Rúmlega 15 þúsund börn á Íslandi með erlendan bakgrunn

Fjöldi barna með erlendan bakgrunn að hluta eða öllu leyti hefur þrefaldast frá árinu 1998. Í byrjum síðasta árs voru tæplega 13 prósent leikskólabarna með erlent móðurmál.

23-april-2014_13980541461_o.jpg
Auglýsing

Börn sem eru inn­flytj­end­ur, önnur kyn­slóð inn­flytj­enda eða eiga annað for­eldri sem er erlent voru alls 15.634 í upp­hafi árs í fyrra. Fjöldi þeirra hefur þre­fald­ast á tæpum tveimur ára­tugum og auk­ist um 65 pró­sent frá byrjun árs 2007. Fjöldi þeirra hefur tvö­fald­ast á einum ára­tug.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Hag­stofu Íslands um stöðu barna á Íslandi.

Í ljósi þess að inn­flytj­endum hefur aldrei fjölgað jafn hratt á Íslandi og þeim gerði í fyrra má gera ráð fyrir að börnum inn­flytj­enda hafi fjölgað enn frekar á því. Í fyrra fluttu 7.888 erlendir rík­­is­­borg­­arar til lands­ins umfram þá sem fluttu frá því. Fjöld­inn hefur aldrei verið meiri á einu ári í Íslands­­­sög­unni. Á fyrsta árs­fjórð­ungi þess árs fjölg­aði erlendum rík­­is­­borg­­urum um 1.090 tals­ins. Það er um 37 pró­­sent af þeirri aukn­ingu sem varð á fjölda erlendra rík­­is­­borg­­ara á Íslandi á sama tíma­bili í ár.

Auglýsing

Flest tala pólsku

Í tölum Hag­stof­unnar kemur einnig fram að á meðal leiks­skóla­barna séu 12,6 pró­sent með erlent móð­ur­mál og 9,3 pró­sent barna í grunn­skólum eru með slíkt.

Stærstu hóp­arnir sem voru með erlent móð­ur­mál í leik- og grunn­skólum lands­ins voru með pólsku sem móð­ur­mál. Af 2.410 leik­skóla­börnum með erlent móð­ur­mál voru 38,7 pró­sent með pólsku og af 4.148 grunn­skóla­börnum með erlent móð­ur­mál voru 35,4 pró­sent með pólsku.

Alls sóttu 176 börn um hæli á Íslandi í fyrra. Það eru færri en árið áður þegar þau voru 271 tals­ins og höfðu aldrei verið fleiri.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Pól­verjar á Íslandi væru orðnir 17 þús­und tals­ins. Fjöldi þeirra sem annað hvort eru fæddir í Pól­landi eða eru pólskir rík­­is­­borg­­arar en búa á Íslandi hefur því 21fald­ast á 20 árum.

Fjölgar hratt

Í byrjun árs 2017 voru 2.453 börn á Íslandi inn­flytj­end­ur, 4.135 voru önnur kyn­slóð inn­flytj­enda, 7.108 voru fædd á Íslandi en áttu eitt for­eldri sem var erlent og 1.938 voru fædd erlendis en áttu annað for­eldri sem var erlent. Sam­tals gera þetta 15.634 börn sem voru þá 4,6 pró­sent allra lands­manna. Það fjölg­aði um fimm pró­sent í öllum þessum hópi á milli ára og börn sem eru inn­flytj­endur fjölg­aði um 10,4 pró­sent á árinu 2016 einu sam­an.

Árið 1998 til­heyrðu 5.295 börn þessum hópi og því hefur hann þre­fald­ast á tæpum tveimur ára­tug­um. Það ár voru þessi börn 1,9 pró­sent lands­manna.

Á árinu 2007 voru börnin með erlendu teng­ing­arnar 9.460, eða þrjú pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent