Er Taívan Úkraína Asíu?

Taívan hefur um áratugaskeið litið á sig sem sjálfstætt ríki þrátt fyrir takmarkaðan alþjóðlegan stuðning gegn kínverska stórveldinu, sem hyggst ná Taívan aftur á sitt vald með öllum ráðum.

Tsai Ing-wen, forseti Taívan, við vígsluathöfn nýs herskips í janúar síðastliðnum. Taívan hefur verið að auka varnir sínar vegna yfirvofandi átaka við Kína.
Tsai Ing-wen, forseti Taívan, við vígsluathöfn nýs herskips í janúar síðastliðnum. Taívan hefur verið að auka varnir sínar vegna yfirvofandi átaka við Kína.
Auglýsing

Á dög­unum bár­ust fregnir þess efnis að Kín­verjar myndu lík­lega reyna að læra af inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu, þar eð læra af mis­tökum Rússa í þeim efn­um, í tengslum við hugs­an­lega árás lands­ins á það sem þeir álíta sjálfs­stjórn­ar­hér­aðið Taí­v­an. Í Taí­van starfar hins vegar lýð­ræð­is­lega kjörin rík­is­stjórn og líta flestir lands­menn á Taí­van sem sjálf­stætt ríki.

Sögu sam­bands Kína og Taí­van má rekja allt aftur til sautj­ándu aldar þegar Qing-keis­ara­dæmið tók yfir stjórn Taí­v­an. Stjórn eyj­unnar var svo afhent Japönum árið 1895 eftir að Jap­anir töp­uðu fyrsta stríð­inu milli land­anna tveggja. Kína tók svo aftur við stjórn Taí­van árið 1945 þegar Jap­anir höfðu tapað Seinni heims­styrj­öld­inni, en skömmu síðar hófst borg­ar­styrj­öld í Kína, þar sem komm­ún­istar háðu stríð við þjóð­ern­is­sinna­stjórn­ina. Borg­ara­styrj­öld­inni lauk með sigri Komm­ún­ista­flokks Maós og flúðu Chi­ang Kai-s­hek og aðrir þjóð­ern­is­sinnar sem lifað höfðu stríðið af til Taí­v­an.

Auglýsing

Þjóð­ern­is­flokkur Chi­ang Kai-s­hek nefnd­ist Kuom­in­tang – og var flokkur hans við stjórn í Taí­van næstu ára­tugi, og hefur æ síðan einn stærsti stjórn­mála­flokkur rík­is­ins, sem lítur á sig sem sjálf­stætt.

Kína vísar hins vegar til þess­arar sögu til sönn­unar þess að Taí­van hafi alltaf verið hluti af Kína, en Taí­van bendir á að ríkið hafi aldrei verið raun­veru­legur hluti af Kína eins og það þekk­ist í dag, hvorki eftir bylt­ing­una árið 1911 né eftir að Maó kom á komm­ún­ista­stjórn í land­inu árið 1949.

Fáir sem við­ur­kenna sjálf­stæði Taí­van

Aðeins þrettán ríki, auk Vatík­ans­ins, við­ur­kenna sjálf­stæði Taí­van, en Kína beytir flestar þjóðir miklum diplómat­ískum þrýst­ingi til þess að gera það ekki. Kín­versk stjórn­völd hafa talað við frið­sam­legri inn­limun Taí­van í sam­einað Kína, en jafn­framt sagst ekki myndu úti­loka að beita afli til að ná eyj­unni aftur undir sína stjórn.

Afar ólík­legt er að Taí­van gæti með nokkru móti varið sig gegn gíf­ur­legum her­afla Kína, sem eyðir næst­mest allra í hern­að­ar­mál á eftir Banda­ríkj­un­um. Taí­van gæti í mesta falli reynt að hægja á inn­rásinni með því hindra land­göngu og með aðferðum á borð við guer­illa-hernað á meðan beðið væri eftir utan­að­kom­andi aðstoð. Það er hins vegar óljóst hvort og þá hvaðan hún myndi ber­ast, en þó að fjöl­mörg ríki haldi góðum tengslum við Taí­van hika þau við að lýsa yfir hvers kyns opin­berum stuðn­ingi þvert á vilja Kína og eru, eins og áður seg­ir, sárafá sem við­ur­kenna sjálf­stæði þess.

Almennir borgarar í Taívan læra að beita skotvopnum skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Meðal þeirra ríkja sem hefur vilj­andi haldið stefnu sinni gagn­vart Taí­van tví­ræðri eru Banda­rík­in, sem eiga í mik­il­vægu við­skipta­sam­bandi við Kína en hafa þó ávallt haldið góðum tengslum við Taí­v­an. Banda­ríkin selja til að mynda vopn til Taí­van, en hafa þó alltaf skautað fram­hjá hvers kyns spurn­ingum um það hvort þau myndu koma rík­inu til varnar kæmi til inn­rásar frá Kína. Það breytt­ist þó í heim­sókn Joes Biden Banda­ríkja­for­seta til Jap­ans í maí síð­ast­liðn­um, þegar hann svar­aði spurn­ingu blaða­manns tæpitungu­laust: Já. Þá nefndi hann inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu og líkti hugs­an­legri árás Kína á Taí­van við það sem nú er að eiga sér stað í Evr­ópu.

Skömmu eftir að Biden lét ummælin falla dró Hvíta húsið þó í land og vildi ekki meina að stefna Banda­ríkj­anna í þessum efnum hefði breyst. Nú hafa fregnir af heim­sókn Nancy Pelosi, for­seta full­trúa­deildar banda­ríska þings­ins, til Taí­van svo valdið tals­verðu fjaðrafoki og er heim­sóknin talin ein­hvers konar stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing. Kín­verjar eru síður en svo ánægðir með áætl­anir Pelosi og hafa hótað hörðum við­brögð­um. Í Taí­van hafa við­brögð við loft­árásum verið æfð í und­ir­bún­ingi vegna heim­sókn­ar­inn­ar.

Þurfi fyrst að læra af seina­gangi Rússa

Ljóst er að spennan á milli Kína og Taí­van fer vax­andi, en Kína hefur veru­lega aukið fjölda flug­ferða inn í sjálf­skip­aða loft­helgi Taí­van und­an­farið ár og varn­ar­mála­ráð­herra Taí­van segir sam­band ríkj­anna ekki hafa verið eins slæmt í 40 ár. Yfir­maður CIA í Banda­ríkj­unum segir Kína þó ekki hugsa sér gott til glóð­ar­innar í ljósi inn­rásar Rúss­lands í Úkra­ínu, heldur þurfi þvert á móti að íhuga stöðu sína í ljósi þess hve illa Rússum hefur geng­ið. Ekk­ert bendir til þess að Kína aðstoði eða hafi aðstoðað Rúss­land með beinum hætti við valda­ránstil­raun­ina þó þeir hafi ekki for­dæmt hana. Þeim skuli hins vegar vera ljóst að það duga engin vett­linga­tök við slíkar aðgerð­ir, auk þess sem alþjóða­sam­fé­lagið hefur staðið þétt við bakið á Úkra­ínu. Alls er þó óljóst hversu mikið það myndi grípa inn í kæmi til þess að Kína gerði atlögu að Taí­van, í ljósi þess að svo fáar þjóðir viðurkenna sjálf­stæði Taí­v­an.

Nái Kína yfir­ráðum yfir Taí­van myndi það þó breyta heims­mynd­inni tals­vert, ekki síst í við­skipta­fræði­lega og í tengslum við tækni­fram­far­ir, en Taí­van er langstærsti fram­leið­andi tölvukubba í heim­in­um, og knýja því meiri­hluta allra raf­tækja heims­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar