Rúmlega 15 þúsund börn á Íslandi með erlendan bakgrunn

Fjöldi barna með erlendan bakgrunn að hluta eða öllu leyti hefur þrefaldast frá árinu 1998. Í byrjum síðasta árs voru tæplega 13 prósent leikskólabarna með erlent móðurmál.

23-april-2014_13980541461_o.jpg
Auglýsing

Börn sem eru inn­flytj­end­ur, önnur kyn­slóð inn­flytj­enda eða eiga annað for­eldri sem er erlent voru alls 15.634 í upp­hafi árs í fyrra. Fjöldi þeirra hefur þre­fald­ast á tæpum tveimur ára­tugum og auk­ist um 65 pró­sent frá byrjun árs 2007. Fjöldi þeirra hefur tvö­fald­ast á einum ára­tug.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Hag­stofu Íslands um stöðu barna á Íslandi.

Í ljósi þess að inn­flytj­endum hefur aldrei fjölgað jafn hratt á Íslandi og þeim gerði í fyrra má gera ráð fyrir að börnum inn­flytj­enda hafi fjölgað enn frekar á því. Í fyrra fluttu 7.888 erlendir rík­­is­­borg­­arar til lands­ins umfram þá sem fluttu frá því. Fjöld­inn hefur aldrei verið meiri á einu ári í Íslands­­­sög­unni. Á fyrsta árs­fjórð­ungi þess árs fjölg­aði erlendum rík­­is­­borg­­urum um 1.090 tals­ins. Það er um 37 pró­­sent af þeirri aukn­ingu sem varð á fjölda erlendra rík­­is­­borg­­ara á Íslandi á sama tíma­bili í ár.

Auglýsing

Flest tala pólsku

Í tölum Hag­stof­unnar kemur einnig fram að á meðal leiks­skóla­barna séu 12,6 pró­sent með erlent móð­ur­mál og 9,3 pró­sent barna í grunn­skólum eru með slíkt.

Stærstu hóp­arnir sem voru með erlent móð­ur­mál í leik- og grunn­skólum lands­ins voru með pólsku sem móð­ur­mál. Af 2.410 leik­skóla­börnum með erlent móð­ur­mál voru 38,7 pró­sent með pólsku og af 4.148 grunn­skóla­börnum með erlent móð­ur­mál voru 35,4 pró­sent með pólsku.

Alls sóttu 176 börn um hæli á Íslandi í fyrra. Það eru færri en árið áður þegar þau voru 271 tals­ins og höfðu aldrei verið fleiri.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Pól­verjar á Íslandi væru orðnir 17 þús­und tals­ins. Fjöldi þeirra sem annað hvort eru fæddir í Pól­landi eða eru pólskir rík­­is­­borg­­arar en búa á Íslandi hefur því 21fald­ast á 20 árum.

Fjölgar hratt

Í byrjun árs 2017 voru 2.453 börn á Íslandi inn­flytj­end­ur, 4.135 voru önnur kyn­slóð inn­flytj­enda, 7.108 voru fædd á Íslandi en áttu eitt for­eldri sem var erlent og 1.938 voru fædd erlendis en áttu annað for­eldri sem var erlent. Sam­tals gera þetta 15.634 börn sem voru þá 4,6 pró­sent allra lands­manna. Það fjölg­aði um fimm pró­sent í öllum þessum hópi á milli ára og börn sem eru inn­flytj­endur fjölg­aði um 10,4 pró­sent á árinu 2016 einu sam­an.

Árið 1998 til­heyrðu 5.295 börn þessum hópi og því hefur hann þre­fald­ast á tæpum tveimur ára­tug­um. Það ár voru þessi börn 1,9 pró­sent lands­manna.

Á árinu 2007 voru börnin með erlendu teng­ing­arnar 9.460, eða þrjú pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent