Þögnin er rofin og aðgerða þörf

Steinunn Ýr Einarsdóttir, frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar, segir að sá tími sé liðinn að stjórnvöld geti valið að líta undan eða taka þátt í þöggun.

Auglýsing

Sama ár og konur fögn­uðu því að hund­rað ár voru síðan þær fengu kosn­inga­rétt urðu straum­hvörf í bar­átt­unni gegn þöggun og yfir­hylm­ingu kyn­ferð­is­of­beldis í sam­fé­lag­inu. Í fyrsta sinn í sögu þjóð­ar­innar sögðu hund­ruð kvenna sam­tímis sögu sína af því að vera þolendur kyn­ferð­is­of­beld­is. Vett­vang­ur­inn var sam­fé­lags­miðla­hóp­ur­inn Beautytips sem var aðeins ætl­aður konum en honum til­heyrðu tug­þús­undir kvenna.

Sumar sögðu sögu sína í fjöl­miðlum en aðeins sá hópur sem hafði aðgang að hópnum fengu raun­veru­lega að sjá þung­ann og sorg­ina sem fylgdi sög­un­um. Í kjöl­farið var settur fram gjörn­ingur á sama sam­fé­lags­miðli þar sem þolendum og aðstand­endum þeirra bauðst að setja upp mynd í prófíl undir myllu­merk­inu #kon­ur­tala. Mark­miðið var að sýna fram á að líf okkar allra lit­ast af ein­hverju leyti af afleið­ingum ofbeldis í sam­fé­lag­inu.  

Mörg­um, þar á meðal mér, blöskr­aði ærandi þögn stjórn­mál­anna í kjöl­far­ið. Aðgerðir voru í sam­ræmi við þögn­ina, nán­ast eng­ar. Umræðan var þó komin á yfir­borðið og þögnin um hversu algengt kyn­ferð­is­of­beldi er í sam­fé­lag­inu var rof­in. Það verður ekki aftur snúið og rödd þolenda hefur fengið aukið rými í sam­fé­lag­inu. Sá tími er lið­inn að stjórn­völd geti valið að líta undan eða taka þátt í þöggun eins og næsta sam­fé­lags­miðla­bylt­ing, #höf­um­hátt sýndi glögg­lega.

Auglýsing

Þessi þróun hefur ekki aðeins átt sér stað á Íslandi. Krafan um að tekið sé á skað­legri  nauðg­un­ar­menn­ingu á engin landa­mæri. Því var aðeins tíma­spurs­mál hvenær konur um allan heim kæmu saman og nýttu vett­vang sam­fé­lags­miðla til þess að sam­eina raddir sín­ar. Það gerð­ist með #metoo. Sú hreyf­ing er ein sú stærsta afhjúpun á grófu mis­rétti sem sam­tím­inn hefur séð. Það varð ljóst að það er varla til sú kona sem ekki hefur þurft að þola áreitni eða ofbeldi að ein­hverju tagi. Þar með erum við öll tengd þolendum og/eða ger­endum á ein­hvern hátt.

Tím­inn er núna til þess að takast á við breytt sam­fé­lag þar sem þolendur hafa rödd og á þá er hlust­að. Þar þurfa stjórn­völd að fylgja og gera þær úrbætur sem nauð­syn­legar eru í rétt­ar­kerf­inu og stjórn­sýsl­unni til þess að við getum treyst því að þau mál sem upp koma fái við­eig­andi með­ferð. Áfram­hald­andi þöggun leysir ekki vand­ann sem við erum í, hún upp­rætir ekki nauðg­un­ar­menn­ing­una né eyk­ur á lík­urnar að rétt­læti nái fram að ganga.

Krafan er skýr. Þolendur vilja að á þá sé hlustað og að kerfið sem tekur á kyn­ferð­is­brotum sé bætt. Þolendur krefj­ast þess að að brotin sé við­ur­kennd af sam­fé­lag­inu í stað þess að litið sé fram­hjá þeim eins og ekk­ert hafi gerst. Þess­ari kröfu ætlar Kvenna­hreyf­ingin að mæta. Við munum hér eftir sem hingað til standa með þolendum ofbeldis og krefj­ast úrbóta á öllum sviðum sam­fé­lags­ins til að upp­ræta ofbeld­is- og nauðg­un­ar­menn­ingu svo við getum öll verið frjáls.

Höf­undur skipar 2.­sæti fram­boðs­lista Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar