Sigmundur Davíð hættir í Framsóknarflokknum og stofnar nýtt framboð

Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins er hættur í flokknum og ætlar að bjóða sig fram undir merkjum nýs flokks.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á spjalli í þingsal.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á spjalli í þingsal.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður og fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur ákveðið að segja skilið við flokk­inn og stofna nýtt stjórn­mála­afl. Sig­mundur Davíð segir inn­an­flokksá­tök og ítrek­aðar til­raunir til þess að koma sér frá sé ástæða þess að hann tekur þessa ákvörðun nú.

Í löngum pistli á vef­síðu sinni, Sig­mund­ur­da­vid.is, greinir Sig­mundur frá þessu. Hann seg­ist hafa staðið frammi fyrir tveimur val­kostum þegar boðað var til nýrra kosn­inga. Annar kost­ur­inn var að berj­ast áfram fyrir sæti sínu í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, þar sem Þór­unn Egils­dóttir sæk­ist eftir efsta sæti fram­boðs­listan og þurfa svo að sitja í smáum þing­flokki eftir kosn­ing­arn­ar.

Hinn kost­inn hafi hann talið álit­legri en sá er að „vinna að myndun nýs stjórn­mála­afls með fólki sem er reiðu­búið að starfa á sömu for­sendum og við leit­uð­umst við að gera frá 2009 til 2016“.

Auglýsing

Nýja stjórn­mála­aflið sem Sig­mundur Davíð hygg­ist stofna á að veita stöð­ug­leikga og staðið vörð um hefð­bundin grunn­gildi. „Þannig er hægt að mynda hreyf­ingu sem fylgir þeirri rót­tæku rök­hyggju sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stóð fyrir á und­an­förnum árum og var að mínu mati stofn­aður um,“ skrifar Simg­und­ur. „Slíkt afl mun geta haldið áfram þeirri vinnu sem við vorum langt komin með árið 2016.“

Flokkur hans hygg­ist bjóða fram í Alþing­is­kosn­ing­unum 28. októ­ber næst­kom­andi.

Í pistl­inum rekur Sig­mundur Davíð hvernig öfl innan Fram­sókn­ar­flokks­ins reyndu ítrekað að bola honum í burtu eða „grafa undan hon­um“. Þar hafi Sig­urður Ingi Jóhanns­son, vara­for­maður í flokknum þegar Sig­mundur var for­maður og núver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, farið fremstur í flokki.

Gunnar Bragi Sveins­son og Sig­mundur Davíð höfðu báðir fengið mót­fram­boð á fram­boðs­lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og Norð­aust­ur­kjör­dæmi fyrir kosn­ing­arnar í ár. Báðir hafa vermt efsta sæti þess­ara lista und­an­farin kjör­tíma­bil. Engar fregnir hafa enn borist af því hvort Gunnar Bragi hygg­ist ganga til liðs við Sig­mund Dav­íð.

Í morgun var greint frá því að Björn Ingi Hrafns­son, fjöl­miðla­maður og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, ynni að stofnun nýs stjórn­mála­flokks, Sam­vinnu­flokk­inn. Í sam­tali við fjöl­miðla segir Björn Ingi að þar verði í fram­boði fyrr­ver­andi þing­menn ann­arra flokka og hugs­an­lega núver­andi þing­menn ann­ara flokka. Ekk­ert er fjallað um „Sam­vinnu­flokk­inn“ í pistli Sig­mundar Dav­íðs eða um Sig­mund Davíð í fréttum af Sam­vinnu­flokkn­um. Þó má gera ráð fyrir að stjórn­mála­afl Sig­mundar sé einmitt Sam­vinnu­flokk­ur­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Anna Dóra Antonsdóttir
Rammaáætlun sem sáttargjörð
Kjarninn 17. maí 2022
Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi aldrei verið jafn miklar og í fyrra
Ríkið hefur milljarðatekjur af losun gróðurhúsalofttegunda, bæði frá uppboðum á losunarheimildum og af kolefnisgjaldi. Féð er ekki eyrnamerkt loftslagsaðgerðum en fjármálaráðherra áætlar að framlög til loftslagsmála nemi yfir 15 milljörðum í ár.
Kjarninn 17. maí 2022
Helga Þórðardóttir varaþingmaður Flokks fólksins.
„Stjórnvöld hafa svikið leigjendur“
Leigjendur eru jaðarsettir og algerlega berskjaldaðir fyrir hentistefnu leigusala, segir varaþingmaður Flokks fólksins. Stjórnvöld verði að koma með beinar aðgerðir sem stöðva brjálsemi óhefts markaðar sem stjórnist af græðgi einstaklinga.
Kjarninn 17. maí 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Ráðherra svarar engu um Samherjamálið þar sem það eigi ekki að lúta „pólitískum afskiptum“
Dómsmálaráðherra segir að embætti sem rannsaki sakamál fái ekki auknar fjárveitingar til að sinna rannsókn tiltekins sakamáls. Á ríkisstjórnarfundi í nóvember 2019 var hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara á Samherjamálinu.
Kjarninn 17. maí 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri mætti á opinn fund í allsherjar- og menntamálanefnd um fræðslu og menntun lögreglumanna um fjölmenningu og fordóma.
Segir að ekki hafi verið um kynþáttamiðaða löggæslu að ræða
Ríkislögreglustjóri segist harma það að ungur drengur skyldi hafa ítrekað orðið fyrir áreiti við leit lögreglunnar að strokufanga í síðasta mánuði. Þó sé í þessu tilviki ekki um kynþáttamiðaða löggæslu eða afskipti að ræða.
Kjarninn 17. maí 2022
Viðmiðunarverðið á bensínlítra yfir 300 krónur í fyrsta sinn
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra er með lægsta móti um þessar mundir þrátt fyrir mjög hátt verð. Það bendir til þess að þau séu ekki að skila hækkunum á heimsmarkaðsverði nema að hluta út í verðlagið.
Kjarninn 17. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 í mars.
Spyrja hvort framlögð fjármálaáætlun sé í samræmi við stjórnarsáttmála
ASÍ bendir á það í umsögn sinni við fjármálaáætlun að mjög takmarkað svigrúm sé til aukinna útgjalda næstu árin sem þó er fyrirséð að muni aukast mikið. Vilja efla tekjustofna ríkisins, meðal annars með komugjaldi og hækkun fjármagnstekjuskatts.
Kjarninn 17. maí 2022
Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins.
„Á ekki að skila þessum ólöglega ránsfeng?“
Þingflokksformaður Flokks fólksins segir að álag gangi nærri heilsu fólks sem hefur lent í skerðingum á greiðslum. „Er einhver hissa að kvíði, þunglyndi, streita, svefnleysi sé að hrjá þennan hóp í boði ríkisstjórnarinnar?“ spurði hann á þingi í dag.
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent