Vogunarsjóðir eiga mest í Kaupþingi - Wintris meðal hluthafa

Heildarfjöldi hluthafa Kaupþingis, sem á stærstan eignarhluta í Arion banka, var 591 í lok árs í fyrra.

Kaupþing
Auglýsing

Vog­un­ar­sjóðir raða sér efst á lista yfir stærstu eig­endur Kaup­þings, sé mið tekið af árs­reikn­ingi félags­ins fyrir síð­asta ár. Félagið heldur á eignum sem áður til­heyrðu slita­búi hins fallna banka.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Kaup­þings fyrir síð­asta ár námu heild­ar­eignir félags­ins um ára­mót námu 409,7 millj­örðum króna, og heild­ar­skuldir eru skráðar 396,3 millj­arð­ar, en sú tala hefur minnkað úr ríf­lega 800 millj­örðum frá því árið 2015, eftir greiðslu stöð­ug­leika­greiðslna til rík­is­sjóðs og upp­gjörs­ins sem því fylgd­i. 

Árs­verk hjá félag­inu voru um 30 í fyrra en í stjórn voru Bene­dikt Gísla­son, Piergi­orgio LoGreco Alan Jef­frey Carr, Paul David Cop­ley, sem jafn­framt er for­stjóri, og Óttar Páls­son.

Auglýsing

Ein stærsta eign Kaup­þings er eign­ar­hlutur í Arion banka. Eign­ar­hald á Arion banka hefur sem kunn­ugt er breyst á þessu ári, en eins og staða mála er nú á félagið Kaup­skil, sem er í eigu Kaup­þings, enn 57 pró­sent hlut í bank­an­um. 

Stærstu eigendur Arion banka miðað við stöðu mála 25. september síðastliðinn voru eftirfarandi.

Íslenska ríkið á 13 pró­sent en vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir, sem allir eru eða voru í hlut­hafa­hópi Kaup­þings í lok árs í fyrra, eiga afgang­inn, eða 30 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ing­unum eins og þær birt­ast á vef Arion banka.

Eign­ar­hlutir í félögum eru metnir á 160 millj­arða og lána­söfn á 115 millj­arða, miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs í fyrra. Þá var 87 pró­sent eign­ar­hlutur í Arion banka met­inn á 147 millj­arða króna.

Stærsti hlut­hafi Kaup­þings er TCA Opp­urtunity Invest­ments Fund með 26,9 pró­sent hlut, en á meðal stærstu eig­enda eru stórar fjár­mála­stofn­anir og aðrir sjóð­ir, eins og sést á með­fylgj­andi mynd­um.

Hér sést listi yfir stærstu hluthafa Kaupþings, miðað við lok árs í fyrra.

Hlut­hafar í lok árs­ins voru 591, að því er fram kemur í árs­reikn­ingi, en flestir þeirra sem eiga hlut í félag­inu eru þeir sem lýstu kröfu í bú Kaup­þings. 

Á meðal þeirra sem eiga hlut er félagið Wintris, sem er í eigu Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og núver­andi for­manns Mið­flokks­ins. Á meðal stefnu­mála flokks­ins er að íslenska ríkið nýti for­kaups­rétt á eign­ar­hlutum í Arion banka, og vinni að end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­mála­kerf­inu með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi.

Ákveðið hefur verið að bíða með sölu á eign­ar­hlutum í Arion banka, meðal ann­ars vegna póli­tískrar óvissu eftir stjórn­ar­slit og boðun til kosn­inga, 28. októ­ber næst­kom­andi. Óvíst er hvenær af við­skiptum getur orð­ið, en meðal þess sem að var stefnt var á skrá hlutafé Arion banka á mark­að.

Eign­ar­hlutur Wintris í Kaup­þingi nemur um 0,01 pró­senti af heild­ar­hluta­fé, sam­kvæmt hlut­haf­alista félags­ins og árs­reikn­ingi. Stærstur hluti af heild­ar­fjölda hlut­hafa á litla hluti í félag­inu, eða á bil­inu 0,006 til 0,01 pró­sent.

Um 82 pró­sent af heild­ar­hlutafé félags­ins er undir stjórn 10 stærstu hlut­haf­ana, þar sem vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir, ásamt stórum banda­rískum og evr­ópskum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, eru mest áber­andi á lista.

Þórhildur segir uppi rökstuddur grunur um margvísleg brot ráðamanna
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir reglur í íslensku samfélagi ekki gilda um æðstu lög samfélagsins og æðstu valdhafa á Íslandi. Þetta sagði Þórhildur í Silfrinu á RÚV í dag.
25. febrúar 2018
Íslendingar auka sífellt plastnotkun
Plastumbúðum á markaði á Íslandi fjölgaði um 10 prósent á árunum 2014 til 2016.
25. febrúar 2018
Kvikan
Kvikan
Kvikan – Hefur ekki breytt skoðun sinni á því hverjir séu heppilegur eigendur banka
25. febrúar 2018
Glimmerkokteillinn
Glimmerkokteillinn
Glimmerkokteillinn – Áfengi og Sjálfsfróun allra meina bót?
25. febrúar 2018
Magnús Freyr Erlingsson
Siðferðisleg sjónarmið í fákeppnissamfélagi
25. febrúar 2018
Pétur mikli og laumufarþegarnir
Danmörk hefur öldum saman verið hertekin af rottum, eins og fleiri evrópskar stórborgir. Baráttan snýr að mestu leyti við að halda henni í skefjum þar sem hún virðist sjá við öllum þeim brögðum sem gegn henni er beitt.
25. febrúar 2018
Öryggisráðið samþykkir 30 daga vopnahlé í Sýrlandi
Neyðarástand er víða í Sýrlandi eftir blóðuga borgarastyrjöld árum saman.
24. febrúar 2018
Líf, Elín og Þorsteinn leiða lista VG í Reykjavík.
Líf, Elín og Þorsteinn leiða hjá VG í Reykjavík
Forvali Vinstri grænna lauk í dag. Þau Líf Magneudóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson skipa þrjú efstu sætin. Kosið var um fimm efstu sæti á lista og greiddu tæplega 500 atkvæði í valinu.
24. febrúar 2018
Meira úr sama flokkiInnlent