Framtíð ferðaþjónustunnar og Reykjavík: Öflug ferðaþjónusta í sátt við íbúa

Líf Magneudóttir og Jakob Jónsson segja að framtíðarvöxtur ferðaþjónustunnar þurfi að byggjast á fjölbreytileika, sjálfbærni og samráði.

Líf
Auglýsing

Það er útlit fyrir að það hægi á þeim ævin­týra­lega vexti sem hefur ein­kennt síð­ustu ár í ferða­þjón­ust­unni. Það er hins vegar deg­inum ljós­ara að ferða­þjón­ustan er orðin ein mik­il­væg­asta útflutn­ings­at­vinnu­grein okkar Íslend­inga. Um leið er ferða­þjón­ustan orðin ein mik­il­væg­asta atvinnu­grein höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Fjölgun ferða­manna hefur ekki aðeins auðgað mann­líf borg­ar­innar heldur hefur hún einnig skotið mik­il­vægum stoðum undir atvinnu­líf­ið. Þús­undir Reyk­vík­inga hafa atvinnu af ferða­þjón­ustu. Það er því brýnt að borgin móti sér mjög skýra sýn um hvernig hún vilji sjá ferða­þjón­ust­una þró­ast á kom­andi árum.

Ferða­þjón­usta í sátt við íbúa og mann­líf

Mik­il­væg­asta verk­efnið sem við stöndum frammi fyrir er að tryggja að ferða­þjón­ustan þró­ist í sátt við íbúa. Vöxtur hennar á aldrei að verða á kostnað félags­auðs hverf­anna. Það er ekki bara nátt­úran sem laðar ferða­menn hingað heldur líka mann­lífið og gest­risni heima­manna og það eru verð­mæti sem við verðum að fara vel með.

Auglýsing

Um það þarf að ríkja sátt og sam­staða og því er mik­il­vægt að vera í nánu sam­starfi við aðila ferða­þjón­ust­unnar og íbúa borg­ar­inn­ar.

Reykja­vík byggi á styrk­leikum sínum

Við Vinstri græn leggjum áherslu á að borgin byggi á styrk­leikum sínum í mark­aðs­setn­ingu svo ferða­þjón­ustan í borg­inni fái að blómstra. Áhersla á menn­ingu og menn­ing­ar­tengda starf­sem­i,­fjöl­breytt mann­líf og ein­staka nátt­úru­feg­urð Reykja­víkur eiga að vera í for­grunni en líka þarf að móta stefnu og leggja áherslu á umhverf­is­væna ferða­þjón­ustu.

Við þurfum að lyfta sög­unni meira upp í borg­ar­land­inu. Ekki bara með upp­lýs­inga­skiltum heldur með sögu­sýn­ingum og við­haldi gam­alla húsa. Söfn borg­ar­innar ættu líka að bjóða upp á nám­skeið fyrir borg­ar­leið­sögu­menn í sögu borg­ar­inn­ar. Slíkt sam­starf milli safna og Reykja­vík­ur­borgar ann­ars vegar og leið­sögu­manna hins vegar er öllum til góða og myndi auðga upp­lifun ferða­manna af borg­inni.

Reykja­vík á sér­stak­lega að styðja við bakið á hinsegin og femínískri ferða­þjón­ustu og vinna með ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum að mark­aðs­setn­ingu borg­ar­innar sem við­komu­staðar fyrir hinsegin ferða­menn. Til þess þarf borgin bæði að gera hinsegin menn­ingu og listum hærra undir höfði, ekki aðeins í tengslum við Gleði­göng­una og hinsegin daga heldur allt árið um kring.

Reykja­vík­ur­-gull­hringur

Reykja­vík er eitt feg­ursta bæj­ar­stæði lands­ins. Fjalla­sýn­in, eyj­arnar og útsýnið á sund­in, Esj­an, Elliða­árn­ar, Rauð­hólar og Heið­mörk. Við eigum að standa vörð um þessi nátt­úru­gæði og um leið gera þau aðgengi­legri bæði fyrir íbúa og ferða­menn. Hér stendur ferða­þjón­ustan frammi fyrir svip­uðum vanda­málum og víða um land: Það vantar betri göngu­stíga, upp­lýs­inga­skilti, útsýn­is­skífur og almenn­ings­kló­sett.

Reykja­vík­ur­borg þarf að móta sér stefnu um úti­vist­ar­svæði borg­ar­innar sem tekur mið af vexti ferða­þjón­ust­unn­ar. Við Vinstri græn höfum talað fyrir því að svæðum sem njóta verndar innan borg­ar­innar verði fjölgað og þau tengd saman í borg­ar­garð sem teygir sig frá heiðum til sunda. Friðun Akur­eyj­ar, stækkun vernd­ar­svæð­is­ins í Elliða­ár­dal og sam­starf við nágranna­sveit­ar­fé­lögin um teng­ingu við Blá­fjalla­fólk­vang og Reykja­nes­fólk­vang gæti orðið grunnur fyrir öfl­uga umhverf­is­væna ferða­þjón­ustu í borg­inni. Um leið þurfum við að sjá til þess að ferða­menn geti notað almenn­ings­sam­göngur til að njóta úti­vistar innan borg­ar­inn­ar.

Sam­vinna við ferða­þjón­ust­una

Fram­tíð­ar­vöxtur ferða­þjón­ust­unnar þarf að byggj­ast á fjöl­breyti­leika, sjálf­bærni og sam­ráði. Við Vinstri græn ætlum að leggjum áherslu á þessi atriði því þannig náum við mark­miðum um öfl­uga ferða­þjón­ustu sem styður ekki aðeins áfram við atvinnu­líf borg­ar­innar heldur heldur auðgar fjöl­breytta menn­ingu og mann­líf borg­ar­inn­ar.

Höf­undar eru á fram­boðs­lista Vinstri grænna fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar