Glansmyndin í Mosfellsbæ

Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar um sveitastjórnarmál í Mosfellsbæ.

Auglýsing

Í Mos­fellsbæ er gott að búa, stór­kost­leg nátt­úra og gott fólk. Leik­skól­arnir eru til fyr­ir­mynd­ar, íþrótta­fólkið okkar stendur sig vel, félags­leg for­varn­ar- vinna með börn og ung­linga er öfl­ug, hvort sem horft er til íþrótta, tón­list­ar, leik­listar eða ann­arra tóm­stunda.

Þegar rýnt er í málin kemur þó fljótt í ljós að þrátt fyrir allt það góða er margt sem þarf að laga. Á bak við glans­mynd- ina er eru vanda­mál af þeirri stærð­argráðu að ráð­ast þarf í meiri­háttar breyt­ingar á stjórn­ar­háttum í Mos­fells­bæ.

Íþrótta­mann­virki við Varmá

Á íbúa­fundi Aft­ur­eld­ingar um íþrótta­mál í Hlé­garði 15. maí kom skýrt fram að málum er lítt fylgt eftir og vinnu- brögð ómark­viss og ófag­leg hjá bæj­ar­yf­ir­völdum í Mos­fells­bæ. Þrátt fyrir að fram­kvæmda­stjóri og yfir­stjórn Aft­ur­eld­ingar hafi ítrekað fundað með bæj­ar­stjóra og emb­ætt­is­mönnum var upp­lýs­ingum um slæmt ástand íþrótta- mann­virkja við Varmá ekki miðlað áfram til kjör­inna full- trúa. Þetta er auð­vitað ólíð­andi. Bæj­ar­stjórnin getur ekki starfað mark­vis­st, brugð­ist við og gripið til aðgerða ef set- ið er á upp­lýs­ing­um. Öll mál­efni sem varða hags­muni Mos­fell­inga og félaga sem starfa hér í þeirra þágu á að ræða opin­skátt í nefndum og ráðum sveit­ar­fé­lags­ins. Það hefur sjaldan verið aug­ljós­ara en á íbúa­fundi Aft­ur­eld­ingar hve upp­lýs­inga­gjöf innan stjórn­kerfis Mos­fells­bæjar er ábóta- vant. Í þessu til­viki hefur fjár­hags­leg afkoma Aft­ur­eld­ing- ar skað­ast og íþrótta­iðk­endur beðið heilsutjón á meðan beðið er eftir aðgerð­u­m.

Auglýsing

Skipu­lags­mál

Heild­ræn sýn í skipu­lags­málum í sam­vinnu við íbúa í Mos­fellsbæ er heldur ekki til stað­ar. Bæj­ar­stjórnin tekur ekki skipu­lags­vald sitt alvar­lega og leyfir breyt­ingar á skipu­lagi lóð fyrir lóð. Bygg­inga­fé­lög fá leyfi til að byggja á ákveðnum svæðum og er síðan heim­ilað að breyta skipu­lag­in­u.

Upp­bygg­ing í mið­bænum á milli nýja Bón­uss og Fram- halds­skól­ans ber þess vitni en þar var gert ráð fyrir 52 í- búðum í upp­haf­legu deiliskipu­lagi en nú er verið að byggja 145 íbúðir á þeim reit. Í þessum miklu breyt­ingum frá upp­haf­legu deiliskipu­lagi hefur ekki verið hugað að þörf­inni fyrir aukið skóla­hús­næði og ekki vitað hvar þau börn eigi að ganga í skóla sem þangað flytja. Það er ekki að ástæðu­lausu að Í-list­inn vill heild­ræna sýn í skipu­lags- málum bæj­ar­fé­lags­ins. Hags­munum allra Mos­fell­inga má ekki fórna fyrir sér­hags­muni eða skamm­tíma­gróða!

Félags­legt hús­næði

Í Mos­fellsbæ eru 31 félags­leg íbúð í eigu sveit­ar­fé­lags­ins og hefur félags­legum íbúðum ein­ungis fjölgað um eina frá 2002. Sveit­ar­fé­lagið er því ekki að sinna sam­fé­lags­legri skyldu sinni hvað félags­legt hús­næði varð­ar. Þetta er ekki ásætt­an­legt. Hlut­falls­lega er fjöldi félags­legra íbúða í Mos­fellsbæ miklu minni en í Reykja­vík. Í Mos­fellsbæ eru 325 manns um hverja félags­lega íbúð en í Reykja­víkur eru það 50 manns. Það er vel þekkt að fólk flytj­ist úr bænum vegna hús­næð­is­skorts.

Í Mos­fellsbæ eiga allir að geta búið og við eigum sem sam­fé­lag að sinna skyldum okkar við þá sem þurfa aðstoð við að koma sér upp heim­ili. Það er það minnsta sem við getum gert! Vöntun er einnig á hús­næði fyrir ungt og tekju­lægra fólk en engin stefna hefur verið tekin í þessum mik­il­væga mála­flokki. Erlendis eru sveit­ar­fé­lög að vinna mark­visst í þessum málum með bygg­ingu bland­aðra hverfa. Þau leyfa jafn­vel ekki bygg­ingu svæða án þess að hluti þeirra séu leigu­í­búð­ir, íbúðir fyrir tekju­lægra fólk eða félags­legar íbúð­ir. Unnið er eftir skýrri fram­tíð­ar­stefnu um fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu svæða með það mark- miði að skapa gott sam­fé­lag fyrir alla.

Skóla­mál

Skóla­málin eru í ólestri og eru mörg vanda­mál sem hafa þar áhrif á. Eitt af því sem er hvað alvar­leg­ast er vax­andi kvíði og van­líðan nem­enda sam­kvæmt könn­un­um. Ein­elti er einnig stórt vanda­mál í sumum skólum sem við verðum að vera virk í að vinna gegn. Fag­lega aðstoð vantar einnig fyrir börn með fjöl­þætt vanda­mál, þar á meðal hegð­un­ar- vanda­mál.

Starfs­um­hverfi kenn­ara er einnig ábóta­vant. Varm­ár­skóli sem var þekktur fyrir að vera einn af bestu skólum lands­ins hefur misst frá sér fjölda kenn­ara. Einn þeirra hafði fengið verð­laun fyrir að vera besti kenn­ari lands­ins á sínu sviði. Í-list­inn telur að taka þurfi á vanda­málum fræðslu- og skóla­mála með festu, styrkja grunn­starfið og gera raun­sæja fram­tíð­ar­stefnu sem tekur mið af áskor­unum nútíma­sam­fé­lags og fjölgun íbúa í Mos­fells­bæ. For­gangs- atriði er að starfs­um­hverfi barna okkar og kenn­ara sé til fyr­ir­myndar svo fag­legt starf fyrir öll börn geti farið þar fram.

Stjórn­sýsla

Mörg önnur dæmi væri hægt að nefna hér máli okkar til stuðn­ings en lyk­il­at­riðið er að ein­kenni mark­vissrar stjórn- sýslu eru fag­mennska, góð upp­lýs­inga­gjöf og gegn­sæi. Við í Íbúa­hreyf­ing­unni og Pírötum viljum ráða ópóli­tískan bæj­ar­stjóra á næsta kjör­tíma­bili sem tengir starfs­menn bæj­ar­ins og kjörna full­trúa á fag­legan hátt svo stjórn­kerfi Mos­fells­bæjar þjóni íbúum bet­ur. Mark­miðið er að tryggja að hags­munir og vel­ferð Mos­fell­inga séu höfð að leið­ar- ljósi í allri stjórn­sýslu. Upp­lýs­ingum sé miðlað og reglum fram­fylgt svo kjörnir full­trúar nái að sinna hlut­verki sínu gagn­vart íbúum sveit­ar­fé­lags­ins. Við þurfum að taka á vanda­málum með festu og heið­ar­leika og þurfum að gæta fag­mennsku í hví­vetna.

Höf­undur er í 2. sæti á Í-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­innar og Pírata.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar