Frelsi til að vera

Sóley Björk Stefánsdóttir skrifar um jafnréttismál í aðsendri grein.

Auglýsing

„Sveitarstjórnum ber að tryggja jafnrétti kynja og jafnræði allra íbúa,“ segir í stefnuskrá VG á Akureyri. Við leggjum til nokkrar aðgerðir til að bæta jafnrétti í sveitarfélaginu og þar má til dæmis nefna að við viljum stuðla að jöfnuði kynja þegar kemur að náms- og starfsvali. Mörgum sem þetta lesa dettur fyrst í hug að við viljum efla aðgengi kvenna að námi og störfum sem nú eru meira sótt af körlum, ég get sem dæmi nefnt ýmsar iðn- og tæknigreinar. En hvað með hina hliðina? Hvernig snýr þessi stefna að jafnréttisbaráttu karla?

Ég heyri marga karlmenn tala um að þeir njóti ekki réttlætis þegar ósætti kemur upp milli foreldra um jafna þátttöku í lífi barna eftir skilnað foreldra og þess vegna finnst mér mikilvægt að ræða jafnréttismálin hér út frá sjónarmiði karla.

Íhaldssöm kynjaviðhorf móta líf okkar allra ennþá í allt of miklum mæli. Hugmyndir um að karlar séu ekki nógu natnir eða hafi minni hæfileika til umönnunar eru því miður víða ráðandi. Það sem viðheldur þessari mýtu eru úreltar staðalímyndir um að karlar eigi að vera stórir, sterkir, tilfinningabældir og fjárhagslegir ábyrgðarmenn sinnar fjölskyldu.

Auglýsing

Sem betur fer eru viðhorf karlmanna til sjálfrar sín að breytast á ógnar hraða og þeir eru farnir að hafa hærra um að krefjast breytinga og vinna að eigin hagsmunum gegn kynjakerfinu. Það er afar mikilvægur liður í jafnréttisbaráttunni því það er alveg ljóst að karlar eru mjög undir hælnum á kynjakerfinu –bara öðruvísi en konur. Það hallar á stráka í skólakerfinu, karlar eru líklegri til að verða fíklar, eru líklegri til að svipta sig lífi, líklegri til að sitja í fangelsi og svo mætti lengi telja. Það er því alltaf fleirum og fleirum ljóst að aldagamla kynjakerfið verður að fara að víkja.

Karlar eiga að hafa frelsi til að velja sér störf eftir því hvað þá langar til að gera en ekki eftir úreltum hugmyndum um hvað þeir eigi að gera. Þeir eiga að hafa frelsi til að velja sér áhugamál. Þeir eiga að hafa frelsi til að hafa og sýna allskonar tilfinningar án þess að það sé sérstakt tiltökumál. Þetta er þó ekki eins einfalt og það hljómar. Það hefur jafnréttisbaráttan aldrei verið.

Við þurfum að breyta staðalmyndum um kyn. Það þekkjum við mjög vel úr jafnréttisbaráttu síðustu 100 ára að getur verið mjög langdregið ferli og að grípa þarf til sértækra aðgerða til þess.

Það þarf að veita báðum foreldrum jafn langt fæðingarorlof og það þarf að stytta vinnuviku karla. Á vinnumarkaðinum er mikil pressa á karlmenn um að vinna langa vinnuviku og samkvæmt tölum frá Hagstofunni vinna karlmenn að meðaltali 43 klst. á viku á meðan konur vinna að meðaltali 36 klst. Þetta gerir það að verkum að karlar hafa ekki sömu tækifæri til að sinna heimili og börnum.

Ein af mikilvægustu aðgerðunum er að afnema kynjaskiptingu á vinnumarkaði og fjarlægja kynbundin launamun –jafnt óútskýrðan sem útskýrðan. Þegar fjárhagslegt jafnrétti næst verður mun auðveldara að breyta þeim viðhorfum og hugsunum sem okkur öllum er innrætt frá fyrsta degi okkar lífs um getu og möguleika karla og kvenna.

Mikilvægast í mínum huga er að muna að jafnréttisbaráttan er ekki barátta milli kynjanna heldur sameiginleg barátta okkar allra fyrir réttlátu samfélagi. Við verðum að komast upp úr hjólförum og víglínum og fara að tala meira saman um hvernig við breytum stóru kerfunum okkar eins og til dæmis réttarkerfinu og beitum því í þágu réttlætis fyrir alla.

Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar 1. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar