Frankenstein og konan að baki sturlaða vísindamannsins

Nú líður að hrekkjavöku og þá er ekki úr vegi að fræðast um eitt frægasta skrímsli hryllingsbókmenntanna og konuna sem skapaði sagnaheiminn. Kjarninn kannaði merkilegt lífshlaup höfundarins Mary Shelley og sögu.

Boris Karloff í hlutverki skrímslisins árið 1931.
Boris Karloff í hlutverki skrímslisins árið 1931.
Auglýsing

Nú líður að hrekkja­vöku en hún er 31. októ­ber næst­kom­andi. Margir munu þó halda upp á hana fyrr, klæða sig upp, horfir á The Night­mare Before Christmas og hlusta á Tom Waits. Börn á Íslandi munu einnig ganga á milli húsa til að biðja um gott eða grikk og eru vinnu­staðir farnir að halda dag­inn hátíð­leg­an.

Franken­stein er eitt þekktasta nafn innan hryll­ings­bók­mennt­anna en sá mis­skiln­ingur er oft uppi að skrímslið beri nafn­ið. Svo er ekki því vís­inda­mað­ur­inn bak við skrímslið og skap­ari þess heitir þessu fræga nafn­i. 

Skáldsagan Franken­stein: eða hinn nýi Pró­mó­þeus eða ein­fald­lega Franken­stein, eins og hún er venju­lega köll­uð, er löngu orðin klassík og hver ein­asta kyn­slóð kynn­ist sög­unni í ein­hverju formi í gegnum kvik­mynd­ir, lög, sjón­varps­þætti og popp­menn­ing­una. Kona að nafni Mary Shelley skrif­aði sög­una korn­ung á 19. öld og átti hún væg­ast sagt við­burða­ríkt líf. 

Auglýsing

Hver var Franken­stein?

Ekki er þó víst að allir þekki upp­runa sög­unnar enda hefur skrímslið sjálft öðl­ast eigið líf í vissum skiln­ingi.

Sagan fjallar um ungan vís­inda­mann að nafni Viktor Franken­stein sem skapar furðu­skepnu með væg­ast sagt umdeildum aðferð­um. Frá­sögnin fer fram í bréfa­skriftum eins og vin­sælt var í þess­ari teg­und bók­mennta en sagan um Dra­kúla er til að mynda skrifuð á sama formi. 

Frankenstein - Veggspjald

Vís­inda­mað­ur­inn með þrá­hyggj­una

Sagan hefst á því að segja frá bréfa­skrifum enskra systk­ina, Roberts Walton og Mar­grétar Saville. Hann er á leið á Norð­ur­heim­skautið á skipi sínu en hún er heima á Englandi. Hann finnur mann sem er nærri dauða en lífi og er þar á ferð aðal­sögu­hetj­an, Viktor Franken­stein. Hann segir Walton sögu sína. 

Viktor byrjar að segja frá æsku sinni. Hann er fæddur í Napolí og af ríkum ætt­um. Hann átti tvo bræð­ur, þá Ernest og Willi­ams. Hann var alltaf heill­aður af heimi efna­fræð­innar og hald­inn þrá­hyggju að læra gamlar úreltar kenn­ingar sem ein­blína á að líkja eftir undrum nátt­úr­unn­ar. For­eldrar hans ætt­leiða dóttur sem Viktor verður síðar ást­fang­inn af. 

Áður en Viktor fer í háskóla í Þýska­landi deyr móðir hans sem hefur þau áhrif að hann kaf­færir sig í vinnu og rann­sókn­ir. Hann skarar fram úr í skóla og í gegnum rann­sóknir sínar tekst honum að lífga dauðan lík­amsvef við. Hann fær þrá­hyggju vegna þessa og tekst á end­anum að lífga heila mann­eskju við. En fal­legur draumur hans breyt­ist fljótt í martröð. Til verður hræði­leg skepna, rúm­lega tveggja metra há, með gul augu og með skinn sem varla þekur vöðvana og æðarnar á skrímsl­in­u. 

Colin Clive and Dwight Frye í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Frankenstein frá árinu 1931.

Fólk hataði skrímslið vegna útlits þess

Í fát­inu flýr Viktor áður en skrímslið vakn­ar. Hann leitar á náðir vinar síns en verður veikur og tekur það hann fjóra mán­uði að jafna sig. Þegar hann snýr heim á ný kemst hann að því að bróðir hans William var myrtur og grunar hann skrímslið um verkn­að­inn. Fóstra hans er aftur á móti sak­felld fyrir morðið og Viktor getur ekk­ert gert til að koma í veg fyrir það. 

Hann flýr upp í fjöll­inn bug­aður af sekt­ar­kennd og sorg þar sem skrímslið finnur hann. Það segir honum sög­una af fyrstu dögum sínum á lífi. Fólk var hrætt við það og hataði vegna þess hvernig það leit út sem lét það hræð­ast fólkið einnig. Skrímslið lærði að tala og lesa af sjálfs­dáðum og það gerði sér grein fyrir því hvernig það leit út. 

Margir í valnum

Ég mun deyja og finna eigi til þess sem ég finn nú. Senn mun þessi brenn­andi eymd slokkna. Ég mun stíga víg­reifur upp frá kumli mínu og taka kvöl grimmra log­anna fagn­andi. Birta þess báls mun dofna; vind­arnir munu feykja ösku minni í haf­ið. Andi minn mun hvíla rór, en ef hann hugsar mun hann svo sann­ar­lega ekki hugsa á þessa leið. Vertu sæll!


Til að gera langa sögu stutta þá sór skrímslið þess eið að hefna sín á skap­ara sínum fyrir að koma því í heim sem hataði það. Það við­ur­kenndi að hafa drepið bróður Vikt­ors og komið sök­inni yfir á fóstr­una. 

Skrímslið heimt­aði að Viktor myndi búa til annað sköp­un­ar­verk, brúður fyrir það sjálft. Þau myndu hverfa út í hinn stóra heim og sam­þykkir Viktor bón þessa eftir að hafa verið ógnað af skrímsl­inu. Hann eyði­leggur þó á end­anum alla þá vinnu sem fór í að búa til brúð­ina eftir að hafa fengið efa­semdir um alls sam­an. Á end­an­um, eftir að skrímslið nær að drepa ást­konu hans sem hann ætl­aði að gifast, þá eltir Viktor skrímslið á norð­ur­slóð­ir. 

Sagan endar á bátnum hjá Walton þar sem Viktor deyr og skrímslið syrgir skap­ara sinn. Það hverfur síðan í sjó­inn og aldrei spyrst til þess aft­ur.

Í næst síð­ustu efn­is­grein­inni í bók­inni segir skrímslið við Walton: „Ég mun deyja og finna eigi til þess sem ég finn nú. Senn mun þessi brenn­andi eymd slokkna. Ég mun stíga víg­reifur upp frá kumli mínu og taka kvöl grimmra log­anna fagn­andi. Birta þess báls mun dofna; vind­arnir munu feykja ösku minni í haf­ið. Andi minn mun hvíla rór, en ef hann hugsar mun hann svo sann­ar­lega ekki hugsa á þessa leið. Vertu sæll!“

Með fyrstu vís­inda­skáld­sög­unum

Sagan er talin til vís­inda­skáld­sagna og er í raun ein af þeim fyrstu. Hún hefur haft mikil áhrif á popp­menn­ingu, hryll­ings­bók­mennt­ir, kvik­mynd­ir og fjöld­inn allur af bók­menntum hefur spunn­ist upp í kringum sög­una

Í bók­inni fær skrímslið aldrei nafn og er í stað­inn kallað skepna, djöf­ull, skrímsli, óþokki og „það“. Það kallar sjálft sig frum­burð erf­iðis Vikt­ors og talar um sig sem hinn fallna engil sem er vísun í Lús­í­fer.  

En hefur sagan dýpri merk­ingu en ein­ungis um skrímsli og skap­ara þess? Bók­mennta­fræð­ingar hafa leikið sér að túlk­unum alla síð­ustu öld og enn eru skrif­aðar rit­gerðir og greinar um fyr­ir­bær­ið. Þrá­hyggja Vikt­ors til að skapa líf og leika guð hefur verið mörgum rit­höf­undum inn­blást­ursefni og er í raun alda­gam­alt sagna­minni. Hann fór skrefi of langt og hefnd­ist hrapa­lega fyrir vik­ið. 

Samdi sög­una ung að árum

Mary ShelleyHöf­und­ur­inn, Mary Shelley, var ein­ungis 18 ára gömul þegar hún byrj­aði að skrifa sög­una og kom hún út rúmum tveimur árum síð­ar. Sú útgáfa var nafn­laus og gefin út í London 1. jan­úar árið 1818. Sagan var end­ur­út­gefin undir hennar nafni í annarri útgáfu árið 1823 í Frakk­landi.

Mary Shelley fædd­ist árið 1797 í Somers Town í London. Hún var dóttir femíníska heim­spek­ings­ins Mary Woll­sto­necraft og rit­höf­und­ar­ins William God­win. Móðir hennar lést af barns­förum þegar hún fædd­ist og var Mary því skírð í höf­uðið á henn­i. 

Mary ferð­að­ist víðs­vegar um Evr­ópu þegar hún var 17 ára gömul með við­komu í Gerns­heim í Þýska­landi, þorpi sem er rétt hjá Franken­stein-kast­al­an­um. Í honum átti að hafa búið gull­gerð­ar­meist­ari tveimur öldum áður eða svo­kall­aður alkem­isti. Sú saga er sögð hafa haft áhrif á unga Mar­y. 

Varð ólétt en missti barnið

Hún var á ferða­lagi með Percy Shelley, sem seinna varð eig­in­maður henn­ar, Lord Byron og John Polidori þegar þau ákváðu að kepp­ast um hver gæti samið bestu hryll­ings­sög­una. Hug­myndin átti að hafa komið til Mary í draumi um vís­inda­mann sem skap­aði líf og hrædd­ist síðan það sem hann bjó til. 

Mary átti ham­ingju­sama æsku en faðir hennar var þó oft skuld­ugur og taldi sig ekki geta alið börnin upp eins síns liðs. Hann gift­ist því aftur en Mary kom sér­stak­lega illa saman við stjúp­móður sína sem og vini föður henn­ar. Hún var sögð með mikið skap og sögðu margir að hún hefði haldið upp á sín eigin börn fram yfir hans. 

Mary var ást­kona Percy Shelley og varð hún ólétt árið 1814. Hann var þá enn giftur en voru þau ákveðin að vera saman þrátt fyrir storma­samt sam­band. Barnið fæddi hún fyrir tím­ann í byrjun árs 1815 en það lifði ekki af. Hún varð þung­lynd í fram­hald­inu en átti síðan annað barn sitt ári seinna. Þau gift­ust eftir að fyrri kona Percy tók sitt eigið líf ári seinna. Þá var Mary ólétt af þriðja barni þeirra sem fædd­ist seinna á árin­u. 

Leit­aði hugg­unar í rit­störfin

Percy ShelleyÞau Mary og Percy trúðu á frjálsar ástir og á það að búa ekki of lengi á sama staðn­um. Þau lásu, skrif­uðu og öfl­uðu sér þekk­ingar og umkringdu sig vinum sem þau bjuggu meðal ann­ars með. 

Bæði börn Mary dóu með árs milli­bili árin 1818 og 1819. Það olli henni mik­illi van­líðan eins og gefur að skilja og lagð­ist hún í mikið þung­lyndi á ný. Eina huggun hennar voru rit­störf þangað til hún eign­að­ist fjórða barn sitt í nóv­em­ber 1819, Percy Flor­ence Shelley. Þau bjuggu í fjöl­mörg ár á Ítalíu og leit Mary alla tíð á landið sem hálf­gerða para­dís. 

Þremur árum síðar varð hún ólétt á ný en missti barnið og lést nærri því úr blóð­missi. Hjónin urðu alltaf fjar­læg­ari og fjar­læg­ari á þessum tíma og leit­aði Percy æ meira til ann­arra kvenna. Seinna um sum­arið sama ár drukkn­aði hann undan ströndum Livorno á Ítal­íu. 

Mary snéri aftur til Eng­lands eftir and­lát eig­in­manns­ins með eina eft­ir­lif­andi son sinn og til­eink­aði líf sitt rit­störf­um. Þau voru mjög náin og bjó hún hjá honum og eig­in­konu hans þegar hann var upp­kom­inn. Árið 1851 lést hún en grunur er um að hún hafi verið með heila­æxli. Hún skildi eftir sig fjölda hand­rita, bóka, smá­sagna og dag­bóka. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar