Þögnin er rofin og aðgerða þörf

Steinunn Ýr Einarsdóttir, frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar, segir að sá tími sé liðinn að stjórnvöld geti valið að líta undan eða taka þátt í þöggun.

Auglýsing

Sama ár og konur fögnuðu því að hundrað ár voru síðan þær fengu kosningarétt urðu straumhvörf í baráttunni gegn þöggun og yfirhylmingu kynferðisofbeldis í samfélaginu. Í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sögðu hundruð kvenna samtímis sögu sína af því að vera þolendur kynferðisofbeldis. Vettvangurinn var samfélagsmiðlahópurinn Beautytips sem var aðeins ætlaður konum en honum tilheyrðu tugþúsundir kvenna.

Sumar sögðu sögu sína í fjölmiðlum en aðeins sá hópur sem hafði aðgang að hópnum fengu raunverulega að sjá þungann og sorgina sem fylgdi sögunum. Í kjölfarið var settur fram gjörningur á sama samfélagsmiðli þar sem þolendum og aðstandendum þeirra bauðst að setja upp mynd í prófíl undir myllumerkinu #konurtala. Markmiðið var að sýna fram á að líf okkar allra litast af einhverju leyti af afleiðingum ofbeldis í samfélaginu.  

Mörgum, þar á meðal mér, blöskraði ærandi þögn stjórnmálanna í kjölfarið. Aðgerðir voru í samræmi við þögnina, nánast engar. Umræðan var þó komin á yfirborðið og þögnin um hversu algengt kynferðisofbeldi er í samfélaginu var rofin. Það verður ekki aftur snúið og rödd þolenda hefur fengið aukið rými í samfélaginu. Sá tími er liðinn að stjórnvöld geti valið að líta undan eða taka þátt í þöggun eins og næsta samfélagsmiðlabylting, #höfumhátt sýndi glögglega.

Auglýsing

Þessi þróun hefur ekki aðeins átt sér stað á Íslandi. Krafan um að tekið sé á skaðlegri  nauðgunarmenningu á engin landamæri. Því var aðeins tímaspursmál hvenær konur um allan heim kæmu saman og nýttu vettvang samfélagsmiðla til þess að sameina raddir sínar. Það gerðist með #metoo. Sú hreyfing er ein sú stærsta afhjúpun á grófu misrétti sem samtíminn hefur séð. Það varð ljóst að það er varla til sú kona sem ekki hefur þurft að þola áreitni eða ofbeldi að einhverju tagi. Þar með erum við öll tengd þolendum og/eða gerendum á einhvern hátt.

Tíminn er núna til þess að takast á við breytt samfélag þar sem þolendur hafa rödd og á þá er hlustað. Þar þurfa stjórnvöld að fylgja og gera þær úrbætur sem nauðsynlegar eru í réttarkerfinu og stjórnsýslunni til þess að við getum treyst því að þau mál sem upp koma fái viðeigandi meðferð. Áframhaldandi þöggun leysir ekki vandann sem við erum í, hún upprætir ekki nauðgunarmenninguna né eykur á líkurnar að réttlæti nái fram að ganga.

Krafan er skýr. Þolendur vilja að á þá sé hlustað og að kerfið sem tekur á kynferðisbrotum sé bætt. Þolendur krefjast þess að að brotin sé viðurkennd af samfélaginu í stað þess að litið sé framhjá þeim eins og ekkert hafi gerst. Þessari kröfu ætlar Kvennahreyfingin að mæta. Við munum hér eftir sem hingað til standa með þolendum ofbeldis og krefjast úrbóta á öllum sviðum samfélagsins til að uppræta ofbeldis- og nauðgunarmenningu svo við getum öll verið frjáls.

Höfundur skipar 2.sæti framboðslista Kvennahreyfingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar