Rúmlega 15 þúsund börn á Íslandi með erlendan bakgrunn

Fjöldi barna með erlendan bakgrunn að hluta eða öllu leyti hefur þrefaldast frá árinu 1998. Í byrjum síðasta árs voru tæplega 13 prósent leikskólabarna með erlent móðurmál.

23-april-2014_13980541461_o.jpg
Auglýsing

Börn sem eru inn­flytj­end­ur, önnur kyn­slóð inn­flytj­enda eða eiga annað for­eldri sem er erlent voru alls 15.634 í upp­hafi árs í fyrra. Fjöldi þeirra hefur þre­fald­ast á tæpum tveimur ára­tugum og auk­ist um 65 pró­sent frá byrjun árs 2007. Fjöldi þeirra hefur tvö­fald­ast á einum ára­tug.

Þetta kemur fram í nýbirtum tölum frá Hag­stofu Íslands um stöðu barna á Íslandi.

Í ljósi þess að inn­flytj­endum hefur aldrei fjölgað jafn hratt á Íslandi og þeim gerði í fyrra má gera ráð fyrir að börnum inn­flytj­enda hafi fjölgað enn frekar á því. Í fyrra fluttu 7.888 erlendir rík­­is­­borg­­arar til lands­ins umfram þá sem fluttu frá því. Fjöld­inn hefur aldrei verið meiri á einu ári í Íslands­­­sög­unni. Á fyrsta árs­fjórð­ungi þess árs fjölg­aði erlendum rík­­is­­borg­­urum um 1.090 tals­ins. Það er um 37 pró­­sent af þeirri aukn­ingu sem varð á fjölda erlendra rík­­is­­borg­­ara á Íslandi á sama tíma­bili í ár.

Auglýsing

Flest tala pólsku

Í tölum Hag­stof­unnar kemur einnig fram að á meðal leiks­skóla­barna séu 12,6 pró­sent með erlent móð­ur­mál og 9,3 pró­sent barna í grunn­skólum eru með slíkt.

Stærstu hóp­arnir sem voru með erlent móð­ur­mál í leik- og grunn­skólum lands­ins voru með pólsku sem móð­ur­mál. Af 2.410 leik­skóla­börnum með erlent móð­ur­mál voru 38,7 pró­sent með pólsku og af 4.148 grunn­skóla­börnum með erlent móð­ur­mál voru 35,4 pró­sent með pólsku.

Alls sóttu 176 börn um hæli á Íslandi í fyrra. Það eru færri en árið áður þegar þau voru 271 tals­ins og höfðu aldrei verið fleiri.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að Pól­verjar á Íslandi væru orðnir 17 þús­und tals­ins. Fjöldi þeirra sem annað hvort eru fæddir í Pól­landi eða eru pólskir rík­­is­­borg­­arar en búa á Íslandi hefur því 21fald­ast á 20 árum.

Fjölgar hratt

Í byrjun árs 2017 voru 2.453 börn á Íslandi inn­flytj­end­ur, 4.135 voru önnur kyn­slóð inn­flytj­enda, 7.108 voru fædd á Íslandi en áttu eitt for­eldri sem var erlent og 1.938 voru fædd erlendis en áttu annað for­eldri sem var erlent. Sam­tals gera þetta 15.634 börn sem voru þá 4,6 pró­sent allra lands­manna. Það fjölg­aði um fimm pró­sent í öllum þessum hópi á milli ára og börn sem eru inn­flytj­endur fjölg­aði um 10,4 pró­sent á árinu 2016 einu sam­an.

Árið 1998 til­heyrðu 5.295 börn þessum hópi og því hefur hann þre­fald­ast á tæpum tveimur ára­tug­um. Það ár voru þessi börn 1,9 pró­sent lands­manna.

Á árinu 2007 voru börnin með erlendu teng­ing­arnar 9.460, eða þrjú pró­sent þjóð­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Yfir 4.000 manns hafa látist í Svíþjóð vegna COVID-19. Flest hafa smitin verið í höfuðborginni Stokkhólmi.
Skilja Svíþjóð út undan
Landamæri Danmerkur og Noregs að Svíþjóð verða ekki opnuð um miðjan júní. Þau verða hins vegar opnuð gagnvart Íslandi. Utanríkisráðherra Svíþjóðar segir ákvörðunina pólitíska – ekki vísindalega.
Kjarninn 29. maí 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé var framsögumaður frumvarpsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Upplýsingalögum verður ekki breytt í takt við vilja Samtaka atvinnulífsins
Umfjöllun um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum, þar sem átti að gera það skylt að leita upplýsinga hjá þriðja aðila, hefur verið hætt af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Það mun því að óbreyttu ekki verða að lögum.
Kjarninn 29. maí 2020
Starfsfólk Icelandair taki á sig 10 prósent launaskerðingu
Icelandair hefur óskað eftir því að starfsfólk fyrirtækisins taki á sig 10 prósent launaskerðingu eða 10 prósent skert starfshlutfall í júní og júlí. Laun forstjóra og stjórnar munu skerðast sem og laun framkvæmdastjóra.
Kjarninn 29. maí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 36. þáttur: Á flótta og í felum
Kjarninn 29. maí 2020
Um 500 skólar í Suður-Kóreu hafa frestað því að hefja starfsemi á ný vegna fjölgun smita undanfarna daga.
Suður-Kórea stígur skref til baka
Fjölgun nýrra smita í Suður-Kóreu síðustu daga þykir sýna þá hættu sem getur skapast þegar takmörkunum á samkomum fólks er aflétt. Yfirvöld hafa aftur gripið til aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Védís Hervör Árnadóttir, Ásdís Kristjánsdóttir og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Ásdís Kristjánsdóttir ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri SA
Þrjár konur hafa tekið við nýjum stöðum innan Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 29. maí 2020
Ólafur Marteinsson
Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS
Mjótt var á munum í kosningum til formanns stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent