta tveggja­flokka­mynstrið er sam­starf Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Vinstri grænna. Slíkur meiri­hluti varð hins vegar aðeins til í 29 pró­sent til­vika 100.000 sýnd­ar­kosn­inga þing­sæta­spár­inn­ar; Það eru sem­sagt 29 pró­sent líkur á að það verði mögu­legt, miðað við fyr­ir­liggj­andi gögn kosn­inga­spár­inn­ar.

Í töfl­unni hér að neðan má sjá líkur á sam­an­lögðum þing­manna­fjölda mis­mun­andi flokka.

Líkur á samanlögðum þingmannafjölda 27. októberSíðast uppfært 27. október 2017 kl. 23:00. Líkur á að samanlagður þingmannafjöldi framboðslista nái meirihluta á þingi. Til að fá eins manns meirilhuta á Alþingi þarf samanlagður fjöldi að vera 32 þingmenn. Rauða strikið í töflunni hér að neðan er sláin sem þarf að komast yfir.
Þingmenn DV DS SV BSV PSV BDM DFM BDSM BPSV CPSV BDFM
>=41
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
29%
0%
0%
0%
>=40
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
41%
1%
1%
0%
>=39
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
55%
3%
2%
0%
>=38
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
67%
6%
4%
1%
>=37
0%
0%
0%
0%
0%
0%
0%
79%
11%
8%
2%
>=36
1%
0%
0%
0%
0%
1%
0%
87%
19%
15%
4%
>=35
3%
0%
0%
1%
1%
2%
0%
93%
30%
25%
7%
>=34
6%
1%
0%
2%
2%
5%
0%
96%
43%
37%
13%
>=33
11%
3%
0%
4%
4%
10%
0%
98%
57%
51%
22%
>=32
19%
5%
0%
8%
8%
17%
1%
99%
70%
64%
33%
>=31
30%
10%
0%
14%
15%
28%
2%
100%
80%
76%
46%
>=30
43%
18%
0%
23%
25%
41%
5%
100%
88%
85%
59%
>=29
58%
29%
1%
35%
37%
55%
10%
100%
94%
91%
72%
>=28
72%
43%
2%
49%
51%
68%
17%
100%
97%
95%
83%
>=27
83%
58%
4%
63%
64%
80%
27%
100%
99%
98%
90%
>=26
91%
72%
9%
75%
76%
88%
39%
100%
99%
99%
95%
>=25
96%
83%
17%
85%
86%
94%
53%
100%
100%
100%
98%
>=24
98%
91%
28%
92%
92%
97%
67%
100%
100%
100%
99%
>=23
99%
96%
42%
96%
96%
99%
79%
100%
100%
100%
100%
>=22
100%
98%
57%
98%
98%
100%
88%
100%
100%
100%
100%
>=21
100%
99%
72%
99%
99%
100%
94%
100%
100%
100%
100%
>=20
100%
100%
83%
100%
100%
100%
97%
100%
100%
100%
100%
>=19
100%
100%
91%
100%
100%
100%
99%
100%
100%
100%
100%
>=18
100%
100%
96%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
>=17
100%
100%
98%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
>=16
100%
100%
99%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%
100%

Í kosn­ing­unum hafa allir flokkar lista­bók­stafi til þess að ein­kenna sig á kjör­seðl­inum sem birt­ist kjós­endum í kjör­klef­an­um. Lista­bók­stafirnir eru ekki endi­lega rök­réttir miðað við nöfn flokk­anna. Ýmsar ástæður eru fyrir því, sem rekja má mis­langt aftur í tím­ann. Lista­bók­stafir fram­boð­anna sem bjóða fram í kosn­ing­unum 2017 eru eft­ir­far­andi:

 • A – Björt fram­tíð
 • B – Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn
 • C – Við­reisn
 • D – Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn
 • F – Flokkur fólks­ins
 • M – Mið­flokk­ur­inn
 • P – Píratar
 • R – Al­þýðu­fylk­ingin
 • S – Sam­fylk­ingin
 • T – Dögun
 • V – Vinstri græn
Fylgið hefur dreifst mikið á alla flokka í aðdraganda kosninganna.
Mynd: Birgir Þór

Kosn­inga­mið­stöðin verður úrslita­torg

Í kosn­inga­mið­stöð Kjarn­ans er hægt að finna nýj­ustu kosn­inga­spána, fróð­leik og fréttir um kosn­ing­arnar í dag. Þar er hægt að finna hag­nýta hlekki á mál­efni, fram­boðs­lista, sam­ræðu­torg, aðferða­fræði kosn­inga­spár­innar og margt fleira.

Ef þú ert óviss um hvar þú átt að kjósa getur þú flett þér upp í kjör­skrá hér.

Þegar úrslit kosn­ing­anna liggja fyrir á morgun mun kosn­inga­mið­stöðin breyt­ast í eins­konar úrslita­torg þar sem rýnt verður í úrslit­in. Nið­ur­stöður kosn­ing­anna verða settar fram mynd­rænt til þess að bæta aðgengi almenn­ings að þeim upp­lýs­ing­um.

Hægt verður að fletta upp nýjum þing­mönnum og raða saman mögu­legum þing­meiri­hlut­um, svo eitt­hvað sé nefnt.

Fylgist með kosn­inga­mið­stöð­inni – og kjósum rétt!

Niðurstöður þingsætaspárinnar 27. október 2017
Þingsætaspáin sýnir líkur fyrir hvern fulltrúa á að hann nái kjöri. Miðað er við niðurstöðu nýjustu kosningaspárinnar og nýjustu kannanir upp úr kjördæmum. Nánar má lesa um aðferðafræði þingsætaspárinnar hér.
Norðausturkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 3%
  Arngrímur Viðar Ásgeirsson
 • 0%
  Halla Björk Reynisdóttir
 • 0%
  Hörður Finnbogason
 • 93%
  Þórunn Egilsdóttir
 • 26%
  Líneik Anna Sævarsdóttir
 • 0.4%
  Þórarinn Ingi Pétusson
 • 22%
  Benedikt Jóhannesson
 • 0.3%
  Hildur Betty Kristjánsdóttir
 • 0%
  Jens Hilmarsson
 • 100%
  Kristján Þór Júlíusson
 • 89%
  Njáll Trausti Friðbertsson
 • 21%
  Valgerður Gunnarsdóttir
 • 0.4%
  Arnbjörg Sveinsdóttir
 • 13%
  Halldór Gunnarsson
 • 0.1%
  Pétur Einarsson
 • 0%
  Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir
 • 100%
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
 • 72%
  Anna Kolbrún Árnadóttir
 • 6%
  Þorgrímur Sigmundsson
 • 47%
  Einar Aðalsteinn Brynjólfsson
 • 2%
  Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
 • 0%
  Hrafndís Bára Einarsdóttir
 • 99%
  Logi Már Einarsson
 • 49%
  Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
 • 2%
  María Hjálmarsdóttir
 • 100%
  Steingrímur Jóhann Sigfússon
 • 99%
  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 • 54%
  Ingibjörg Þórðardóttir
 • 3%
  Edward H. Huijbens
 • 0%
  Óli Halldórsson
Norðvesturkjördæmi
8 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 2%
  Guðlaug Kristjánsdóttir
 • 0%
  Kristín Sigurgeirsdóttir
 • 0%
  Elín Matthildur Kristinsdóttir
 • 94%
  Ásmundur Einar Daðason
 • 20%
  Halla Signý Kristjánsdóttir
 • 0.4%
  Stefán Vagn Stefánsson
 • 7%
  Gylfi Ólafsson
 • 0%
  Lee Ann Maginnis
 • 0%
  Haraldur Sæmundsson
 • 100%
  Haraldur Benediktsson
 • 99%
  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
 • 47%
  Teitur Björn Einarsson
 • 2%
  Hafdís Gunnarsdóttir
 • 25%
  Magnús Þór Hafsteinsson
 • 0.5%
  Hjördís Heiða Ásmundsdóttir
 • 0%
  Júlíus Ragnar Pétursson
 • 98%
  Bergþór Ólason
 • 29%
  Sigurður Páll Jónsson
 • 0.2%
  Jón Þór Þorvaldsson
 • 24%
  Eva Pandora Baldursdóttir
 • 0.1%
  Gunnar I. Guðmundsson
 • 0%
  Rannveig Ernudóttir
 • 94%
  Guðjón S. Brjánsson
 • 16%
  Arna Lára Jónsdóttir
 • 0.1%
  Jónína Björg Magnúsdóttir
 • 99%
  Lilja Rafney Magnúsdóttir
 • 43%
  Bjarni Jónsson
 • 0.6%
  Rúnar Gíslason
Suðurkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 4%
  Jasmina Crnac
 • 0%
  Arnbjörn Ólafsson
 • 0%
  Valgerður Björk Pálsdóttir
 • 100%
  Sigurður Ingi Jóhannsson
 • 81%
  Silja Dögg Gunnarsdóttir
 • 13%
  Ásgerður K. Gylfadóttir
 • 28%
  Jóna Sólveig Elínardóttir
 • 0.6%
  Arnar Páll Guðmundsson
 • 0%
  Stefanía Sigurðardóttir
 • 100%
  Páll Magnús­son
 • 98%
  Ásmund­ur Friðriks­son
 • 51%
  Vil­hjálm­ur Árna­son
 • 4%
  Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir
 • 35%
  Karl Gauti Hjaltason
 • 2%
  Heiða Rós Hauksdóttir
 • 0%
  Guðmundur Borgþórsson
 • 98%
  Birgir Þórarinsson
 • 44%
  Elvar Eyvindsson
 • 1%
  Sólveig Guðjónsdóttir
 • 53%
  Smári McCarty
 • 3%
  Álfheiður Eymarsdóttir
 • 0%
  Fanný Þórsdóttir
 • 96%
  Oddný G. Harðardóttir
 • 30%
  Njörður Sigurðsson
 • 0.7%
  Arna Ír Gunnarsdóttir
 • 99%
  Ari Trausti Guð­munds­son
 • 57%
  Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir
 • 4%
  Dan­íel E. Arn­ars­son
 • 0%
  Dagný Alda Steins­dótt­ir
Reykjavíkurkjördæmi norður
11 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 5%
  Óttarr Proppé
 • 0.2%
  Auður Kolbrá Birgisdóttir
 • 0%
  Sunna Jóhannsdóttir
 • 25%
  Lárus Sigurður Lárusson
 • 0.7%
  Kjartan Þór Ragnarsson
 • 0%
  Tanja Rún Kristmannsdóttir
 • 84%
  Þorsteinn Víglundsson
 • 26%
  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
 • 0.7%
  Páll Rafnar Þorsteinsson
 • 100%
  Guðlaugur Þór Þórðarson
 • 99%
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 • 60%
  Birgir Ármannsson
 • 7%
  Albert Guðmundsson
 • 19%
  Ólafur Ísleifsson
 • 0.7%
  Kolbrún Baldursdóttir
 • 0%
  Svanberg Hreinsson
 • 45%
  Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
 • 2%
  Guðlaugur G. Sverrisson
 • 0%
  Sólveig Bjarney Daníelsdóttir
 • 97%
  Helgi Hrafn Gunnarsson
 • 64%
  Halldóra Mogensen
 • 7%
  Gunnar Hrafn Jónsson
 • 100%
  Helga Vala Helgadóttir
 • 93%
  Páll Valur Björnsson
 • 30%
  Eva H. Baldursdóttir
 • 1%
  Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
 • 100%
  Katrín Jakobsdóttir
 • 95%
  Steinunn Þóra Árnadóttir
 • 37%
  Andrés Ingi Jónsson
 • 2%
  Halla Gunnarsdóttir
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 4%
  Nicole Leigh Mosty
 • 0.2%
  Hörður Ágústsson
 • 0%
  Starri Reynisson
 • 24%
  Lilja Dögg Alfreðsdóttir
 • 0.7%
  Alex B. Stefánsson
 • 0%
  Birgir Örn Guðjónsson
 • 93%
  Hanna Katrín Friðriksson
 • 55%
  Pawel Bartoszek
 • 5%
  Dóra Sif Tynes
 • 100%
  Sigríður Á. Andersen
 • 98%
  Brynjar Níelsson
 • 57%
  Hildur Sverrisdóttir
 • 7%
  Bessí Jóhannsdóttir
 • 18%
  Inga Sæland
 • 0.7%
  Guðmundur Sævar Sævarsson
 • 0%
  Linda Mjöll Gunnarsdóttir
 • 58%
  Þorsteinn B. Sæmundsson
 • 4%
  Valgerður Sveinsdóttir
 • 0%
  Baldur Borgþórsson
 • 95%
  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 • 52%
  Björn Leví Gunnarsson
 • 4%
  Olga Cilia
 • 100%
  Ágúst Ólafur Ágústsson
 • 81%
  Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
 • 15%
  Einar Kárason
 • 100%
  Svandís Svavarsdóttir
 • 94%
  Kolbeinn Óttarsson Proppé
 • 33%
  Orri Páll Jóhannsson
 • 2%
  Eydís Blöndal
Suðvesturkjördæmi
13 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 6%
  Björt Ólafsdóttir
 • 0.5%
  Karólína Helga Símonardóttir
 • 0%
  Halldór Jörgensson
 • 57%
  Willum Þór Þórsson
 • 9%
  Kristbjörg Þórisdóttir
 • 0.3%
  Linda Hrönn Þórisdóttir
 • 95%
  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 • 67%
  Jón Steindór Valdimarsson
 • 15%
  Sigríður María Egilsdóttir
 • 100%
  Bjarni Benediktsson
 • 100%
  Bryndís Haraldsdóttir
 • 100%
  Jón Gunnarsson
 • 96%
  Óli Björn Kárason
 • 59%
  Vilhjálmur Bjarnason
 • 22%
  Guðmundur Ingi Kristinsson
 • 2%
  Jónína Björk Óskarsdóttir
 • 0%
  Edith Alvarsdóttir
 • 64%
  Gunnar Bragi Sveinsson
 • 11%
  Una María Óskarsdóttir
 • 0.3%
  Kolfinna Jóhannesdóttir
 • 81%
  Jón Þór Ólafsson
 • 24%
  Oktavía Hrund Jónsdóttir
 • 2%
  Dóra Björt Guðjónsdóttir
 • 99%
  Guðmundur Andri Thorsson
 • 75%
  Margrét Tryggvadóttir
 • 18%
  Adda María Jóhannsdóttir
 • 1%
  Finnur Beck
 • 98%
  Rósa Björk Brynjólfsdóttir
 • 67%
  Ólafur Þór Gunnarsson
 • 14%
  Una Hildardóttir
 • 0.7%
  Fjölnir Sæmundsson

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar