Sigmundur Davíð hættir í Framsóknarflokknum og stofnar nýtt framboð

Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins er hættur í flokknum og ætlar að bjóða sig fram undir merkjum nýs flokks.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á spjalli í þingsal.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á spjalli í þingsal.
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þing­maður og fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur ákveðið að segja skilið við flokk­inn og stofna nýtt stjórn­mála­afl. Sig­mundur Davíð segir inn­an­flokksá­tök og ítrek­aðar til­raunir til þess að koma sér frá sé ástæða þess að hann tekur þessa ákvörðun nú.

Í löngum pistli á vef­síðu sinni, Sig­mund­ur­da­vid.is, greinir Sig­mundur frá þessu. Hann seg­ist hafa staðið frammi fyrir tveimur val­kostum þegar boðað var til nýrra kosn­inga. Annar kost­ur­inn var að berj­ast áfram fyrir sæti sínu í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, þar sem Þór­unn Egils­dóttir sæk­ist eftir efsta sæti fram­boðs­listan og þurfa svo að sitja í smáum þing­flokki eftir kosn­ing­arn­ar.

Hinn kost­inn hafi hann talið álit­legri en sá er að „vinna að myndun nýs stjórn­mála­afls með fólki sem er reiðu­búið að starfa á sömu for­sendum og við leit­uð­umst við að gera frá 2009 til 2016“.

Auglýsing

Nýja stjórn­mála­aflið sem Sig­mundur Davíð hygg­ist stofna á að veita stöð­ug­leikga og staðið vörð um hefð­bundin grunn­gildi. „Þannig er hægt að mynda hreyf­ingu sem fylgir þeirri rót­tæku rök­hyggju sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stóð fyrir á und­an­förnum árum og var að mínu mati stofn­aður um,“ skrifar Simg­und­ur. „Slíkt afl mun geta haldið áfram þeirri vinnu sem við vorum langt komin með árið 2016.“

Flokkur hans hygg­ist bjóða fram í Alþing­is­kosn­ing­unum 28. októ­ber næst­kom­andi.

Í pistl­inum rekur Sig­mundur Davíð hvernig öfl innan Fram­sókn­ar­flokks­ins reyndu ítrekað að bola honum í burtu eða „grafa undan hon­um“. Þar hafi Sig­urður Ingi Jóhanns­son, vara­for­maður í flokknum þegar Sig­mundur var for­maður og núver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, farið fremstur í flokki.

Gunnar Bragi Sveins­son og Sig­mundur Davíð höfðu báðir fengið mót­fram­boð á fram­boðs­lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og Norð­aust­ur­kjör­dæmi fyrir kosn­ing­arnar í ár. Báðir hafa vermt efsta sæti þess­ara lista und­an­farin kjör­tíma­bil. Engar fregnir hafa enn borist af því hvort Gunnar Bragi hygg­ist ganga til liðs við Sig­mund Dav­íð.

Í morgun var greint frá því að Björn Ingi Hrafns­son, fjöl­miðla­maður og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins, ynni að stofnun nýs stjórn­mála­flokks, Sam­vinnu­flokk­inn. Í sam­tali við fjöl­miðla segir Björn Ingi að þar verði í fram­boði fyrr­ver­andi þing­menn ann­arra flokka og hugs­an­lega núver­andi þing­menn ann­ara flokka. Ekk­ert er fjallað um „Sam­vinnu­flokk­inn“ í pistli Sig­mundar Dav­íðs eða um Sig­mund Davíð í fréttum af Sam­vinnu­flokkn­um. Þó má gera ráð fyrir að stjórn­mála­afl Sig­mundar sé einmitt Sam­vinnu­flokk­ur­inn.

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent