Hagsmunaðilar beiti almenningi fyrir sig í stríði um auðlindir

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir orkufyrirtækin beita almenningi fyrir sig í viðleitni þeirra til að afla orku fyrir stóriðju.

Andri Snær Hvalá
Auglýsing

Andri Snær Magna­son, rit­höf­undur og fyrr­ver­andi for­seta­fram­bjóð­andi, segir orku­fyr­ir­tækin beita almenn­ingi fyrir sig í við­leitni þeirra til að afla orku fyrir stór­iðju. Þetta segir Andri í stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann fjallar um fyr­ir­hug­aða virkjun Hvalár í Árnes­hreppi.

­Fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar um helg­ina var mikið tek­ist á um þessi virkj­un­ar­á­form og þannig fór að allir fimm hrepps­nefnd­ar­full­trú­arnir eru virkj­un­ar­sinn­ar. Því má búast við að áformin muni ganga eftir í ekki fjar­lægri fram­tíð.

Andri Snær segir 95 pró­sent orku­fram­leiðslu á Íslandi seld til kís­il­vera, álvera og nú hafi bitcoin bæst við sem fárán­leg orku­só­un. Þrátt fyrir þetta sjá­ist orku­fyr­ir­tækin ítrekað beita almenn­ingi fyrir sig, orku­þörf, orku­skorti eða öðru í við­leitni fyr­ir­tækja til að afla orku fyrir stór­iðju.

Auglýsing

„Ef inn­viðir orku­fram­leiðslu á Vest­fjörðum eru veikir stafar það af því að orku­geir­inn hefur ekki haft áhuga á að þjóna lands­mönnum á meðan stór­iðjan hefur fengið millj­arða gjaf­ir. Umræðan um Hvalá snertir að engu leyti almenn­ing á Vest­fjörð­um, orku­kerfið þarf má bæta, laga eða styrkja með marg­vís­legum hætt­i,“ skrifar Andri.

Hann segir að ef aðeins almenn­ingur kall­aði á þessa virkjun væri hún talin of dýr og óhag­kvæm sem við­bót við kerfi sem þarfn­ast styrk­ingar og lag­fær­ing­ar. Þörfin fyrir Hval­ár­virkjun sé fyrst og fremst vegna lof­orða um Kís­il­ver á Húsa­vík, Helgu­vík og fjölgun gagna­vera til að leita að Bitcoin.

„Í Reykja­nesbæ höfum við séð fremur stórt sveit­ar­fé­lag klúðra sínum skipu­lags­mál­um, ef ein­hver telur að 50 manna hreppur eigi að hafa skipu­lags­vald í jafn flóknu máli og við sjáum í til­felli Hval­ár­virkj­unar þá er sá hinn sami á því að Íslandi eigi að vera lélegt og illa rekið land upp­fullt af fúski og los­ara­hætti. Nú sjáum við hvernig hags­muna­að­ilar beita fyrir sig Vest­firð­ingum í stríði um aðgang að auð­lindum lands­ins. Íslend­ingar eru alger­lega full­færir um að tryggja full­komið tífalt orku­ör­yggi á öllu land­inu með þeim 2000MW sem hafa nú þegar hafa verið virkj­uð.“

95% orku­fram­leiðslu á Íslandi er seld til kís­il­vera, álvera og nú hefur bitcoin bæst við sem fárán­leg orku­só­un. Þrátt...

Posted by Andri Snær Magna­son on Monday, May 28, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent