Frá Pushkin til Pútíns: Hugmyndafræði keisaraveldis í rússneskum bókmenntum

Heimspekingurinn og bókmenntafræðingurinn Volodymyr Yermolenko fjallar um klassískar rússneskar bókmenntir, sem hann segir stútfullar af ómannúðlegri þjóðernishyggju – óþægilega kunnugleg stef í ljósi atburða dagsins. Ástþór Jóhannsson þýddi.

Auglýsing

Ein af göt­unum í Hoholiv — bæ rétt austan við höf­uð­borg Úkra­ínu, Kyiv — ber nafn Mik­hail Lermontov, rúss­nesks skálds frá 19. öld. Lermontov heim­sótti aldrei Úkra­ínu og aðeins fá ljóð hans snerta úkra­ínsk efni. En götur um alla Úkra­ínu eru samt kenndar við hann og aðra rúss­neska bók­mennta­jöfra, sem er arf­leifð sov­éskrar heims­veld­is­for­tíð­ar.

Bær­inn Hoholiv, þar sem háðir voru harðir bar­dagar í mars síð­ast liðn­um, heiðrar á sama hátt Anton Tsjek­hov, Vla­dimir Maya­kov­skíj og Aleksander Pus­hk­in. Að gefa götum í hverri borg, bæ og þorpi nöfn er aðeins eitt tæki heims­veldis til að nefna og stjórna nýlendu­svæði sínu. Sér­hvert áber­andi rúss­neskt nafn var leið til að úti­loka annað úkra­ínskt. Götu­nöfn eru tæki til að eyða stað­bundnu minni.

Stór­menni í bók­menntum Rúss­lands lán­uðu þó ekki bara nöfn sín til heims­veld­is­á­ætl­ana lands síns. Miklu meira en almennt er við­ur­kennt, hjálp­uðu skrif þeirra einnig til við að móta, flytja og festa í sessi heims­veld­is­hug­sjón og þjóð­ern­is­lega heims­mynd Rúss­lands.

Auglýsing

Hvað er með Lermontov? Hann hefur ákveðna ímynd í rúss­neskum bók­menntum sem rit­höf­und­ur, her­mað­ur, málari, kvenna­maður og róm­an­tískt skáld. Hann töfraði fram frið­sælar myndir af Kákasus, sem föng­uðu ímynd­un­ar­afl hans eins og svo margra ann­arra frægra rúss­neskra rit­höf­unda. Líkt og Pus­hkin lést hann voveif­lega, af byssu­skoti er hann hlaut í ein­vígi.

En að baki róm­an­tísku stefn­unnar snemma á 19. öld býr nokkuð ann­að: kaldur hrammur heims­veld­is. Fræg­asta ljóð Lermontovs – Mtsyri eða „Nýlið­inn,“ samið árið 1839 – er sið­ferð­is­leg frá­sögn af káka­sískum munki sem var tek­inn til fanga af rúss­neskum her­for­ingja sem dreng­ur. Lyk­il­til­finn­ing ljóðs­ins er von­leys­is­til­finn­ing: Hin stolta og glæsi­lega saga íbúa Kákasus liggur í for­tíð­inni og er glötuð að eilífu, og sökn­uður aðal­per­són­unnar eftir horf­inni for­tíð segir okkur að hann til­heyri hinum sigr­aða hluta mann­kyns.

Í Ulansha, rudda­fengnu ljóði Lermontovs, snemma á ferl­in­um, segir hann frá hópnauðgun rúss­neskra her­manna á konu; text­inn virð­ist ekki bera nein auðsæ merki um samúð með fórn­ar­lamb­inu. Annað ljóð, Kavkazets („káka­sískt“), gefur í skyn að hinir sönnu Kákasíu­menn séu ekki inn­fæddir heldur rúss­neskir her­menn sem lögðu undir sig svæðið snemma á 19. öld – rétt eins og sov­éskir her­menn sem sendir voru til að ráð­ast inn í og her­nema Afganistan voru í dag­legu tali kall­aðir „Af­gan­ar. ”

Málverk frá 1838 eftir Mikhail Lermontov – „Minningar frá Kákasusfjöllum.“

Rétt eins og Lermontov sem orti um Kákasus út frá sjón­ar­horni keis­ara­legrar rúss­neskrar nýlendu­stefnu, orti Pus­hkin með sama hætti um Úkra­ínu. Tökum Poltava, ljóð Pus­hk­ins um Ivan Mazepa, úkra­ínska kósakka­for­ingj­ann sem gerði upp­reisn gegn þáver­andi Rússa­keis­ara Pétri mikla þar sem hann var að herða yfir­ráð Rúss­lands yfir Úkra­ínu (og sem Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti nefndi nýlega sem eft­ir­dæmi, í ræðu um að end­ur­heimta lönd rúss­neska heims­veld­is­ins).

Fyrir Úkra­ínu­menn er Mazepa tákn þjóð­legrar and­spyrnu gegn yfir­ráðum Rússa og áminn­ing um að á 17. öld braut Rússa­keis­ari sátt­mála um að varð­veita sjálf­stjórn kósakka (Úkra­ínu­manna fram­tíð­ar­inn­ar) gegn holl­ustu við Moskvu­menn (Rússa fram­tíð­ar­inn­ar). Hvað Úkra­ínu­menn varð­aði þá braut Pétur samn­ing­inn; fyrir Rússa þótti allt til­kall Úkra­ínu­manna um sjálf­stjórn svik – líkt og Pútín heldur fram núna. Pus­hkin tekur afstöðu með Rúss­landi þegar hann lýsir Mazepa sem ótíndum svik­ara sem mundi „út­hella blóði eins og það væri vatn“. Úkra­ínu­menn eru aumkunn­ar­verðir og fyr­ir­lit­leg­ir, eins og segir í ljóð­inu, og „unna blóð­ugum og fornum tíma.“

Sömu skila­boðin má finna í frægri sögu­legri skáld­sögu rúss­neska rit­höf­und­ar­ins Niko­lai Gogol um Úkra­ínu: Taras Bulba. Þegar Gogol —úkra­ínskur að upp­runa — aðlag­aði sjálfs­mynd sína að rúss­neskri heims­veld­is­stefnu, eyddi hann miklu af hæfi­leikum sínum í að sanna að allt sem héti úkra­ínskt væri úrelt og það sem meira var, grimmt. Að sögn Gogols þurftu fólkið í Úkra­ínu á rúss­neska heims­veld­inu að halda svo það gæti orðið sið­mennt­aðar mann­eskj­ur.

Auglýsing

Það var auð­vitað önnur leið til að skoða hlut­ina. Nokkrum árum eftir að Gogol og Pus­hkin bjuggu til ímynd sína af úkra­ínsku kósökk­unum sem hluta af úreltri og grimmi­legri for­tíð, var Taras Shevchenko – úkra­ínskt skáld, mál­ari og þjóð­hetja – að segja sam­löndum sínum að and­staða kósakka gegn harð­stjórn og sá lýð­ræð­is­legi andi sem ríkti á meðal þeirra, væri ekki leifar frá for­tíð­inni heldur fyr­ir­boði fram­tíð­ar­inn­ar.

Skoðun Shevchenko á Kákasus var að sama skapi frá­brugðin sýn Lermontovs: ekki frið­sælt lands­lag þar sem róm­an­tísk yfir­ráð Rúss­lands höfðu þurrkað út sög­una heldur mjög dramat­ískur vett­vangur þar sem ofbeldi keis­ara­veldis var upp­spretta blóð­fljóta og and­spyrnan var sterk og ósveigj­an­leg. Boritesya—po­bor­ete ("Berj­ist, og þið munuð sigra"), íkonískt slag­orð Shevchenko um upp­reisn gegn harð­stjórn, kemur úr ljóði hans Kavkaz ("Kákasus") og á jafnt við um bar­áttu Kákasíu og Úkra­ínu gegn keis­ara­veldi Rúss­lands.

Á meðan Kákasus Lermontovs er drif­hvítt, kalt og fjar­lægt mann­legum þján­ing­um, er Kákasus Shevchenko blóð­rautt og á kafi í frels­is­bar­áttu íbú­anna. Lermontov skrifar ljóð um hópnauðgun frá sjón­ar­hóli rúss­neskra ger­enda; Ímynd Shevchenko sem snýr aftur er af pokrytka - úkra­ínska fyrir „fallna kon­u“. Ögrandi trú­ar­ljóð hans Mariia ( „María “) dregur upp hlið­stæðu á milli úkra­ínskrar pokrýtku sem fæðir óskil­getið barn með her­manni frá Moskvu, ef til vill eftir nauðg­un, og móður Jesú – ein­mana, þjáðar mæð­ur. Samúð með konum sem urðu fyrir kyn­ferð­is­of­beldi er svar Shevchenko við skáld­skap Lermontovs um nauðgun - þar sem í báðum til­fellum er ger­and­inn rúss­neskur og fórn­ar­lambið her­numin mann­eskja.

Myndskreyting frá 1842 eftir Taras Shevchenko við ljóð hans um „föllnu konuna.“

Þegar farið er að leita eftir því kemur í ljós að rúss­neskar bók­menntir eru stút­fullar af heims­valda­stefnu, róm­an­tískum land­vinn­ingum og grimmd, en um leið ríkir þögn um afleið­ing­arn­ar. Þótt verkin virð­ist sýna samúð með þegnum í nýlendum keis­ara­veld­is­ins, eins og í Taras Bulba eða Mtsyri, er þessi sam­kennd aðeins róm­an­tísk hug­mynd um þau dap­ur­leg örlög þegn­anna er þekkja ekki annað en eilíft fram­taks­leysi og kúg­un. Á sama tíma og evr­ópska aust­ur­landa­fræðin (or­í­ental­isminn) var að þróa þá ímynd af afrískum og asískum sam­fé­lögum að þau ættu sér enga sögu þess virði að segja frá, voru rúss­neskar bók­menntir að skapa þá ímynd af Kákasus­þjóð­unum og Úkra­ínu að ofbeld­is­full saga sam­fé­lags þeirra ætti ein­göngu skilið að gleym­ast.

Sam­svör­unin við rúss­neska land­vinn­ingapóli­tík nútím­ans má finna víða og hún ristir djúpt. „Þið róg­berar Rúss­lands“ eftir Pus­hkin er merki­legt dæmi um and-­evr­ópskan bæk­ling sem talar fyrir árás­ar­gjarnri rúss­neskri heims­valda­stefnu. Með­ferð hans á pólsku upp­reisn­inni 1830-1831 er að sumu leyti lík þeirri skoðun Kreml­verja nú til dags á hinum svoköll­uðu lita­bylt­ingum í fyrrum Sov­étlýð­veld­um. Pus­hkin hótar Evr­ópu opin­skátt með stríði („Höfum við gleymt að sigra enn­þá?“) og minnir les­endur á gíf­ur­leg völd og land­vinn­inga Rússa („Frá heitum gresjum Kolkis að snævi­þökktum fjöllum Finn­lands­“).

Hug­mynda­fræði Pus­hk­ins fellur vel að orð­ræðu nýrrar heims­valda­stefnu nútím­ans. Eitt af slag­orðum Rússa í stríð­inu milli Rúss­lands og Úkra­ínu hefur verið „við getum gert það aft­ur“ – þar sem með­vitað er vísað í fyrri eyði­legg­ing­ar- og land­vinn­inga­stríð til að hræða ímynd­aða óvini Rúss­lands. Á sama hátt fagn­aði rúss­neska skáldið Fjodor Tyutchev, er var sam­tíma­maður Pus­hk­ins, að þegar bylt­ingar skóku Evr­ópu 1848 væri rúss­neska heims­veldið varn­ar­vígi Evr­ópu er kæmi í veg fyrir að hið hættu­lega lýð­ræði gæti breiðst út - rétt eins og Rúss­land í dag er fyr­ir­mynd ein­veld­is­dólga og styður and­lýð­ræð­is­öfl, bæði til hægri og vinstri í Evr­ópu.

Auglýsing

Þegar vest­rænt fræða­fólk vísar til gull­aldar rúss­neskra bók­mennta á 19. öld sem vits­muna­legrar bar­áttu á milli vest­rænna við­horfa og slav­neskrar menn­ing­ar, yfir­sést því þjóð­ern­is- og heims­valdasinnuð und­ir­alda sem er sam­eig­in­leg báðum fylk­ing­un­um. Jafn­vel hinir svoköll­uðu vest­rænt þenkj­andi voru fylgj­endur rúss­neskar sér­stöðu­hyggju, og breytt­ust oft í rót­tæka and­stæð­inga þess sem þeir töldu að frjáls­lynd Evr­ópa stæði fyrir og studdu þess í stað harð­stjórn­ar­líkan sam­fé­lags­ins. Fáir höf­undar sýna þetta fyr­ir­bæri betur en rúss­neski rit­höf­und­ur­inn Fjodor Dostojev­skí, sem sner­ist frá sós­íal­ískri rót­tækni í æsku til ein­arðs bók­stafs­trú­ar­manns síðar á ævinni. Frægt var er hann sagði að rúss­neskir sós­í­alistar og komm­ún­istar væru „ekki Evr­ópu­bú­ar“ og „þeir munu enda á að verða sannir Rúss­ar“ – með öðrum orð­um, enda með því að hafna Vest­ur­lönd­um. Í skáld­sög­unni Djöfl­arnir lýsir Dostojev­skí vest­rænum hug­myndum sem „djöf­ul­leg­um“ freist­ingum sem beri að for­dæma.

Burt­séð frá því hvort þessir rit­höf­undar aðhyllt­ust vest­rænar hug­myndir í orði eða ekki, þá hjálp­aði þjóð­ern­issinnuð heims­veld­is­sýn þeirra til við að leiða Rúss­land til meiri harð­stjórn­ar, ekki minni. Meira að segja fram­sæknar vest­rænar hug­myndir féllu á rúss­neska grund og umbreytt­ust þar síðan í nýja og öfl­ugri harð­stjórn – hvort sem það var á tíma nútíma­væð­ingar Rúss­lands undir stjórn Pét­urs mikla á átj­ándu öld eða bol­sé­vika á þeirri tutt­ugustu, en morðóð harð­stjórn þeirra byggði á evr­ópskum sós­íal­ískum hug­mynd­um.

Allt þetta er enn til staðar í dag. Þegar Rússar eyddu Tsjet­sjníu á tíunda ára­tug á síð­ustu ald­ar, réru undir og komu af stað aðskiln­að­ar­bar­áttu í Mold­óvu og Georgíu á sama tíma, réð­ust síðan inn í Georgíu árið 2008 og léku sama leik­inn í Úkra­ínu árið 2014, áttu þessi grimmd­ar­verk sínar vits­muna­legu und­ir­stöður í hinum miklu sígildu rúss­nesku bók­menntum og við­horfum höf­unda þeirra, er hallir voru undir nýlendu­stefnu og land­vinn­inga heims­veld­is­ins.

Enn þann dag í dag eru verk þess­ara höf­unda að segja Rússum að það sé ekk­ert nokk­urs virði í lönd­unum sem rúss­neskir her­menn hernumdu. Þegar Pus­hkin sýndi úkra­ínska kósakka sem blóð­uga og grimma, var það bara 19. aldar útgáfan af áróð­urs­frá­sögn nútím­ans um Úkra­ínu­menn sem meinta nas­ista sem eiga ekki önnur sögu­legt örlög en upp­gjöf og dauða. Þegar Tyutchev sýnir Rúss­land á 19. öld sem glæstan frels­ara Evr­ópu undan lýð­ræð­inu, end­ur­ómar hann bar­áttu Pútíns sem vill koll­varpa lita­bylt­ingum í Úkra­ínu og víð­ar.

Rúss­nesk menn­ing er að sjálf­sögðu engin ein orsök fyrir rúss­neskum glæpum og tengsl menn­ingar og stjórn­mála eru aldrei línu­leg­ar. En það er barna­legt að halda að rúss­nesk menn­ing sé flekk­laus og laus við heims­valda­um­ræð­una sem hefur verið kjarn­inn í rúss­neskum stjórn­málum um ald­ir. Og þrátt fyrir að vest­rænir háskólar rann­saki heims­valda­stefnu og við­horf til Aust­ur­landa í vest­rænni bók­menntakanónu – skáld­sagna­höf­und­arnir Gustave Flaubert, Rudy­ard Kipling og Jos­eph Con­rad koma strax upp í hug­ann – hafa þeir nán­ast algjör­lega litið fram­hjá sam­bæri­legum efn­is­tökum í bók­menntum síð­asta óend­ur­skoð­aða nýlendu­veldis heims­ins, sem stendur í keis­ara­legu land­vinn­inga­stríði, nú um stundir þegar þessi orð eru rit­uð.

Þannig að ef leitað er að rótum rúss­nesks ofbeldis gagn­vart nágrönnum sín­um, löngun þess til að þurrka út sögu þeirra, menn­ingu og rót­gróna andúð á hug­myndum frjáls­lynds lýð­ræð­is, þá má finna nokkur af svör­unum á síðum bóka skáldjöfr­anna Pus­hk­ins, Lermontovs og Dostojev­skís.

Höf­undur er mennt­aður heims­spek­ing­ur, og bók­mennta­fræð­ingur rit­stjóri UkraineWorld, stjórn­andi grein­inga á Inter­news Ukraine og heldur úti hlað­varps­þætt­inum Expla­in­ing Ukraine. Twitt­er: @yermo­len­ko_v

Greinin birt­ist fyrst í For­eign Policy.

Ást­þór Jóhanns­son þýddi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar