Þar sem fegurðin á lögheimili

Auður Jónsdóttir rithöfundur fjallar um ferð sína á Strandir og upplifun og hugrenninga sem spruttu upp í kjölfarið.

Auglýsing

Um dag­inn skrapp ég á Strandir ásamt Sunnu Ósk Loga­dóttur vin­konu minni sem er blaða­maður á Morg­un­blað­inu. Hún hafði pikkað í mig upp úr mið­nætti og boðið mér að vakna klukkan sex til að koma með sér á Strandir þar sem hún ætl­aði að sitja fund hjá sveit­ar­stjórn­inni og skrifa jafn­óðum frétta­skýr­ingu, enda óhætt að segja að fólkið í Árnes­hreppi lifi nú átaka­tíma út af skiptum skoð­unum um hvort reisa eigi Hval­ár­virkjun á Ófeigs­fjarð­ar­heiði.

Við lögðum í hann með stír­urnar í aug­unum á nettum bíl merktum MBL og sólin skein svo glatt þennan dag­inn að við vorum komnar á Strandir fyrr en varði. Svo fáir stólar voru í boði á fábreyttri skrif­stofu sveit­ar­stjórn­ar­innar að mér leidd­ist fljótt fund­ar­set­an, hím­andi á gólf­inu, og laum­aði mér út í göngutúr meðan vin­kona mín ham­að­ist á lykla­borð­inu.

Lög­heim­ili feg­urð­ar­innar

Í göngut­úrnum varð mér hugsað til orða Elísa­betar Jök­uls­dóttur að aðeins ein ætti lög­heim­ili í Árnes­hreppi og það væri feg­urð­in. Á þessum stað er hún yfir­þyrm­andi ægi­leg. Úti var kalt, þrátt fyrir sól­ina, og eftir smá göngutúr var ég svo krók­loppin að ég tyllti mér inn í for­stofu hrepps­skrif­stof­unnar og vafraði króknum fingrum um á net­inu í sím­anum þangað til mér var heilsað glað­lega.

Auglýsing

Þarna stóð kona sem brosti svo frið­sæl. Hún heitir Elín Agla og býr á hæð­inni fyrir ofan hrepps­skrif­stof­una. Hún bauð mér upp í íbúð­ina sína, hit­aði handa mér kaffi og spurði hvort ég vildi Kent­ucky Fried Chic­ken.

Hérna á Strönd­um? hváði ég sem borð­aði síð­ast KFC í New York og fékk svo hast­ar­lega í mag­ann af efna­stöff­inu í djúp­steiktu deig­inu að ég hélt ég myndi fæða barn á kló­setti stað­ar­ins. Já, glóð­volgt beint úr flug­vél­inni! sagði Elín Agla og útskýrði að mat­ur­inn hefði verið sendur dóttur hennar með flugi en skammt­ur­inn verið svo stór að þær mæðgur hefðu aðeins náð að borða brot af hon­um. Þrátt fyrir að hafa næstum því fætt barn á kló­setti í Amer­íku gat ég ekki hugsað mér að afþakka KFC komið alla þessa leið. Og djúp­steik­ing­ar­deigið reynd­ist vera heil­næmara á Ströndum en í stór­borg­inni því stuttu síðar var ég búin að háma í mig þrjá bita með kaff­inu án þess að fá hríðir á fal­leg­ustu sal­ern­is­að­stöðu sem ég hef séð, með stórum glugga sem vísar út að kon­ung­legum fjöllum og ólg­andi sjó.

Verið að mis­nota nafnið mitt!

Hún fylgist brosmild með mér kyngja síð­asta bit­anum og segir síð­an: Það er verið að mis­nota nafnið þitt.

Hvernig þá? spurði ég hissa, ekki skorti undr­un­ar­efnin í þessu eld­húsi.

Allt verður að vera Auð­ur, sagði Elín Agla.

Æ, uml­aði ég ringl­uð.

Nátt­úran fær ekki að vera nátt­úra, hún er sneydd niður í auð­lind­ir. Og fólk má ekki vera fólk, það er mannauð­ur. Meira að segja börnin eru kölluð auð­ur, sagði Elín og saup á kaff­inu. Hugs­anir okkar auð­magn. Af hverju fá hlut­irnir ekki að vera það sem þeir eru? Allt á að vera auður sem þarf að nota og nýta, hélt hún áfram. Bara af því við getum það ...

Í þessum töl­uðu orðum sat sveit­ar­stjórnin beint fyrir neðan okkur að takast á vegna fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar í ósnortnu víð­erni – sem hættir þá að geta heitið víð­erni og verð­ur, ef ég leyfi mér að vera inn­blásin af orðum hús­freyj­unn­ar, auð­erni.

Að nýta nátt­úr­una í konum

Hug­renn­ing­ar­tengslin leiddu hug­ann frá pæl­ingum um nota- og auð­gildi að hlað­borðum hóru­hús­anna í Berlín, sem ég skrif­aði eitt sinn um í Kjarn­ann, þar sem konur eru nýttar á svo praktískan hátt að fyrir minna en tíu þús­und krónur má sofa hjá eins mörgum konum og maður kemst yfir og í kaup­bæti fylgja fríir drykk­ir. Af hverju ekki að nýta konur ef það er hægt?

Allt saman praktískt og lög­legt þar í borg, vænd­is­kon­urnar borga skatta og standa sína plikt en hafa varla mikið upp úr krafs­inu sem kjöt­stykki á hlað­borði hins karllæga kap­ít­al­isma. Um að gera samt að nýta það sem má nota. Af því að það er hægt. Eða hvað? 

Í heimi þar sem þykir svo sjálf­sagt að lík­ami kvenna sé auð­lind að skattur vændiskvenna í einni vold­ug­ustu borg Evr­ópu er not­aður til að fjár­magna hrað­brautir er hætt við að við­miðin verði firrt.

Að hlusta á íbú­ana

En þetta er öfga­full og gal­gopa­leg sam­lík­ing hjá mér, bara skáld­leg freist­ing að falla í gróteska sam­lík­ingu sem hefur ekk­ert upp á sig nema síður sé. Í Árnes­hreppi eru fleiri eld­hús­borð og ég á eftir að heyra fleiri sjón­ar­mið.

Fólk­inu sem býr þarna er öllu fyrst og fremst umhugað um sveit­ina sína. Íbú­arnir eru bara ekki sam­mála um leiðir til að efla hana. Að margra mati er hið fámenna sam­fé­lag í dauða­teygjum og því ekki skrýtið að örvænt­ing geri vart við sig. Lyk­il­at­riðið fyrir íbú­ana þarna eru bættar sam­göng­ur, hvað sem þeim kann að þykja um virkj­ana­fram­kvæmd­ir, og þeir sem hlynntir eru virkjun eygja von um að henni fylgi vega­bæt­ur. Og fleira, til dæmis bætt fjar­skipti og raf­magns­ör­yggi.

Í þeirra huga er þetta stór­mál og auð­velt að sitja á rass­inum í Reykja­vík og þykj­ast hafa rétta skoðun fyrir hönd þeirra. Þess vegna langar mig að setj­ast við fleiri eld­hús­borð fyrir norðan og heyra fleiri raddir í þessu fal­lega en til­finn­inga­ríka sam­fé­lagi, fanga ólík sjón­ar­mið í þessu merki­lega sam­fé­lagi.

Nátt­úran er auð­vitað ástæðan fyrir því að fólk kýs að búa í Árnes­hreppi hvernig sem það umgengst hana, hún sam­einar fólkið og einmitt það gerir sam­fé­lagið svo ein­stakt.

Fram­tíðin í barni

Eftir mat­inn fékk ég að leggja mig hjá þess­ari góðu konu. Dorm­aði í sófa með ull­ar­teppi við glugga sem vís­aði út í svo óbeisl­aða nátt­úru að eitt augna­blik fannst mér ég verða að engu, þrátt fyrir maga­fylli af djúp­steiktum kjúklinga­bit­um.

Auður Jónsdóttir á Ströndum

Ég rumskaði þegar átta ára dóttir hennar kom heim úr skól­an­um. Eina barnið sem þar er eft­ir, fram­tíðin í líki barns. Og á meðan barnið spurði mömmu sína hvort það mætti fara niður í kaup­fé­lagið á neðri hæð­inni því þar væri eitt­hvað spenn­andi lauk sveit­ar­stjórn­ar­fólkið fundi um fram­tíð víð­ern­is­ins. Það hlýtur að vera svim­andi ábyrgð að stjórna sveit­ar­fé­lagi þar sem feg­urðin sjálf á lög­heim­ili. Og fram­tíðin veltur á einu stúlku­barni sem fær Kent­ucky Fried Chic­ken sér­stak­lega sent með flug­vél frá Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit