Ísland megi ekki glata stöðu sinni meðal fremstu ríkja í tekjujöfnuði

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki boðlegt að launahækkanir forstjóra fyrirtækja nemi allt að tvennum lágmarkslaunum og að allir hljóti að gera þá kröfu að atvinnurekendur sýni hófsemd í eigin kjörum og tali af ábyrgð.

Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni og fjallaði meðal annars um kjarasamninga, vopnalöggjöf, jafnréttis- og lofslagsmál.
Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni og fjallaði meðal annars um kjarasamninga, vopnalöggjöf, jafnréttis- og lofslagsmál.
Auglýsing

Flokks­ráðs­fundur Vinstri grænna fer nú fram á Ísa­firði og tók Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra Íslands, til máls í kjöl­far setn­ing­ar­ræðu Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, vara­for­manns og félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra. Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni og fjall­aði meðal ann­ars um kjara­samn­inga, vopna­lög­gjöf, jafn­rétt­is- og lofslags­mál.

Hvað kjara­samn­inga varðar sagði Katrín að mörg þau jafn­rétt­is­mál sem Vinstri græn ynnu að ættu þau sam­eig­in­leg með verka­lýðs­hreyf­ing­unni. Samt sem áður þyrfti að muna að það séu full­trúar launa­fólks og atvinnuurek­enda sem sitji við samn­inga­borð­ið, en ekki stjórn­valda. Sagð­ist Katrín þó hafa fulla trú á því að þessir aðilar næðu góðum samn­ingum fyrir íslenskt sam­fé­lag að almenn­ing all­an.

Auk­inn jöfn­uður skili auk­inni hag­sæld

Mik­il­vægt væri að tala ekki niður kröfur launa­fólks um bætt kaup og kjör um leið og launa­hæstu for­stjórar lands­ins, sem hafi marg­föld mán­að­ar­laun venju­legs fólks, fái launa­hækk­anir sem einar nemi hund­ruðum þús­unda á mán­uði, ásamt mögu­legum kaup­réttum og háum arð­greiðslum til eig­enda. Tók Katrín dæmi af for­stjórum sem hafi mán­að­ar­laun sem nemi fimmt­án- til sext­án­földum lág­marks­launum á vinnu­mark­aði og launa­hækk­anir einar og sér einum og hálfum til tvennum lág­marks­laun­um.

Auglýsing
Í þeirri snúnu stöðu sem við séum öll í sé ein­fald­lega ekki boð­legt að ganga fram með þessum hætti heldur hljótum við öll að gera þá kröfu að atvinnu­rek­endur sýni hóf­semd í eigin kjörum og tali af ábyrgð. „Sú krafa hefur í áranna rás skilað okkur því að Ísland er meðal allra fremstu ríkja innan OECD-­ríkja þegar kemur að tekju­jöfn­uði. Við ætlum ekki að glata þeirri stöðu því við vit­um, og það er ekki kredda heldur byggt á rann­sókn­um, að auk­inn jöfn­uður skilar auk­inni hag­sæld fyrir sam­fé­lagið allt.“

Þá sagði Katrín tíma til kom­inn að breyta skattlaagn­ingu þeirra sem fyrst og fremst hafi fjár­magnstekj­ur, og tryggja að þau greiði sann­gjarnan hlut í útsvar til sveit­ar­fé­lag­anna til að fjár­magna þau mik­il­vægu verk­efni sem þau sinna ekki síst í félags- og vel­ferð­ar­þjón­ustu. Um það hafi verið talað í tutt­ugu ár en nú væri kom­inn tími aðgerða.

Höfnum almennum vopna­burði

Þá brá Katrín tali sínu að harm­leiknum á Blöndu­ósi þar sem tvö lét­ust og einn særð­ist alvar­lega í skotárás. Katrín sagði Íslend­inga hafa átt því láni að fagna að búa í frið­sælu sam­fé­lagi og að það væri sam­eig­in­legt verk­efni að tryggja það áfram. Takast þurfi á við auk­inn vopna­burð með því að herða vopna­lög­gjöf­ina og ekki þurfi síður að efla umræðu og fræðslu hjá öllum kyn­slóðum – sam­fé­lagið hafni almennum vopna­burði. Eins skipti að sjálf­sögðu máli að fara yfir hlut­verks stjórn­sýsl­unn­ar. „Á meðan slæmir hlutir geta gerst í öllum sam­fé­lögum hljótum við að læra af þeim og gera allt sem við getum til að þeir end­ur­taki sig ekki.“

Aldrei jafn mik­il­vægt að standa vörð um íslensk gildi

Katrín sagði skelfi­lega atburði sem þessa skekja sam­fé­lag­ið, og barst þá talið að vax­andi spennu víða í heim­inum og nefndi Katrín þá inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu, nær reglu­bundið dráp Ísra­els­manna á óbreyttum borg­urum í Palest­ínu og her­æf­ingar undir ströndum Taí­v­an. „Fyrir okkur sem tölum fyrir frið­sam­legum lausnum er útlitið dökkt.“

Auknum átökum fylgdu einnig ógn­væn­leg þróun í fjölda mann­rétt­inda­brota. Afganskar konur hafi þannig verið sviptar rétt­indum sínum og konur í Banda­ríkj­unum hafi margar verið sviptar sjálf­ræði yfir lík­ömum sínum auk þess sem hat­urs­glæpir gagn­vart hinsegin fólki fær­ist í vöxt.

Fyrir Íslend­inga hafi aldrei verið jafn mik­il­vægt að standa vörð um okkar gildi. Þó að Ísland sé ofar­lega eða jafn­vel efst á listum yfir jafn­rétti sé bar­átt­unni hvergi nærri lok­ið. Til að mynda sé kyn­bundið og kyn­ferð­is­legt ofbeldi enn of algengt og sagði Katrín ekki geta verið eðli­legt að konur á öllum aldri lifi í ótta. Þannig hafi aukin áhersla verið sett á mála­flokk­inn með auknu fjár­magni til lög­regl­unnar og með auk­inni for­varna­vinnu allt niður í grunn­skóla lands­ins.

Rann­saka á aðra- og þriðju vakt­ina

Þá sé átakið gegn launa­muni kynj­anna enn í gangi þrátt fyrir að mik­ill árangur hafi þegar náðst með leið­réttum launa­muni upp á 4,1 pró­sent. „Við höldum áfram en aðgerða­hópur sem ég hef skipað vinnur að til­lögum að aðgerðum til að útrýma launa­mun sem skýrist af kyn­skiptum vinnu­mark­aði og kerf­is­bundnu van­mati á hefð­bundnum kvenna­störf­um. Það er mín von að þær til­lögur færi okkur nær því að leið­rétta þessa skekkju,“ sagði Katrín, auk þess sem rík­is­stjórnin hafi nýlega sam­þykkt til­lögu hennar um að hefja und­ir­bún­ing að rann­sókn á ólaun­uðum heim­il­is- og ummönn­un­ar­störfum sem unnin séu á annarri og þriðju vakt­inni.

Á sama tíma og Ísland hafi tekið stökk upp á við á regn­boga­korti ILGA Europe vegna fram­fara í lög­gjöf og reglu­verki sé dap­ur­legt að skynja aukna for­dóma og niðr­andi umræðu. Það sýni svo ekki verði um villst að rétt­inda­bar­átt­unni ljúki aldrei. Starfs­hópur um hat­urs­orð­ræðu hafi hafið störf í sumar og meg­in­verk­efni hans sé að að skoða hvort stjórn­völd skuli setja heild­stæða áætlun um sam­hæfðar aðgerðir stjórn­valda gegn hat­urs­orð­ræðu sem er m.a. vegna kyn­þátt­ar, lit­ar­hátt­ar, þjóð­ern­is­upp­runa, kyn­hneigðar og kyn­vit­und­ar.

Frels­is­stríðið haldi áfram

Annað verk­efni sem eigi eftir að hafa mikil áhrif á rétt­indi fólks í dag­legu lífi sínu sé lög­fest­ing Sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Hluti af því verk­efni er að koma á lagg­irnar sjálf­stæðri mann­rétt­inda­stofnun og nú á haust­mán­uðum er að hefj­ast sam­ráðs­ferli um það verk­efni af fullum þunga.

„Mann­rétt­indi eru kjarni í vinstri-grænni póli­tík. Grund­vall­ar­hug­myndin í okkar póli­tík er að tryggja rétt­læti og jöfnuð fyrir okkur öll. Og þar með má segja að mann­rétt­inda­bar­átta sé eitt mik­il­væg­asta verk­efni okkar sem stjórn­mála­hreyf­ingar og það er okkar hlut­verk að halda því frels­is­stríði áfram; taka af öllu afli á móti rang­læti og hatri sem hvergi á að líð­ast.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokki