Hvað eyddi Reykjavíkurborg miklu í Facebook-auglýsingar í apríl?

Pawel Bartoszek hefur reiknað út að Reykjavíkurborg eyði að meðaltali 200 þúsund á mánuði í Facebook-auglýsingar.

Auglýsing

Ein­hverjir hafa gagn­rýnt Face­book-aug­lýs­ingar Reykja­vík­ur­borgar að und­an­förnu. Ég hef ekki töl­urnar til að full­yrða að þær hafi verið óeðli­lega mikl­ar. En spurn­ingin að ofan er full­kom­lega eðli­leg og allir ættu að geta spurt hennar og fengið svar við henni án þess að í henni fælist aðdróttun um að óeðli­legt sé að borgin kaupi Face­book-aug­lýs­ingar til að aug­lýsa starf­semi sína eða að þær séu nú úr hófi fram.

En fyrst að búið er að opna fjár­mál Reykja­vík­ur­borgar þá ætti ég að geta kom­ist að þessu, ekki satt? Slóðin sem ég enda á eftir goog­le-­leit og röð til­vís­ana er þessi:

https://op­in­gogn.is/data­set/fjarmal-reykja­vik­ur­borgar

Auglýsing

Þar má sjá eft­ir­far­andi gagna­sett:

.

Hér sjáum við stöð­una eins og hún er þegar þetta er skrifað þann 18. maí. Nýj­ustu upp­lýs­ing­arnar er sem sagt að finna í níu mán­aða upp­gjöri 2017 sem eru þá upp­lýs­ingar frá sept­em­ber 2017. Við höfum enn sem komið er ekki neinar upp­lýs­ingar um reikn­inga borg­ar­innar fyrir tíma­bilið frá októ­ber 2017. Bráðum fara raunar að líða fimm mán­uðir frá því að gögnin voru upp­færð síð­ast.

[adpsot]Því miður er heldur ekki nein auð­veld leið til að for­skoða gögnin og leita í þeim án þess að hlaða þeim öllum niður og vinna með þau í reikni­for­riti. En það er þó hægt að gera það, hreinsa gögnin og flokka þau. Það hefur verið gert hér, að ein­hverju leyti.

Þannig má kom­ast að því að árið 2017 voru Face­book-­út­gjöld Reykja­vík­ur­borg­ar, skipt eftir árs­fjórð­ung­um, eft­ir­far­andi:

Árs­fjörð­ungur

Upp­hæð

1

261.555

2

648.820

3

609.036

Heild­ar­sum­ma: 

1.519.411

Út frá þessum gögnum má sjá að Reykja­vík­ur­borg eyðir að með­al­tali 200 þús­und á mán­uði í Face­book-aug­lýs­ing­ar.

Mér er sagt að þetta eru ekki óeðli­legar upp­hæðir fyrir aðila eins og Reykja­vík­ur­borg. Borgin þarf að aug­lýsa störf, kynna við­burði og vekja athygli á þjón­ustu sinni, og Face­book er sá fjöl­mið­ill sem hvað flestir Íslend­ingar lesa.

Gegn­sæi dregur úr tor­tryggni. En til að mark­miðin um opin gögn náist að fullu þarf ákveðna lag­fær­ingar á því kerfi sem Reykja­vík­ur­borg hefur sett upp.

Í fyrsta lagi þarf að koma upp vina­legra við­móti til við­bótar við þann mögu­leika að hlaða niður hráum gögnum og vinna með þau í Excel. Venju­legt fólk verður að geta flett upp upp­lýs­ingum án djúprar kunn­áttu í gagna­vinnslu.

Í öðru lagi þurfa gögnin að birt­ast miklu fyrr. Sex til sjö mán­aða bið­tími er ekki góð­ur. Á  opn­ir­reikn­ing­ar.is, vef sem settur var upp í ráð­herra­tíð Bene­dikts Jóhann­es­son­ar, fyrrum for­manns Við­reisn­ar, eru gögnin að jafn­aði mán­að­ar­göm­ul. Eðli­legt væri ef Reyk­vík­ingar gætu líka fylgst með öllum útgjöldum sveit­ar­fé­lags­ins jafn­óðum og til þeirra er stofn­að.

Best væri ef þeir sem stjórna í Reykja­vík myndu ein­fald­lega bregð­ast við þeirri gagn­rýni sem sums staðar hefur komið fram með því að birta lista yfir allan kostnað vegna Face­book-aug­lýs­inga frá októ­ber 2017 og til dags­ins í dag. Það ætti ekki að vera mikið mál.

Höf­undur er í 2. sæti á fram­boðs­lista Við­reisnar fyrir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Við­bót höf­undar

Höf­undi hefur verið bent á að vina­legt við­mót á fram­setn­ingu reikn­inga megi finna hér.

Athuga­semdin í pistl­inum leið­rétt­ist hér með um leið og slóð­inni er komið á fram­færi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar