Frelsi til að vera

Sóley Björk Stefánsdóttir skrifar um jafnréttismál í aðsendri grein.

Auglýsing

„Sveitarstjórnum ber að tryggja jafnrétti kynja og jafnræði allra íbúa,“ segir í stefnuskrá VG á Akureyri. Við leggjum til nokkrar aðgerðir til að bæta jafnrétti í sveitarfélaginu og þar má til dæmis nefna að við viljum stuðla að jöfnuði kynja þegar kemur að náms- og starfsvali. Mörgum sem þetta lesa dettur fyrst í hug að við viljum efla aðgengi kvenna að námi og störfum sem nú eru meira sótt af körlum, ég get sem dæmi nefnt ýmsar iðn- og tæknigreinar. En hvað með hina hliðina? Hvernig snýr þessi stefna að jafnréttisbaráttu karla?

Ég heyri marga karlmenn tala um að þeir njóti ekki réttlætis þegar ósætti kemur upp milli foreldra um jafna þátttöku í lífi barna eftir skilnað foreldra og þess vegna finnst mér mikilvægt að ræða jafnréttismálin hér út frá sjónarmiði karla.

Íhaldssöm kynjaviðhorf móta líf okkar allra ennþá í allt of miklum mæli. Hugmyndir um að karlar séu ekki nógu natnir eða hafi minni hæfileika til umönnunar eru því miður víða ráðandi. Það sem viðheldur þessari mýtu eru úreltar staðalímyndir um að karlar eigi að vera stórir, sterkir, tilfinningabældir og fjárhagslegir ábyrgðarmenn sinnar fjölskyldu.

Auglýsing

Sem betur fer eru viðhorf karlmanna til sjálfrar sín að breytast á ógnar hraða og þeir eru farnir að hafa hærra um að krefjast breytinga og vinna að eigin hagsmunum gegn kynjakerfinu. Það er afar mikilvægur liður í jafnréttisbaráttunni því það er alveg ljóst að karlar eru mjög undir hælnum á kynjakerfinu –bara öðruvísi en konur. Það hallar á stráka í skólakerfinu, karlar eru líklegri til að verða fíklar, eru líklegri til að svipta sig lífi, líklegri til að sitja í fangelsi og svo mætti lengi telja. Það er því alltaf fleirum og fleirum ljóst að aldagamla kynjakerfið verður að fara að víkja.

Karlar eiga að hafa frelsi til að velja sér störf eftir því hvað þá langar til að gera en ekki eftir úreltum hugmyndum um hvað þeir eigi að gera. Þeir eiga að hafa frelsi til að velja sér áhugamál. Þeir eiga að hafa frelsi til að hafa og sýna allskonar tilfinningar án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Þetta er þó ekki eins einfalt og það hljómar. Það hefur jafnréttisbaráttan aldrei verið.

Við þurfum að breyta staðalmyndum um kyn. Það þekkjum við mjög vel úr jafnréttisbaráttu síðustu 100 ára að getur verið mjög langdregið ferli og að grípa þarf til sértækra aðgerða til þess.

Það þarf að veita báðum foreldrum jafn langt fæðingarorlof og það þarf að stytta vinnuviku karla. Á vinnumarkaðinum er mikil pressa á karlmenn um að vinna langa vinnuviku og samkvæmt tölum frá Hagstofunni vinna karlmenn að meðaltali 43 klst. á viku á meðan konur vinna að meðaltali 36 klst. Þetta gerir það að verkum að karlar hafa ekki sömu tækifæri til að sinna heimili og börnum.

Ein af mikilvægustu aðgerðunum er að afnema kynjaskiptingu á vinnumarkaði og fjarlægja kynbundin launamun –jafnt óútskýrðan sem útskýrðan. Þegar fjárhagslegt jafnrétti næst verður mun auðveldara að breyta þeim viðhorfum og hugsunum sem okkur öllum er innrætt frá fyrsta degi okkar lífs um getu og möguleika karla og kvenna.

Mikilvægast í mínum huga er að muna að jafnréttisbaráttan er ekki barátta milli kynjanna heldur sameiginleg barátta okkar allra fyrir réttlátu samfélagi. Við verðum að komast upp úr hjólförum og víglínum og fara að tala meira saman um hvernig við breytum stóru kerfunum okkar eins og til dæmis réttarkerfinu og beitum því í þágu réttlætis fyrir alla.

Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar