Þögnin er rofin og aðgerða þörf

Steinunn Ýr Einarsdóttir, frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar, segir að sá tími sé liðinn að stjórnvöld geti valið að líta undan eða taka þátt í þöggun.

Auglýsing

Sama ár og konur fögnuðu því að hundrað ár voru síðan þær fengu kosningarétt urðu straumhvörf í baráttunni gegn þöggun og yfirhylmingu kynferðisofbeldis í samfélaginu. Í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar sögðu hundruð kvenna samtímis sögu sína af því að vera þolendur kynferðisofbeldis. Vettvangurinn var samfélagsmiðlahópurinn Beautytips sem var aðeins ætlaður konum en honum tilheyrðu tugþúsundir kvenna.

Sumar sögðu sögu sína í fjölmiðlum en aðeins sá hópur sem hafði aðgang að hópnum fengu raunverulega að sjá þungann og sorgina sem fylgdi sögunum. Í kjölfarið var settur fram gjörningur á sama samfélagsmiðli þar sem þolendum og aðstandendum þeirra bauðst að setja upp mynd í prófíl undir myllumerkinu #konurtala. Markmiðið var að sýna fram á að líf okkar allra litast af einhverju leyti af afleiðingum ofbeldis í samfélaginu.  

Mörgum, þar á meðal mér, blöskraði ærandi þögn stjórnmálanna í kjölfarið. Aðgerðir voru í samræmi við þögnina, nánast engar. Umræðan var þó komin á yfirborðið og þögnin um hversu algengt kynferðisofbeldi er í samfélaginu var rofin. Það verður ekki aftur snúið og rödd þolenda hefur fengið aukið rými í samfélaginu. Sá tími er liðinn að stjórnvöld geti valið að líta undan eða taka þátt í þöggun eins og næsta samfélagsmiðlabylting, #höfumhátt sýndi glögglega.

Auglýsing

Þessi þróun hefur ekki aðeins átt sér stað á Íslandi. Krafan um að tekið sé á skaðlegri  nauðgunarmenningu á engin landamæri. Því var aðeins tímaspursmál hvenær konur um allan heim kæmu saman og nýttu vettvang samfélagsmiðla til þess að sameina raddir sínar. Það gerðist með #metoo. Sú hreyfing er ein sú stærsta afhjúpun á grófu misrétti sem samtíminn hefur séð. Það varð ljóst að það er varla til sú kona sem ekki hefur þurft að þola áreitni eða ofbeldi að einhverju tagi. Þar með erum við öll tengd þolendum og/eða gerendum á einhvern hátt.

Tíminn er núna til þess að takast á við breytt samfélag þar sem þolendur hafa rödd og á þá er hlustað. Þar þurfa stjórnvöld að fylgja og gera þær úrbætur sem nauðsynlegar eru í réttarkerfinu og stjórnsýslunni til þess að við getum treyst því að þau mál sem upp koma fái viðeigandi meðferð. Áframhaldandi þöggun leysir ekki vandann sem við erum í, hún upprætir ekki nauðgunarmenninguna né eykur á líkurnar að réttlæti nái fram að ganga.

Krafan er skýr. Þolendur vilja að á þá sé hlustað og að kerfið sem tekur á kynferðisbrotum sé bætt. Þolendur krefjast þess að að brotin sé viðurkennd af samfélaginu í stað þess að litið sé framhjá þeim eins og ekkert hafi gerst. Þessari kröfu ætlar Kvennahreyfingin að mæta. Við munum hér eftir sem hingað til standa með þolendum ofbeldis og krefjast úrbóta á öllum sviðum samfélagsins til að uppræta ofbeldis- og nauðgunarmenningu svo við getum öll verið frjáls.

Höfundur skipar 2.sæti framboðslista Kvennahreyfingarinnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar