Mynd: Birgir Þór 7DM_5622_raw_170912.jpg Alþingi 12. september 2017. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Mynd: Birgir Þór

Maður klýfur flokk

Djúpstæður ágreiningur um Sigmund Davíð Gunnlaugsson hefur klofið hinn 100 ára gamla Framsóknarflokk. Átökin virðast ekki snúast að neinu leyti um málefni heldur um persónu Sigmundar Davíðs. Hann ætlar að stofna flokk utan um þá persónu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er klof­inn í herðar niður eftir að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­maður hans, sagði sig úr honum í fyrra­dag og til­kynnti að hann ætl­aði að fara fram á öðrum vett­vangi. Sá vett­vangur er, sam­kvæmt við­mæl­endum Kjarn­ans, sá sem Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­ver­andi útgef­andi Pressu­sam­stæð­unn­ar, hefur unnið að. Sig­mundur Davíð hefur ekki viljað gang­ast við því opin­ber­lega en ljóst þykir að þeir tveir, sem tengj­ast í gegnum marga sam­eig­in­lega banda­menn, eru ekki að fara að setja á fót sitt hvort fram­boð­ið.

Þeim hefur tek­ist að halda athygl­inni á hinu vænt­an­lega fram­boði með því að segja ekki af eða á og draga það að segja frá því hvað fram­boðið eigi að heita. Björn Ingi skráði sig fyrir lén­inu sam­vinnu­flokk­ur­inn.is þann 22. sept­em­ber síð­ast­lið­inn og í gær, 25. sept­em­ber, skráði bróðir Sig­mundar Dav­íðs sig fyrir lén­inu mid­flokk­ur­inn.is. Þar fyrir utan var Fram­fara­fé­lag Sig­mundar Dav­íðs form­lega skráð hjá fyr­ir­tækja­skrá í byrjun sept­em­ber. Það er skráð til heim­ilis hjá Hólm­fríði Þór­is­dóttur og Sig­urði Þ. Ragn­ars­syni veð­ur­fræð­ingi, best þekktum sem Sigga Stormi.

Annað hvort aðal eða ekki með

Síð­ast­liðið ár hefur legið fyrir að ein­ungis tveir mögu­leikar voru fyrir hendi í þeirri stöðu sem upp var komin í Fram­sókn­ar­flokkn­um: annað hvort næði Sig­mundur Davíð for­mennsku í honum á ný á flokks­þingi eða hann myndi fara úr flokknum og stofna nýtt fram­boð í kringum sjálfan sig.

Frá því að Sig­urður Ingi Jóhanns­son sigr­aði Sig­mund Davíð í æsispenn­andi for­manns­kjöri í Fram­sókn­ar­flokknum í byrjun októ­ber í fyrra, nokkrum vikum fyrir þing­kosn­ing­ar, hefur Sig­mundur Davíð ekki starfað með þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks að neinu ráði. Hann hefur raunar tekið lít­inn sem engan þátt í þing­störfum á því ári sem liðið er frá upp­gjör­inu.

Í maí stofn­aði Sig­mundur Davíð svo Fram­fara­fé­lagið í kringum sig. Um tvö hund­ruð manns mættu á stofn­fund þess, þar af margir áhrifa­menn innan Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þeir sem sitja nú í for­ystu flokks­ins litu á stofnun félags­ins sem fyrsta skref Sig­mundar Dav­íðs í átt að stíga út úr flokkn­um. En þeir áttu þó fyrst von á því að hann myndi gera loka­til­raun til að ná for­mennsku aftur á flokks­þingi sem fyr­ir­hugað var í jan­úar 2018. Ef það gengi ekki eftir myndi hann yfir­gefa Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Vegna und­ir­bún­ings fyrir það hafi Fram­fara­fé­lagið verið form­lega stofnað 1. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Sam­kvæmt stofn­gögnum er Sig­mundur Davíð for­maður félags­ins. Aðrir aðal­menn í stjórn eru Sunna Gunn­ars Mart­eins­dótt­ir, Sveinn Hjörtur Guð­finns­son (fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur), Anna Kol­brún Árna­dóttir (for­maður Lands­sam­bands fram­sókn­ar­kvenna), Hólm­fríður Þór­is­dóttir (fyrr­ver­andi jafn­­rétt­is­­full­­trúi Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins og fyrr­ver­andi for­maður Fé­lags Fram­­sókn­­ar­kvenna í Garða­bær og Hafn­ar­f­irði), Gunnar Þór Sig­ur­björns­son (fyrr­ver­andi for­maður Kjör­­dæm­is­­sam­­bands Fram­­sókn­­ar­­fé­lag­anna í Norð­aust­­ur­­kjör­­dæmi), og Nanna Mar­grét Gunn­laugs­dótt­ir, systir Sig­mundar Dav­íðs. Í vara­stjórn eru Regína Helga­dóttir (for­maður Fram­sókn­ar­fé­lags Akur­eyrar og nágrenni­s), Jón Pét­urs­son (fyrr­ver­andi for­maður Fram­sókn­ar­fé­lags Mos­fells­bæj­ar), og Gunnar Krist­inn Þórð­ar­son (fyrr­ver­andi for­maður sam­taka með­lags­greið­enda).

Í upp­haf­legri skrán­ingu félags­ins var Gunnar Bragi Sveins­son skráður í stjórn Fram­fara­fé­lags­ins. Hólm­fríður Þór­is­dótt­ir, sem sá um skrán­ingu félags­ins, segir að um ranga til­kynn­ingu hafi verið að ræða sem send hafi verið inn fyrir mis­tök. Nú hafi það verið leið­rétt. Hólm­fríður er einnig skráð fyrir heima­síðu Fram­fara­fé­lags­ins.

Nýjar kosn­ingar flýta áformum

Hin skyndi­legu stjórn­ar­slit, og boðun kosn­inga í lok októ­ber næst­kom­andi, hafi hins vegar breytt þeirri áætlun skyndi­lega. Innan Fram­sókn­ar­flokks­ins voru öfl sem vildu gera allt til að koma í veg fyrir að inn­an­flokksá­tök myndu lita kosn­inga­bar­áttu flokks­ins annað árið í röð. Við­mæl­endur Kjarn­ans innan flokks­ins segja að þessi hópur hafi lagt alla áherslu á að stillt yrði upp á lista flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar og að sú upp­still­ing myndi taka mið af þeim listum sem boðnir voru fram í fyrra. Þannig myndi Sig­mundur Davíð leiða í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og Gunnar Bragi í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. For­ysta flokks­ins, Sig­urður Ingi og þing­flokks­for­mað­ur­inn Þór­unn Egils­dótt­ir, voru hins vegar á meðal þeirra sem lögð­ust gegn þessu. Í Norð­vest­ur­kjör­dæmi verður tvö­falt kjör­dæm­is­þing þar sem Ásmundur Einar Daða­son hefur skorað Gunnar Braga á hólm. Og í Norð­aust­ur­kjör­dæmi stefndi allt í að slíkt færi fram líka, þar sem Þórunn til­kynnti að hún ætl­aði að berj­ast við Sig­mund Davíð um odd­vita­sæt­ið.

Lilja Alfreðsdóttir hefur stundum verið kölluð skilnaðarbarnið í Framsókn. Hún er varaformaður flokksins í dag en vann náið með Sigmundi Davíð þegar hann var forsætisráðherra.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Sig­mundur Dav­íð, og fylg­is­menn, litu á þetta sem enn eina aðför­ina per­sónu­lega gegn hon­um. Það varð til þess að hann til­kynnti, með birt­ingu um 3.500 orða bréfs á heima­síðu sinni, á sunnu­dag að hann ætl­aði að yfir­gefa Fram­sókn­ar­flokk­inn. Bréfið var birt 90 mín­útum áður en að auka­kjör­dæm­is­þing Fram­sókn­ar­manna, þar sem taka átti ákvörðun um val á lista, hófst. Eftir að Sig­mundur Davíð hætti var ákveðið að stilla upp á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í kjör­dæm­inu og mun Þór­unn leiða hann.

Eng­inn sitj­andi þing­maður elti Sig­mund

Fjöldi manns sagði sig úr Fram­sókn­ar­flokknum með Sig­mundi Dav­íð. Á meðal þeirra sem hafa ákveðið að segja skilið við flokk­inn eru fyrr­ver­andi þing­mað­ur, for­menn Fram­sókn­ar­fé­laga, mið­stjórn­ar­menn og með­limir í félögum ungra Fram­sókn­ar­manna. Þá sagði öll stjórn Fram­sókn­ar­fé­lags Mos­fells­bæjar af sér vegna þess sem hún kall­aði „að­för­ina sem gerð var að fyrr­ver­andi for­manni flokks­ins á síð­asta Flokks­þing­i“. Það verður hins vegar að hafa í huga að þótt þessar úrsagnir hafi verið fyr­ir­ferða­miklar í fjöl­miðlum und­an­farna daga, meðal ann­ars vegna þess að sér­stakar til­kynn­ingar hafa verið sendar í hrönnum á fjöl­miðla til að greina frá þeim, þá er um brota­brot af því fólki sem gegnir trún­að­ar­stöðum fyrir flokk­inn, enda aðild­ar­fé­lög hans um land allt lið­lega hund­rað tals­ins.

Eng­inn sitj­andi þing­maður hefur hins vegar fylgt Sig­mundi Davíð út úr Fram­sókn­ar­flokkn­um. Helst var búist við því að Gunnar Bragi Sveins­son, odd­viti flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, gæti farið þá leið enn hann hefur nú gefið það út að af því verði ekki.

Lilja Alfreðs­dótt­ir, vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur staðið á milli fyrr­ver­andi for­manns og þess sem nú heldur um stjórn­ar­taumanna, Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar. Lilja starf­aði náið með Sig­mundi Davíð þegar hann var for­sæt­is­ráð­herra og tók sæti í rík­is­stjórn sem utan­þings­ráð­herra þegar hann vék úr henni eftir að Panama­skjölin voru gerð opin­ber í apríl í fyrra. Hún ætlar hins vegar að halda áfram að starfa innan Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Ekk­ert hefur verið opin­berað um hverjir verði á lista hins nýja fram­boðs Sig­mundar Dav­íðs, að öðru leyti en það að Þor­steinn Sæmunds­son hefur lýst því yfir að hann hafi hug á því að vera á lista og Svein­björn Birna Svein­björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi odd­viti Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina í Reykja­vík, hefur ekki úti­lokað fram­boð.

„Meg­in­mark­mið að drepa mig“

Erfitt er að sjá að klofn­ing­ur­inn í Fram­sókn snú­ist um margt annað en per­són­una Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son. Hann vill leiða flokk­inn og vera í áhrifa­stöðu í rík­is­stjórn. Í bréf­inu sem hann birti á heima­síðu sinni á sunnu­dag fer hann í löngu máli yfir atlögur gegn sér. Sig­mundur Davíð sagð­ist hafa treyst Sig­urði Inga „fyrir fjöregg­inu mínu“ þegar hann sam­þykkti að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra í apríl 2016 og taldi sig hafa lof­orð upp á vas­ann um að Sig­urður Ingi myndi ekki fara gegn hon­um. Í kjöl­farið hafi hins vegar verið gerðar sex til­raunir til að fella hann, og það hafi loks tek­ist í byrjun októ­ber 2016. 

Ein slík atlaga hefði verið í sept­em­ber það ár á mið­stjórn­ar­fundi, þar sem Sig­mundur Davíð hélt eft­ir­minni­lega ræðu sem sett var fram með mynd­rænum hætti. Á þeim fundi til­kynnti Sig­urður Ingi einnig að hann myndi ekki starfa áfram sem vara­for­maður flokks­ins að óbreyttu. Sig­mundur Davíð segir í bréfi sínu að þessi ræða Sig­urðar Inga hefði verið „und­ar­leg“ og að hann hafi ekki veitt sér „neinar vís­bend­ingar í þessa veru fyrir fund­inn og raunar komið sér hjá því að funda með mér allt frá því að ég hleypti honum í Stjórn­ar­ráð­ið.“ Sig­mundur Davíð heldur því svo fram í bréf­inu að lög og reglur Fram­sóknar hafi ítrekað verið brotin til að losna við hann.

Sigurður Ingi Jóhannsson tók við sem forsætisráðherra þegar Sigmundur Davíð sagði af sér vegna Wintris-málsins. Hann gegndi þeirri stöðu þar til ný ríkisstjórn var mynduð í janúar og hefur verið formaður Framsóknar í tæpt ár.
mynd:Birgir Þór Harðarson

Í bréf­inu er hins vegar ekk­ert fjallað um mál­efna­á­grein­ing. Ein­ungis ágrein­ing um hvort að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son eigi að stýra, eða yfir höfuð að vera í fram­boði fyr­ir, Fram­sókn­ar­flokk­inn. Því eru það átök um per­sónur sem klofið hafa flokk­inn, ekki mál­efna­á­grein­ing­ur. Í við­tali við Frétta­blaðið sagði Sig­mund­ur: „Til hvers að berj­ast fyrir því að þú getir starfað áfram með fólki sem lítur á það sem meg­in­mark­mið að drepa þig?“

Lítið gefið upp um helstu stefnu­mál

Raunar liggur ekk­ert fyrir hver helstu stefnu­mál nýs fram­boðs Sig­mundar Dav­íðs verða. Í við­tölum á sunnu­dag sagði hann að það þyrfti að end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið á Íslandi, gera upp við eldri borg­ara og aðra sem eigi „inni hjá okk­ur“ og að ráð­ast þyrfti í stór­sókn í byggða­mál­um. Að öðru leyti hefur Sig­mundur Davíð ein­ungis talað um að vilja fram­hald af því „hvernig við unnum hlut­ina á árunum 2009-2016.“

Allt eru þetta mál sem eru ofar­lega á baugi í stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Lilja Alfreðs­dóttir hefur til að mynda ítrekað sagt að það sé eitt af stærstu verk­efnum stjórn­mál­anna að fara í  heild­ar­end­ur­skoðun á fjár­mála­kerf­inu og útfæra fram­tíð­ar­stefnu þess efn­is. Fátt skil­greinir Fram­sókn­ar­flokk­inn jafn ræki­lega og öflug byggða­stefna og í nýbirtum áherslum flokks­ins fyrir kom­andi kosn­ing­ar, sem Sig­urður Ingi greindi frá í bréfi til flokks­manna, var mjög sterk áhersla á vel­ferð­ar­mál og aukin jöfn­uð, meðal ann­ars með álagn­ingu hátekju­skatts.

Eitt mál aðskilur Sig­mund Davíð frá Fram­sókn­ar­flokki dags­ins í dag. Það er mál sem hann fjall­aði um í aðsendri grein sem birt var í Við­skipta­blað­inu í lok ágúst. Þar kall­aði hann eftir þori til að ræða flótta­­manna­­mál. Í nið­ur­lagi grein­ar­innar sagði hann: „Ef stjórn­­­­­mála­­­menn, emb­ætt­is­­­menn, fjöl­mið­l­­­ar, fræð­i­­­menn og aðrir sem hafa það hlut­verk að ræða lausnir, horfa til fram­­­tíðar og móta stefnu þora ekki að ræða stærstu úrlausn­­­ar­efni sam­­­tím­ans eru þeir að eft­ir­láta öfga­­­mönnum umræð­una og lausn­irn­­­ar.“

Sig­mundur Davíð skrif­aði svo stutta grein í Frétta­blaðið í morgun þar sem hann boð­aði enn og aftur komu hins nýja flokks síns. Þar segir hann að það muni „þurfa stjórn­mála­flokka sem hafa þol­gæði og festu. Flokka sem nálg­ast úrlausn­ar­efnin af opnum hug en eru svo reiðu­búnir til að beita sér fyrir skyn­sam­leg­ustu lausn­unum af krafti. Flokka sem eru reiðu­búnir til að verja rétt­lætið bæði þegar það er auð­velt og þegar það er erfitt. Á næstu dögum birt­ist slíkur flokk­ur.“ 

Sá flokkur verður búinn til utan um per­són­una Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son.

Árétt­ing

Frétta­skýr­ingin var upp­færð klukkan 11:50 eftir að Hólm­fríður Þór­is­dóttir kom því á fram­færi að Gunnar Bragi Sveins­son sé ekki í stjórn Fram­fara­fé­lags­ins heldur hafi röng til­kynn­ing, með hans nafni, verið send til Rík­is­skatt­stjóra. Hið rétta sé að Sunna Gunn­ars Mart­eins­dótt­ir, sem var aðstoð­ar­maður Gunn­ars Braga á meðan að hann gegndi ráð­herra­emb­ætti, sé hins vegar skráð í stjórn­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar