Hlutfallslega flestir strikuðu yfir Eyþór

Þrjú prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík um helgina strikuðu yfir oddvitann Eyþór Arnalds. Yfirkjörstjórn hefur lokið yfirferð sinni yfir breytta kjörseðla.

Eyþór Laxdal Arnalds - Sveitarstjórnarkosningar 2018
Auglýsing

Hlutfallslega flestir strikuðu yfir oddvita Sjálfstæðisflokksins, Eyþór Arnalds, í borgarstjórnarkosningunum á laugardaginn samkvæmt upplýsingum Kjarnans. Eva B. Helgadóttir formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík staðfestir að kjörstjórnin hafi lokið yfirferð sinni á breyttum listum á kjörseðlunum.

Alls fékk Sjálfstæðisflokkurinn 18.146 atkvæði og þar af var 701 þeirra breytt eða 3,9 prósent. Algengustu breytingarnar voru þær að strika yfir Eyþór Arnalds oddvita eða 503 kjósendur flokksins, sem gera 3 prósent.

Samfylkingin fékk 15.260 atkvæði. Þar af breyttu 426 seðlinum eða 2,8 prósent. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk 15.183 atkvæði í fyrsta sæti listans. Þannig virðast 0,5 prósent kjósenda flokksins hafa viljað annan einstakling í fyrsta sætið.

Auglýsing

Viðreisn fékk 4.812 atkvæði, þar af voru 134 breyttir seðlar eða 2,8 prósent.

Píratar fengu 4.556 atkvæði, 58 kjósendur breyttu kjörseðli sínum eða 1,3 prósent.

Sósíalistaflokkurinn fékk 3.758 atkvæði, 17 breyttu seðlum sínum eða 0,45 prósent.

Miðflokkurinn hlaut 3.615 atkvæði, 55 þeirra var breytt eða 1,5 prósent.

Vinstri hreyfingin - grænt framboð fékk 2.700 atkvæði. Af þeim breyttu 31 kjörseðlinum eða 1,1 prósent. Alls strikuðu 14 kjósendur flokksins yfir Líf Magneudóttur oddvitann.

Flokkur fólksins fékk 2.509 atkvæði og var 32 þeirra breytt eða 1,28 prósent.

Aðrir flokkar komu ekki einstaklingum að í borgarstjórn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent