Píratar fara fram á staðfestingu á símtali milli Sigríðar og Bjarna

Þingmaður Pírata hefur óskað eftir aðgangi að frumgögnum sem varða uppreist æru tveggja manna sem hlutu slíka.

Auglýsing
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, hefur farið fram á að fá afhent dag­bók­ar­færslur eða sam­bæri­leg gögn sem stað­festa sím­tal Sig­ríðar And­er­sen dóms­mála­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra þar sem Sig­ríður kynnti Bjarna að faðir hans væri á meðal með­mæl­anda Hjalta Sig­ur­jóns Hauks­sonar vegna umsóknar hans um upp­reist æru. Þetta kemur fram í beiðni sem Þór­hildur Sunna hefur sent á dóms­mála­ráðu­neyt­ið. Beiðnin er lögð fram á grund­velli upp­lýs­inga­laga.

Í henni er einnig farið fram á að fá lista yfir öll máls­gögn í málum Róberts Dow­ney, sem áður hét Róbert Árni Hreið­ars­son, og Hjalta Sig­ur­jóns. Þór­hildur Sunna fer auk þess fram á að fá öll máls­gögn varð­andi ákvörðun Sig­ríðar um að veita ekki fleiri ein­stak­lingum upp­reist æru og hefja end­ur­skoðun á laga­á­kvæðum um hana.

Þá fer hún fram á að fá minn­is­blöð dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins til Sig­ríðar þar sem mælt er með upp­reist æru eða fjallað um veit­ingu hennar til Róberts og Hjalta Sig­ur­jóns.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­sonar sprakk fyrir tíu dögum síðan eftir að Björt fram­tíð sagði sig frá rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Ástæðan var alvar­legur trún­að­ar­brestur eftir að í ljós kom að faðir for­­sæt­is­ráð­herra, Bene­dikt Sveins­­son, skrif­aði undir með­­­mæla­bréf með beiðni Hjalta Sig­­ur­jóns Hauks­­sonar um að hann fengi upp­­reist æru.

Meira úr sama flokkiInnlent