Mynd: Birgir Þór Harðarson

Miðflokkurinn ætlar að gefa kjósendum sína eigin eign

Miðflokkurinn ætlar að kaupa Arion banka með fé úr ríkissjóði til að gefa þjóðinni síðan þriðjungshlut í honum. Því mun skattfé greiða fyrir það sem gefið verður. Stærsti eigandi Arion banka í dag er Kaupþing. Á meðal eigenda þess félags er Wintris.

Í kosn­ing­unum 2013 fékk Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, þá undir for­ystu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sína bestu kosn­ingu í 34 ár. Alls fékk flokk­ur­inn 24,4 pró­sent atkvæða. Ástæðan var fyrst og síð­ast ein: hin svo­kall­aða Leið­rétt­ing.

Hún sner­ist um að greiða hluta Íslend­inga sem höfðu verið með verð­tryggð lán á árunum 2008 og 2009 sam­tals 72,2 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í skaða­bætur fyrir verð­bólgu­skot sem orðið hafði eftir hrun, og hækk­aði lán þessa hóps. Þegar kom að útgreiðslu Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, sem fór að stærstum hluta til tekju- og eign­ar­mesta hluta þjóð­ar­inn­ar, hafði hús­næð­is­verð reyndar hækkað langt umfram verð­bólgu og eigið féð því skilað sér til baka.

En Leið­rétt­ingin svín­virk­aði sem kosn­inga­lof­orð. Í fyrsta sinn var því lofað að gefa fólki sem að meiri­hluta var ekki í neinni sárri þörf bein­harða pen­inga. Og Sig­mundur Davíð varð for­sæt­is­ráð­herra í kjöl­far­ið.

Nú, eftir að hafa þurft að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra og verið felldur sem for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er Sig­mundur Davíð mættur til leiks með nýjan flokk, Mið­flokk­inn. Sá flokkur hverf­ist fyrst og síð­ast í kringum hug­mynda­fræði hans og per­sónu. Og stærsta lof­orð flokks­ins, sem mælist með 10,5 pró­sent fylgi í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og er á mik­illi sigl­ingu, snýst um að gefa almenn­ingi fé úr rík­is­sjóði.

Vill að ríkið kaupi banka af Kaup­þingi

Í þetta sinn ætlar Sig­mundur Davíð að gefa þjóð­inni þriðj­ungs­hlut í Arion banka, eftir að ríkið hefur nýtt sér for­kaups­rétt sinn í bank­anum og keypt hann aftur af núver­andi meiri­hluta­eig­end­um. Þeir eru ann­ars vegar fjórir vog­un­ar­sjóðir og Gold­man Sachs, sem keyptu hlut í bank­anum í mars, og eiga sam­tals 29,6 pró­sent hlut í hon­um. Hins vegar er stærsti eig­andi Arion banka Kaup­þing ehf. sem á 57,41 pró­sent hlut.

Kaup­þing er að mestu í eigu erlendra vog­un­ar­sjóða. En á meðal ann­arra eig­enda félags­ins, sem eru allir gamlir kröfu­hafar Kaup­þings banka, er félagið Wintris. Það er skráð á Bresku jóm­frú­areyj­unum og er í eigu eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs. Hann var sjálfur skráður eig­andi félags­ins, sem á á annað millj­arð króna í eign­um, um ára­bil og eng­inn kaup­máli er í gildi á milli þeirra hjóna sem gerir Wintris að sér­eign eig­in­konu hans. Því er ljóst að helsta kosn­inga­lof­orð Mið­flokks­ins snýst um að kaupa eign sem félag í eigu eig­in­konu for­manns flokks­ins á hlut í.

Ríki taldi for­kaups­rétt ekki hafa virkj­ast

Sam­kvæmt stöð­ug­leika­sam­komu­lag­inu við kröfu­hafa, sem var gert þegar Sig­mundur Davíð var for­sæt­is­ráð­herra, átti Kaup­þing að selja Arion banka fyrir árs­lok 2018. Hluta hluta af sölu­and­virð­inu sem félagið fengi fyrir Arion banka átti að nota í að greiða upp 84 millj­arða króna veð­skulda­bréf. Slík greiðsla myndi draga úr þörf íslenska rík­is­ins á því að gefa út rík­is­skulda­bréf og auka getu þess til að greiða niður skuldir eða ráð­ast í inn­viða­upp­bygg­ingu.

Þegar samið var um stöð­u­­­­leika­fram­lög setti íslenska ríkið inn ákvæði þess efnis að það gæti gengið inn í við­­­­skipti með hluti í Arion banka ef gengið yrði lægra en 0,8 af bók­­­­færðu eigin fé bank­ans. Í því sam­komu­lagi var líka samið um að Kaup­­­­­­þing þurfi að selja hlut sinn í Arion banka fyrir árs­­­­­­lok 2018. Ef það myndi ekki tak­­­­­ast myndi rík­­­­­­is­­­­­­sjóður leysa bank­ann til sín.

Vog­un­­­ar­­­sjóð­irnir Taconic Capi­tal, Och-Ziff Capi­tal Mana­gement, Attestor Capi­tal og fjár­­­­­fest­inga­­­bank­inn Gold­man Sachs  keyptu sam­tals hlut sinn í Arion banka af Kaup­­­­þingi á tæp­lega 50 millj­­­­arða króna. Verðið sem greitt var fyrir var  yfir 0,8 krónur á hverja krónu af bók­­­­færðu eigin fé Arion banka. Ríkið gat því ekki nýtt sér for­kaups­rétt­inn þar sem hann virkj­að­ist ekki. Auk þess áttu sjóð­irnir og Gold­man Sachs sam­tals kaup­rétt af um 22 pró­senta hlut til við­bótar sem þeir ákváðu í ágúst að nýta sér ekki.

Ætlar að kaupa banka og gefa síðan hluta

Í kosn­inga­stefnu Mið­flokks­ins segir að hann ætli sér að nýta sér for­kaups­rétt rík­is­ins að Arion banka. Hvernig flokk­ur­inn ætlar sér að gera það er ekki útfært. En ljóst er að flokk­ur­inn getur ekki þvingað þá sem þegar hafa keypt hlut í bank­anum til að selja sér aftur þann hlut. Og sam­kvæmt þeim skil­yrðum sem sett voru um virkjun for­kaups­réttar rík­is­ins þegar samið var um stöð­ug­leika­fram­lögin þá getur ríkið ekki gengið inn í frek­ari sölu á hlut í Arion banka nema að slík sala fari fram á geng­inu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé. Það er að minnsta kosti mat fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins sem sett var fram í minn­is­blaði til efna­hags- og við­skipta­nefndar sem lagt var fram á fundi nefnd­ar­innar í júní síð­ast­liðn­um.

Leiðréttingin var aðgerð sem framkvæmd var af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Í henni voru 72,2 milljarðar króna greiddir úr ríkissjóði til hluta þeirra sem voru með verðtryggð lán á árunum 2008 og 2009.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Kosn­inga­stefna Mið­flokks­ins miðar að því að ríkið eign­ist Arion banka að fullu, að þriðj­ungur verði seldur í opnu útboði, að ríkið haldi eftir um þriðj­ungi og að þriðj­ungur verði gefin lands­mönn­um. Til þess að þetta sé ger­legt þarf að kaupa alla hluti í Arion banka til baka, en ríkið á í dag 13 pró­sent. Sig­mundur Davíð segir í Frétta­blað­inu í dag að þriðj­ungs­hlut­ur­inn sem Mið­flokk­ur­inn ætlar að afhenda þjóð­inni sé lík­lega 60-70 millj­arða króna virði. Miðað við það verð þá verð­leggur hann Arion banka á 180 til 210 millj­arða króna. Ríkið þyrfti þar af leið­andi að kaupa 87 pró­sent hlut ann­arra sem sam­kvæmt verð­mati Sig­mundar Davíð er 157 til 183 millj­arða króna virði, áður en þriðj­ungur yrði afhentur þjóð­inni og þriðj­ungur yrði end­ur­seldur í opnu útboði. Til að gefa þjóð­inni Arion banka þyrfti fyrst að kaupa hann aft­ur, með fé úr rík­is­sjóði. Því er banka­gjöfin í grunn­inn mjög sam­bæri­leg aðgerð og Leið­rétt­ing­in, að því und­an­skildu því að nú eiga allir að fá fé í stað þess að ein­ungis sumir fái það.

Stefnt að því að selja Kaup­þing á næsta ári

Þegar síð­asta rík­is­stjórn sprakk stóð til að hlutur Kaup­þings í Arion banka yrði seldur í opnu hluta­fjár­út­boði á síð­ari hluta þessa árs. Sú vinna var á loka­metr­un­um. Vegna þeirrar póli­tísku óvissu sem skap­að­ist við stjórn­ar­slitin og boðun kosn­inga þá hætti Kaup­þing við þessi áform og ætlar nú að selja hlut­inn sinn á fyrsta árs­fjórð­ungi næsta árs.

Gangi þau áform eftir mun allur 87 pró­sent hlutur Kaup­þings verða komin í ann­arra hendur snemma á næsta ári. Eftir stæði íslenska ríkið með 13 pró­sent hlut, sem það gæti þá selt á mark­aði ef vilji væri til að losa um og nota fjár­magnið í ann­að.

Þótt ríkið myndi ekki selja sinn hlut í Arion banka myndi rík­is­kass­inn samt bólgna vel út ef af verð­ur. Ástæða þess er sú, líkt og áður sagði, að selj­and­inn, Kaup­þing, myndi nota hluta af sölu­and­virð­inu til að gera upp 84 millj­arða króna veð­skulda­bréf sem gefið var út í byrjun árs 2016 í tengslum við greiðslu stöð­ug­leika­eigna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar