Vogunarsjóðir eiga mest í Kaupþingi - Wintris meðal hluthafa

Heildarfjöldi hluthafa Kaupþingis, sem á stærstan eignarhluta í Arion banka, var 591 í lok árs í fyrra.

Kaupþing
Auglýsing

Vog­un­ar­sjóðir raða sér efst á lista yfir stærstu eig­endur Kaup­þings, sé mið tekið af árs­reikn­ingi félags­ins fyrir síð­asta ár. Félagið heldur á eignum sem áður til­heyrðu slita­búi hins fallna banka.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Kaup­þings fyrir síð­asta ár námu heild­ar­eignir félags­ins um ára­mót námu 409,7 millj­örðum króna, og heild­ar­skuldir eru skráðar 396,3 millj­arð­ar, en sú tala hefur minnkað úr ríf­lega 800 millj­örðum frá því árið 2015, eftir greiðslu stöð­ug­leika­greiðslna til rík­is­sjóðs og upp­gjörs­ins sem því fylgd­i. 

Árs­verk hjá félag­inu voru um 30 í fyrra en í stjórn voru Bene­dikt Gísla­son, Piergi­orgio LoGreco Alan Jef­frey Carr, Paul David Cop­ley, sem jafn­framt er for­stjóri, og Óttar Páls­son.

Auglýsing

Ein stærsta eign Kaup­þings er eign­ar­hlutur í Arion banka. Eign­ar­hald á Arion banka hefur sem kunn­ugt er breyst á þessu ári, en eins og staða mála er nú á félagið Kaup­skil, sem er í eigu Kaup­þings, enn 57 pró­sent hlut í bank­an­um. 

Stærstu eigendur Arion banka miðað við stöðu mála 25. september síðastliðinn voru eftirfarandi.

Íslenska ríkið á 13 pró­sent en vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir, sem allir eru eða voru í hlut­hafa­hópi Kaup­þings í lok árs í fyrra, eiga afgang­inn, eða 30 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ing­unum eins og þær birt­ast á vef Arion banka.

Eign­ar­hlutir í félögum eru metnir á 160 millj­arða og lána­söfn á 115 millj­arða, miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs í fyrra. Þá var 87 pró­sent eign­ar­hlutur í Arion banka met­inn á 147 millj­arða króna.

Stærsti hlut­hafi Kaup­þings er TCA Opp­urtunity Invest­ments Fund með 26,9 pró­sent hlut, en á meðal stærstu eig­enda eru stórar fjár­mála­stofn­anir og aðrir sjóð­ir, eins og sést á með­fylgj­andi mynd­um.

Hér sést listi yfir stærstu hluthafa Kaupþings, miðað við lok árs í fyrra.

Hlut­hafar í lok árs­ins voru 591, að því er fram kemur í árs­reikn­ingi, en flestir þeirra sem eiga hlut í félag­inu eru þeir sem lýstu kröfu í bú Kaup­þings. 

Á meðal þeirra sem eiga hlut er félagið Wintris, sem er í eigu Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og núver­andi for­manns Mið­flokks­ins. Á meðal stefnu­mála flokks­ins er að íslenska ríkið nýti for­kaups­rétt á eign­ar­hlutum í Arion banka, og vinni að end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­mála­kerf­inu með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi.

Ákveðið hefur verið að bíða með sölu á eign­ar­hlutum í Arion banka, meðal ann­ars vegna póli­tískrar óvissu eftir stjórn­ar­slit og boðun til kosn­inga, 28. októ­ber næst­kom­andi. Óvíst er hvenær af við­skiptum getur orð­ið, en meðal þess sem að var stefnt var á skrá hlutafé Arion banka á mark­að.

Eign­ar­hlutur Wintris í Kaup­þingi nemur um 0,01 pró­senti af heild­ar­hluta­fé, sam­kvæmt hlut­haf­alista félags­ins og árs­reikn­ingi. Stærstur hluti af heild­ar­fjölda hlut­hafa á litla hluti í félag­inu, eða á bil­inu 0,006 til 0,01 pró­sent.

Um 82 pró­sent af heild­ar­hlutafé félags­ins er undir stjórn 10 stærstu hlut­haf­ana, þar sem vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir, ásamt stórum banda­rískum og evr­ópskum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, eru mest áber­andi á lista.

Alþingi
Leggja til að launatekjur undir 300 þúsund verði skattfrjálsar
Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja fram þingsályktunartillögu um 54 milljarða tilfærslu á skattbyrði, af láglaunafólki og yfir á annars vegar hærri launaða og eignafólk og hins vegar ríkið.
Kjarninn 25. september 2018
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent