Vogunarsjóðir eiga mest í Kaupþingi - Wintris meðal hluthafa

Heildarfjöldi hluthafa Kaupþingis, sem á stærstan eignarhluta í Arion banka, var 591 í lok árs í fyrra.

Kaupþing
Auglýsing

Vog­un­ar­sjóðir raða sér efst á lista yfir stærstu eig­endur Kaup­þings, sé mið tekið af árs­reikn­ingi félags­ins fyrir síð­asta ár. Félagið heldur á eignum sem áður til­heyrðu slita­búi hins fallna banka.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Kaup­þings fyrir síð­asta ár námu heild­ar­eignir félags­ins um ára­mót námu 409,7 millj­örðum króna, og heild­ar­skuldir eru skráðar 396,3 millj­arð­ar, en sú tala hefur minnkað úr ríf­lega 800 millj­örðum frá því árið 2015, eftir greiðslu stöð­ug­leika­greiðslna til rík­is­sjóðs og upp­gjörs­ins sem því fylgd­i. 

Árs­verk hjá félag­inu voru um 30 í fyrra en í stjórn voru Bene­dikt Gísla­son, Piergi­orgio LoGreco Alan Jef­frey Carr, Paul David Cop­ley, sem jafn­framt er for­stjóri, og Óttar Páls­son.

Auglýsing

Ein stærsta eign Kaup­þings er eign­ar­hlutur í Arion banka. Eign­ar­hald á Arion banka hefur sem kunn­ugt er breyst á þessu ári, en eins og staða mála er nú á félagið Kaup­skil, sem er í eigu Kaup­þings, enn 57 pró­sent hlut í bank­an­um. 

Stærstu eigendur Arion banka miðað við stöðu mála 25. september síðastliðinn voru eftirfarandi.

Íslenska ríkið á 13 pró­sent en vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir, sem allir eru eða voru í hlut­hafa­hópi Kaup­þings í lok árs í fyrra, eiga afgang­inn, eða 30 pró­sent, sam­kvæmt upp­lýs­ing­unum eins og þær birt­ast á vef Arion banka.

Eign­ar­hlutir í félögum eru metnir á 160 millj­arða og lána­söfn á 115 millj­arða, miðað við stöð­una eins og hún var í lok árs í fyrra. Þá var 87 pró­sent eign­ar­hlutur í Arion banka met­inn á 147 millj­arða króna.

Stærsti hlut­hafi Kaup­þings er TCA Opp­urtunity Invest­ments Fund með 26,9 pró­sent hlut, en á meðal stærstu eig­enda eru stórar fjár­mála­stofn­anir og aðrir sjóð­ir, eins og sést á með­fylgj­andi mynd­um.

Hér sést listi yfir stærstu hluthafa Kaupþings, miðað við lok árs í fyrra.

Hlut­hafar í lok árs­ins voru 591, að því er fram kemur í árs­reikn­ingi, en flestir þeirra sem eiga hlut í félag­inu eru þeir sem lýstu kröfu í bú Kaup­þings. 

Á meðal þeirra sem eiga hlut er félagið Wintris, sem er í eigu Önnu Sig­ur­laugar Páls­dótt­ur, eig­in­konu Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og núver­andi for­manns Mið­flokks­ins. Á meðal stefnu­mála flokks­ins er að íslenska ríkið nýti for­kaups­rétt á eign­ar­hlutum í Arion banka, og vinni að end­ur­skipu­lagn­ingu á fjár­mála­kerf­inu með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi.

Ákveðið hefur verið að bíða með sölu á eign­ar­hlutum í Arion banka, meðal ann­ars vegna póli­tískrar óvissu eftir stjórn­ar­slit og boðun til kosn­inga, 28. októ­ber næst­kom­andi. Óvíst er hvenær af við­skiptum getur orð­ið, en meðal þess sem að var stefnt var á skrá hlutafé Arion banka á mark­að.

Eign­ar­hlutur Wintris í Kaup­þingi nemur um 0,01 pró­senti af heild­ar­hluta­fé, sam­kvæmt hlut­haf­alista félags­ins og árs­reikn­ingi. Stærstur hluti af heild­ar­fjölda hlut­hafa á litla hluti í félag­inu, eða á bil­inu 0,006 til 0,01 pró­sent.

Um 82 pró­sent af heild­ar­hlutafé félags­ins er undir stjórn 10 stærstu hlut­haf­ana, þar sem vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóð­ir, ásamt stórum banda­rískum og evr­ópskum fjár­mála­fyr­ir­tækj­um, eru mest áber­andi á lista.

Konurnar sem saka Trump um áreitni eiga skilið að fá áheyrn
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum segir að allar konur sem telja á sér brotið eigi skilið að fá áheyrn, og það eigi líka við um þær sem hafa sakað Trump Bandaríkjaforseta um áreitni.
11. desember 2017
Fimmtán milljarða innviðainnspýting
Stjórnarflokkarnir ætla sér að auka verulega við fjármagn til heilbrigðis- og menntakerfisins, samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins í dag.
11. desember 2017
Í þá tíð… Dauði fjölmiðlamógúlsins
Blaðaútgefandinn Robert Maxwell var einn fyrirferðarmesti útgefandi Bretlands um árabil. Hann fór með himinskautum á hátindi veldis síns, en fallið var hátt og endalokin voveifleg.
10. desember 2017
Fjölmenni og samstaða á #Metoo viðburðum
Fjölmenni er nú á #Metoo viðburði í Borgarleikhúsinu. Viðburðir eru haldir um allt land þar sem minnst er á mikilvægi byltingarinnar.
10. desember 2017
Nær Ive að blása lífi í nýsköpunina hjá Apple?
Bretinn Jonathan Ive hefur tekið við stjórnun hönnunar og notendaupplifunar hjá Apple á nýjan leik. Þetta verðmætasta fyrirtæki heimsins hefur fengið á sig mikla gagnrýni að undanförnu fyrir að koma ekki fram með nægilega miklar nýjungar.
10. desember 2017
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Tencent tekur fram úr Facebook
Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.
10. desember 2017
Lars Lökke Rasmussen
Á bláþræði
Danska ríkisstjórn hefur átt í vök að verjast að undanförnu. Danski Þjóðarflokkurinn er í lykilstöðu á hinu kvika pólitíska sviði í Danmörku.
10. desember 2017
Þriðji dagur Katrínar í stjórnarráðinu
Katrín Jakobsdóttir fékk lyklana að stjórnarráðinu á föstudegi, á þriðjudeginum fékk Auður Jónsdóttir rithöfundur að elta hana í nýju starfi og spyrja spurninga; annan dag fyrstu vikunnar í stjórnarráðinu.
9. desember 2017
Meira úr sama flokkiInnlent