Virði kvenna og jafnréttisborgin Reykjavík

Kvennahreyfingin villl að hjá Reykjavíkurborg sé allt fólk jafn mikils metið óháð kyni, uppruna og öðrum þáttum.

Auglýsing

Launa­munur kynj­anna er lífseigt mein og ekki hjálpar til sú til­hneig­ing að í stað þess að ræða um mun­inn í heild­ar­launum milli kynja er einatt talað um „leið­réttan mun“,  en þá er búið að taka til­lit til alls konar þátta, svo sem starfs, vinnu­tíma, ­starfs­reynslu og mennt­un­ar, sem eru þegar nánar er að gáð flestir tengdir hlut­verkum kynj­anna.  Þar skiptir mestu að vinnu­mark­að­ur­inn á Íslandi er mjög kyn­bund­inn. Karlar eru fjöl­menn­ari í fram­leiðslu­grein­un­um, kon­urnar í þjón­ust­unni, og innan hvers geira eru karl­arnir almennt hærra settir í stig­an­um.

Þetta á sér sögu­legar skýr­ing­ar. Þegar konur fóru að vinna greidda vinnu stóðu þeim helst opin þau störf sem líta mátti á sem fram­leng­ingu á „nátt­úru­legu hlut­verki“ þeirra, þ.e. umönn­un, elda­mennsku, þvotta og þrif. Ólíkt kvenna­stör­f­un­um, sem konur áttu að hafa sér­staka með­fædda hæfni í, voru karla­störfin sem fylgdu iðn­bylt­ing­unni hins vegar alveg ný,  svo sem iðn­grein­ar ým­is­ ­kon­ar, flókn­ari lækn­ing­ar, lög­fræði og önnur fræði­mennska. Og eðli­lega fædd­ust karl­arnir ekki með þessa þekk­ingu heldur þurftu að til­einka sér hana. Og fyrir þann tíma og þá við­leitni þurfti – og þarf enn - að greiða alvöru laun, með auka­á­lagi vegna ábyrgð­ar­inn­ar  ­sem fylgir starf­inu, áhætt­unni sem fylgir tækj­un­um, lík­am­lega álag­inu og subbu­skapn­um. Við erum enn að kljást við arf­leifð­ar­ þess­ara við­horfa, enn í dag bera konur meg­in­þung­ann af heim­il­is­störfum og umönnun niðja og ætt­ingja og enn í dag er meistara­gráða í ljós­móð­ur­fræð­u­m m­inna metin en kandídats­próf í lög­fræð­i.   

Tvö­föld lít­il­lækkun

Mat á störfum kynj­anna er sum sé æði skakkt, eins og birt­ist líka svo skýrt í vand­ræða­legri kjara­deilu rík­is­ins við ljós­mæður þessa dag­anna. Og þegar um er að ræða kvenna­stétt þá er alltaf um að ræða lít­il­lækk­andi skila­boð til tveggja hópa fólks: Ann­ars vegar fær starfs­fólkið sem störfin vinnur þau skila­boð að störf þeirra séu lít­ils met­in. Hins vegar fær það fólk sem þjón­ust­una þarf, hvort sem um er að ræða aðstoð við fæð­ingu, vistun fyrir börnin eða umönnun sjúkra og aldr­aðra ætt­ingja, þau skila­boð að hinu opin­bera þyki það ekki nógu mik­ils virði til að tryggja fram­boð og gæði þjón­ust­unn­ar.

Auglýsing

Eitt skýrt dæmi á sveit­ar­fé­lags­stig­inu er sú síend­ur­tekna póli­tíska ákvörðun að for­gangs­raða öllum öðrum málum fram yfir dag­vist­un­ina.  Lág laun og of fá stöðu­gildi leiða af sér að aðeins þriðj­ungur leik­skóla­starfs­fólks er með leik­skóla­kenn­ara­mennt­un  því  þessi menntun er ein­fald­lega betur metin ann­ars staðar á vinnu­mark­að­i.  Af þeim sem eftir eru hefur þar að auki meiri­hlut­inn tekið að sér stjórnun deilda og skóla, svo launin nálgist laun ann­arra háskóla­mennt­aðra sér­fræð­inga borg­ar­inn­ar. Leik­skóla­starf­inu er því haldið uppi af lág­marks­fjölda ófag­lærðs starfs­fólks, sem ekki fær greidd laun í sam­ræmi við álag í starfi, og fer því eðli­lega annað um leið og tæki­færi gefst. Þar með er við­var­andi mann­ekla á leik­skól­unum svo for­eldrar þurfa bæði að sætta sig við að fá ekki plás­s ­fyrren seint og um síðir og það að geta ekki treyst því  að fá alltaf umsamda vist­un.  Auk reglu­bund­inna starfs­daga þurfa for­eldrar nefni­lega alltaf að vera við­búin því að þurfa að sækja snemma eða missa jafn­vel úr heilu dag­anna vegna mann­eklu.

Útvist­un á­byrgðar

Önnur póli­tísk ákvörðun sem tekin hefur verið á hverju ári í Reykja­vík er að bjóða út hin og þessi verk­efni og hefur þeim fjölgað mjög á und­an­förnum tveimur ára­tug­um. Að baki liggja hag­kvæmni­sjón­ar­mið: Það er nefni­lega ódýr­ara fyrir borg­ina að bjóða út til að mynda ræst­ingu hús­næðis borg­ar­innar heldur en að borgin reki sjálf ræst­ing­ar­deild. Að upp­fylltum ákveðnum skil­yrðum fær sá aðili verkið sem býður lægst. Þar sem launa­kostn­að­ur­inn er stærsti kostn­að­ar­lið­ur­inn í þjón­ustu­störfum er besta leiðin fyrir verkselj­anda til að fá verkið að greiða starfs­fólki sínu lág­marks­laun, sér­stak­lega þegar um ófaglært starfs­fólk er að ræða. Við­kom­andi starfs­fólk er þar með ekki ráðið beint af Reykja­vík­ur­borg  og þá er það ekki heldur borg­ar­innar að sjá til að rétt­indi starfs­fólks­ins séu virt, að laun þeirra séu rétt reiknuð og greidd á réttum tíma o.s.frv.  ­Borgin er stikk-frí.

Jafn­rétt­is­borgin Reykja­vík

Við í Kvenna­hreyf­ing­unni viljum að hjá Reykja­vík­ur­borg sé allt fólk jafn mik­ils metið óháð kyni, upp­runa og öðrum þátt­um. Þess vegna viljum við:

  • Hækka laun kvenna­stétta hjá borg­inni en einnig að minnka álag með fjölgun starfs­fólks og styttri vinnu­viku án þjón­ustu­skerð­ing­ar. 

  • Huga að meiri fjöl­breytni á leik­skóla­stig­inu: Dag­vistun í Reykja­vík er öll bundin við hinn hefð­bundna skrif­stofu­tíma á meðan margar stéttir vinna á vökt­um. Það á eng­inn að þurfa að velja á milli þess að eign­ast barn eða að þiggja drauma­starfið út af því klukkan hvað vinnu­dag­ur­inn hefst. Við viljum því setja á fót leik­skóla að danskri fyr­ir­mynd sem er sér­stak­lega hann­aður fyrir vakta­vinnu­fólk.  

  • End­ur­skoða útvist­un­ar­stefn­una með kynja­gler­aug­um: Hvaðan kemur hag­kvæmnin í út­vist­un­inni? Er út­vist­un­in sið­leg? Getur verið að betri nið­ur­staða feng­ist í heild­ina með því að færa við­kom­andi verk­efni, svo sem ræst­ing­una, aftur til borg­ar­inn­ar?

Við erum nefni­lega þess virði.

Höf­undur skipar sjö­unda sæti lista Kvenna­hreyf­ing­ar­innar í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar