Framtíð ferðaþjónustunnar og Reykjavík: Öflug ferðaþjónusta í sátt við íbúa

Líf Magneudóttir og Jakob Jónsson segja að framtíðarvöxtur ferðaþjónustunnar þurfi að byggjast á fjölbreytileika, sjálfbærni og samráði.

Líf
Auglýsing

Það er útlit fyrir að það hægi á þeim ævin­týra­lega vexti sem hefur ein­kennt síð­ustu ár í ferða­þjón­ust­unni. Það er hins vegar deg­inum ljós­ara að ferða­þjón­ustan er orðin ein mik­il­væg­asta útflutn­ings­at­vinnu­grein okkar Íslend­inga. Um leið er ferða­þjón­ustan orðin ein mik­il­væg­asta atvinnu­grein höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Fjölgun ferða­manna hefur ekki aðeins auðgað mann­líf borg­ar­innar heldur hefur hún einnig skotið mik­il­vægum stoðum undir atvinnu­líf­ið. Þús­undir Reyk­vík­inga hafa atvinnu af ferða­þjón­ustu. Það er því brýnt að borgin móti sér mjög skýra sýn um hvernig hún vilji sjá ferða­þjón­ust­una þró­ast á kom­andi árum.

Ferða­þjón­usta í sátt við íbúa og mann­líf

Mik­il­væg­asta verk­efnið sem við stöndum frammi fyrir er að tryggja að ferða­þjón­ustan þró­ist í sátt við íbúa. Vöxtur hennar á aldrei að verða á kostnað félags­auðs hverf­anna. Það er ekki bara nátt­úran sem laðar ferða­menn hingað heldur líka mann­lífið og gest­risni heima­manna og það eru verð­mæti sem við verðum að fara vel með.

Auglýsing

Um það þarf að ríkja sátt og sam­staða og því er mik­il­vægt að vera í nánu sam­starfi við aðila ferða­þjón­ust­unnar og íbúa borg­ar­inn­ar.

Reykja­vík byggi á styrk­leikum sínum

Við Vinstri græn leggjum áherslu á að borgin byggi á styrk­leikum sínum í mark­aðs­setn­ingu svo ferða­þjón­ustan í borg­inni fái að blómstra. Áhersla á menn­ingu og menn­ing­ar­tengda starf­sem­i,­fjöl­breytt mann­líf og ein­staka nátt­úru­feg­urð Reykja­víkur eiga að vera í for­grunni en líka þarf að móta stefnu og leggja áherslu á umhverf­is­væna ferða­þjón­ustu.

Við þurfum að lyfta sög­unni meira upp í borg­ar­land­inu. Ekki bara með upp­lýs­inga­skiltum heldur með sögu­sýn­ingum og við­haldi gam­alla húsa. Söfn borg­ar­innar ættu líka að bjóða upp á nám­skeið fyrir borg­ar­leið­sögu­menn í sögu borg­ar­inn­ar. Slíkt sam­starf milli safna og Reykja­vík­ur­borgar ann­ars vegar og leið­sögu­manna hins vegar er öllum til góða og myndi auðga upp­lifun ferða­manna af borg­inni.

Reykja­vík á sér­stak­lega að styðja við bakið á hinsegin og femínískri ferða­þjón­ustu og vinna með ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum að mark­aðs­setn­ingu borg­ar­innar sem við­komu­staðar fyrir hinsegin ferða­menn. Til þess þarf borgin bæði að gera hinsegin menn­ingu og listum hærra undir höfði, ekki aðeins í tengslum við Gleði­göng­una og hinsegin daga heldur allt árið um kring.

Reykja­vík­ur­-gull­hringur

Reykja­vík er eitt feg­ursta bæj­ar­stæði lands­ins. Fjalla­sýn­in, eyj­arnar og útsýnið á sund­in, Esj­an, Elliða­árn­ar, Rauð­hólar og Heið­mörk. Við eigum að standa vörð um þessi nátt­úru­gæði og um leið gera þau aðgengi­legri bæði fyrir íbúa og ferða­menn. Hér stendur ferða­þjón­ustan frammi fyrir svip­uðum vanda­málum og víða um land: Það vantar betri göngu­stíga, upp­lýs­inga­skilti, útsýn­is­skífur og almenn­ings­kló­sett.

Reykja­vík­ur­borg þarf að móta sér stefnu um úti­vist­ar­svæði borg­ar­innar sem tekur mið af vexti ferða­þjón­ust­unn­ar. Við Vinstri græn höfum talað fyrir því að svæðum sem njóta verndar innan borg­ar­innar verði fjölgað og þau tengd saman í borg­ar­garð sem teygir sig frá heiðum til sunda. Friðun Akur­eyj­ar, stækkun vernd­ar­svæð­is­ins í Elliða­ár­dal og sam­starf við nágranna­sveit­ar­fé­lögin um teng­ingu við Blá­fjalla­fólk­vang og Reykja­nes­fólk­vang gæti orðið grunnur fyrir öfl­uga umhverf­is­væna ferða­þjón­ustu í borg­inni. Um leið þurfum við að sjá til þess að ferða­menn geti notað almenn­ings­sam­göngur til að njóta úti­vistar innan borg­ar­inn­ar.

Sam­vinna við ferða­þjón­ust­una

Fram­tíð­ar­vöxtur ferða­þjón­ust­unnar þarf að byggj­ast á fjöl­breyti­leika, sjálf­bærni og sam­ráði. Við Vinstri græn ætlum að leggjum áherslu á þessi atriði því þannig náum við mark­miðum um öfl­uga ferða­þjón­ustu sem styður ekki aðeins áfram við atvinnu­líf borg­ar­innar heldur heldur auðgar fjöl­breytta menn­ingu og mann­líf borg­ar­inn­ar.

Höf­undar eru á fram­boðs­lista Vinstri grænna fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar