Helstu stefnumál flokkanna á einum stað – Hvernig sjá flokkarnir fyrir sér heilbrigðiskerfið?

Flestir flokkarnir sem bjóða sig fram í komandi kosningum um næstu helgi hafa sent inn stefnumál sín á vefsíðuna Betra Ísland. Kjarninn tók saman helstu áherslur flokkanna í heilbrigðismálum eins og þau eru framsett á síðunni.

Mikið mæðir á heilbrigðiskerfinu á Íslandi og varðar málaflokkurinn alla landsmenn.
Mikið mæðir á heilbrigðiskerfinu á Íslandi og varðar málaflokkurinn alla landsmenn.
Auglýsing

Þrátt fyrir að áherslur flokk­anna séu oft og tíðum sam­bæri­legar í heil­brigð­is­málum þá ber þó oft á milli þeirra. Á vef­síð­unni Betra Ísland er hægt að lesa helstu stefnu­mál flokk­anna og taka þátt í rök­ræð­um.

Til­gang­ur­inn með síð­unni er að tengja saman almenn­ing og þing­menn, hvetja til góðrar rök­ræðu og að fá fólk til að tala saman og byggja upp traust. Þetta segir Róbert Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri Íbúa ses. en lesa má frekar um verk­efnið í frétt Kjarn­ans um vef­síð­una

Kjarn­inn tók saman helstu áherslu­mál í heil­brigð­is­málum en allir flokk­arnir nema einn hafa skilað inn stefnu­málum á Betra Ísland. Hægt er að lesa um fleiri stefnu­mál og taka þátt í umræðum á síð­unni sjálfri. 

Auglýsing

Alþýðu­fylk­ingin

Allir eiga að hafa rétt á gjald­frjálsri heil­brigð­is­þjón­ustu, í heima­hér­aði eftir því sem hægt er. Það þýðir massífa upp­bygg­ingu heilsu­gæslu og sjúkra­húsa­þjón­ustu um allt land. Og heil­brigð­is­þjón­usta er ekki fyrsta flokks nema allir geti notið henn­ar. Í dag leitar fimmti hver Íslend­ingur sér ekki lækn­is­hjálpar vegna kostn­að­ar. Á meðan svo er, er okkar kerfi ekki fyrsta flokks. Þetta segir í stefnu Alþýðu­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Þau vilja einnig leggja niður Sjúkra­trygg­inar Íslands og veita pen­ing­un­um, sem þær borga núna fyrir lækn­is­að­gerðir hvort sem þær eru fram­kvæmdar á opin­beru sjúkra­húsi eða einka­rek­inni stofu. Þau vilja veita þeim pen­ingum beint til opin­berra sjúkra­húsa, einkum Land­spít­al­ans, til þess að hann geti annað hlut­verki sínu bet­ur.

Á stefnu­skrá þeirra segir það þurfi að hækka laun margra heil­brigð­is­stétta veru­lega til að laða hæft fólk að, umb­una því sem skyldi og draga úr und­ir­mönn­un. Lág laun í litlu atvinnu­leysi þýði ein­fald­lega að fólk fer ann­að. Álagið á þá sem eftir eru verði óþol­andi og geti auk þess orðið hættu­legt.

Mið­flokk­ur­inn 

Mið­flokk­ur­inn ætlar að byggja nýjan Land­spít­ala á nýjum og betri stað, aðlað­andi vinnu­stað sem stuðlar að betri líðan sjúk­linga. Hann biðlar til fólks­ins að móta fram­tíð­ina með þeim. 

Við­reisn 

Við­reisn seg­ist vilja stór­efla geð­heil­brigð­is­þjón­ustu á Íslandi. Færa skuli sál­fræði­þjón­ustu undir kerfi almanna­trygg­inga í skrefum en for­gangs­raða í þágu yngstu og við­kvæm­ustu hópanna. 

Þau vilja að tryggt verði aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu fyrir nem­endur á öllum skóla­stig­um. Fjölga þurfi stöðu­gildum sál­fræð­inga á heilsu­gæslu­stöð­um. „Við þurfum líka að efla þjón­ust­una um allt land og við megum ekki vera hrædd við nýjar útfærslur á þjón­ust­unn­i,“ segir í stefnu þeirra.

Pírat­ar 

„Heil­brigð­is­málin fyrst og fremst: Fram­sýn stjórn­völd tryggja að allir fái bestu mögu­legu heil­brigð­is­þjón­ustu þegar þörf kref­ur, óháð efna­hag og óháð búset­u,“ segir í stefnu Pírata.

Píratar líta svo á að öruggt aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu sé ekki til staðar fyrir alla fyrr en í fyrsta lagi að heilsu­gæsla sé í nærum­hverfi fólks, í öðru lagi að fólk geti sótt lækn­is­að­stoð þó það hafi ekki efni á því og í því þriðja að biðlistar séu ekki það langir að heilsa fólks sé í hættu.

Þau vilja setja af stað fag­lega, óháða stað­ar­vals­grein­ingu á helstu mögu­legum stað­setn­ingum nýja Land­spít­al­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Þeirri úttekt ætti að vera lokið innan árs og ætti að taka mið af svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og þróun íslenskrar heil­brigð­is­þjón­ustu til fram­tíð­ar. Í kjöl­farið verði lands­mönnum falið að velja milli helstu val­kosta í vand­aðri við­horfskönnun eða þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.“

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn

Fram­sókn telur að almenn ein­ing ríki um að gera þurfi betur í heil­brigð­is­málum á Íslandi. Flokk­ur­inn segir að hann hafi staðið fyrir sam­þykkt heil­brigð­is­á­ætl­unar fyrir Ísland. Þrjú verk­efni þoli ekki bið: Hjúkr­un­ar­heim­ilum þurfi að fjölga, reisa þurfi þjóð­ar­sjúkra­hús og efla þurfi heilsu­gæslu. Þau vilja greina hvar brýn­asta þörfin sé fyrir grunn­þjón­ustu.

Þau benda á að kostn­að­ar­þátt­taka sjúk­linga á Íslandi sé hærri en á Norð­ur­lönd­un­um. Núver­andi kerfi sé íþyngj­andi sér­stak­lega ef fólk er búið að greiða hámark kostn­aðar vegna lækn­is­þjón­ustu og lyfja. Sam­eina þurfi þessi tvö kerfi. Fram­sókn seg­ist enn fremur vilja að tann­lækn­inga-, sál­fræði- og ferða­kostn­aður sjúk­linga falli undir greiðslu­þátt­töku­kerf­ið. Fram­tíð­ar­mark­mið sé að veikir borgi ekki.

Sál­fræði­þjón­ustu á að greiða niður strax, að þeirra mati. „Um 20 pró­sent barna og ung­menna hafa ein­hvern tíma fyrir 18 ára aldur þurft að leita aðstoðar vegna geð­rænna erf­ið­leika. Bregð­ast þarf snemma við þegar geð­rænir erf­ið­leikar gera vart við sig hjá börnum og full­orðn­um. Fram­sókn vill fjölga sál­fræð­ingum í heilsu­gæsl­unni og að sál­fræði­þjón­usta verði nið­ur­greidd og verði hluti af greiðslu­þátt­töku­kerf­inu eins og önnur heil­brigð­is­þjón­usta.“

Þau segja jafn­framt að geð­lækna vanti á heil­brigð­is­stofn­an­ir. Fram­sókn vilji fjölga geð­læknum á heil­brigð­is­stofn­unum víðs­vegar um landið og létta álag­inu af Land­spít­al­an­um. Hörmu­legt sé að horfa upp á að stór hluti af ungu fólk glími við geð­ræna erf­ið­leika. Geð­læknum þurfi að fjölga strax.

Að end­ingu telur Fram­sókn að fram­tíð­ar­staður Land­spít­al­ans sé ekki við Hring­braut. Þrátt fyrir að fram­kvæmdir við Hring­braut klárist þurfi að huga tím­an­lega að því að nýr spít­ali verði byggður á nýjum stað sem rúmi allar deild­ir, m.a. geð­deild, en það sé ekki í boði við Hring­braut. Sjúk­lingar þurfi betri aðstöðu og horfa þurfi bæði til lík­am­legra og and­legra veik­inda. Starfs­fólk þurfi betri aðstöðu.

Vinstri græn

VG telur að sál­fræði­þjón­usta eigi að vera nið­ur­greidd eins og önnur heil­brigð­is­þjón­usta og að tryggja eigi slíkra þjón­ustu í öllum fram­halds­skólum nem­endum að kostn­að­ar­lausu.

Á heima­síðu Vinstri grænna koma auk þess fram að fjöldi ann­arra  heil­brigðistengdra mála sem flokk­ur­inn leggur áherslu á. Á meðal þeirra eru þau að auka þurfi fram­lög rík­is­ins til heil­brigð­is­þjón­ustu þannig að þau verði sam­bæri­leg við það sem ger­ist á hinum Norð­ur­lönd­un­um, að setja þurfi kraftí að ljúka við bygg­ingu nýs Land­spít­ala við Hring­braut og efla um leið sjúkra­flutn­inga og sjúkra­flug um land allt.

Þá skuli stefnt að því að öll heil­brigð­is­þjón­usta á sjúkra­húsum og heilsu­gæslu­stöðvum verði gjald­frjáls og draga mark­visst úr kostn­að­ar­þátt­töku sjúk­linga á kjör­tíma­bil­in­u. Styrkja þurfi heilsu­gæsl­una, ekki síst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þannig að hún verði alltaf fyrsti við­komu­stað­ur­inn. 

Þá sé stór­átaks þörf í geð­heil­brigð­is­mál­um, tryggja þurfi fíklum við­un­andi með­ferð­ar­úr­ræði með sam­vinnu dóms-, félags- og heil­brigð­is­kerfis og að notenda­stýrð per­sónu­leg aðstoð þurfi að verða raun­veru­legt val fyrir þá sem það kjósa og tími til kom­inn að festa það verk­efni í sessi með lög­um.

Björt fram­tíð 

Björt fram­tíð seg­ist vilja nýjan Land­spít­ala og nýtt sjúkra­hót­el. Þau vilja bygg­ingju með­ferð­ar­kjarna við Hring­braut sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi áætlun og hefja starf­semi nýs sjúkra­hót­els. Þau vilja jafn­framt að heilsu­gæsla um land allt verði styrkt sem fyrsti við­komu­stað með fjölgun sál­fræð­inga.

Þau telja mik­il­vægt að tryggja skuli aukna vellíðan og betri geð­heilsu barna og ung­menna og virk­ari sam­fé­lags­þátt­töku ein­stak­linga sem glíma við geð­rask­anir til skemmri eða lengri tíma.

Jafn­framt álítur Björt fram­tíð mik­il­vægt að heil­brigð­is­þjón­ustan tryggi aðgengi að þjón­ustu og ráð­gjöf sem felur í sér fjöl­breyti­lega þjón­ustu allra heil­brigð­is­stétta og hæfir ein­stak­lingum best hverju sinni.

Björt fram­tíð seg­ist leggja áherslu á for­varnir og með­ferð sem mið­ast við að efla lífs­gæði, sjálf­stæði, val og ábyrgð hvers ein­stak­lings. Við lýð­heilsu sé átt við aðgerðir sem miða að því að við­halda og bæta heil­brigði, líðan og aðstæður ein­stak­linga.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn

Sjáf­stæð­is­flokk­ur­inn seg­ist ætla að halda vel utan um eldri kyn­slóð­ina og gera sér­stakt átak í að fjölga hjúkr­un­ar­heim­il­um. „Við ætlum að styrkja heima­þjón­ust­una og gera sér­stakt átak í fjölgun hjúkr­un­ar­heim­ila. Þrír millj­arðar á ári munu renna úr Þjóð­ar­sjóði í það átak á næstu árum,“ segir í stefnu þeirra. 

Þau telja að styrkja þurfi stöðu Land­spít­al­ans sem rann­sókna- og kennslu­sjúkra­hús. Þau segj­ast vilja efla fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu og nýta upp­lýs­inga- og sam­skipta­tækni bet­ur.

Í stefnu þeirra á Betra Ísland segja þau að fjár­hags­að­stæður fólks megi ekki vera nokkrum hindrun í að leita sér lækn­inga og ná bata. Nýju greiðslu­þátt­töku­kerfi hafi verið komið á, þar sem sett hefur verið þak á kostnað ein­stak­linga vegna heil­brigð­is­þjón­ustu og börn eiga kost á gjald­frjálsri þjón­ustu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn telur mik­il­vægt að lækka kostnað sjúk­linga enn frek­ar.

Þau segj­ast enn fremur vilja ljúka fram­kvæmd geð­heil­brigð­is­stefn­unnar og fylgja henni eft­ir. Greina verði og takast á við vanda­mál á fyrstu stigum og tryggja aðgengi allra að sál­fræði­þjón­ustu, óháð búsetu. Leggja þurfi aukna áherslu á for­varnir og auð­velda heilsu­gæsl­unni að sinna frum­þjón­ustu við fólk með geð­ræn vanda­mál. Sér­stak­lega þurfi að huga að brýnni þörf ung­menna á þessu sviði.

Sam­fylk­ingin

Sam­fylk­ingin seg­ist vilja að opin­ber hluti heil­brigð­is­þjón­ust­unnar verði gjald­frjáls í það minnsta Land­spít­al­inn. Það kosti 6 millj­arða að gera hann gjald­frjálsan en hægt sé að vinna það í skrefum á næstu árum að lækka gjöld­in. Hinn hlut­inn væri heilsu­gæslan en það kosti 1 millj­arð á ári.

Flokkur fólks­ins hefur ekki skilað inn stefnu­málum sínum á síð­una og áherslur Dög­unar vantar varð­andi heil­brigð­is­mál­in. 

Tekið skal fram að þessi listi er ekki tæm­andi. Á næstu dögum mun Kjarn­inn einnig vera með umfjöllun um önnur mál sem varða at­vinnu­vegi og auð­lind­ir, umhverf­is­mál, dóm­stóla, stjórn­ar­skrá og lýð­ræði.

25.10.2017 kl. 11:20.

Frétta­skýr­ing­unni var breytt eftir athuga­semd frá Vinstri grænum sem báðu um að fleiri stefnu­málum þeirra yrði bætt við. Þau stefnu­mál höfðu ekki verið sett inn á Betra Ísland.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar