Framsókn leggur áherslu á stöðugleika og vill hátekjuskatt

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur sent flokksmönnum bréf í kjölfar þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði sig úr flokknum. Þar kynnti hann stefnumál flokksins í komandi kosningum og brást við brotthvarfi Sigmundar Davíðs.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist vilja starfa með flokkum að loknum kosn­ingum sem vilji öfl­ugt heil­brigð­is- og mennta­kerfi og sam­göng­ur. Hann vill að kjör þeirra sem lakast standi verði bætt og nefnir þar sér­stak­lega aldr­aða, öryrkja og börn. Hann vill end­ur­bæta skatt­kerfið með létt­ari skatt­byrði á fólk með milli- og lægri tekjur en hækka skatta á háar tekj­ur. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi sem hann hefur sent á flokks­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins í kjöl­far þess að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins, sagði sig úr honum og boð­aði nýtt fram­boð í gær.

Fjöl­margir Fram­sókn­ar­menn hafa sagt sig úr flokknum í gær og í dag og ætla að fylgja Sig­mundi Davíð yfir í hans nýja fram­boð, sem enn hefur ekki hlotið nafn opin­ber­lega. Sig­urður Ingi hvetur Fram­sókn­ar­fólk til að standa saman í bréf­inu. Þar segir hann að það þurfi ekki „að eyða mörgum orðum í þá atburði sem urðu til þess að fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins ákvað að segja skilið við flokk­inn. Þá atburði þekkjum við vel og höfum eðli­lega á þeim mis­mun­andi skoð­an­ir. Það er nauð­syn­legt að við núver­andi aðstæður að taka stöð­una og ákveða hvernig hug­sjónum og mark­miðum Fram­sókn­ar­flokks­ins verði best náð til heilla og hags­bóta fyrir alla lands­menn. Það gerum við með sam­stöðu og sam­vinnu alls þess góða fólks sem í flokknum starfar og stuðn­ings­manna hans.“

Auglýsing

Hann segir síðar í bréf­inu að kjós­endur vilji trausta stjórn­mála­menn og flokka sem sýni ábyrgð í störfum sín­um. Kom­andi kosn­ingar muni snú­ast um traust og stöð­ug­leika. Helstu mál­efna­á­herslur Fram­sóknar verði einmitt þær, traust og stöð­ug­leiki, ásamt upp­bygg­ingu í heil­brigð­is- og mennta­málum og stór­bættu sam­göngu­kerfi.

Meira úr sama flokkiInnlent