Virði kvenna og jafnréttisborgin Reykjavík

Kvennahreyfingin villl að hjá Reykjavíkurborg sé allt fólk jafn mikils metið óháð kyni, uppruna og öðrum þáttum.

Auglýsing

Launa­munur kynj­anna er lífseigt mein og ekki hjálpar til sú til­hneig­ing að í stað þess að ræða um mun­inn í heild­ar­launum milli kynja er einatt talað um „leið­réttan mun“,  en þá er búið að taka til­lit til alls konar þátta, svo sem starfs, vinnu­tíma, ­starfs­reynslu og mennt­un­ar, sem eru þegar nánar er að gáð flestir tengdir hlut­verkum kynj­anna.  Þar skiptir mestu að vinnu­mark­að­ur­inn á Íslandi er mjög kyn­bund­inn. Karlar eru fjöl­menn­ari í fram­leiðslu­grein­un­um, kon­urnar í þjón­ust­unni, og innan hvers geira eru karl­arnir almennt hærra settir í stig­an­um.

Þetta á sér sögu­legar skýr­ing­ar. Þegar konur fóru að vinna greidda vinnu stóðu þeim helst opin þau störf sem líta mátti á sem fram­leng­ingu á „nátt­úru­legu hlut­verki“ þeirra, þ.e. umönn­un, elda­mennsku, þvotta og þrif. Ólíkt kvenna­stör­f­un­um, sem konur áttu að hafa sér­staka með­fædda hæfni í, voru karla­störfin sem fylgdu iðn­bylt­ing­unni hins vegar alveg ný,  svo sem iðn­grein­ar ým­is­ ­kon­ar, flókn­ari lækn­ing­ar, lög­fræði og önnur fræði­mennska. Og eðli­lega fædd­ust karl­arnir ekki með þessa þekk­ingu heldur þurftu að til­einka sér hana. Og fyrir þann tíma og þá við­leitni þurfti – og þarf enn - að greiða alvöru laun, með auka­á­lagi vegna ábyrgð­ar­inn­ar  ­sem fylgir starf­inu, áhætt­unni sem fylgir tækj­un­um, lík­am­lega álag­inu og subbu­skapn­um. Við erum enn að kljást við arf­leifð­ar­ þess­ara við­horfa, enn í dag bera konur meg­in­þung­ann af heim­il­is­störfum og umönnun niðja og ætt­ingja og enn í dag er meistara­gráða í ljós­móð­ur­fræð­u­m m­inna metin en kandídats­próf í lög­fræð­i.   

Tvö­föld lít­il­lækkun

Mat á störfum kynj­anna er sum sé æði skakkt, eins og birt­ist líka svo skýrt í vand­ræða­legri kjara­deilu rík­is­ins við ljós­mæður þessa dag­anna. Og þegar um er að ræða kvenna­stétt þá er alltaf um að ræða lít­il­lækk­andi skila­boð til tveggja hópa fólks: Ann­ars vegar fær starfs­fólkið sem störfin vinnur þau skila­boð að störf þeirra séu lít­ils met­in. Hins vegar fær það fólk sem þjón­ust­una þarf, hvort sem um er að ræða aðstoð við fæð­ingu, vistun fyrir börnin eða umönnun sjúkra og aldr­aðra ætt­ingja, þau skila­boð að hinu opin­bera þyki það ekki nógu mik­ils virði til að tryggja fram­boð og gæði þjón­ust­unn­ar.

Auglýsing

Eitt skýrt dæmi á sveit­ar­fé­lags­stig­inu er sú síend­ur­tekna póli­tíska ákvörðun að for­gangs­raða öllum öðrum málum fram yfir dag­vist­un­ina.  Lág laun og of fá stöðu­gildi leiða af sér að aðeins þriðj­ungur leik­skóla­starfs­fólks er með leik­skóla­kenn­ara­mennt­un  því  þessi menntun er ein­fald­lega betur metin ann­ars staðar á vinnu­mark­að­i.  Af þeim sem eftir eru hefur þar að auki meiri­hlut­inn tekið að sér stjórnun deilda og skóla, svo launin nálgist laun ann­arra háskóla­mennt­aðra sér­fræð­inga borg­ar­inn­ar. Leik­skóla­starf­inu er því haldið uppi af lág­marks­fjölda ófag­lærðs starfs­fólks, sem ekki fær greidd laun í sam­ræmi við álag í starfi, og fer því eðli­lega annað um leið og tæki­færi gefst. Þar með er við­var­andi mann­ekla á leik­skól­unum svo for­eldrar þurfa bæði að sætta sig við að fá ekki plás­s ­fyrren seint og um síðir og það að geta ekki treyst því  að fá alltaf umsamda vist­un.  Auk reglu­bund­inna starfs­daga þurfa for­eldrar nefni­lega alltaf að vera við­búin því að þurfa að sækja snemma eða missa jafn­vel úr heilu dag­anna vegna mann­eklu.

Útvist­un á­byrgðar

Önnur póli­tísk ákvörðun sem tekin hefur verið á hverju ári í Reykja­vík er að bjóða út hin og þessi verk­efni og hefur þeim fjölgað mjög á und­an­förnum tveimur ára­tug­um. Að baki liggja hag­kvæmni­sjón­ar­mið: Það er nefni­lega ódýr­ara fyrir borg­ina að bjóða út til að mynda ræst­ingu hús­næðis borg­ar­innar heldur en að borgin reki sjálf ræst­ing­ar­deild. Að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum fær sá aðili verkið sem býður lægst. Þar sem launa­kostn­að­ur­inn er stærsti kostn­að­ar­lið­ur­inn í þjón­ustu­störfum er besta leiðin fyrir verkselj­anda til að fá verkið að greiða starfs­fólki sínu lág­marks­laun, sér­stak­lega þegar um ófaglært starfs­fólk er að ræða. Við­kom­andi starfs­fólk er þar með ekki ráðið beint af Reykja­vík­ur­borg  og þá er það ekki heldur borg­ar­innar að sjá til að rétt­indi starfs­fólks­ins séu virt, að laun þeirra séu rétt reiknuð og greidd á réttum tíma o.s.frv.  ­Borgin er stikk-frí.

Jafn­rétt­is­borgin Reykja­vík

Við í Kvenna­hreyf­ing­unni viljum að hjá Reykja­vík­ur­borg sé allt fólk jafn mik­ils metið óháð kyni, upp­runa og öðrum þátt­um. Þess vegna viljum við:

  • Hækka laun kvenna­stétta hjá borg­inni en einnig að minnka álag með fjölgun starfs­fólks og styttri vinnu­viku án þjón­ustu­skerð­ing­ar. 

  • Huga að meiri fjöl­breytni á leik­skóla­stig­inu: Dag­vistun í Reykja­vík er öll bundin við hinn hefð­bundna skrif­stofu­tíma á meðan margar stéttir vinna á vökt­um. Það á eng­inn að þurfa að velja á milli þess að eign­ast barn eða að þiggja drauma­starfið út af því klukkan hvað vinnu­dag­ur­inn hefst. Við viljum því setja á fót leik­skóla að danskri fyr­ir­mynd sem er sér­stak­lega hann­aður fyrir vakta­vinnu­fólk.  

  • End­ur­skoða útvist­un­ar­stefn­una með kynja­gler­aug­um: Hvaðan kemur hag­kvæmnin í út­vist­un­inni? Er út­vist­un­in sið­leg? Getur verið að betri nið­ur­staða feng­ist í heild­ina með því að færa við­kom­andi verk­efni, svo sem ræst­ing­una, aftur til borg­ar­inn­ar?

Við erum nefni­lega þess virði.

Höf­undur skipar sjö­unda sæti lista Kvenna­hreyf­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar