Vogunarsjóðir eiga mest í Kaupþingi - Wintris meðal hluthafa

Heildarfjöldi hluthafa Kaupþingis, sem á stærstan eignarhluta í Arion banka, var 591 í lok árs í fyrra.

Kaupþing
Auglýsing

Vog­un­ar­sjóðir raða sér efst á lista yfir stærstu eig­endur Kaup­þings, sé mið tekið af árs­reikn­ingi félags­ins fyrir síð­asta ár. Félagið heldur á eignum sem áður til­heyrðu slita­búi hins fallna banka.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Kaup­þings fyrir síð­asta ár námu heild­ar­eignir félags­ins um ára­mót námu 409,7 millj­örðum króna, og heild­ar­skuldir eru skráðar 396,3 millj­arð­ar, en sú tala hefur minnkað úr ríf­lega 800 millj­örðum frá því árið 2015, eftir greiðslu stöð­ug­leika­greiðslna til rík­is­sjóðs og upp­gjörs­ins sem því fylgd­i. 

Árs­verk hjá félag­inu voru um 30 í fyrra en í stjórn voru Bene­dikt Gísla­son, Piergi­orgio LoGreco Alan Jef­frey Carr, Paul David Cop­ley, sem jafn­framt er for­stjóri, og Óttar Páls­son.

Auglýsing

Ein stærsta eign Kaup­þings er eign­ar­hlutur í Arion banka. Eign­ar­hald á Arion banka hefur sem kunn­ugt er breyst á þessu ári, en eins og staða mála er nú á félagið Kaup­skil, sem er í eigu Kaup­þings, enn 57 pró­sent hlut í bank­an­um. 

Stærstu eigendur Arion banka miðað við stöðu mála 25. september síðastliðinn voru eftirfarandi.

Íslenska ríkið á 13 pró­sent en vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir, sem allir eru eða voru í hlut­hafa­hópi Kaup­þings í lok árs í fyrra, eiga afgang­inn, eða 30 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ing­unum eins og þær birt­ast á vef Arion banka.

Eign­ar­hlutir í félögum eru metnir á 160 millj­arða og lána­söfn á 115 millj­arða, miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs í fyrra. Þá var 87 pró­sent eign­ar­hlutur í Arion banka met­inn á 147 millj­arða króna.

Stærsti hlut­hafi Kaup­þings er TCA Opp­urtunity Invest­ments Fund með 26,9 pró­sent hlut, en á meðal stærstu eig­enda eru stórar fjár­mála­stofn­anir og aðrir sjóð­ir, eins og sést á með­fylgj­andi mynd­um.

Hér sést listi yfir stærstu hluthafa Kaupþings, miðað við lok árs í fyrra.

Hlut­hafar í lok árs­ins voru 591, að því er fram kemur í árs­reikn­ingi, en flestir þeirra sem eiga hlut í félag­inu eru þeir sem lýstu kröfu í bú Kaup­þings. 

Á meðal þeirra sem eiga hlut er félagið Wintris, sem er í eigu Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og núver­andi for­manns Mið­flokks­ins. Á meðal stefnu­mála flokks­ins er að íslenska ríkið nýti for­kaups­rétt á eign­ar­hlutum í Arion banka, og vinni að end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­mála­kerf­inu með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi.

Ákveðið hefur verið að bíða með sölu á eign­ar­hlutum í Arion banka, meðal ann­ars vegna póli­tískrar óvissu eftir stjórn­ar­slit og boðun til kosn­inga, 28. októ­ber næst­kom­andi. Óvíst er hvenær af við­skiptum getur orð­ið, en meðal þess sem að var stefnt var á skrá hlutafé Arion banka á mark­að.

Eign­ar­hlutur Wintris í Kaup­þingi nemur um 0,01 pró­senti af heild­ar­hluta­fé, sam­kvæmt hlut­haf­alista félags­ins og árs­reikn­ingi. Stærstur hluti af heild­ar­fjölda hlut­hafa á litla hluti í félag­inu, eða á bil­inu 0,006 til 0,01 pró­sent.

Um 82 pró­sent af heild­ar­hlutafé félags­ins er undir stjórn 10 stærstu hlut­haf­ana, þar sem vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir, ásamt stórum banda­rískum og evr­ópskum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, eru mest áber­andi á lista.

Blockchain mun breyta fjölmiðlum
Blockchain býður upp á mikla möguleika fyrir fjölmiðla, segir Matt Coolidge í viðtali við Frey Eyjólfsson.
Kjarninn 19. júní 2018
Aðalgeir Þorgrímsson
Hlaupandi forstjóri og 6.596 bankar
Kjarninn 19. júní 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Velferðarráðuneytinu skipt upp í tvennt
Forsætisráðuneytið mun leggja fram þingsályktunartillögu í haust um skiptingu velferðarráðuneytisins í tvö ráðuneyti.
Kjarninn 19. júní 2018
Viðar Halldórsson
Ísland 1 – Argentína 0 – Tölfræðin sem við viljum alltaf vinna
Kjarninn 19. júní 2018
Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Friðurinn úti í borgarstjórn eftir innan við klukkustund
Borgarstjórnarfulltrúar minnihlutans kalla eftir óháðri rannsókn vegna trúnaðarbrests og leka í Ráðhúsinu í upphafi fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Málið sé prófraun.
Kjarninn 19. júní 2018
Róhingjar á flótta.
Aldrei verið fleiri á flótta í heiminum
Tæpar 70 milljónir manna voru hrakin frá heimilum sínum og rúmar 25 milljónir þeirra teljast flóttamenn. Báðar tölur eru þær hæstu sem mælst hafa í mörg ár.
Kjarninn 19. júní 2018
Dagur B. Eggertsson.
Fyrsti borgarstjórnarfundurinn á nýju kjörtímabili í dag
Kosið verður í ráð og nefndir og tillögur flokkanna teknar fyrir á fyrsta fundi borgarstjórnar sem haldinn er í dag. Sósíalistaflokkurinn leggur fram sjö tillögur á fundinum.
Kjarninn 19. júní 2018
Elisabeth Moss í hlutverki Hjáfreð í Handmaid's Tale
Ágúst Ólafur líkir stefnu Trump við Handmaid's Tale
Þingmenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar fordæma innflytjendastefnu Bandaríkjastjórnar sem leitt hefur til aðskilnaðar flóttamannabarna frá foreldrum sínum.
Kjarninn 19. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent