Skammtímahugsun í samgöngu- og skipulagsmálum

Hreindís Ylva Garðarsdóttir kallar eftir langtímalausnum í samgöngu- og skipulagsmálum í Reykjavík í aðsendri grein.

Auglýsing

Eitt af því sem sem hefur komið mér mest á óvart við kosningabaráttuna er hversu ótrúlega fátækleg umræðan um skipulagsmál en þó sérstaklega samgöngumál hefur verið. Hversu yfirborsðkenndum nótum hún hefur verið. Sjálfstæðisflokkurinn og ótal fylgihnettir hans á hægrijaðri pólítíska litrófsins hafa keppst við að fordæma borgarlínuna og skipulagsstefnu meirihlutans: Það sé of dýrt og tímafrekt að þétta byggð eða leggja borgarlínu. Þetta sé allt „framtíðarmússík“. Í staðinn eigi að rjúka í byggingu nýrra úthverfa og leggja nýjar hraðbrautir og greiða götu verktaka með því að „ryðja burt hindrunum“.

Allt eru þetta hins vegar skammtímalausnir: Meira verktakaræði, meira af hraðbrautum og mislægum gatnamótum, meira af malbiki.

Meira af því sem sama sem við höfum verið að gera síðustu áratugi. Þessar „lausnir“ gera ekkert til að taka á langtímavandamálunum sem við stöndum frammi fyrir. Bæði vaxandi umferð og lengri ferðatímar, og það sem er alvarlegra: aukinni mengun. Stöðugt meira af landi sem fer undir hraðbrautir og umferðarmannvirki. Það þarf bara að horfa til Bandaríkjanna til að sjá hverskonar ógöngum borgir lenda í þegar þær eru byggðar eftir þessari forskrift.

Auglýsing

Langtímahugsun í samgöngumálum

Andstæðingar borgarlínunnar og þéttingar byggðar hafa ekki sett fram raunverulega framtíðarsýn fyrir skipulagsmál borginnar. Þess í stað boða þeir að við höldum áfram á sömu braut og gefa í.

Að vísu virðast sumir átta sig á því að það sé vondur málstaður að verja að vera á móti almenningssamgöngum. Því lofa þeir í öðru orðinu að efla Strætó. Það er hins vegar skrýtið að stilla borgarlínu og Strætó upp sem valkostum: Borgarlínan er einfaldlega sýn á það hvernig við byggjum upp öflugar almenningssamgöngur til langs tíma.

Borgarlínan, þ.e. kerfi séragreina fyrir hraðvagna sem geta flutt fólk hratt og örugglega á milli hverfa er hryggjarstykki framtíðar almenningssamgangnakerfisins: Hún tekur við hlutverki strætisvagnanna sem í dag keyra fólk úr úthverfunum niður í bæ. Fólki mun áfram fjölga á höfuðborgarsvæðinu og það munu bætast við ný úthverfi á næstu 20, 30 og 40 árum. Við þurfum að hanna samgöngukerfi borgarinnar í samræmi við það og sjá til þess að íbúar þessara hverfa hafi raunhæfa valkosti í samgöngum. Öll umferðarmódel sýna að gatnakerfi borgarinnar myndi ella ekki bera alla þá auknu umferð, en líka vegna þess að við getum ekki reiknað með því að allir sem flytjast í þessi hverfi muni vilja eða geta átt bíl. Það hefur t.d. verið byggt mikið af stúdentaíbúðum í Úlfarsárdal. Ungt fólk vill geta valið hraðar vistvænar samgöngur.

Langtímahugsun í skipulagsmálum

Borgarlína, er ein forsenda þess að við getum þétt byggð í Reykjavík. Reykjavík er strjálbýl borg sem er hönnuð út frá því að fólk fari nánast allra ferða akandi. Fyrir vikið neyðast flestir til að eiga bíl, sem er bæði dýrt og mengandi.

Þétting byggðar gengur út á að hverfa af þessari braut, hanna sjálfbær hverfi þar sem þjónusta og menning er í göngufæri og stutt er í almenningssamgöngur. Borg sem er byggð til að mæta þörfum fólks, ekki bíla. Þessi sýn á þróun borgarinnar er ekki bara fallegri en hraðbrauta- og úthverfaborgin sem andstæðingar þéttingar byggðar og borgarlínu sjá fyrir sér, heldur er hún beinlínis lífsnauðsynleg. Framtíð jarðarinnar er í húfi.

Fyrir okkur ungt fólk skiptir máli hvernig borgin mun líta út eftir 20, 30 eða 40 ár. Við viljum ekki skammtímalausnir og meira af því sama, úthverfaborg með hraðbrautum og malbiki. Ég mun beita mér fyrir annarskonar langtímasýn: Borg þar sem fólk býr í sjálfbærum hverfum þar sem þjónusta er í göngufæri og vistvænar samgöngur eru raunverulegur valkostur.

Höfundur skipar 4 sæti á framboðslista Vinstri grænna fyrir borgarstjórnarkosningarnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar