Þrír ráðherrar og forseti Alþingis í fallhættu

Þingsætaspáin reiknar líkur fyrir alla frambjóðendur. Hverjir eru öruggir og hverjir eru í fallhættu? Meira hér.

Ráð­herr­arnir Bene­dikt Jóhann­es­son, Björt Ólafs­dóttir og Ótt­arr Proppé auk Unnar Brár Kon­ráðs­dótt­ur, for­seta Alþing­is, munu að öllum lík­indum ekki ná kjöri ef marka má nýja þing­sæta­spá Kjarn­ans.

Í þing­sæta­spánni eru reikn­aðar líkur fyrir hvern fram­bjóð­enda á öllum listum á því að ná kjöri í Alþing­is­kosn­ing­un­um, byggðar á fyr­ir­liggj­andi gögnum um fylgi stjórn­mála­flokka og sögu­lega útkomu kosn­inga.

Upp­færða þing­sæta­spá má finna í kosn­inga­spá Kjarn­ans ásamt nýj­ustu kosn­inga­spánni hverju sinni.

Björt fram­tíð úti í 80% til­vika

Kosn­inga­spáin á lands­vísu sýnir að 80 pró­sent líkur eru á að Björt fram­tíð fái ekki mann kjör­inn á Alþingi miðað við nýj­ustu nið­ur­stöður nýj­ustu kosn­inga­spár­inn­ar. Fylgi Bjartrar fram­tíðar hefur verið að minnka að und­an­förnu og um leið hafa lík­urnar á því að flokk­ur­inn falli af þingi vax­ið.

Björt Ólafs­dótt­ir, odd­viti Bjartar fram­tíðar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og umhverf­is­ráð­herra, á besta mögu­leika á að ná kjöri ef rýnt er í kjör­dæma­gögnin hér að neð­an. Björt var kjörin í 13 pró­sent til­vika í sýnd­ar­kosn­ingum kosn­inga­spár­inn­ar. Ótt­arr Proppé, for­maður flokks­ins og heil­brigð­is­ráð­herra, hefur aðeins átta pró­sent líkur á því að ná kjöri í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Þriðji ráð­herr­ann sem á litla mögu­leika á að ná kjöri er Bene­dikt Jóhann­es­son, fjár­mála­ráð­herra og fyrr­ver­andi for­maður Við­reisn­ar. Hann leiðir lista flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi og hefur 21 pró­sent líkur á því að ná kjöri miðað við nið­ur­stöðu þing­sæta­spár­inn­ar.

Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, for­seti Alþing­is, er í fjórða sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi. Hún náði kjöri í aðeins 13 pró­sent til­vika í 100.000 sýnd­ar­kosn­ingum þing­sæta­spár­inn­ar. Unnur Brá var í sama sæti í kosn­ing­unum í fyrra og náði kjöri.

Norðausturkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 5%
  Arngrímur Viðar Ásgeirsson
 • 0%
  Halla Björk Reynisdóttir
 • 0%
  Hörður Finnbogason
 • 77%
  Þórunn Egilsdóttir
 • 18%
  Líneik Anna Sævarsdóttir
 • 1%
  Þórarinn Ingi Pétusson
 • 21%
  Benedikt Jóhannesson
 • 1%
  Hildur Betty Kristjánsdóttir
 • 0%
  Jens Hilmarsson
 • 100%
  Kristján Þór Júlíusson
 • 87%
  Njáll Trausti Friðbertsson
 • 27%
  Valgerður Gunnarsdóttir
 • 1%
  Arnbjörg Sveinsdóttir
 • 25%
  Halldór Gunnarsson
 • 1%
  Pétur Einarsson
 • 0%
  Ástrún Lilja Sveinbjörnsdóttir
 • 92%
  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
 • 36%
  Anna Kolbrún Árnadóttir
 • 2%
  Þorgrímur Sigmundsson
 • 49%
  Einar Aðalsteinn Brynjólfsson
 • 4%
  Guðrún Ágústa Þórdísardóttir
 • 0%
  Hrafndís Bára Einarsdóttir
 • 92%
  Logi Már Einarsson
 • 33%
  Albertína Friðbjörg Elíasdóttir
 • 2%
  María Hjálmarsdóttir
 • 100%
  Steingrímur Jóhann Sigfússon
 • 100%
  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 • 90%
  Ingibjörg Þórðardóttir
 • 35%
  Edward H. Huijbens
 • 3%
  Óli Halldórsson
Norðvesturkjördæmi
8 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 0%
  Kristín Sigurgeirsdóttir
 • 0%
  Elín Matthildur Kristinsdóttir
 • 4%
  Guðlaug Kristjánsdóttir
 • 79%
  Ásmundur Einar Daðason
 • 14%
  Halla Signý Kristjánsdóttir
 • 0%
  Stefán Vagn Stefánsson
 • 23%
  Gylfi Ólafsson
 • 0%
  Lee Ann Maginnis
 • 0%
  Haraldur Sæmundsson
 • 100%
  Haraldur Benediktsson
 • 84%
  Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
 • 17%
  Teitur Björn Einarsson
 • 19%
  Magnús Þór Hafsteinsson
 • 0%
  Hjördís Heiða Ásmundsdóttir
 • 0%
  Júlíus Ragnar Pétursson
 • 88%
  Bergþór Ólason
 • 18%
  Sigurður Páll Jónsson
 • 0%
  Jón Þór Þorvaldsson
 • 50%
  Eva Pandora Baldursdóttir
 • 2%
  Gunnar I. Guðmundsson
 • 0%
  Rannveig Ernudóttir
 • 87%
  Guðjón S. Brjánsson
 • 16%
  Arna Lára Jónsdóttir
 • 0%
  Jónína Björg Magnúsdóttir
 • 100%
  Lilja Rafney Magnúsdóttir
 • 83%
  Bjarni Jónsson
 • 15%
  Rúnar Gíslason
Suðurkjördæmi
10 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 6%
  Jasmina Crnac
 • 0%
  Arnbjörn Ólafsson
 • 0%
  Valgerður Björk Pálsdóttir
 • 77%
  Sigurður Ingi Jóhannsson
 • 19%
  Silja Dögg Gunnarsdóttir
 • 1%
  Ásgerður K. Gylfadóttir
 • 28%
  Jóna Sólveig Elínardóttir
 • 1%
  Arnar Páll Guðmundsson
 • 0%
  Stefanía Sigurðardóttir
 • 100%
  Páll Magnús­son
 • 98%
  Ásmund­ur Friðriks­son
 • 65%
  Vil­hjálm­ur Árna­son
 • 13%
  Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir
 • 33%
  Karl Gauti Hjaltason
 • 3%
  Heiða Rós Hauksdóttir
 • 0%
  Guðmundur Borgþórsson
 • 90%
  Birgir Þórarinsson
 • 33%
  Elvar Eyvindsson
 • 2%
  Sólveig Guðjónsdóttir
 • 75%
  Smári McCarty
 • 16%
  Álfheiður Eymarsdóttir
 • 0%
  Fanný Þórsdóttir
 • 95%
  Oddný G. Harðardóttir
 • 46%
  Njörður Sigurðsson
 • 4%
  Arna Ír Gunnarsdóttir
 • 99%
  Ari Trausti Guð­munds­son
 • 77%
  Heiða Guðný Ásgeirs­dótt­ir
 • 19%
  Dan­íel E. Arn­ars­son
 • 1%
  Dagný Alda Steins­dótt­ir
Reykjavíkurkjördæmi norður
11 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 9%
  Óttarr Proppé
 • 1%
  Auður Kolbrá Birgisdóttir
 • 0%
  Sunna Jóhannsdóttir
 • 32%
  Lárus Sigurður Lárusson
 • 2%
  Kjartan Þór Ragnarsson
 • 0%
  Tanja Rún Kristmannsdóttir
 • 54%
  Þorsteinn Víglundsson
 • 10%
  Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
 • 0%
  Páll Rafnar Þorsteinsson
 • 100%
  Guðlaugur Þór Þórðarson
 • 88%
  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 • 35%
  Birgir Ármannsson
 • 4%
  Albert Guðmundsson
 • 37%
  Ólafur Ísleifsson
 • 6%
  Kolbrún Baldursdóttir
 • 0%
  Svanberg Hreinsson
 • 64%
  Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir
 • 11%
  Guðlaugur G. Sverrisson
 • 0%
  Sólveig Bjarney Daníelsdóttir
 • 93%
  Helgi Hrafn Gunnarsson
 • 54%
  Halldóra Mogensen
 • 7%
  Gunnar Hrafn Jónsson
 • 98%
  Helga Vala Helgadóttir
 • 66%
  Páll Valur Björnsson
 • 12%
  Eva H. Baldursdóttir
 • 100%
  Katrín Jakobsdóttir
 • 100%
  Steinunn Þóra Árnadóttir
 • 84%
  Andrés Ingi Jónsson
 • 28%
  Halla Gunnarsdóttir
Reykjavíkurkjördæmi suður
11 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 8%
  Nicole Leigh Mosty
 • 1%
  Hörður Ágústsson
 • 0%
  Starri Reynisson
 • 38%
  Lilja Dögg Alfreðsdóttir
 • 4%
  Alex B. Stefánsson
 • 0%
  Birgir Örn Guðjónsson
 • 55%
  Hanna Katrín Friðriksson
 • 11%
  Pawel Bartoszek
 • 0%
  Dóra Sif Tynes
 • 100%
  Sigríður Á. Andersen
 • 96%
  Brynjar Níelsson
 • 53%
  Hildur Sverrisdóttir
 • 9%
  Bessí Jóhannsdóttir
 • 37%
  Inga Sæland
 • 6%
  Guðmundur Sævar Sævarsson
 • 0%
  Linda Mjöll Gunnarsdóttir
 • 67%
  Þorsteinn B. Sæmundsson
 • 12%
  Valgerður Sveinsdóttir
 • 0%
  Baldur Borgþórsson
 • 90%
  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
 • 41%
  Björn Leví Gunnarsson
 • 4%
  Olga Cilia
 • 98%
  Ágúst Ólafur Ágústsson
 • 64%
  Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
 • 11%
  Einar Kárason
 • 100%
  Svandís Svavarsdóttir
 • 99%
  Kolbeinn Óttarsson Proppé
 • 75%
  Orri Páll Jóhannsson
 • 19%
  Eydís Blöndal
Suðvesturkjördæmi
13 þingmenn kjörnir
FlokkarFramboðslistar
 • 13%
  Björt Ólafsdóttir
 • 2%
  Karólína Helga Símonardóttir
 • 0%
  Halldór Jörgensson
 • 60%
  Willum Þór Þórsson
 • 18%
  Kristbjörg Þórisdóttir
 • 2%
  Linda Hrönn Þórisdóttir
 • 66%
  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
 • 26%
  Jón Steindór Valdimarsson
 • 3%
  Sigríður María Egilsdóttir
 • 100%
  Bjarni Benediktsson
 • 100%
  Bryndís Haraldsdóttir
 • 92%
  Jón Gunnarsson
 • 55%
  Óli Björn Kárason
 • 36%
  Guðmundur Ingi Kristinsson
 • 9%
  Jónína Björk Óskarsdóttir
 • 1%
  Edith Alvarsdóttir
 • 79%
  Gunnar Bragi Sveinsson
 • 31%
  Una María Óskarsdóttir
 • 4%
  Kolfinna Jóhannesdóttir
 • 86%
  Jón Þór Ólafsson
 • 44%
  Oktavía Hrund Jónsdóttir
 • 8%
  Dóra Björt Guðjónsdóttir
 • 99%
  Guðmundur Andri Thorsson
 • 80%
  Margrét Tryggvadóttir
 • 32%
  Adda María Jóhannsdóttir
 • 4%
  Finnur Beck
 • 99%
  Rósa Björk Brynjólfsdóttir
 • 85%
  Ólafur Þór Gunnarsson
 • 38%
  Una Hildardóttir
 • 7%
  Fjölnir Sæmundsson

100.000 sýnd­ar­kosn­ingar búa að baki

Þing­sæta­spáin er byggð á reikni­lík­ani Bald­urs Héð­ins­sonar og Stef­áns Inga Valdi­mars­son­ar. Í stuttu máli er aðferða­fræðin sú að fylgi fram­boða í skoð­ana­könn­unum er talin lík­leg­asta nið­ur­staða kosn­inga að við­bættri óvissu sem byggir á sögu­legu frá­viki kann­ana frá kosn­inga­úr­slit­um. Sögu­leg gögn sýna að fylgni er á milli þess að ofmeta/van­meta fylgi flokks í einu kjör­dæmi og að ofmeta/van­meta fylgi flokks­ins í öðrum kjör­dæm­um. Frá­vikið frá lík­leg­ustu nið­ur­stöðu fyrir flokk er því ekki óháð milli kjör­dæma. Ef frá­vikið er nei­kvætt í einu kjör­dæmi fyrir ákveð­inn flokk aukast lík­urnar á að það sé sömu­leiðis nei­kvætt í öðrum kjör­dæm­um.

Reikni­líkanið hermir 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­ar“ og úthlutar kjör­dæma- og jöfn­un­ar­sætum út frá nið­ur­stöð­un­um. Líkur fram­bjóð­anda á að ná kjöri er þess vegna hlut­fall „sýnd­ar­kosn­inga“ þar sem fram­bjóð­and­inn nær kjöri.

Nánar má lesa um aðferða­fræði Kosn­inga­spár­innar í kosn­inga­mið­stöð Kjarn­ans.

Tökum ímyndað fram­boð X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sem dæmi: Fram­boðið mælist með 20 pró­sent fylgi. Í flestum „sýnd­ar­kosn­ing­un­um“ fær X-list­inn 2 þing­menn en þó kemur fyrir að fylgið í kjör­dæm­inu dreif­ist þannig að nið­ur­staðan er aðeins einn þing­mað­ur. Sömu­leiðis kemur fyrir að X-list­inn fær þrjá þing­menn í kjör­dæm­inu og í örfáum til­vikum eru fjórir þing­menn í höfn.

Svona getur þú lesið í þingsætaspána.

Ef skoðað er í hversu mörgum „sýnd­ar­kosn­ing­um“ hver fram­bjóð­andi komst inn sem hlut­fall af heild­ar­fjölda fást lík­urnar á að sá fram­bjóð­andi nái kjöri. Sem dæmi, hafi fram­bjóð­and­inn í 2. sæti X-list­ans í Norð­vest­ur­kjör­dæmi náð kjöri í 90.000 af 100.000 „sýnd­ar­kosn­ing­um“ þá reikn­ast lík­urnar á því að hann nái kjöri í Alþing­is­kosn­ing­unum 90 pró­sent.

Skoð­ana­kann­anir í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2009 og 2013 voru not­aðar til að sann­prófa þing­sæta­spánna, þar sem spáin er borin saman við end­an­lega úthlutun þing­sæta. Þing­sæta­spáin var jafn­framt birt í fyrsta sinn í aðdrag­anda Alþing­is­kosn­inga 2016.

Þing­manna­spáin sem birt­ist hér styðst við kjör­dæma­gögn úr þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 16. til 19. októ­ber. Kjör­dæma­fylgis­tölur flokk­anna úr þjóð­mála­könn­un­inni eru aðlag­aðar að fylgis­tölum á lands­vísu í nýj­ustu kosn­inga­spá.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tekur for­ystu

Í nýj­ustu kosn­inga­spánni er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn aftur orð­inn vin­sælasta stjórn­mála­afl á lands­vísu með 23,6 pró­sent fylgi. Vinstri græn, sem hafa verið stærsti flokk­ur­inn í skoð­ana­könn­unum síðan rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíðar féll 15. sept­em­ber 2017, er með 22,1 pró­sent fylgi.

Niðurstöður kosningaspárinnar 23. október 2017
Nánar má lesa um kosningaspána í kosningamiðstöð Kjarnans.

Sam­fylk­ingin er þriðja stærsta stjórn­mála­aflið í kosn­inga­spánni með 14,2 pró­sent fylgi. Mið­flokk­ur­inn er að slíta sig frá Pírötum og er nú með 10,5 pró­sent stuðn­ing miðað við 9,3 pró­sent stuðn­ing við Pírata.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er með 7,7 pró­sent stuðn­ing í nýj­ustu kosn­inga­spánni, tveimur pró­sentu­stigum meira en Við­reisn sem dalar örlítið síðan í síð­ustu kosn­inga­spá og er með 5,7 pró­sent nú.

Flokkur fólks­ins og Björt fram­tíð reka lest­ina í kosn­inga­spánni. Flokkur Ingu Sæland er með 4,4 pró­sent stuðn­ing og Björt fram­tíð er með 1,5 pró­sent á lands­vísu.

Þróun fylgis stjórnmálaflokka í kosningaspánni
Fylgi flokka miðað við kosningaspána frá og með 30. ágúst 2017.
B C D F M P S V Aðrir

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar